Blóðhefnd: 15 – Með erlendum augum


Þá er það harkan sex, erlendar rætur og ný skoðun á fjölskylduböndum utan myndar.

„I WILL KILL YOU AND YOUR FAMILY, DO YOU UNDERSTAND?“ Styrkur blóðbanda er ræddur sem aldrei fyrr. Óútskýranlega koma drengirnir með lengra innslag en vanalega, nú þegar fimmtánda flagginu er náð. Lesa meira

34 – Með eitt stórt Super Mario bros


Költ eða kex? Og hvers vegna eru þeir ekki bræður??

Ítalski píparinn frá Nintendo er með þekktari fígúrum veraldar. Frá upprunalegri sköpun var alltaf tímaspursmál um hvenær hún myndi rata á bíótjaldið - og í hvernig búningi. Aðeins nokkrum vikum áður en Júragarðurinn sigraði heiminn rötuðu Maríóbræður í kvikmyndahús og þá við lítinn hvell. Afraksturinn þótti jafnvel vera nægilegt slys… Lesa meira

Blóðhefnd: 14 – Af hverju ekki fleiri myndir?


Illmennið í myndinni er pottþétt virkur hlustandi Útvarps Sögu...

„Henni var haldið nauðugri“ Þó átakanlegt geti verið að horfa á Blóðhefnd fjórtándu vikuna í röð, er allt útlit fyrir að heimurinn gefi eitthvað til baka á móti. Hér er komið aðeins inn á það, ásamt hugmyndinni um hvernig íslensk kvikmyndagerð kæmi út ef Blóðhefnd yrði gert að "franchise-i". Ólíklegri… Lesa meira

33 – Ofhleðsla sölupakka og gott popp


Við kjósum víst með veskinu og straumnum.

Er nýja Space Jam myndin í algerum sérflokki hvað sölugubb og hégómaplögg varðar? Hvenær og hvar hættir bíómynd að vera 'bíómynd' og verður að meiri vöru um vöru(r) í stað sögu með sál? Poppkúltúr skoðar aðeins bíósumarið, úrvalið og þverbrýtur síðan góða reglu. Til að mynda lenda þeir (alveg óvart!)… Lesa meira

Blóðhefnd: 13 – Hljóð og mynd


Hvernig virkar Blóðhefnd fyrir heyrnarlausa?

„Hvað er eiginlega í gangi??“ Hvernig ætli sé að horfa á Blóðhefnd á Mute? Hvað með eingöngu í hljóðformi? Virðist allavega sem stjórnendur Poppkúltúrs komust óvart að þeim bitra sannleika... með grátbroslegum niðurstöðum - og helfyndnum. Trausti, vinur... getur gert kraftaverk. Lesa meira

32 – Framhald eða endurgerð?


Nú kemur djúsinn...

Strákarnir koma hressir úr sumarfríi og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið með einhvern undarlegasta hrollvekjuþríleik bíósögunnar. Lesa meira

Blóðhefnd: 12 – Mjólk, viskí og te


Hvað segir drykkurinn um manninn?

„Ekki drakkst þú mjólkina, elskan mín?“ Drykkirnir í Blóðhefnd eru skoðaðir og hvaða karakter-tengingu þeir hafa við bæði framvindu og gefnu persónur. Þetta er farið að rista dýpra en nokkur maður gat ímyndað sér... Og enn er nóg af glápum eftir! Hjálpi oss. Lesa meira

Blóðhefnd: 10 – Fötin og fjölskyldan


Nú eru húsverkin farin að sameinast átakinu.

„Það er einmitt það, já?“ Hyldýpi Blóðhefndar stækkar enn og fagna þáttastjórnendur sínum fyrsta tug. Það er alltaf mikill áfangi að ná fyrstu tveggja stafa tölunni en nú er fókusinn settur á fókuslaus bílnúmer, fataval persóna og samlíkingar kvikmyndarinnar við hasarmyndina Nobody. Nú fer allt að gerast.. Lesa meira

Blóðhefnd: 09 – Níu lífin og rétta sándið


Eitthvað hljómar ekki alveg með felldu. Eða hvað?

„Kannski var það kötturinn...“ Níundi í Blóðhefnd. Níu líf eins og líf oft er kennt við kattardýr. Annar þáttarstjórnenda horfði á myndina í flugvél á meðan hinn klessti á andlegan vegg og barðist við úthaldið. Umræðan snýr þá að sinni að földum gotteríum í hljóðvinnslunni. Til að mynda hvernig lífið… Lesa meira

Blóðhefnd: 08 – Í tíma og ótíma


Ræðum aðeins um glæpakónginn Benna og skyndimorðingjann Magga.

