Fjölskyldan kemst í Paradís

Laugardaginn 21. september nk. er allri fjölskyldunni boðið í Bíó Paradís við Hverfisgötu á sýningu á lettnesku myndinni „Mamma, ég elska þig“ en myndin er sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð sem stendur til 29. september í Bíó Paradís. Á undan sýningunni verða tónleikar og veitingar í boði. Myndin hefst kl 18:00, og verður hún sýnd með […]

Reykjavík orðin stafræn

Kvikmyndasýningarnar af filmu í Reykjavík hafa formlega verið lagðar niður, amk. í bili, þar sem Bíó Paradís á Hverfisgötu, sem hingað til hefur sýnt bíómyndir af filmum, hefur tekið í notkun stafrænan sýningarbúnað. Einnig hefur verið settur upp nýr hljóðbúnaðar. „35 mm filman hefur verið það sýningarform kvikmynda síðan reglulegar sýningar hófust á kvikmyndum fyrir þarsíðustu […]

Tvær á TIFF

Eins og við sögðum frá á dögunum þá verður mynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus, heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september nk. Í nýrri tilkynningu kemur fram að Málmhaus sé ekki eina íslenska myndin sem verður í Toronto heldur hefur myndin This is Sanlitun eftir Róbert I. Douglas einnig verið valin til þátttöku. […]

Hross í oss keppir um 50.000 evrur

Fyrsta kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd, Hross í oss, hefur verið valin til þátttöku á San Sebastián International Film Festival. Myndin mun keppa í flokkinum New Directors Section um Kutxa-New Directors verðlaunin sem felur í sér peningaverðlaun uppá 50.000 evrur (sem vinningshafi deilir með spænskum dreifingaraðila). Hvergi í heiminum eru veitt jafn há peningaverðlaun […]

Fjórar íslenskar með RIFF í Póllandi

Íslenskar kvikmyndir eru í brennidepli á kvikmyndahátíðinni í Poznan í Póllandi sem fer nú fram. Af fimm myndum í flokknum „New Scandinavian Cinema“ eru hvorki meira né minna en fjórar íslenskar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, en myndirnar voru valdar í samstarfi við RIFF. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi […]

Helli breytt í kvikmyndahús

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, ætlar í ár að bjóða upp á kvikmyndasýningar í helli. Í tilkynningu frá hátíðinni segir að þann 2. október nk. verði kvikmynd sýnd í helli nálægt Reykjavík, nánar tiltekið í Langahelli nálægt Bláfjöllum. „Þegar í hellinn verður komið munu gestir horfa á sérstaka leynilega kvikmyndadagskrá. Boðið verður upp á heita […]

Tilnefningar til Emmy kynntar

Nú hafa tilnefningar til Emmy-sjónvarpsverðlaunanna verið birtar en afhending þeirra fer fram 22. september næstkomandi í Los Angeles í Bandaríkjunum. Í fyrsta skipti sjáum við internetseríur tilnefndar til verðlauna og má þar nefna House of Cards í flokki besti dramaþátturinn og fjórða sería Arrested Development er einnig tilnefnd til verðlauna, þættirnir voru sýndir á kvikmynda- […]

Ástarsaga á virta stuttmyndahátíð

Stuttmyndin Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem fer nú fram, en sú er ein virtasta stuttmyndahátíð í heimi, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin, sem var útskriftarmynd Ásu úr kvikmyndagerðardeild Columbia háskóla í New York, hefur verið […]

Ástarsaga á virta stuttmyndahátíð

Stuttmyndin Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem fer nú fram, en sú er ein virtasta stuttmyndahátíð í heimi, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin, sem var útskriftarmynd Ásu úr kvikmyndagerðardeild Columbia háskóla í New York, hefur verið […]

Frumsýning: Pain and Gain

Sambíóin frumsýna nýjustu mynd leikstjórans Michael Bay, Pain and Gain,  á miðvikudaginn næsta, þann 12. júní. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að óhætt sé að segja hér sé á ferðinni „einhver svartasta kómedía sem gerð hafi verið“. Myndin er byggð á sönnum atburðum en sannleikurinn er oft á tíðum ótrúlegri en metnaðarfyllstu skáldverk. Sjáðu stiklu […]

Síðasti Svarti sunnudagurinn – í bili

Költ mynda hópurinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís, sem hefur sýnt nýja költ mynd á hverjum einasta sunnudegi í allan vetur, ætlar að kveðja veturinn með glæsibrag um næstu helgi, 4. og 5. maí í Bíó Paradís, að því er kemur fram í tilkynningu frá hópnum, sem samanstendur af þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Hugleiki Dagssyni og […]

