Blóðhefnd: 04 – Góður hundur, týndur köttur


Hugsar enginn um dýrin?

„Ætlarðu að koma núna og vera einhver bjargvættur?“ Fjórði í Blóðhefnd og er nú komið að því að ræða andlega ferðalag Trausta, hvað það er sem keyrir hefndarþorstann og hvað gerir hann að brotnum bjargvætti. Einnig er ljóst að einhver skekkja leynist þarna hvað trommukunnáttu yngri bróðursins varðar og hvernig… Lesa meira

Hrakföll Tortímandans og listin að skopstæla


Svona getur allt farið í bál með brönd.

Það lítur út fyrir að ýmist sé enn óuppgert varðandi samantektina á einhverri vandræðalegustu framsetningu á þróun myndabálks í Hollywood sögunni fyrr eða síðar. Til eru svo sannarlega allmörg dæmi um klúðurslegar framkvæmdir á svonefndum franchise-seríum, en Terminator er í þeim merkilega sérflokki að gerðar voru þrjár ólíkar tilraunir til… Lesa meira

Blóðhefnd: 03 – Ó, María, mig langar heim


Viti menn, í typpafýlunni og karllæga andrúmsloftinu er kvenpersónan sú eina með vit.

„Kaldhæðni, ha?“ Þriðji í Blóðhefnd og sennilega mikilvægasta áhorfið í samhengi átaksins hjá umsjónarmönnum þáttar. Eitthvað hefur breyst - og enn fremur þarf að ræða það hvernig 'gleðikonan' Maria virðist vera eina manneskjan í harðhausaveislunni sem tekur réttar ákvarðanir í plottinu og hugsar með höfði en ekki kóngi. Þetta er… Lesa meira

The Lord of the Matrix með Sindra Gretars


Létt bíótal um stóru mál stórmyndanna.

Eru fantasíurisarnir tveir betur geymdir í fortíðinni?Má færa rök fyrir að Hringadróttins- og Fylkissaga eldist illa? Í hvaða pattstöðu er fjóra Matrix kvikmyndin stödd? Af hverju er The Fellowship of the Ring talin vera besta myndin í þríleiknum? Hví er Matrix þríleikurinn svona hataður? Þótti einhverjum Red Planet vera góð… Lesa meira

Blóðhefnd: 02 – Mjólk er óð


Hvar endar helvítis samsærið með mjólkina?

"Strákar, morgunmatur!" Annar í Blóðhefnd. Hvar endar helvítis samsærið með mjólkina? Beðist er velvirðingar á slakari hljóðgæðunum í þætti þessum. Lífið var þarna farið að herma fullmikið eftir listinni. Lesa meira

28 – Apatáin og auglýsingar í kvikmyndum


Upprisa typpakarlsins sem gjörbreytti Hollywood - þó hann hafi langað að gera allt aðra hluti.

Hvernig tókst Judd Apatow að gjörbreyta landslagi vestrænna gamanmynda - en án þess að ná sínu lykilmarkmiði? (eða hvað?) Hversu vanmetið er Freaks & Geeks? Hvað gerist þegar maður fer að grandskoða það hvernig auglýsingum er stillt upp í kvikmyndum og þáttum? Ber man fram titilinn á F9 sem “Fnine”… Lesa meira

Blóðhefnd: 01 – Djöfull er költ hérna


Nú er fyrsti í Blóðhefnd. Hjálpi okkur.

“Þegar þetta er afstaðið, þá skulum við fara til Bangkok og þá slettum við almennilega úr klaufunum.” Svo segir í íslensku kvikmyndinni Blóðhefnd frá 2012, hasarveislu sem verður í brennidepli á komandi vikum hjá stjórnendum hlaðvarpsins Poppkúltúr, þar sem Sigurjón og Tómas leggja í átakanlega áskorun. Verður þetta hluti af… Lesa meira

27 – Stór áskorun og þegar heimildarmyndir ljúga


Sumt er of súrt til að trúa.