„Ég drep ykkur alla!“ Um mitt sumar og á áttunda í Blóðhefnd er aðeins beint sviðsljósinu að honum Magga, hvernig hann vefst inn í þessa fríkuðu atburðarás og hversu fljótt hann er kominn í morðóðan gír. Auk þess er verulega stórt spurningarmerki sett við það magn upplýsinga sem hann kveðst… Lesa meira

31 – Hryllingur í bústað


Sögustund um hvernig skal brjóta blað í hryllingssögunni.

Annar þáttastjórnenda púllar „wild card“ og segir söguna af einum merkasta költ horror allra tíma. Sækið ábreiðurnar, poppið og gerviblóðið. Nú er komið að sögustund. Lesa meira

30 – Færustu klipparar landsins?


Rætt er um listina að klippa - og listafólkið sem klippir.

Klipping er trúlega eitt vanmetnasta fag kvikmyndagerðar og þykir miður að ekki séu fleiri til sem eru eins konar rokkstjörnur í víða heimi snillinga í samsettu efni. En er alltaf auðvelt að koma auga á góða klippingu í kvikmynd, tónlistarvídeói eða sjónvarpsþætti? Er auðveldara að sjá þær slæmu? Vissir þú… Lesa meira

Blóðhefnd: 06 – Blessuð blíðan


Veðrið, viðskiptin og aðferðafræði Trausta.

„Ég er ekki frá því að allt þetta adrenalínkikk sé farið að þrýsta einu kvikindi út úr görninni á mér.“ Hrotturinn Benni og glæpagengi hans er hin furðulegasta karaktersúpa og mæa lengi vel setja spurningarmerki við þetta viðskiptamódel hjá þeim trúðum. Þá er líka sérstaklega skoðað hversu taktískur Trausti reynist… Lesa meira

29 – Prúðuleikarar og prýðilegar endurgerðir


Gamalt, nýtt og þreyttur endurfundur í sviðsljósinu.

Hver er besta Prúðuleikaramyndin? Var eitthvað varið í þetta margumtalaða Friends Reunion? Hvernig endurgerðir eru ásættanlegar og hvers konar týpur af slíkum eru það alls ekki? Þetta og meira í Poppkúltúr vikunnar. Lesa meira

Blóðhefnd: 05 – Wilhelm öskrið út um allt


Nú skal aðeins ræða frægasta bíóöskur allra tíma.

„Er ykkur ekkert treystandi fyrir sköpuðum hlutum?“ „Er ykkur ekkert treystandi fyrir sköpuðum hlutum?“ Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr, eða réttara sagt ‘aukaþáttur’ seríunnar, tekur nýjan snúning að þessu sinni með áherslu á hið goðsagnarkennda. Á fimmta glápi Blóðhefndar finnur annar þáttastjórnandi sig knúinn til að kryfja einn merkilegasta fylgihlut spennumyndarinnar: gamla góða Wilhelm… Lesa meira

Blóðhefnd: 04 – Góður hundur, týndur köttur


Hugsar enginn um dýrin?

„Ætlarðu að koma núna og vera einhver bjargvættur?“ Fjórði í Blóðhefnd og er nú komið að því að ræða andlega ferðalag Trausta, hvað það er sem keyrir hefndarþorstann og hvað gerir hann að brotnum bjargvætti. Einnig er ljóst að einhver skekkja leynist þarna hvað trommukunnáttu yngri bróðursins varðar og hvernig… Lesa meira

Hrakföll Tortímandans og listin að skopstæla


Svona getur allt farið í bál með brönd.

Það lítur út fyrir að ýmist sé enn óuppgert varðandi samantektina á einhverri vandræðalegustu framsetningu á þróun myndabálks í Hollywood sögunni fyrr eða síðar. Til eru svo sannarlega allmörg dæmi um klúðurslegar framkvæmdir á svonefndum franchise-seríum, en Terminator er í þeim merkilega sérflokki að gerðar voru þrjár ólíkar tilraunir til… Lesa meira

Blóðhefnd: 03 – Ó, María, mig langar heim


Viti menn, í typpafýlunni og karllæga andrúmsloftinu er kvenpersónan sú eina með vit.

„Kaldhæðni, ha?“ Þriðji í Blóðhefnd og sennilega mikilvægasta áhorfið í samhengi átaksins hjá umsjónarmönnum þáttar. Eitthvað hefur breyst - og enn fremur þarf að ræða það hvernig 'gleðikonan' Maria virðist vera eina manneskjan í harðhausaveislunni sem tekur réttar ákvarðanir í plottinu og hugsar með höfði en ekki kóngi. Þetta er… Lesa meira

The Lord of the Matrix með Sindra Gretars


Létt bíótal um stóru mál stórmyndanna.

Eru fantasíurisarnir tveir betur geymdir í fortíðinni?Má færa rök fyrir að Hringadróttins- og Fylkissaga eldist illa? Í hvaða pattstöðu er fjóra Matrix kvikmyndin stödd? Af hverju er The Fellowship of the Ring talin vera besta myndin í þríleiknum? Hví er Matrix þríleikurinn svona hataður? Þótti einhverjum Red Planet vera góð… Lesa meira

Blóðhefnd: 02 – Mjólk er óð


Hvar endar helvítis samsærið með mjólkina?

