300 á toppnum

Framhaldsmyndin 300: Rise of an Empire trónir á toppi vinsældalista helgarinnar yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Í 300: Rise of an Empire, þá notar persneska drottningin Artemisia, sem leikin er af Eva Green, allan sjóher sinn til að ráðast á Grikki, en leiðtogi þeirra er stjórnmálamaðurinn og hershöfðinginn Themistocles, sem leikinn er af Sullivan Stapleton. Sverð, […]

Ítalía í fókus á RIFF í haust

Ellefta óháða Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin þann 25. september til 5. október n.k. Undirbúningur er kominn á fullt skrið og opnað verður fyrir umsóknir mynda í lok mánaðarins á vef hátíðarinnar www.riff.is Í tilkynningu frá RIFF segir að Ítalía verði í fókus á RIFF þetta árið, en ítölsk kvikmyndagerð hefur verið í […]

Vélmenni, kubbar og kynlíf

Það verður nóg um að vera í kvikmyndahúsum landsins um helgina og ættu allir að geta fundið sér mynd við sitt hæfi. Kubbarnir eignast líf í kvikmyndinni Lego The Movie og endurgerðin af Robocop lofar góðu. Christian Bale sýnir svo stórleik í kvikmyndinni Out of the Furnace og svo má ekki gleyma hinni kynferðislegu Nymphomaniac […]

Sniðgengin af Óskarnum

Nýjasta mynd Coen bræðra, Inside Llewyn Davis, með Oscar Isaac, John Goodman og Justin Timberlake verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn 7. febrúar. Myndin verður sýnd í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri. Tónlistar- og hugsjónamaðurinn Llewyn Davis berst í bökkunum við að skapa sér nafn í tónlistarheimi New York-borgar árið 1961. Kaldir vetrarvindar næða um göturnar og […]

50.000 í Sambíóin á 10 dögum

Sá einstaki árangur náðist á einungis tíu dögum í lok desember 2013 og byrjun janúar 2014 að 50.000 kvikmyndahúsagestir komu í Sambíóin. Aldrei áður í sögu Sambíóana hefur slíkur fjöldi gesta komið á svo skömmum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bíóunum. „Landsbúar hafa ávallt verið duglegir að fara í kvikmyndahús yfir jólatímabilið en […]

Frumsýning: Justin Bieber´s Believe

Myndform frumsýnir heimildarmyndina Justin Bieber´s Believe á föstudaginn næsta, 10. janúar. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói og Smárabíói. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Í þessari heimildamynd um Justin Bieber fáum við að fylgjast með lífi eins stærsta tónlistarmanns heims í dag á sínu öðru tónleikaferðalagi.

Clint Eastwood skorar á íslensk stjórnvöld

Fjöldinn allur af lykilfólki í kvikmyndagerðinni í heiminum hefur sett nafn sitt á stuðningsyfirlýsingu við íslenska kvikmyndagerð og hvetur stjórnvöld til að viðhalda núverandi fjármagni til Kvikmyndasjóðs. Bent er á að öflug íslensk kvikmyndagerð sé undirstaða og forsenda þess að hér séu teknar upp erlendar kvikmyndir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda. […]

Þrjár íslenskar í Marrakech

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Marrakech, Marokkó, mun fara fram dagana 29. nóvember til 7. desember. Á hátíðinni verður sérstakur norrænn kvikmyndafókus, sem kemur til með að vera sá stærsti sinnar tegundar sem fram fer utan Norðurlandanna, samkvæmt tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Alls verða sýndar 47 norrænar kvikmyndir eftir 33 leikstjóra. 3 íslenskar kvikmyndir eru hluti af […]

Hjartasteinn Guðmundar fær hollensk verðlaun

Nýjasta verkefni leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar, leikstjóra stuttmyndarinnar Hvalfjörður, kvikmynd í fullri lengd að nafni Hjartasteinn, hlaut svokölluð Warnier Posta verðlaun á NPP samframleiðslumarkaði í Hollandi sem er á vegum Kvikmyndahátíðar Hollands. Um er að ræða markað fyrir evrópsk verkefni í þróun með það fyrir augum að stofna til samstarfs og verða verkefni sínu úti […]

Fjölskyldan kemst í Paradís

Laugardaginn 21. september nk. er allri fjölskyldunni boðið í Bíó Paradís við Hverfisgötu á sýningu á lettnesku myndinni „Mamma, ég elska þig“ en myndin er sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð sem stendur til 29. september í Bíó Paradís. Á undan sýningunni verða tónleikar og veitingar í boði. Myndin hefst kl 18:00, og verður hún sýnd með […]

