Páskamyndir og Space Jam


Er Space Jam kannski einhver póstmódernískur Guðfaðir ‘product placement’ bíómynda?

Páskarnir marka huggulegan en í senn skrýtinn tíma. Skilaboðin eru úti um allar trissur þegar þarna á rauðu dögunum sameinast kristnar hefðir við súkkulaði, dúllulegar hænur, panínur, föndur, leitir og málshætti.Í þessum bónusþætti fara Poppkúltúrsmenn yfir framboð páskamynda; hvað það þýðir jafnvel að vera páskabíómynd og hvernig kröfur er best… Lesa meira

24 – Hvar er íslenska sci-fi myndin?


Komið er inn á þá hugmynd um hvort villinunnan gangi upp í fullri lengd.

Strákarnir í Poppkúltúr skoða hvað einkennir góða upplifun á hryllingsmynd og algengustu mynstur fólks sem elskar bregðumyndir. Jafnframt segir Sigurjón frá því þegar ein hrollvekja sat í honum vikum saman og hélt honum andvaka eitt skiptið. Hvenær og hvernig er best að njóta verka sem eiga að hræða úr þér… Lesa meira

23 – Zack Snyder’s Justice League


Fengu aðdáendur það sem þeir vildu? Þýðir meira endilega betra?

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hefur áður mikið lagt upp úr því að grandskoða framtíð streymisrisa, stúdíókvikmynda og ekki síst myrku hliðar bransans í vestræna afþreyingarheiminum. Má þar til dæmis nefna erfiða framleiðendur, vafasamar framkomur fólks á setti, fordæmalausar pressur og jafnframt tékklista sem eru til þess eins ætlaðir að selja fleiri merkjavörur.… Lesa meira

22 – Stóru, loðnu feilspor Hobbitans


Hvernig urðu fáeinar blaðsíður í bókinni að tveggja tíma orrustuorgíu?

Hringadróttinssaga í umsjón nýsjálenska undrabarnsins Peters Jackson kom, sá, sigraði heiminn og ruddi veginn á ýmsum sviðum; í brellum, brögðum og öðrum kraftaverkum í kvikmyndagerð. Þessi virðulegi og stórvinsæli þríleikur vakti veröld og sígildu verk Tolkiens til lífs á skjánum sem aldrei fyrr og komst seigla Jacksons og teymisins skjótt… Lesa meira

21 – Margt og meira um Nic Cage


Umræðunni er ekki lokið um einn uppáhalds kattarvin margra.

Hver er hinn ídeal byrjendapakki í tengslum við kvikmyndir með klikk-kónginum Nicolas Cage? Eins og stjórnendum þessarar þáttar er orðið ljóst er eitt innslag um þetta dýrindis mennska leiklistarfrávik ekki nóg. Svo margt er að skoða í þessum persónuleika, þeim sögum sem tilheyra hans ímynd og umræðuverðri aukningu í vinnuframlagi… Lesa meira

20 – Bölvanir á settum


Hvenær hættir tilviljun að vera tilviljun?

Lengi hefur verið rætt og deilt um það hvort bölvun hvíli á hryllingsmyndageiranum, svo dæmi sé nefnt. Kvikmyndagerð er auðvitað sjaldan einfalt ferli, en hvernig verður mórallinn - og jafnvel útkoman - þegar upp safnast drungalegur fjöldi atvika sem eru eins og beint tekin úr skáldskap? Í Poppkúltúr að sinni… Lesa meira

19 – Játningar um söngleiki


Þykir þér stuðandi þegar kvikmyndapersóna brestur í söng í miðri senu?

Söngleikurinn þykir oft vera mikið bannorð hjá kvikmyndaáhugafólki, þá álitið vera sakbitna sælu að kunna að meta þá fjölbreyttu flóru sem fylgja söngleiknum eins og hann leggur sig. En hvers vegna er það? Hvað þykir svona stuðandi oft við það að bresta í söng í miðri senu og hvaða bíósöngleikir… Lesa meira

18 – Gramsað í gegnum drulluna


Er X ein bjánalegasta mynd sinnar tegundar - eða allra tíma?

