Hrakföll Tortímandans og listin að skopstæla

Það lítur út fyrir að ýmist sé enn óuppgert varðandi samantektina á einhverri vandræðalegustu framsetningu á þróun myndabálks í Hollywood sögunni fyrr eða síðar. Til eru svo sannarlega allmörg dæmi um klúðurslegar framkvæmdir á svonefndum franchise-seríum, en Terminator er í þeim merkilega sérflokki að gerðar voru þrjár ólíkar tilraunir til þess að ná almennilega að mastera “þriðju” myndina. Með öðrum orðum fór allt í bál með brandið þegar James Cameron hafði yfirgefið stjórnvölinn eftir T2.

Þá, af lítt skiljanlegum ástæðum, leiðir þetta umræðuna í þá vanmetnu list að gera afbragðs skopstælingu. Fagmenn eins og Mel Brooks, David Zucker og fleiri lögðu stórskemmtilega teina fyrir möguleika “spoof” geirans mikla, en í seinni tíð þurfti ekki nema tvo aðra dúdda til að fella hann endanlega í augum massans.

Hefst þá tengipunkturinn að því að kanna mynstur Tortímandans og hvernig ástand hans svipar til sambærilegra afbrigða og tvíeykið Friedberg/Seltzer er kennt við. Því er sanngjarnt að kenna þeim um að hafa átt þátt í að myrða góðan gríngeira, þá bæði áður og eftir að þeir brennimerktu hann með eigin lítrum af þvagi.

Í þessum einkennilega aukaþætti Poppkúltúrs setjast Bíótalsmenn Tómas Valgeirsson og Sindri Gretarsson við míkrafónana og kanna þvagsýnin umræddu. Einnig skoða þeir breytingar á tíðarandanum, furða sig á vörumerkjamorðum og rifja upp meinfyndnar vitleysumyndir. Innifalið þar er aðsjálfsögðu áminning á ágæti steypumyndanna BASEketball og Jane Austen’s Mafia.