17 – Back to the Future í bobba

Sci-fi gamanmyndin Back to the Future er af mörgum talin sígild og víða kennt í handritskúrsum. Myndin er eðaldæmi um samansafn margra hráefna sem glæsilega fóru saman, oft á elleftu stundu – af nokkrum hryllingssögum framleiðslunnar að dæma.

Það þurfti ansi lítið til að lokaafraksturinn hefði aldrei orðið að því yndislega barni síns tíma sem við fengum, og tilheyrandi framhaldsmyndum. 

Poppkúltúr skoðar þessa bobba, hvað hefði getað orðið með minnstu sveiflu og hvernig tíminn hefur farið með Aftur til framtíðar.