„Stórkostleg skemmtun frá byrjun til enda með frábærum tæknibrellum.“ Þannig hljómaði bíókynningin á sínum tíma fyrir kvikmynd sem er víða talin ein sú allra versta í sínum geira. Um er að ræða bíómynd sem er ekki aðeins talin vera móðgun gagnvart uppruna sínum, heldur birtist reglulega á botnlistum og er… Lesa meira

17 – Back to the Future í bobba


Sagan á bakvið skáldskapinn er oft lygilegri en verkið.

Sci-fi gamanmyndin Back to the Future er af mörgum talin sígild og víða kennt í handritskúrsum. Myndin er eðaldæmi um samansafn margra hráefna sem glæsilega fóru saman, oft á elleftu stundu - af nokkrum hryllingssögum framleiðslunnar að dæma. Það þurfti ansi lítið til að lokaafraksturinn hefði aldrei orðið að því… Lesa meira

16 – Hvenær náðu nöldrandi nördar yfirráðum?


Ef markhópnum líkar ekki sýnishornið er um að gera að þrýsta á neyðarhnappinn.

Ef markhópnum líkar ekki sýnishornið er um að gera fyrir framleiðendur að þrýsta á neyðarhnappinn til að koma í veg fyrir slæma umfjöllun. Einu sinni var sú tíð þegar svonefndur nördakúltúr þótti vera í abstrakt minnihluta. Þetta var áður en slíkir hópar sigldu inn í meginstrauminn og hefur þeim gengið… Lesa meira

15 – Hversu ruglað var 2020 í poppkúltúr?


Hverju munum við eftir - og hverju viljum við helst gleyma?

2020 er að baki.Farið. Búið. Bless.En aldeilis verður erfitt eða rétt um bil ómögulegt að gleyma þeim farangri sem árið bar í skauti sér. Með útbreiðslu COVID-19 fór ekki einungis allt á hliðina víða um heim, heldur tók þetta heim poppkúltúrsins með sér á marga vegu. Stórar breytingar, stórir titlar,… Lesa meira

14 – „Ljótan“ í Hollywood


Útlit er fyrir að eitthvað sé ekki alveg með réttu í heimi fallega og fræga fólksins.

Gleðilega hátíð, kæru hlustendur og fleiri víða. Svona í ljósi þess hvað mörg okkar eru pakksödd og í fínustu rólegheitum líður eflaust mörgum hverjum ekki alveg eins og þeir séu í sínu besta eða fallegasta pússi, hvað sem það í raun þýðir. Þá ákvað Poppkúltúr að fara þessa vikuna yfir… Lesa meira

13 – Af hverju Friends?


Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu?

Í aðdraganda þess að frægu sexmenningar Central Perk hverfa af streymi Netflix nú um áramótin þykir kjörið að skoða aðeins sögu, einkenni og vinsældir þáttanna. Auk þess þykir vert að kanna það hvers vegna þekktar persónur grínþátta verða svona oft heimskari eða hræðilegri með hverri þáttaröð. Einnig er farið yfir… Lesa meira

12 – Hver framleiðir svona rusl?


Vissir þú að aðalframleiðandi Venom, Elektra og Bratz væri sami maðurinn?

Af hverju eru það alltaf framleiðendur sem fá á baukinn þegar útkoma stórmynda fer í rugl? Hvaða þekktu kvikmyndaframleiðendur eru annars ábyrgir fyrir nokkrum stærstu klúðrum Hollywood-tískubóla? Hver er annars ímynd fólks á hinum hefðbundna bíóframleiðanda og hvert er einu sinni hlutverk slíks? Vissir þú að aðalframleiðandi Venom, Elektra og… Lesa meira

11 – Hvaða jólamyndir skara fram úr?


Nú skal grandskoða þennan undarlega stóra undirflokk kvikmynda.

Þarf viðkomandi að vera „jólabarn“ til að kunna að meta góða jólamynd?Þá ekki síst þegar grein jólatengdra bíómynda er svona víður, tíður og gjarnan furðulegur [til dæmis ef marka má Hallmark-færibandið]. Þegar desember er hafinn er það venja ófárra að skella nýjum og sígildum myndum í gang, til að peppa… Lesa meira

10 – Var Marilyn langt á undan sinni samtíð?


Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin.

Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin. Marilyn Monroe var algjörlega engum lík og átti bæði ótrúlegan feril og harmi slegið líf. Í Poppkúltúr vikunnar er farið yfir ímynd, feril og merkilegu staðreyndirnar sem fylgdu einhverri athyglisverðustu og þekktustu manneskju í sögu poppmenningar. Lesa meira

09 – Hvað fór fram á settinu hjá Clint?


Sigurjón og Tómas velta þessu fyrir sér í níunda þætti Poppkúltúrs og renna yfir heimildirnar. Reynslusaga innifalin.

Sumarið 2005 mætti Clint Eastwood hingað til landsins með risastórt teymi og sviðsetti or­ust­una um japönsku eyjuna Iwo Jima. Útkoman blasti við í kvikmyndunum Flags of Our Fathers og Letters from Iwo Jima. Fjöldi Íslendinga fengu það tækifæri að gerast Bandarískir um nokkurt skeið þar sem framleiðslan krafðist gífurlegan fjölda statista… Lesa meira

08 – „Sögur af Íslandsvinum“


Hvaða flökkusögur hafa myndast hér á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“? Sigurjón Ingi og Tómas kanna þessi mál.

Átt þú þér einhverja neyðarlega sögu að segja af þér og heimsfrægum „Íslandsvini?“ Hvaða flökkusögur hafa myndast hér almennt á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“? Hvað með þær stjörnur sem eiga vonda reynslu af okkar landi og hvernig verður frægt fólk annars að Íslandsvinum? Og hvað með óvinina?... Poppkúltúr… Lesa meira

07 – Hvað er málið með Nicolas Cage?


Hvernig fór Nic annars vegar úr því að vera einn heitasti furðuleikarinn í Hollywood yfir í vandræðalega skammarhornið?

Er til skýring fyrir því hvers vegna Nicolas Kim Coppola (e. Nicolas Cage) er eins og hann er? Er maðurinn í algerum sérflokki hvað leikhæfileika varða eða bara gjörsamlega úti á túni og með ekkert áttarskyn? Hvernig fór Nic annars vegar úr því að vera einn heitasti furðuleikarinn í Hollywood… Lesa meira

Er hrekkjavaka Zombies töff eða tilgerðarleg?


Rætt er við Hörð Fannar Clausen kvikmyndagerðarmann um ágæti Halloween-myndanna frá Rob Zombie.

Yfirnáttúrulegi morðinginn Michael Meyers er með þekktari hryllingsfígúrum kvikmyndasögunnar og hefur tekið ýmsar breytingar. Lítið er þó rætt almennt um túlkun rokkhaussins Rob Zombie á Halloween-seríunni. Hann setti aldeilis sinn stimpil en þótti útkoma beggja kvikmynda hans sérlega umdeild - og fráhrindandi að mati margra. Fyrri Halloween mynd Zombies frá… Lesa meira

06 – Hví hleypur Tom Cruise frá sjálfum sér?


Hvað liggur á bakvið þessa glæsilegu sýnimennsku?

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise (Legend) er óneitanlega, samkvæmt öllum mælikvörðum, einstök og hin furðulegasta mannvera á sama tíma. Umdeildur, drífandi, faglegur, flippaður - óhugnanlegur; í hópi á meðal deyjandi stórstjarna, en þó í sérflokki sem aðdáunarverður (e.t.v. klikkaður) áhættuleikari, reyndur hlaupari og konungur í trúarríki sínu. Hvað liggur þó… Lesa meira

05 – Er siðlaust að mæla með Kevin Spacey myndum?


Hvenær og hvar er ásættanlegt að draga þá línu á milli listafólks og vafasamt einkalíf þess?

Getum við nokkurn tímann horft sömu augum á American Beauty og Seven?Í Poppkúltúr vikunnar eru dregnar upp nokkrar spurningar í garð umdeildra (og jafnvel dæmdra) leikara, leikstjóra og aðra þekkta úr skemmtiiðnaðinum. Bandaríski leikarinn Kevin Spacey er þó sérstaklega þarna settur undir smásjá þáttastjórnenda. Er til dæmis almennt litið hornauga á… Lesa meira

04 – Hvað heillar okkur við raunveruleikaþætti?


Hvenær var gullaldartíð raunveruleikasjónvarps?

