Sjáðu DUNE á sérstakri forsýningu!


Enn eru til miðar. Þetta verður bíó!

Annað kvöld, kl. 20:30 í Sambíóunum Egilshöll, stendur Kvikmyndir.is að sérstakri (alheims)forsýningu á stórmyndinni DUNE. Enn eru til miðar á umrædda boðssýningu og fylgja nánari leiðbeiningar neðar í frétt. Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu máli um… Lesa meira

Hvolpasveitin trekkir að


Þrjátíu þúsund Íslendingar hafa séð Hvolpasveitina vinsælu í bíó.

Íslendingar sem hafa séð kvikmyndina um Hvolpasveitina stórvinsælu í bíó eru nú þrjátíu þúsund talsins. Af aðsóknartölum helgarinnar að dæma hefur teiknimyndin haldið tryggri stöðu á topplista kvikmyndahúsa og hafa alls tæplega 23 þúsund manns séð myndina. Með helstu íslensku raddhlutverk myndarinnar fara Patrik Nökkvi Pétursson, Steinn Ármann Magnússon, Agla… Lesa meira

Dune kemur í bíó í vikunni – Leikstjórinn vill að hennar sé notið í bíósal


Dune kemur í bíó á föstudaginn!

Í þessari viku verður ein ný kvikmynd frumsýnd í bíóhúsum hér á landi. Þar er um að ræða vísindaskáldsöguna Dune í leikstjórn Denis Villeneuve, sem áður hefur gert stórmyndir eins og Arrival, Blade Runner og Sicario. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn en á fimmtudaginn, eða daginn áður, býður kvikmyndir.is heppnum… Lesa meira

Ekki búast við bregðuatriðum eins og í The Conjuring


Hrollvekjusnillingurinn James Wan lofar öðruvísi stemningu að þessu sinni.

Þegar nafn leikstjórans og framleiðandans James Wan ber á góma tengja margir það strax við annars vegar pyntingaklám (e. torture porn) vegna Saw myndaflokksins ódauðlega og hinsvegar draugahroll eins og í The Conjuring. Í nýjustu mynd sinni, Malignant, sem hann bæði leikstýrir og skrifar handrit að, vill Wan eyða þessum… Lesa meira

Kvikmyndir.is býður í bíó – Sjáðu DUNE á sérstakri forsýningu


Taktu Sci-fi prófið!

Fimmtudaginn 16. september (kl. 20:30 í Sambíóunum Egilshöll) stendur Kvikmyndir.is að sérstakri forsýningu á stórmyndinni DUNE. Þú átt kost á miðum með því að taka þátt í getraun(um) á vegum vefsins. Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu… Lesa meira

Malignant og Smagen af Sult koma í bíó í vikunni


Tvær nýjar kvikmyndir koma í bíóhús í þessari viku.

Tvær nýjar kvikmyndir koma í bíóhús í þessari viku, nánar til tekið á föstudaginn. Þær eru frekar ólíkar, en ótrúlega áhugaverðar hvor á sinn hátt. Malignant kemur úr smiðju James Wan ( Saw, Conjuring, Aquaman, Fast 7 osfr. osfrv. ) en yfirleitt er hægt að stóla á sannkallaðan gæðahroll þegar… Lesa meira

Nýjasta Marvel hetjan sló í gegn


Myndin hefur til að bera hasar, grín, kung-fu og fullt af spennu svo fátt eitt sé nefnt.

Marvel hetjan Shang-Chi í kvikmyndinni Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sló í gegn í kvikmyndahúsum hér á landi um helgina, en einnig í Bandaríkjunum, en hún trónir á toppi aðsóknarlista í báðum löndunum eftir sýningar helgarinnar. Sá sem leikur Shang-Chi, hinn kanadíski Simu Liu, er fyrsti asísk… Lesa meira

Bátsigling á toppnum


Ævintýrin eru vinsæl þessa dagana í kvikmyndahúsum.

