Brot með flestar Eddutilnefningar


Hér má sjá heildarlista tilnefninga í ár.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot fær fimmtán tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar og flestar allra. Kvikmyndin Gullregn fær tólf tilnefningar og Ráðherrann sjö talsins. Stöð 2 fær alls fimmtán tilnefningar til Eddunnar. Ísalög fær síðan sjö tilnefningar.Innsend verk í ár eru mörg líkt og raunin hefur verið undanfarin ár, en þegar… Lesa meira

Húsavík á Óskarnum


Lengi lifi Speorg-nótan!

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut rétt í þessu Óskarstilnefningu í flokki besta frumsamda lags, en verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi.Líkt og tit­ill­inn gef­ur til kynna fjallar lagið um bæ­inn Húsa­vík en gamanmynd­in ger­ist á Húsa­vík og var hluti henn­ar tek­inn… Lesa meira

Heimildarmynd um Hatara verðlaunuð á Ítalíu


Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound hátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en sýningar eru nú hafnar á henni í Háskólabíói. Hér er horft inn í þann raunveruleika sem blasti við… Lesa meira

Ókeypis myndir á RVK Feminist Film Festival


Vegna COVID fer hátíðin fram á netinu að þessu sinni.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival er hafin og stendur til 17. janúar. Í tilkynningu frá hátíðinni, sem haldin er nú annað skiptið, segir að áfram verði lögð áhersla á kvenleikstýrur, sjóndeildarhringurinn víkkaður og nýju þema bætt við. Haldinn verður Zoom umræðupanell tileinkaður kvikmyndatökukonum. Aðalmarkmiðið í ár er að tengjast… Lesa meira

25 vinsælustu myndirnar á Netflix árið 2020


Jólamyndir og gredda á toppnum.

Af þeim kvikmyndum sem eru í boði eyddu not­endur Net­flix mestum tíma í jólamyndir, stjörnufans, hasar og umdeilda afar greddumynd á nýliðnu ári. Streymisrisinn upp­lýsti not­endur sína á dögunum um 25 mest streymdu kvikmyndatitla 2020. Kemur það sjálfsagt fáum á óvart hvaða titill rauk á toppinn, þó magn jólamynda gæti… Lesa meira

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í beinu streymi


Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna.

Stafrænni verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður streymt og sjónvarpað beint frá Berlín dagana 8. – 12. desember. Gyða Valtýsdóttir og Kjartan Sveinsson munu meðal annars flytja tónlistaratriði streymt frá Hörpu, leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna, auk þess sem þeir Gunnar Örn Tynes og Viktor Orri… Lesa meira

Klassískar hrollvekjur í bíó á hrekkjavöku


Hryllilega gott úrval.

Eins og flestum er kunnugt hefur bíóárið 2020 verið vægast sagt óvenjulegt vegna faraldursins. Eftir að kvikmyndahús opnuðu á ný í kjölfar Covid-19 hefur verið reynt að bæta upp skort á nýjum titlum með því sýna eldri myndir. Í kvikmyndahúsum, og þá ekki síst hérlendis, hefur verið boðið upp á… Lesa meira

Sjáðu brot úr nýjustu mynd Finchers


'Mank' mætir á Netflix í byrjun desember.

Glænýtt sýnishorn er lent fyrir kvikmyndina Mank, frá leikstjóranum David Fincher, en á bakvið hana standa stórrisarnir hjá Netflix og verður myndin gefin út á streymið þann 4. desember. Það er faðir leikstjórans, Jack Fincher, sem skrifaði handritið að myndinni en hann lést árið 2003. Sögusvið 'Mank' er Hollywood á… Lesa meira

Nýjung á Íslandi – Kynntu þér Kvikmyndaleitarann


Með nýju leitarsíunni okkar getur þú séð hvaða myndir eru á helstu streymisveitum og leigum.