Hvenær var gullaldartíð raunveruleikasjónvarps? Hvers vegna skammast fólk sín oft fyrir að fíla slíka þætti, eða afskrifar þá sem „guilty pleasure“? Hvað er það sem vantar í raunveruleikaflóru íslensks sjónvarps? Þetta og fleira er til umræðu í Poppkúltúr þessa vikuna. Lesa meira

Poppkúltúr Extra: Lofsöngur um lítinn þríleik


Poppkúltúr Extra er sérstakur „bónusþáttur,“ þar sem meiri áhersla er lögð á kvikmyndaumræður fyrir lengra komna. Gestur þáttarins að sinni er Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður.  Til umræðu er litli þríleikurinn sem gat; með mikilli einlægni, þolinmæði ásamt krafti góðs samspils.

Poppkúltúr Extra er sérstakur „bónusþáttur,“ þar sem meiri áhersla er lögð á kvikmyndaumræður fyrir lengra komna. Gestur þáttarins að sinni er Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður.  Til umræðu er litli þríleikurinn sem gat; með mikilli einlægni, þolinmæði ásamt krafti góðs samspils. Lesa meira

02 – Getum við hætt að tala um Star Wars?


Eru aðdáendur í afneitun? Hugsaði Disney aðeins of skammsýnt?

Eru aðdáendur í afneitun? Hugsaði Disney aðeins of skammsýnt? Er einu sinni hægt að gera Stjörnustríð “töff” á ný án þess að þurfi að nota orðið Mandalorian?  Þáttastjórnendur velta þessum stóra nördamálum fyrir sér og spyrja kurteisislega hvort hugmyndabanki Star Wars sé tæmdur, og hvort við getum öll lagt það… Lesa meira

Poppkúltúr Extra: Hvenær er of langt gengið í egórúnki leikstjóra?


Poppkúltúr Extra er sérstakur „bónusþáttur,“ þar sem meiri áhersla er lögð á kvikmyndaumræður fyrir lengra komna. Gestur þáttarins að sinni er Róbert Keshishzadeh kvikmyndagerðarmaður.  Rætt er um tilfelli þekktra leikstjóra þegar egóið nær öllum völdum, enda á Róbert ýmist óuppgert við ónefndan Íslandsvin.

Poppkúltúr Extra er sérstakur „bónusþáttur,“ þar sem meiri áhersla er lögð á kvikmyndaumræður fyrir lengra komna. Gestur þáttarins að sinni er Róbert Keshishzadeh kvikmyndagerðarmaður.  Rætt er um tilfelli þekktra leikstjóra þegar egóið nær öllum völdum, enda á Róbert ýmist óuppgert við ónefndan Íslandsvin. Lesa meira

01 – Á hverju eru streymisveitur að klikka?


Harmsögur úr salnum, kostir og gallar streymisþjónusta og fleira dólgslegt.

Hvað eru streymisveiturnar að klikka á og hvernig stendur á því að Disney+, sem var loks orðið löglegt og aðgengilegt á Íslandi, er strax fremst í þessu kapphlaupi?  Hvar eru samt íslensku talsetningarnar??  Einnig er það krafið hvers yrði ekki saknað við kvikmyndahús, skildu þau einn daginn heyra sögunni til.… Lesa meira

Stjörnubíó í sóttkví


Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977. Hér getið þið hlýtt á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson um Síðustu veiðiferðina og við leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson um Spenser Confidential, nýjustu kvikmynd vinar…

Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977. Hér getið þið hlýtt á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson um Síðustu veiðiferðina og við leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson um Spenser Confidential, nýjustu kvikmynd vinar… Lesa meira

John Wick


Þóroddur Bjarnason og Styrkár Þóroddsson kryfja John Wick þríleikinn, sem bráðum verður fjórleikur. Serían er hreinræktaður spennutryllir, með nær samfellda tímalínu, og löngum og æðisgengnum bardagaatriðum.

Þóroddur Bjarnason og Styrkár Þóroddsson kryfja John Wick þríleikinn, sem bráðum verður fjórleikur. Serían er hreinræktaður spennutryllir, með nær samfellda tímalínu, og löngum og æðisgengnum bardagaatriðum. Lesa meira