Reykjavík orðin stafræn

Kvikmyndasýningarnar af filmu í Reykjavík hafa formlega verið lagðar niður, amk. í bili, þar sem Bíó Paradís á Hverfisgötu, sem hingað til hefur sýnt bíómyndir af filmum, hefur tekið í notkun stafrænan sýningarbúnað. Einnig hefur verið settur upp nýr hljóðbúnaðar. „35 mm filman hefur verið það sýningarform kvikmynda síðan reglulegar sýningar hófust á kvikmyndum fyrir þarsíðustu […]

Tvær á TIFF

Eins og við sögðum frá á dögunum þá verður mynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus, heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september nk. Í nýrri tilkynningu kemur fram að Málmhaus sé ekki eina íslenska myndin sem verður í Toronto heldur hefur myndin This is Sanlitun eftir Róbert I. Douglas einnig verið valin til þátttöku. […]

Hross í oss keppir um 50.000 evrur

Fyrsta kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd, Hross í oss, hefur verið valin til þátttöku á San Sebastián International Film Festival. Myndin mun keppa í flokkinum New Directors Section um Kutxa-New Directors verðlaunin sem felur í sér peningaverðlaun uppá 50.000 evrur (sem vinningshafi deilir með spænskum dreifingaraðila). Hvergi í heiminum eru veitt jafn há peningaverðlaun […]

Fjórar íslenskar með RIFF í Póllandi

Íslenskar kvikmyndir eru í brennidepli á kvikmyndahátíðinni í Poznan í Póllandi sem fer nú fram. Af fimm myndum í flokknum „New Scandinavian Cinema“ eru hvorki meira né minna en fjórar íslenskar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, en myndirnar voru valdar í samstarfi við RIFF. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi […]

Helli breytt í kvikmyndahús

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, ætlar í ár að bjóða upp á kvikmyndasýningar í helli. Í tilkynningu frá hátíðinni segir að þann 2. október nk. verði kvikmynd sýnd í helli nálægt Reykjavík, nánar tiltekið í Langahelli nálægt Bláfjöllum. „Þegar í hellinn verður komið munu gestir horfa á sérstaka leynilega kvikmyndadagskrá. Boðið verður upp á heita […]

Tilnefningar til Emmy kynntar

Nú hafa tilnefningar til Emmy-sjónvarpsverðlaunanna verið birtar en afhending þeirra fer fram 22. september næstkomandi í Los Angeles í Bandaríkjunum. Í fyrsta skipti sjáum við internetseríur tilnefndar til verðlauna og má þar nefna House of Cards í flokki besti dramaþátturinn og fjórða sería Arrested Development er einnig tilnefnd til verðlauna, þættirnir voru sýndir á kvikmynda- […]

Ástarsaga á virta stuttmyndahátíð

Stuttmyndin Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem fer nú fram, en sú er ein virtasta stuttmyndahátíð í heimi, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin, sem var útskriftarmynd Ásu úr kvikmyndagerðardeild Columbia háskóla í New York, hefur verið […]

Ástarsaga á virta stuttmyndahátíð

Stuttmyndin Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem fer nú fram, en sú er ein virtasta stuttmyndahátíð í heimi, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin, sem var útskriftarmynd Ásu úr kvikmyndagerðardeild Columbia háskóla í New York, hefur verið […]

Frumsýning: Pain and Gain

Sambíóin frumsýna nýjustu mynd leikstjórans Michael Bay, Pain and Gain,  á miðvikudaginn næsta, þann 12. júní. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að óhætt sé að segja hér sé á ferðinni „einhver svartasta kómedía sem gerð hafi verið“. Myndin er byggð á sönnum atburðum en sannleikurinn er oft á tíðum ótrúlegri en metnaðarfyllstu skáldverk. Sjáðu stiklu […]

Síðasti Svarti sunnudagurinn – í bili

Költ mynda hópurinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís, sem hefur sýnt nýja költ mynd á hverjum einasta sunnudegi í allan vetur, ætlar að kveðja veturinn með glæsibrag um næstu helgi, 4. og 5. maí í Bíó Paradís, að því er kemur fram í tilkynningu frá hópnum, sem samanstendur af þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Hugleiki Dagssyni og […]

Víkingar fara til Cannes – valin úr 1.724 myndum

Íslenska stuttmyndin Víkingar hefur verið valin til þátttöku á Critics‘ Week á Cannes kvikmyndahátíðinni. Alls voru 1724 stuttmyndir skoðaðar og að lokum voru aðeins 10 þeirra valdar til þátttöku á Critics‘ Week. Víkingar er ein þeirra og er þetta því mikill heiður fyrir alla aðstandendur myndarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu frá kvikmyndamiðstöð Íslands. […]