Í áraraðir hefur Kvikmyndir.is verið í sérflokki með birtingu sýningartíma bíóhúsa þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað.Mjög hefur bæst í flóru streymisveitna hér á landi að undanförnu, og þar má nefna streymisveitur Símans, Sýnar, Rúv og Nova auk hinna erlendu Netflix, Viaplay og Disney +. Kvikmyndir.is hefur… Lesa meira

Skjaldborg í Bíó Paradís: Metfjöldi umsókna í ár


Skjaldborg er eina hátíðin sem sérhæfir sig í íslenskum heimildamyndum.

Hátíð íslenskra heimildamynda, betur þekkt sem Skjaldborg, verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020.  Skjaldborg verður opnunarhátíð Bíó Paradísar sem hefur verið lokað síðan kórónuveirufaraldurinn skall á um miðjan mars. Það er mikið fagnaðarefni fyrir kvikmyndaunnendur á Íslandi að bíóið sé að opna dyr sínar á… Lesa meira

Reykjanesbær býður í bílabíó – Grease og Birds of Prey á meðal mynda


Þú hefur ekki notið Grease almennilega fyrr en þú sérð hana í bílabíói.

Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í bílabíó á Ásbrú á morgun, laugardaginn 5. september. Um er að ræða fjórar sýningar, sem verða á bílaplani við Hæfingarstöðina, Keilisbraut 755. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og… Lesa meira

Bland í poka fær CILECT viðurkenningu


„Þetta eru sannarlega gleðifréttir að sjá okkur standa svona vel að vígi“

Útskriftarmynd Helenu Rakelar Jóhannesdóttur frá Kvikmyndaskóla Íslands, Bland í poka, var valin 17. besta myndin af 118 í árlegri stuttmyndasamkeppni CILECT, en frá þessu er greint á vef Kvikmyndaskólans. CILECT eru samtök 130-140 bestu kvikmyndaskóla í heiminum. Þetta er næstbesti árangur skólans frá upphafi. Árið 2018 hafnaði útskriftarmyndin 3 Menn í… Lesa meira

Gagnrýnendur hæstánægðir með TENET


„Þetta er James Bond á sýru,“ segir einn gagnrýnandi Empire.

Fyrstu dómarnir um TENET, nýjustu stórmynd kvikmyndagerðarmannsins Christopher Nolan, eru í jákvæðari kantinum, vægast sagt. Söguþráður myndarinnar er sagður frumlegur, hasarinn spennandi og vilja sumir gagnrýnendur meina að útkoman sé með betri ef ekki metnaðarfyllstu myndum Nolans til þessa.Á dögunum fóru fram lokaðar forsýningar á myndinni víða um heim og… Lesa meira

Sérstök forsýning á Peninsula – Frímiðar í boði


Íslenskir unnendur Train to Busan, nú skal sameinast!

Á miðvikudaginn, þann 29. júlí kl. 20:00 í Laugarásbíói, verður Kvikmyndir.is með sérstaka forsýningu á uppvakningatryllinum Peninsula. Sýningin verður í AXL sal Laugarásbíós og með íslenskum texta. Óhætt er að segja að margir hrollvekju- og uppvakningaaðdáendur hafa beðið eftir þessari með mikilli eftirvæntingu. Um að ræða sjálfstætt framhald gæðatryllisins Train… Lesa meira

10 vinsælustu myndirnar frá Netflix


Stórleikarar prýða vinsældarlista veitunnar.

Árið 2013 fór streymisveitan Netflix að framleiða efni undir sínu eign nafni og hefur aukningin hefur verið stöðug síðustu misseri. Gífurlegur fjöldi sjónvarpsþátta, heimildaþátta, uppistanda og kvikmynda lenda reglulega á streyminu og er reynt eftir fremsta magni að sjá til þess að eitthvað sé í boði fyrir alla. Þetta segir… Lesa meira

Veldið snýr aftur í bíó – Framúrskarandi í 40 ár


Uppáhalds Stjörnustríðsmynd margra lendir í kvikmyndahúsum í þessari viku.

Hinum fjölmörgu aðdáendum kvikmyndarinnar The Empire Strikes Back gefst kostur á því að upplifa klassíkina í Sambíóunum Egilshöll á næstu vikum - frá og með miðvikudeginum 8. júlí. Eins og flestir vita er Empire önnur myndin í upprunalega Star Wars-þríleiknum (e. fimmti kaflinn í heildarsögunni). Myndin átti 40 ára útgáfuafmæli… Lesa meira

Disney+ til Íslands í haust


Disney, Marvel, Pixar og fleira undir sama þakinu - loksins á leið til Íslands.

Streymisveitan Disney+ mun hefja göngu sína á íslenskan markað þann 15. september næstkomandi. Að auki verður opnað fyrir Disney+ í Portúgal, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg á sama tíma en streymið hófst upphaflega vestanhafs í nóvember í fyrra. Þykir líklegt að verðið fyrir áskriftina en það verður 7,88… Lesa meira

40 ára afmælisútgáfa Grease sýnd í næstu viku


Þá er bara að dusta rykið af gamla leðurjakkanum...

Hinn sívinsæla söngva- og dansmynd Grease frá 1978 er mörgum í fersku minni en þar fóru Olivia Newton-John og John Travolta á kostum og það meira. Nú eru liðin yfir 40 ár frá því þau léku kærustaparið Danny og Sandy og sungu af innlifun um sumarástina. Félagslíf þeirra Danny og… Lesa meira

Endurbætt útgáfa Titanic sýnd í næstu viku


Myndin sem kom, sá, sigraði og sló öll möguleg met á sínum tíma.

Bíósumarið hefur verið vægast sagt undarlegt þetta árið vegna faraldursins. Í kvikmyndahúsum og þá ekki síst hérlendis hefur verið boðið upp á sýningar á eldri kvikmyndum, margar hverjar klassískar, og munu uppfyllingar af þessu tagi halda áfram næstu vikurnar.Þann 25. júní gefst fólki tækifæri að sjá stórmyndina Titanic á hvíta… Lesa meira

Sambíóin á Akureyri og í Keflavík opna


Það er byrja að létta til í íslenskum bíóheimi.

Sambíóin hafa ákveðið að opna bíóhús sín á Akureyri og í Keflavík að nýju, en bíóin hafa verið lokuð vegna kórónuveirunnar. Þetta segir í tilkynningu frá bíóinu. Boðið verður upp á nýja mynd í bíóunum um helgina, hasarmyndina Lucky Day. Myndin verður einnig sýnd í Sambíóunum Álfabakka. Lucky Day fjallar… Lesa meira

The Shining og Shawshank sýndar um helgina


Tvær gamlar og góðar fylla í nokkrar eyður kvikmyndahúsa á COVID-tímum.

Nú um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum á tveimur ólíkum perlum sem sprottnar eru úr hugarheimi rithöfundarins Stephen King. Gefst þá bíógestum tækifæri til að upplifa The Shining frá 1980 og The Shawshank Redemption (1994) í kvikmyndasal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambíóunum og er verðið 1000 krónur á… Lesa meira

Vinsælast á Netflix á Íslandi: Sorg, keppnisandi og byssur Baltasars


Ótrúlegur kraftur í RuPaul, að venju!

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Eins og flestir vita birtir veitan lista yfir vinsælustu titla í hverju landi. 1. Dead to Me https://www.youtube.com/watch?v=HmU7ylnmn_M Christina Applegate, Linda Cardellini og James Marsden fara með helstu hlutverkin í… Lesa meira

Topp 10 á Netflix: Never Have I Ever efst – RuPaul heldur sér


Unglingadrama, lygar, körfubolti, orrustur. Þetta venjulega.