"Strákar, morgunmatur!" Annar í Blóðhefnd. Hvar endar helvítis samsærið með mjólkina? Beðist er velvirðingar á slakari hljóðgæðunum í þætti þessum. Lífið var þarna farið að herma fullmikið eftir listinni. Lesa meira

28 – Apatáin og auglýsingar í kvikmyndum


Upprisa typpakarlsins sem gjörbreytti Hollywood - þó hann hafi langað að gera allt aðra hluti.

Hvernig tókst Judd Apatow að gjörbreyta landslagi vestrænna gamanmynda - en án þess að ná sínu lykilmarkmiði? (eða hvað?) Hversu vanmetið er Freaks & Geeks? Hvað gerist þegar maður fer að grandskoða það hvernig auglýsingum er stillt upp í kvikmyndum og þáttum? Ber man fram titilinn á F9 sem “Fnine”… Lesa meira

Blóðhefnd: 01 – Djöfull er költ hérna


Nú er fyrsti í Blóðhefnd. Hjálpi okkur.

“Þegar þetta er afstaðið, þá skulum við fara til Bangkok og þá slettum við almennilega úr klaufunum.” Svo segir í íslensku kvikmyndinni Blóðhefnd frá 2012, hasarveislu sem verður í brennidepli á komandi vikum hjá stjórnendum hlaðvarpsins Poppkúltúr, þar sem Sigurjón og Tómas leggja í átakanlega áskorun. Verður þetta hluti af… Lesa meira

27 – Stór áskorun og þegar heimildarmyndir ljúga


Sumt er of súrt til að trúa.

Ber heimildarmyndum skylda að segja eins rétt frá sannleikanum á gefnu máli og hægt er?Hvenær vitum við svo sem þegar slíkar ljúga beint framan í okkur?Er algengt að horfa oftar en einu sinni á heimildarmynd? Í Poppkúltúr er þetta skiptið rausað og rætt um málefni eins og mismunandi týpur heimildarmynda,… Lesa meira

26 – Harmsagan af Fraser


Maðurinn á skilið knús frá okkur öllum.

Hvað kom eiginlega fyrir Brendan Fraser?Þennan skemmtilega, flippaða, oft fjölhæfa og ofar öllu áhugasama leikara sem var oftast til í allt - jafnvel helstu áhættuatriði sín. Nú, hellingur. Fraser hefur mörg hjörtu glatt með bæði aulaglotti sínu og sjarma í gegnum áraraðirnar. Hann skaust á sjónarsviðið með látum á tíunda… Lesa meira

25 – Nolantino


Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda.

„Annar kom til Íslands fyrir fegurðina, hinn fyrir partýin.“Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda.Drengirnir í Poppkúltúr þáðu hörkuskemmtilega áskorun frá hlustanda og renna yfir þá kvikmyndagerðarmenn sem virðast hafa gert allt vitlaust í heimi kvikmyndanna - og eflaust verið í brennidepli… Lesa meira

Páskamyndir og Space Jam


Er Space Jam kannski einhver póstmódernískur Guðfaðir ‘product placement’ bíómynda?

Páskarnir marka huggulegan en í senn skrýtinn tíma. Skilaboðin eru úti um allar trissur þegar þarna á rauðu dögunum sameinast kristnar hefðir við súkkulaði, dúllulegar hænur, panínur, föndur, leitir og málshætti.Í þessum bónusþætti fara Poppkúltúrsmenn yfir framboð páskamynda; hvað það þýðir jafnvel að vera páskabíómynd og hvernig kröfur er best… Lesa meira

24 – Hvar er íslenska sci-fi myndin?


Komið er inn á þá hugmynd um hvort villinunnan gangi upp í fullri lengd.

Strákarnir í Poppkúltúr skoða hvað einkennir góða upplifun á hryllingsmynd og algengustu mynstur fólks sem elskar bregðumyndir. Jafnframt segir Sigurjón frá því þegar ein hrollvekja sat í honum vikum saman og hélt honum andvaka eitt skiptið. Hvenær og hvernig er best að njóta verka sem eiga að hræða úr þér… Lesa meira

23 – Zack Snyder’s Justice League


Fengu aðdáendur það sem þeir vildu? Þýðir meira endilega betra?

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hefur áður mikið lagt upp úr því að grandskoða framtíð streymisrisa, stúdíókvikmynda og ekki síst myrku hliðar bransans í vestræna afþreyingarheiminum. Má þar til dæmis nefna erfiða framleiðendur, vafasamar framkomur fólks á setti, fordæmalausar pressur og jafnframt tékklista sem eru til þess eins ætlaðir að selja fleiri merkjavörur.… Lesa meira