Ber heimildarmyndum skylda að segja eins rétt frá sannleikanum á gefnu máli og hægt er?Hvenær vitum við svo sem þegar slíkar ljúga beint framan í okkur?Er algengt að horfa oftar en einu sinni á heimildarmynd? Í Poppkúltúr er þetta skiptið rausað og rætt um málefni eins og mismunandi týpur heimildarmynda,… Lesa meira

26 – Harmsagan af Fraser


Maðurinn á skilið knús frá okkur öllum.

Hvað kom eiginlega fyrir Brendan Fraser?Þennan skemmtilega, flippaða, oft fjölhæfa og ofar öllu áhugasama leikara sem var oftast til í allt - jafnvel helstu áhættuatriði sín. Nú, hellingur. Fraser hefur mörg hjörtu glatt með bæði aulaglotti sínu og sjarma í gegnum áraraðirnar. Hann skaust á sjónarsviðið með látum á tíunda… Lesa meira

25 – Nolantino


Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda.

„Annar kom til Íslands fyrir fegurðina, hinn fyrir partýin.“Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda.Drengirnir í Poppkúltúr þáðu hörkuskemmtilega áskorun frá hlustanda og renna yfir þá kvikmyndagerðarmenn sem virðast hafa gert allt vitlaust í heimi kvikmyndanna - og eflaust verið í brennidepli… Lesa meira

Páskamyndir og Space Jam


Er Space Jam kannski einhver póstmódernískur Guðfaðir ‘product placement’ bíómynda?

Páskarnir marka huggulegan en í senn skrýtinn tíma. Skilaboðin eru úti um allar trissur þegar þarna á rauðu dögunum sameinast kristnar hefðir við súkkulaði, dúllulegar hænur, panínur, föndur, leitir og málshætti.Í þessum bónusþætti fara Poppkúltúrsmenn yfir framboð páskamynda; hvað það þýðir jafnvel að vera páskabíómynd og hvernig kröfur er best… Lesa meira

24 – Hvar er íslenska sci-fi myndin?


Komið er inn á þá hugmynd um hvort villinunnan gangi upp í fullri lengd.

Strákarnir í Poppkúltúr skoða hvað einkennir góða upplifun á hryllingsmynd og algengustu mynstur fólks sem elskar bregðumyndir. Jafnframt segir Sigurjón frá því þegar ein hrollvekja sat í honum vikum saman og hélt honum andvaka eitt skiptið. Hvenær og hvernig er best að njóta verka sem eiga að hræða úr þér… Lesa meira

23 – Zack Snyder’s Justice League


Fengu aðdáendur það sem þeir vildu? Þýðir meira endilega betra?

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hefur áður mikið lagt upp úr því að grandskoða framtíð streymisrisa, stúdíókvikmynda og ekki síst myrku hliðar bransans í vestræna afþreyingarheiminum. Má þar til dæmis nefna erfiða framleiðendur, vafasamar framkomur fólks á setti, fordæmalausar pressur og jafnframt tékklista sem eru til þess eins ætlaðir að selja fleiri merkjavörur.… Lesa meira

22 – Stóru, loðnu feilspor Hobbitans


Hvernig urðu fáeinar blaðsíður í bókinni að tveggja tíma orrustuorgíu?

Hringadróttinssaga í umsjón nýsjálenska undrabarnsins Peters Jackson kom, sá, sigraði heiminn og ruddi veginn á ýmsum sviðum; í brellum, brögðum og öðrum kraftaverkum í kvikmyndagerð. Þessi virðulegi og stórvinsæli þríleikur vakti veröld og sígildu verk Tolkiens til lífs á skjánum sem aldrei fyrr og komst seigla Jacksons og teymisins skjótt… Lesa meira

21 – Margt og meira um Nic Cage


Umræðunni er ekki lokið um einn uppáhalds kattarvin margra.

Hver er hinn ídeal byrjendapakki í tengslum við kvikmyndir með klikk-kónginum Nicolas Cage? Eins og stjórnendum þessarar þáttar er orðið ljóst er eitt innslag um þetta dýrindis mennska leiklistarfrávik ekki nóg. Svo margt er að skoða í þessum persónuleika, þeim sögum sem tilheyra hans ímynd og umræðuverðri aukningu í vinnuframlagi… Lesa meira

20 – Bölvanir á settum


Hvenær hættir tilviljun að vera tilviljun?