Ævintýramyndin Jungle Cruise ber höfuð og herðar yfir aðra titla í kvikmyndahúsum þessa dagana hvað aðsókn varðar. Myndin flaug beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans um helgina og voru hátt í fjögur þúsund manns sem sáu myndina í bíó. Þess má geta að myndin lenti einnig á streymi Disney+ gegn… Lesa meira

Richard Donner látinn


Donner fór aldeilis yfir víðan völl og markaði sín spor í Hollywood.

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety en dánarorsök er enn ókunn.Ferill hans spannaði rúmlega fimmtíu ár sem leikstjóri og framleiðandi en hann var einna þekktastur fyrir allar fjórar Lethal Weapon-myndirnar ásamt The Omen, The Goonies, Ladyhawke og fyrstu… Lesa meira

Eldhús bar sigur úr býtum – Spagettí fær sérstök verðlaun: „Ógleymanleg upplifun“


Sigurvegarar Sprettfisksins hafa verið kynntir.

Lokakvöld Stockfish kvikmyndahátíðarinnar var haldið í Bíó Paradís í gær og sigurvegari stuttmyndasamkeppni Sprettfisksins kynntur. Sigur úr býtum bar teiknimyndin Eldhús eftir máli (e. Kitchen By Measure) eftir Atla Arnarsson og Sólrún Ylfu Ingimarsdóttur. Þá hlaut spennumyndin Spagettí eftir Egil Gauta Sigurjónsson og Nikulás Tuma Hlynsson einnig sérstaka viðurkenningu og… Lesa meira

Eingöngu íslenskt á nýrri streymisveitu


Stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.

Undirbúningsvinna er hafin að stofnun streymisveitu með íslensku myndefni. Umrætt streymi verður á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands og mun starfsfólk þess sinna þessari vinnu, en einnig hefur Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður verið ráðinn tímabundið til verkefnisins. Þetta var tilkynnt á vef Kvikmyndamiðstöðvar og þar er vísað í Kvikmyndastefnu til… Lesa meira

20 alþjóðlegar verðlaunamyndir á Stockfish


Á hátíðinni fá gestir mikla innsýn í gerð myndanna og tækifæri til að eiga samtal við leikstjóra.

Kvikmyndahátíðin Stockfish verður að þessu sinni dagana 20. - 30. maí næstkomandi eftir tvær frestanir og verður þetta í sjöunda skiptið sem hátíðin er haldin. Þó hafa aldrei verið fleiri myndir á hátíðinni sem annað hvort voru í undanvali eða tilnefndar til Óskarsverðlauna en einmitt nú.Hátíðin leggur áherslu á að… Lesa meira

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2021


Umræðuvert kvöld að baki.

Öruggt er að fullyrða að Óskarinn sé langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og er þetta í 93. skipti sem hátíðin fer fram. Niðurstaðan var alþjóðleg og fjölbreytt að sinni en eins og margir hverjir spáðu fyrir var það Nomadland sem hlaut aðalverðlaunin, þó íslenska lukkan hafi ekki alveg farið… Lesa meira

Óskarinn ekki sýndur á RÚV þetta árið


Íslenskir nátthrafnar munu þurfa að leita til annarra leiða í ár.

Óskarsverðlaunin verða ekki sýnd á dagskrá RÚV þetta árið. Þurfa þá margir áhorfendur/nátthrafnar hér á landi þurfa að leita sér annarra leiða til að fylgjast með herlegheitunum. Athöfnin fer fram í beinni útsendingu 25. apríl, eða aðfaranótt mánudags nánar til tekið. *UPPFÆRT* Á vef RÚV segir: „Samningar hafa náðst um… Lesa meira

Helen McCr­ory látin


Leikkonan fjölhæfa var 52 ára að aldri.

