Helen McCr­ory látin

Breska leik­kon­an Helen McCr­ory er lát­in 52 ára að aldri. McCr­ory átti afkastamikinn feril og var sérlega áberandi í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún var hvað þekkt­ust fyr­ir að fara með hlut­verk í þátt­un­um Pea­ky Blind­ers og hlut­verk Narcissu Mal­foy í Harry Potter-myndabálknum.

McCrory lést úr krabbameini og var það leikarinn Damian Lewis, eiginmaður hennar, sem greindi frá andlátinu á Twitter fyrr í dag.

Segir í færslu Lewis: „Það hrygg­ir mig að til­kynna að eft­ir hugrakka bar­áttu við krabba­mein lést hin fal­lega og sterka Helen McCr­ory heima, í faðmi fjöl­skyldu og vina.“