Lengi hefur verið rætt og deilt um það hvort bölvun hvíli á hryllingsmyndageiranum, svo dæmi sé nefnt. Kvikmyndagerð er auðvitað sjaldan einfalt ferli, en hvernig verður mórallinn - og jafnvel útkoman - þegar upp safnast drungalegur fjöldi atvika sem eru eins og beint tekin úr skáldskap? Í Poppkúltúr að sinni… Lesa meira

19 – Játningar um söngleiki


Þykir þér stuðandi þegar kvikmyndapersóna brestur í söng í miðri senu?

Söngleikurinn þykir oft vera mikið bannorð hjá kvikmyndaáhugafólki, þá álitið vera sakbitna sælu að kunna að meta þá fjölbreyttu flóru sem fylgja söngleiknum eins og hann leggur sig. En hvers vegna er það? Hvað þykir svona stuðandi oft við það að bresta í söng í miðri senu og hvaða bíósöngleikir… Lesa meira

18 – Gramsað í gegnum drulluna


Er X ein bjánalegasta mynd sinnar tegundar - eða allra tíma?

„Stórkostleg skemmtun frá byrjun til enda með frábærum tæknibrellum.“ Þannig hljómaði bíókynningin á sínum tíma fyrir kvikmynd sem er víða talin ein sú allra versta í sínum geira. Um er að ræða bíómynd sem er ekki aðeins talin vera móðgun gagnvart uppruna sínum, heldur birtist reglulega á botnlistum og er… Lesa meira

17 – Back to the Future í bobba


Sagan á bakvið skáldskapinn er oft lygilegri en verkið.

Sci-fi gamanmyndin Back to the Future er af mörgum talin sígild og víða kennt í handritskúrsum. Myndin er eðaldæmi um samansafn margra hráefna sem glæsilega fóru saman, oft á elleftu stundu - af nokkrum hryllingssögum framleiðslunnar að dæma. Það þurfti ansi lítið til að lokaafraksturinn hefði aldrei orðið að því… Lesa meira

16 – Hvenær náðu nöldrandi nördar yfirráðum?


Ef markhópnum líkar ekki sýnishornið er um að gera að þrýsta á neyðarhnappinn.

Ef markhópnum líkar ekki sýnishornið er um að gera fyrir framleiðendur að þrýsta á neyðarhnappinn til að koma í veg fyrir slæma umfjöllun. Einu sinni var sú tíð þegar svonefndur nördakúltúr þótti vera í abstrakt minnihluta. Þetta var áður en slíkir hópar sigldu inn í meginstrauminn og hefur þeim gengið… Lesa meira

15 – Hversu ruglað var 2020 í poppkúltúr?


Hverju munum við eftir - og hverju viljum við helst gleyma?

2020 er að baki.Farið. Búið. Bless.En aldeilis verður erfitt eða rétt um bil ómögulegt að gleyma þeim farangri sem árið bar í skauti sér. Með útbreiðslu COVID-19 fór ekki einungis allt á hliðina víða um heim, heldur tók þetta heim poppkúltúrsins með sér á marga vegu. Stórar breytingar, stórir titlar,… Lesa meira

14 – „Ljótan“ í Hollywood


Útlit er fyrir að eitthvað sé ekki alveg með réttu í heimi fallega og fræga fólksins.

Gleðilega hátíð, kæru hlustendur og fleiri víða. Svona í ljósi þess hvað mörg okkar eru pakksödd og í fínustu rólegheitum líður eflaust mörgum hverjum ekki alveg eins og þeir séu í sínu besta eða fallegasta pússi, hvað sem það í raun þýðir. Þá ákvað Poppkúltúr að fara þessa vikuna yfir… Lesa meira

13 – Af hverju Friends?


Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu?

Í aðdraganda þess að frægu sexmenningar Central Perk hverfa af streymi Netflix nú um áramótin þykir kjörið að skoða aðeins sögu, einkenni og vinsældir þáttanna. Auk þess þykir vert að kanna það hvers vegna þekktar persónur grínþátta verða svona oft heimskari eða hræðilegri með hverri þáttaröð. Einnig er farið yfir… Lesa meira

12 – Hver framleiðir svona rusl?


Vissir þú að aðalframleiðandi Venom, Elektra og Bratz væri sami maðurinn?

Af hverju eru það alltaf framleiðendur sem fá á baukinn þegar útkoma stórmynda fer í rugl? Hvaða þekktu kvikmyndaframleiðendur eru annars ábyrgir fyrir nokkrum stærstu klúðrum Hollywood-tískubóla? Hver er annars ímynd fólks á hinum hefðbundna bíóframleiðanda og hvert er einu sinni hlutverk slíks? Vissir þú að aðalframleiðandi Venom, Elektra og… Lesa meira

11 – Hvaða jólamyndir skara fram úr?


Nú skal grandskoða þennan undarlega stóra undirflokk kvikmynda.

Þarf viðkomandi að vera „jólabarn“ til að kunna að meta góða jólamynd?Þá ekki síst þegar grein jólatengdra bíómynda er svona víður, tíður og gjarnan furðulegur [til dæmis ef marka má Hallmark-færibandið]. Þegar desember er hafinn er það venja ófárra að skella nýjum og sígildum myndum í gang, til að peppa… Lesa meira

10 – Var Marilyn langt á undan sinni samtíð?


Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin.

Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin. Marilyn Monroe var algjörlega engum lík og átti bæði ótrúlegan feril og harmi slegið líf. Í Poppkúltúr vikunnar er farið yfir ímynd, feril og merkilegu staðreyndirnar sem fylgdu einhverri athyglisverðustu og þekktustu manneskju í sögu poppmenningar. Lesa meira

09 – Hvað fór fram á settinu hjá Clint?


Sigurjón og Tómas velta þessu fyrir sér í níunda þætti Poppkúltúrs og renna yfir heimildirnar. Reynslusaga innifalin.

Sumarið 2005 mætti Clint Eastwood hingað til landsins með risastórt teymi og sviðsetti or­ust­una um japönsku eyjuna Iwo Jima. Útkoman blasti við í kvikmyndunum Flags of Our Fathers og Letters from Iwo Jima. Fjöldi Íslendinga fengu það tækifæri að gerast Bandarískir um nokkurt skeið þar sem framleiðslan krafðist gífurlegan fjölda statista… Lesa meira

08 – „Sögur af Íslandsvinum“


Hvaða flökkusögur hafa myndast hér á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“? Sigurjón Ingi og Tómas kanna þessi mál.

Átt þú þér einhverja neyðarlega sögu að segja af þér og heimsfrægum „Íslandsvini?“ Hvaða flökkusögur hafa myndast hér almennt á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“? Hvað með þær stjörnur sem eiga vonda reynslu af okkar landi og hvernig verður frægt fólk annars að Íslandsvinum? Og hvað með óvinina?... Poppkúltúr… Lesa meira

07 – Hvað er málið með Nicolas Cage?


Hvernig fór Nic annars vegar úr því að vera einn heitasti furðuleikarinn í Hollywood yfir í vandræðalega skammarhornið?

Er til skýring fyrir því hvers vegna Nicolas Kim Coppola (e. Nicolas Cage) er eins og hann er? Er maðurinn í algerum sérflokki hvað leikhæfileika varða eða bara gjörsamlega úti á túni og með ekkert áttarskyn? Hvernig fór Nic annars vegar úr því að vera einn heitasti furðuleikarinn í Hollywood… Lesa meira

Er hrekkjavaka Zombies töff eða tilgerðarleg?


Rætt er við Hörð Fannar Clausen kvikmyndagerðarmann um ágæti Halloween-myndanna frá Rob Zombie.

Yfirnáttúrulegi morðinginn Michael Meyers er með þekktari hryllingsfígúrum kvikmyndasögunnar og hefur tekið ýmsar breytingar. Lítið er þó rætt almennt um túlkun rokkhaussins Rob Zombie á Halloween-seríunni. Hann setti aldeilis sinn stimpil en þótti útkoma beggja kvikmynda hans sérlega umdeild - og fráhrindandi að mati margra. Fyrri Halloween mynd Zombies frá… Lesa meira