Frumsýning: Scary Movie 5

Sena frumsýnir kvikmyndina Scary Movie 5 á föstudaginn næsta, þann 19. apríl  í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. „Á þessum síðustu og verstu tímum þegar illir andar og önnur óværa herjar á annað hvert hús er loksins kominn tími til að gera eitthvað í málunum!“ Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan: Það eru liðin heil […]

Ófáanleg mynd frumsýnd í dag

Íslenska „netvídeóleigan“ Icelandic Cinema Online frumsýnir í dag íslensku kvikmyndina Sóley eftir Rósku frá árinu 1982.  Í tilkynningu frá Icelandic Cinema Online segir að myndin hafi verið ófáanleg í mörg ár. Upprunalega filman sé týnd og einungis hafi afrit af myndinni varðveist. Sjáðu stiklu úr Sóley hér fyrir neðan: Sóley var frumsýnd 4. apríl 1982 […]

Frumsýning: Dead Man Down

Sambíóin frumsýna myndina Dead Man Down á föstudaginn næsta, þann 15. mars. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að Dead Man Down sé nýjasta þrekvirki sænska leikstjórans, Niels Arden Oplev, sem færði okkur m.a. Karlar sem Hata Konur en þetta er frumraun hans í Hollywood og hans fyrsta mynd á ensku. „Hér er á ferðinni alvöru […]

Aukaleikara vantar í íslenska bíómynd

Kvikmyndafyrirtækið Ogfilms er nú að taka upp nýja íslenska bíómynd, Grafir og bein, en til stendur að frumsýna myndina í lok þessa árs. Aðalhlutverk eru í höndum Björns Hlyns Haraldssonar og Nínu Daggar Filippusdóttur. Ogfilms ætlar að taka upp veislusenu nú á fimmtudaginn þann 7. mars í Skíðaskálanum í Hveradölum og vantar fólk til að taka […]

8 íslenskar í kvikmyndaveislu í Kaupmannahöfn

Átta nýlegar íslenskar kvikmyndir verða sýndar í Kaupmannahöfn og Árósum á íslenskum kvikmyndadögum sem haldnir verða í borgunum nú í mars. Kvikmyndadagarnir, sem heita „Islandsk film/ad nye veje“, hefjast í Danmörku á fimmtudaginn 7. mars. Sturla Sigurjónsson sendiherra opnar hátíðina kl. 19 í Cinemateket í hjarta Kaupmannahafnar. Sýnd verður kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar […]

Big Lebowski fest í sjöunda sinn

Sjöunda árlega Big Lebowski fest verður haldið laugardagskvöldið 16. mars nk. í Keiluhöllinni, Egilshöll. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hátíðin sé haldin fyrir alla aðdáendur myndarinnar The Big Lebowski : „….á festinu sést fólk mæta í búningum sem persónur úr myndinni, drekka hvíta rússa, slappa af og skiptast á hinum ódauðlegu frösum úr einni […]

Klikkuð áhætta á hvíta tjaldinu

Smárabíó mun þann 28. febrúar nk. sýna myndina Nitro Circus 3D: The Movie. Í tilkynningu frá bíóinu segir að um sé að ræða bíóviðburð ársins; „aðeins ein sýning á einni rosalegustu kvikmynd sem gerð hefur verið,“ segir í tilkynningunni. „Í myndinni sýna brjáluðu adrenalínfíklarnir í Nitro Circus hópnum hvernig hægt er að tvinna saman jaðarsport […]

Frumsýning: Hansel & Gretel: Witch Hunters

Myndform frumsýnir spennumyndina Hansel & Gretel: Witch Hunters á föstudaginn næsta, þann 8. febrúar, í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík. Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: Fimmtán ár eru liðin frá því að Hans (Renner) og Gréta (Arterton) voru fangar nornarinnar í piparkökuhúsinu. Nú eru þau orðin sérfræðingar í nornaveiðum, og eru […]

Frumsýning: Hansel & Gretel: Witch Hunters

Myndform frumsýnir spennumyndina Hansel & Gretel: Witch Hunters á föstudaginn næsta, þann 8. febrúar, í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík. Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: Fimmtán ár eru liðin frá því að Hans (Renner) og Gréta (Arterton) voru fangar nornarinnar í piparkökuhúsinu. Nú eru þau orðin sérfræðingar í nornaveiðum, og eru […]