Breska leik­kon­an Helen McCr­ory er lát­in 52 ára að aldri. McCr­ory átti afkastamikinn feril og var sérlega áberandi í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún var hvað þekkt­ust fyr­ir að fara með hlut­verk í þátt­un­um Pea­ky Blind­ers og hlut­verk Narcissu Mal­foy í Harry Potter-myndabálknum.McCrory lést úr krabbameini og var það leikarinn Damian… Lesa meira

Brot með flestar Eddutilnefningar


Hér má sjá heildarlista tilnefninga í ár.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot fær fimmtán tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar og flestar allra. Kvikmyndin Gullregn fær tólf tilnefningar og Ráðherrann sjö talsins. Stöð 2 fær alls fimmtán tilnefningar til Eddunnar. Ísalög fær síðan sjö tilnefningar.Innsend verk í ár eru mörg líkt og raunin hefur verið undanfarin ár, en þegar… Lesa meira

Húsavík á Óskarnum


Lengi lifi Speorg-nótan!

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut rétt í þessu Óskarstilnefningu í flokki besta frumsamda lags, en verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi.Líkt og tit­ill­inn gef­ur til kynna fjallar lagið um bæ­inn Húsa­vík en gamanmynd­in ger­ist á Húsa­vík og var hluti henn­ar tek­inn… Lesa meira

Heimildarmynd um Hatara verðlaunuð á Ítalíu


Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound hátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en sýningar eru nú hafnar á henni í Háskólabíói. Hér er horft inn í þann raunveruleika sem blasti við… Lesa meira

Ókeypis myndir á RVK Feminist Film Festival


Vegna COVID fer hátíðin fram á netinu að þessu sinni.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival er hafin og stendur til 17. janúar. Í tilkynningu frá hátíðinni, sem haldin er nú annað skiptið, segir að áfram verði lögð áhersla á kvenleikstýrur, sjóndeildarhringurinn víkkaður og nýju þema bætt við. Haldinn verður Zoom umræðupanell tileinkaður kvikmyndatökukonum. Aðalmarkmiðið í ár er að tengjast… Lesa meira

25 vinsælustu myndirnar á Netflix árið 2020


Jólamyndir og gredda á toppnum.

Af þeim kvikmyndum sem eru í boði eyddu not­endur Net­flix mestum tíma í jólamyndir, stjörnufans, hasar og umdeilda afar greddumynd á nýliðnu ári. Streymisrisinn upp­lýsti not­endur sína á dögunum um 25 mest streymdu kvikmyndatitla 2020. Kemur það sjálfsagt fáum á óvart hvaða titill rauk á toppinn, þó magn jólamynda gæti… Lesa meira

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í beinu streymi


Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna.

Stafrænni verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður streymt og sjónvarpað beint frá Berlín dagana 8. – 12. desember. Gyða Valtýsdóttir og Kjartan Sveinsson munu meðal annars flytja tónlistaratriði streymt frá Hörpu, leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna, auk þess sem þeir Gunnar Örn Tynes og Viktor Orri… Lesa meira

Klassískar hrollvekjur í bíó á hrekkjavöku


Hryllilega gott úrval.

Eins og flestum er kunnugt hefur bíóárið 2020 verið vægast sagt óvenjulegt vegna faraldursins. Eftir að kvikmyndahús opnuðu á ný í kjölfar Covid-19 hefur verið reynt að bæta upp skort á nýjum titlum með því sýna eldri myndir. Í kvikmyndahúsum, og þá ekki síst hérlendis, hefur verið boðið upp á… Lesa meira

Sjáðu brot úr nýjustu mynd Finchers


'Mank' mætir á Netflix í byrjun desember.

Glænýtt sýnishorn er lent fyrir kvikmyndina Mank, frá leikstjóranum David Fincher, en á bakvið hana standa stórrisarnir hjá Netflix og verður myndin gefin út á streymið þann 4. desember. Það er faðir leikstjórans, Jack Fincher, sem skrifaði handritið að myndinni en hann lést árið 2003. Sögusvið 'Mank' er Hollywood á… Lesa meira

Nýjung á Íslandi – Kynntu þér Kvikmyndaleitarann


Með nýju leitarsíunni okkar getur þú séð hvaða myndir eru á helstu streymisveitum og leigum.