Víkingar fara til Cannes – valin úr 1.724 myndum

Íslenska stuttmyndin Víkingar hefur verið valin til þátttöku á Critics‘ Week á Cannes kvikmyndahátíðinni. Alls voru 1724 stuttmyndir skoðaðar og að lokum voru aðeins 10 þeirra valdar til þátttöku á Critics‘ Week. Víkingar er ein þeirra og er þetta því mikill heiður fyrir alla aðstandendur myndarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu frá kvikmyndamiðstöð Íslands. […]

Frumsýning: Scary Movie 5

Sena frumsýnir kvikmyndina Scary Movie 5 á föstudaginn næsta, þann 19. apríl  í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. „Á þessum síðustu og verstu tímum þegar illir andar og önnur óværa herjar á annað hvert hús er loksins kominn tími til að gera eitthvað í málunum!“ Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan: Það eru liðin heil […]

Ófáanleg mynd frumsýnd í dag

Íslenska „netvídeóleigan“ Icelandic Cinema Online frumsýnir í dag íslensku kvikmyndina Sóley eftir Rósku frá árinu 1982.  Í tilkynningu frá Icelandic Cinema Online segir að myndin hafi verið ófáanleg í mörg ár. Upprunalega filman sé týnd og einungis hafi afrit af myndinni varðveist. Sjáðu stiklu úr Sóley hér fyrir neðan: Sóley var frumsýnd 4. apríl 1982 […]

Frumsýning: Dead Man Down

Sambíóin frumsýna myndina Dead Man Down á föstudaginn næsta, þann 15. mars. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að Dead Man Down sé nýjasta þrekvirki sænska leikstjórans, Niels Arden Oplev, sem færði okkur m.a. Karlar sem Hata Konur en þetta er frumraun hans í Hollywood og hans fyrsta mynd á ensku. „Hér er á ferðinni alvöru […]

Aukaleikara vantar í íslenska bíómynd

Kvikmyndafyrirtækið Ogfilms er nú að taka upp nýja íslenska bíómynd, Grafir og bein, en til stendur að frumsýna myndina í lok þessa árs. Aðalhlutverk eru í höndum Björns Hlyns Haraldssonar og Nínu Daggar Filippusdóttur. Ogfilms ætlar að taka upp veislusenu nú á fimmtudaginn þann 7. mars í Skíðaskálanum í Hveradölum og vantar fólk til að taka […]

8 íslenskar í kvikmyndaveislu í Kaupmannahöfn

Átta nýlegar íslenskar kvikmyndir verða sýndar í Kaupmannahöfn og Árósum á íslenskum kvikmyndadögum sem haldnir verða í borgunum nú í mars. Kvikmyndadagarnir, sem heita „Islandsk film/ad nye veje“, hefjast í Danmörku á fimmtudaginn 7. mars. Sturla Sigurjónsson sendiherra opnar hátíðina kl. 19 í Cinemateket í hjarta Kaupmannahafnar. Sýnd verður kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar […]

Big Lebowski fest í sjöunda sinn

Sjöunda árlega Big Lebowski fest verður haldið laugardagskvöldið 16. mars nk. í Keiluhöllinni, Egilshöll. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hátíðin sé haldin fyrir alla aðdáendur myndarinnar The Big Lebowski : „….á festinu sést fólk mæta í búningum sem persónur úr myndinni, drekka hvíta rússa, slappa af og skiptast á hinum ódauðlegu frösum úr einni […]

Klikkuð áhætta á hvíta tjaldinu

Smárabíó mun þann 28. febrúar nk. sýna myndina Nitro Circus 3D: The Movie. Í tilkynningu frá bíóinu segir að um sé að ræða bíóviðburð ársins; „aðeins ein sýning á einni rosalegustu kvikmynd sem gerð hefur verið,“ segir í tilkynningunni. „Í myndinni sýna brjáluðu adrenalínfíklarnir í Nitro Circus hópnum hvernig hægt er að tvinna saman jaðarsport […]

Frumsýning: Hansel & Gretel: Witch Hunters

Myndform frumsýnir spennumyndina Hansel & Gretel: Witch Hunters á föstudaginn næsta, þann 8. febrúar, í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík. Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: Fimmtán ár eru liðin frá því að Hans (Renner) og Gréta (Arterton) voru fangar nornarinnar í piparkökuhúsinu. Nú eru þau orðin sérfræðingar í nornaveiðum, og eru […]