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Eins og flestir vita birtir veitan lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt. Listinn uppfærist daglega en… Lesa meira

Þrjár Transformers myndir í vinnslu


Meiri fjölbreytni. Enginn Bay.

Þrjár ólíkar bíómyndir í Transformers-seríunni eru í bígerð um þessar mundir og hefur kvikmyndaverið Paramount gefið út að sú fyrsta verði frumsýnd í júní árið 2022. Ekki hefur þó verið gefið upp nákvæmlega hvaða eintak það verður af þeim sem eru nú öll á forvinnslustigi. Sem fyrr eru kvikmyndirnar gerðar… Lesa meira

Howard leikstýrir mynd um björgun taílensku fótboltastrákanna


Howard er nú orðinn ágætlega sjóaður í sannsögulegum kvikmyndum.

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ron Howard hefur verið ráðinn til að leikstýra spennutrylli um fótboltastrákana sem festust í Tham Luang hellunum í Taílandi sumarið 2018 - og þær mögnuðu björgunaraðgerðir sem í kjölfarið fylgdu. Kvikmynd Howards ber heitið Thirteen Lives og er handritið skrifað af hinum Óskarstilnefnda William Nicholson, sem skrifaði meðal… Lesa meira

Vinsælast á Netflix í apríl – Íslendingar límdir yfir skandölum, þunglyndi og hasar


Apríl var heldur betur stór mánuður fyrir streymið - og RuPaul.

Það er óhætt að segja að aprílmánuður þessa árs hafi verið gífurlega stór fyrir streymisveituna Netflix, sem og aðrar veitur. Vegna faraldurs og samkomubanna (og þá sérstaklega - í þessu samhengi - lokun kvikmyndahúsa) um heim allan hefur fólk verið virkara sem aldrei fyrr í sjónvarpsglápi í heimahúsum. Íslendingar eru… Lesa meira

Nolan-þema hjá Sambíóunum í maí


Það má gera ýmislegt verra en að upplifa Inception, The Dark Knight og Interstellar aftur í bíósal.

Þann 4. maí næstkomandi munu Sambíóin opna aftur kvikmyndahúsið í Álfabakka og verður úrvalið blanda af nýlegum og eldri titlum. Enn verður fylgt eftir þeim ráðstöfunum að hafa tveggja metra fjarlægð á milli bíógesta okkar og verða ekki fleiri en 50 manns inni í sölum.Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að… Lesa meira

Vel tekið í Hvítan, hvítan dag vestanhafs


Dramedía Hlyns Pálmasonar fær toppdóma í Bandaríkjunum.

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, hefur vakið athygli í Bandaríkjunum þrátt fyrir lokun kvikmyndahúsa en hún var frumsýnd þar um helgina. Vegna þessara fordæmalausu aðstæðna fór dreifingaraðili myndarinnar, Film Movement, í samstarf við fjölda kvikmyndahúsa með „virtual cinema“ þar sem hægt er að kaupa myndina á netinu í gegnum… Lesa meira

Vinsælast á Netflix á Íslandi – Losti, glæpir og skandalar


Íslendingar elska glæpa- og deitþætti. Það leynir sér ekki.

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Veitan birtir reglulega lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt. Listinn uppfærist daglega en að svo stöddu… Lesa meira

Kosning hafin um fyndnustu 48 stunda gamanmyndina


Hægt er að horfa og kjósa fyndnustu myndina.

Alls voru á þriðja tug gamanmynda sendar inn í 48 stunda gamanmyndakeppnina sem Gamanmyndahátíð Flateyrar og Reykjavík Foto stóðu fyrir. Nú eru allar gamanmyndirnar í keppninni aðgengilegar á heimasíðu Gamanmyndahátíðar Flateyrar. Þar geta landsmenn notið þess að horfa á fjölbreyttar og skemmtilegar gamanmyndir með þemanu “Heppni / Óheppni” sem voru… Lesa meira