Í áraraðir hefur Kvikmyndir.is verið í sérflokki með birtingu sýningartíma bíóhúsa þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað.Mjög hefur bæst í flóru streymisveitna hér á landi að undanförnu, og þar má nefna streymisveitur Símans, Sýnar, Rúv og Nova auk hinna erlendu Netflix, Viaplay og Disney +. Kvikmyndir.is hefur… Lesa meira

Skjaldborg í Bíó Paradís: Metfjöldi umsókna í ár


Skjaldborg er eina hátíðin sem sérhæfir sig í íslenskum heimildamyndum.

Hátíð íslenskra heimildamynda, betur þekkt sem Skjaldborg, verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020.  Skjaldborg verður opnunarhátíð Bíó Paradísar sem hefur verið lokað síðan kórónuveirufaraldurinn skall á um miðjan mars. Það er mikið fagnaðarefni fyrir kvikmyndaunnendur á Íslandi að bíóið sé að opna dyr sínar á… Lesa meira

Reykjanesbær býður í bílabíó – Grease og Birds of Prey á meðal mynda


Þú hefur ekki notið Grease almennilega fyrr en þú sérð hana í bílabíói.

Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í bílabíó á Ásbrú á morgun, laugardaginn 5. september. Um er að ræða fjórar sýningar, sem verða á bílaplani við Hæfingarstöðina, Keilisbraut 755. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og… Lesa meira

Bland í poka fær CILECT viðurkenningu


„Þetta eru sannarlega gleðifréttir að sjá okkur standa svona vel að vígi“

Útskriftarmynd Helenu Rakelar Jóhannesdóttur frá Kvikmyndaskóla Íslands, Bland í poka, var valin 17. besta myndin af 118 í árlegri stuttmyndasamkeppni CILECT, en frá þessu er greint á vef Kvikmyndaskólans. CILECT eru samtök 130-140 bestu kvikmyndaskóla í heiminum. Þetta er næstbesti árangur skólans frá upphafi. Árið 2018 hafnaði útskriftarmyndin 3 Menn í… Lesa meira

Gagnrýnendur hæstánægðir með TENET


„Þetta er James Bond á sýru,“ segir einn gagnrýnandi Empire.

Fyrstu dómarnir um TENET, nýjustu stórmynd kvikmyndagerðarmannsins Christopher Nolan, eru í jákvæðari kantinum, vægast sagt. Söguþráður myndarinnar er sagður frumlegur, hasarinn spennandi og vilja sumir gagnrýnendur meina að útkoman sé með betri ef ekki metnaðarfyllstu myndum Nolans til þessa.Á dögunum fóru fram lokaðar forsýningar á myndinni víða um heim og… Lesa meira

Sérstök forsýning á Peninsula – Frímiðar í boði


Íslenskir unnendur Train to Busan, nú skal sameinast!

Á miðvikudaginn, þann 29. júlí kl. 20:00 í Laugarásbíói, verður Kvikmyndir.is með sérstaka forsýningu á uppvakningatryllinum Peninsula. Sýningin verður í AXL sal Laugarásbíós og með íslenskum texta. Óhætt er að segja að margir hrollvekju- og uppvakningaaðdáendur hafa beðið eftir þessari með mikilli eftirvæntingu. Um að ræða sjálfstætt framhald gæðatryllisins Train… Lesa meira

10 vinsælustu myndirnar frá Netflix


Stórleikarar prýða vinsældarlista veitunnar.

Árið 2013 fór streymisveitan Netflix að framleiða efni undir sínu eign nafni og hefur aukningin hefur verið stöðug síðustu misseri. Gífurlegur fjöldi sjónvarpsþátta, heimildaþátta, uppistanda og kvikmynda lenda reglulega á streyminu og er reynt eftir fremsta magni að sjá til þess að eitthvað sé í boði fyrir alla. Þetta segir… Lesa meira