Frumsýning: Hansel & Gretel: Witch Hunters

Myndform frumsýnir spennumyndina Hansel & Gretel: Witch Hunters á föstudaginn næsta, þann 8. febrúar, í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík. Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: Fimmtán ár eru liðin frá því að Hans (Renner) og Gréta (Arterton) voru fangar nornarinnar í piparkökuhúsinu. Nú eru þau orðin sérfræðingar í nornaveiðum, og eru […]

Frumsýning: Zero Dark Thirty

Myndform frumsýnir á föstudaginn næsta, 8. febrúar, myndina Zero Dark Thirty í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin er tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki. Jessica Chastain fékk Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan: Söguþráður myndarinnar […]

Fimmti Grand Theft Auto kemur í september

Nýr Grand Theft Auto tölvuleikur, númer fimm í röðinni, kemur út þann 17. september nk. Leikurinn gerist í stórborginni Los Santos, þar sem úir og grúir af sjálfshjálparspámönnum, smástirnum og dvínandi stjörnum. Í borginni, sem áður var blómleg, berjast menn nú við að halda sér á floti á tímum efnahagsþrenginga og raunveruleikasjónvarps. Í miðjum hræringunum […]

Nýtt Myndir mánaðarins komið út

Febrúarblað mynda mánaðarins er komið út.  Harðhausinn og sjarmatröllið John McClane prýðir forsíðu Bíóblaðsins að þessu sinni, enda er fimmta Die Hard myndin að koma út í mánuðinum, A Good Day to Die Hard. Á forsíðu DVD blaðsins er ekki  minni sjarmör mættur, en það er sjálfur James Bond, en nýjasta James Bond myndin, Skyfall, […]

Ríðandi förumaður á Svörtum sunnudegi

Þeir félagar Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón halda áfram vikulegum sýningum sínum á költ- og klassík myndum undir nafninu Svartir sunnudagar í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Að þessu sinni er það sjálfur Clint Eastwood sem mætir til leiks í einum magnaðasta vestra sem gerður hefur verið, eins og honum er lýst í tilkynningu […]

Skyfall vinsælust 2012 – bíógestum fækkar um 4,7%

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, var aðsóknar- og tekjuhæsta bíómynd á síðasta ári á Íslandi, en á hæla henni í tekjum talið kom íslenski spennutryllirinn Svartur á leik. Tæplega 79.500 manns sáu Skyfall en tæplega 62.800 sáu Svartur á leik. Í þriðja sæti er lokahluti Batman þríleiksins, The Dark Knight Rises, en tæplega 63.700 sáu […]

Frumsýning – The Master

Sena frumsýnir nýjustu mynd Paul Thomas Anderson, The Master, á föstudaginn næsta, þann 11. janúar. Í tilkynningu frá Senu segir að myndin sé mögnuð mynd og sláandi lýsing á stefnulausu og leitandi fólki í Bandaríkjunum á eftirstríðsárunum.   „Í myndinni segir frá uppgjafahermanninum Freddie sem leikinn er af Joaquin Phoenix, sem snýr heim í lok […]

Frumsýning: Life of Pi

Sena frumsýnir myndina Life of Pi á næsta föstudag, þann 21. desember. Life of Pi er gerð eftir samnefndri metsölubók Yann Martels og segir sögu af ungum Indverja, Piscine „Pi“ Patel, sem lendir í heldur betur óvenjulegum aðstæðum úti á rúmsjó. Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: Í tilkynningu frá Senu kemur fram að […]

Jólasýning – Christmas Vacation

Sambíóin hafa ákveðið að taka til sýningar hina klassísku jólaperlu Christmas Vacation með Chevy Chase í aðalhlutverki. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að þetta sé klassísk jólamynd … “ sem kemur allri fjölskyldunni í jólastuðið.“ Sjáðu stikluna hér að neðan: Myndin verður sýnd frá og með 7. desember nk. en um sérstakar jólasýningar verður að […]

Bale í kínverskri veislu

Kínverska sendiráðið á Íslandi og Háskólabíó í samstarfi við Græna ljósið standa fyrir kínverskri kvikmyndahátíð 2. – 8. nóvember nk. Sýndar verða átta kínverskar myndir og opnunarmyndin er engin önnur en nýjasta mynd Zhang Yimou, með Christian Bale í aðalhlutverkinu, sem var tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem besta erlenda mynd ársins. Myndirnar átta sem […]