Húsavík á Óskarnum

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut rétt í þessu Óskarstilnefningu í flokki besta frumsamda lags, en verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi.

Líkt og tit­ill­inn gef­ur til kynna fjallar lagið um bæ­inn Húsa­vík en gamanmynd­in ger­ist á Húsa­vík og var hluti henn­ar tek­inn upp þar í bæ. Lagið var flutt á eftir­minni­legan hátt undir lok myndarinnar og það er sænska söng­konan Molly Sandén sem syngur (fyrir Rachel McAdams í myndinni). Höfundar lagsins eru Sa­v­an Kotecha, Rickard Gör­ans­son og Fat Max Gsus.

Lengi lifi Speorg-nótan!

Útlit er fyrir því að íslenskt þema verði á Óskarnum (aftur) þetta árið enda hlaut Gísli Darri Halldórsson einnig tilnefningu fyrir stuttmyndina Já fólkið.