Vinsælast á Netflix á Íslandi – Losti, glæpir og skandalar

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Veitan birtir reglulega lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt.

Listinn uppfærist daglega en að svo stöddu samanstendur hann af 10 eftirfarandi titlum sem eru heitastir á Íslandi í dag:

1. Too Hot to Handle

Átta þátta raunveruleikasería sem lenti á föstudaginn og flaug strax efst á aðsóknarlistann. Hugmynd þáttanna gengur út á það að kenna ungu, einhleypu fólki að mynda tengingu sem er ekki af hinu líkamlega. Ef keppendur stunda líkamlega tengingu af einhverju tagi, minnkar verðlaunaféð, en hvert par hefst með 100 hundrað þúsund dollara upphæð.


2. Tiger King: Murder, Mayhem and Madness

Heimildarþættirnir hafa aldeilis farið vaxandi í umtali og hafa (að veirunni utanskyldri) frá útgáfu þeirra fyrir þremur vikum. Tiger King heldur toppsætinu aðra vikuna í röð á íslensku streymiveitunni og víðar, en hér í brennidepli er sérvitringurinn Joe Exotic, betur þekktum sem ‘Tiger King’, en hann átti og rak einn stærsta dýragarð fyrir stóra ketti, í USA. Exotic er eins og persóna úr skáldskap og hafa ýmsir viðmælendur í heimildarþáttunum meira en kostulegar sögur að segja af dýragarðsverðinum. Joe var dæmdur í 22 ára fangelsi í janúar á þessu ári, meðal annars fyrir tilraun til morðs á dýraverndarsinna og illa meðferð á dýrum. Þættirnir frá Netflix eru sjö talsins og fjalla um líf hans og ótrúlega atburðarásina sem leiddi til fangelsisvistunnar.


3. RuPaul’s Drag Race

Dragkeppni RuPaul er enn á rjúkandi góðri siglingu og hafa landsmenn fylgst ólmir með tólftu þáttaröðinni og framvindu hennar. Hver verður næstur til að fara? Hvaða átök liggja handan við hornið í nýjasta þættinum?


4. Outer Banks

Hér segir frá hópi ungmanna í N-Karólínu sem kallar sig “Pogues,” sem leggja í leiðangur til að uppgötva sannleikann á bakvið dularfullt hvarf hjá föður höfuðpaursins. Á meðan leitinni stendur finnur hópurinn goðsagnakenndan fjarsjóð sem föðurnum. Þættirnir voru gefnir út í vikunni og eru tíu í heildina.


5. The Innocence Files

Glæýir heimildarþættir sem grandskoða einstök mál um rangar sakfellingar. Þættirnir sýna á óhugnanlegan hátt hversu óáreiðanlegt réttarkerfið er í Bandaríkjunum og hafa hlotið lof úr öllum áttum.


6. Community

Gamanþættirnir Community eiga sér dyggan og breiðan aðdáendahóp, enda fer góður hópur fólks með helstu hlutverk og fjöldi gestaleikara. Þættirnir koma frá Dan Harmon og eru flestir áhorfendur – sem ekki þekkja til þeirra – eindregið hvattir til að kíkja á þessa skemmtilegu nörda- og karaktersúpu. Þeir eru þess virði fyrir Donald Glover út af fyrir sig.


7. Ozark

Þriðja sería af þáttunum Ozark hóf nýlega göngu sína á Netflix við jákvæðar undirtektir, en þar mæta Jason Bateman og Laura Linney aftur til leiks í þessum æsispennandi þáttum um peningaþvott og eiturlyfjasmygl. 


8. Fast & Furious 7

Aðdáendur Fast & Furious-seríunnar fengu glaðning nýlega í formi sjöundu hasarmyndarinnar, þeirri síðustu með Paul Walker í hlutverki. Fast & Furious 7 kemur úr smiðju leikstjórans James Wan (Saw, The Conjuring, Aquaman) og berst gengið við bálreiðan Jason Statham í þessum kafla. Virðist það vera almennt talið á meðal áhorfenda að þetta sé ein af sterkari eintökum myndabálksins.


9. Code 8

Vísindatryllirinn Code 8 var gefinn út þann 11. apríl og segir frá byggingaverkamanni með ofurkrafta. Sögusviðið er dystópískt framtíð þar sem 4% jarðarbúa eru gæddir eins konar ofurkröftum. Söguhetjan lendir í slagtogi við glæpamenn og hyggst hún safna pening til að aðstoða veika móður sína. Frændurnir Robbie og Steven Amell (Arrow) fara með aðalhlutverkin og hefur sagan verið af mörgum líkt við X-Men seríuna.


10. Money Heist

Fjórða sería af spænsku spennuþáttunum stórvinsælu hóf göngu sína nýlega (þó réttar sé kannski að segja fjórði hluti annarrar seríu). Þættirnir La casa de papel hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og segja frá átta bíræfnum ræningjum sem freista þess að ræna Seðlabanka Spánar.

Stikk: