Katla upphafið að einhverju stærra: „Við héldum okkur við ákveðinn realisma“


„Ég hef unnið að þessu og dreymt um að stækka kökuna hérna,“ segir Baltasar.

„Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt enda þungt í framleiðslu. Ég vildi ekki hlaupa til með þetta en svo fékk ég hringingu frá Netflix og þá fór vélin hratt af stað,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður.Eins og mörgum er eflaust kunnugt var sjónvarpsþáttaröðin Katla gefin út á streymi Netflix í… Lesa meira

Pólitísk skautun í WandaVision


Búbbluheimurinn er tálsýn.

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélaginu víkkar með hverju ári, sem að hluta til er sökum samfélagsmiðla sem stuðla að „búbblu hugarástandi“ (e. bubble mentality),… Lesa meira

Klippir hasarmyndina Kate fyrir Netflix


Spennandi hasar framundan frá einum færasta klippara landsins.

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, er svo sannarlega merkt nokkrum stórum og svölum kvikmyndaverkefnum sem áætlað er að frumsýna á þessu ári. Fyrst ber að nefna Marvel-stórmyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (sem sýnd verður í júlí, að öllu óbreyttu) að ógleymdri hasarmyndinni Kate frá streymisþursanum… Lesa meira

Saga Mikkelsens í framleiðslu Baltasars


Samstarfsverkefni Balta og Game of Thrones-leikarans er farið að taka á sig mynd.

Leikstjórinn og ofurframleiðandinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum þessa dagana og hefur lítið látið faraldurinn stöðva maskínuna. Auk sjónvarpsseríunnar Kötlu, sem sýndir verða á Netflix í vor eða sumar, er Baltasar að ljúka við að klippa þriðju þáttaröðina af Ófærð og jafnframt er spennutryllirinn Beast með Idris Elba í vinnslu fyrir Universal Studios.  Þá er Baltasar einnig… Lesa meira

25 vinsælustu myndirnar á Netflix árið 2020


Jólamyndir og gredda á toppnum.

Af þeim kvikmyndum sem eru í boði eyddu not­endur Net­flix mestum tíma í jólamyndir, stjörnufans, hasar og umdeilda afar greddumynd á nýliðnu ári. Streymisrisinn upp­lýsti not­endur sína á dögunum um 25 mest streymdu kvikmyndatitla 2020. Kemur það sjálfsagt fáum á óvart hvaða titill rauk á toppinn, þó magn jólamynda gæti… Lesa meira

10 vinsælustu sjónvarpsþættir Netflix árið 2020


Money Heist, Tiger King og The Queen’s Gambit vöktu athygli víða þetta árið.

Not­endur Net­flix eyddu mestum tíma í að horfa á Money Heist, Tiger King og The Queen’s Gambit þetta árið. Streymisrisinn upp­lýsti not­endur sína á dögunum um hvert vin­sælasta sjónvarpsefni ársins 2020 væri og ættu upp­lýsingarnar ekki að koma mörgum á ó­vart.Listinn byggir á því hversu margir not­endur horfðu á minnst… Lesa meira

Af hverju Friends?


Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu?

Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu? Í aðdraganda þess að frægu sexmenningar Central Perk hverfa af streymi Netflix nú um áramótin þykir kjörið að skoða aðeins sögu, einkenni og vinsældir þáttanna. Auk þess þykir vert að kanna það hvers vegna þekktar persónur grínþátta verða svona oft… Lesa meira

Blautur í bransapólitík


Kvikmyndin Mank frá David Fincher er „biopic“ af betri gerðinni.

'Mank' er sannkölluð kvikmyndaperramynd. Það bæði lyftir henni upp á vissan gæðastall en vinnur sömuleiðis gegn henni í augum almenna áhorfandans. En myndin, sem í fyrstu virðist þurr og uppfull af sér sjálfri, er fljót að sanna sig sem þrælskemmtilegt eintak; hið forvitnilegasta innlit í hugarheim áhugaverðs manns, innlit í… Lesa meira

Eddie Izzard ánægður með uppistand Ara


Einn vinsælasti grínisti Bretlands segir Íslendinga hafa frábæran húmor.

Breski leikarinn og uppistandarinn Eddie Izzard segir Íslendinga vera með góðan húmor og fullyrðir að uppistand Ara Eldjárns á Netflix, Pardon my Icelandic, sé sönnun fyrir því. Lof þetta birti Izzard á Twitter-síðu sinni þegar hann deildi tísti Ara um sýninguna vinsælu. Grínarinn, líkt og margir vita, er mikill Íslandsvinur og af mörgum talinn fyndnasti maður Bretlands. „Ég hef oft haldið… Lesa meira

Vinsælast á Netflix: Ari, drottningar og jólamyndir


Íslendingar styðja sinn mann - og nokkrar ólíkar týpur af drottningum.

Notkun Íslendinga á streymisþjónustu Netflix bregður ekki frekar en fyrri daginn, enda nóg af framboði efnis sem hentar einum og hverjum.  Það kemur lítið á óvart að landsmenn hafa mikið verið að streyma jólamyndum að undanförnu, gömlum sem nýjum, og komst okkar Ari Eldjárn að sjálfsögðu á toppinn eftir helgina nýliðnu. Þeim… Lesa meira

Jóhannes með hlutverk í „spin-off“ af Vikings


Afleggjari (e. spin-off) af Vikings í aðsigi.

Jóhannes Haukur Jóhannesson og Álfrún Laufeyjardóttir eru á meðal leikenda í spennuþáttunum Vikings: Valhalla. Tökur hófust á Írlandi fyrr í vetur og er um að ræða afleggjara (e. spin-off) af hinni margverðlaunuðu þáttaröð Vikings. Í þáttaröðinni stórvinsælu er fjallað um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Þættirnir koma úr… Lesa meira

Áhorfendur tjá sig um Netflix-uppistand Ara: „Pissaði næstum í mig“


Íslendingar og fleiri víða hafa tjáð sig. Þar á meðal The Guardian.

Ari Eldjárn varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að vera með sitt eigið uppistand á Netflix. Grínarinn góði hefur ferðast með sýninguna út um allan heim á síðustu árum var uppistandið alls sýnt 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne… Lesa meira

Þriðja sería Ófærðar frumsýnd á Netflix


Glæný þáttaröð Ófærðar verður afhjúpuð á Netflix árið 2021

Glæný þáttaröð spennuseríunnar Ófærð (e. Trapped) verður afhjúpuð á Netflix árið 2021, en þetta tilkynnti streymisrisinn í dag. Þessi þriðja þáttaröð, sem rétt er að kalla eins konar „spin off“, mun bera erlenda heitið Entrapped. Atburðarásin gerist tveimur árum eftir atburði síðustu seríu og verða þau Ólafur Darri Ólafsson og… Lesa meira

Ari Eldjárn með uppistand á Netflix


Grínarinn stórvinsæli er væntanlegur á streymið 2. desember.

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umrædd sýning var kvikmynduð sumarið 2019 í Þjóðleikhúsinu. Á árunum 2017-2018 var uppistandið alls sýnt 50… Lesa meira

Fyrsta sýnishornið lent fyrir The Midnight Sky


Tökur fóru meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

Vísindaskáldsagan The Midnight Sky í leikstjórn George Clooney nálgast óðum og hefur nú tekið á sig skýrari mynd með fyrstu stiklunni. Myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix og fóru tökur meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust. The Midnight Sky er gerð eftir skáldsögunni Good Morning, Midnight… Lesa meira

Sjáðu brot úr nýjustu mynd Finchers


'Mank' mætir á Netflix í byrjun desember.

Glænýtt sýnishorn er lent fyrir kvikmyndina Mank, frá leikstjóranum David Fincher, en á bakvið hana standa stórrisarnir hjá Netflix og verður myndin gefin út á streymið þann 4. desember. Það er faðir leikstjórans, Jack Fincher, sem skrifaði handritið að myndinni en hann lést árið 2003. Sögusvið 'Mank' er Hollywood á… Lesa meira

Hannes svarar spurningum netverja um Ja Ja Ding Dong


„Ég bið öll sem lent hafa í þessu innilegrar afsökunar,“ segir Hannes.

Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur vakið heldur betur mikla (og verðskuldaða) athygli fyrir túlkun sína á hinum ákafa Olaf Yohansson í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Fólki víða um heim þykir Olaf bráðfyndinn og þá sérstaklega fyrir vægast sagt æstan og einlægan áhuga sinn á laginu… Lesa meira

Sjáðu fyrstu myndirnar úr The Midnight Sky


Tökur fóru meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

The Midnight Sky, sem er í leikstjórn George Clooney og framleidd fyrir streymisveituna Netflix, er farin að taka á sig mynd. Tímaritið Vanity Fair birti í dag fyrstu stillurnar úr vísíndaskáldsögunni. Tökur á myndinni fóru fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust og var meðal annars leitað að fjölskyldum… Lesa meira

Nýjung á Íslandi – Kynntu þér Kvikmyndaleitarann


Með nýju leitarsíunni okkar getur þú séð hvaða myndir eru á helstu streymisveitum og leigum.

Í áraraðir hefur Kvikmyndir.is verið í sérflokki með birtingu sýningartíma bíóhúsa þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað.Mjög hefur bæst í flóru streymisveitna hér á landi að undanförnu, og þar má nefna streymisveitur Símans, Sýnar, Rúv og Nova auk hinna erlendu Netflix, Viaplay og Disney +. Kvikmyndir.is hefur… Lesa meira

Háar væntingar Kristins: Framleiðir mynd með Frasier


Kristinn er einna þekktastur fyrir The Val­halla Mur­ders á Net­flix.

Tökur hófust í gær á kvikmyndinni High Expectations, en þar fer Kelsey Grammer með aðalhlutverkið. Myndin er framleidd af Kristni Þórðarsyni, sem er einna þekktastur fyrir fram­leiðslu sína á ís­lensku glæpa­þáttunum Brot. Þættirnir sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og ganga undir heitinu The Val­halla Mur­ders á Net­flix. Fréttamiðillinn… Lesa meira

Leit að tilgangi í tilgangsleysinu


Það er nóg að segja um Netflix-myndina I'm Thinking of Ending Things.

Jæja þá, hugsum fyrst stórt og förum síðan út í rassgat. Listin eins og hún leggur sig er oft til þess ætluð að ögra; spyrja erfiðra spurninga, feisa bitran sannleika og ekki er alltaf ætlast til að maður ‘skilji’ allan pakkann við fyrstu skoðun. Charlie Kaufman er akkúrat svolítið í þessum bransa, sérstaklega þegar hann… Lesa meira

Citizen Kane verður til: Fyrstu stillurnar úr nýju mynd Finchers


David Fincher kvikmyndar handrit föður síns fyrir Netflix.

Eftir sex ára fjarveru frá kvikmyndum er leikstjórinn David Fincher að leggja lokahönd á sitt nýjasta verk, sem að þessu sinni er framleitt af Netflix og verður gefið út beint á streymisveituna. Kvikmyndin ber heitið “Mank” og verður í svarthvítum stíl, en til að aðdáendur Finchers fái einhvern smjörþef hafa… Lesa meira

Út með 365 Days segja foreldrasamtök


365 Days er gagnrýnd fyrir að fegra ljóta hluti.

Formaður bandarískra foreldrasamtaka hefur skorað á Netflix að fjarlægja kvikmyndina 365 Days af streymisveitunni, en myndin er kynferðisleg pólsk mynd um konu sem er haldið fanginni í heilt ár, að því er virðist sem frillu. Úr 365 dögum. "Ef Netflix fjarlægir ekki myndina og hættir að hagnast á efni sem… Lesa meira

Johnson tekur Red Notice í „búbblu“ sóttkví


Allir á leið í búbblu eins og NBA gerir í Orlando.

Einn vinsælasti og eftirsóttasti kvikmyndaleikari í heimi, Dwayne "The Rock" Johnson, hefur ekki farið varhluta af vandræðum sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur nú tilkynnt að framleiðslu á kvikmyndinni Red Notice, sem hann er að búa til fyrir Netflix streymisrisann, verði haldið áfram í "sóttkvíar-búbblu" í næsta mánuði. Framleiðslufyrirtæki… Lesa meira

Gosling og Evans í dýrustu Netflix-mynd allra tíma


Litlum 28 milljörðum íslenskra króna verður varið hjá Netflix til að gera myndina.

Ryan Gosling og Chris Evans hafa verið ráðnir í aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Gray Man, eða Grái maðurinn í lauslegri íslenskri snörun. Um er að ræða dýrustu kvikmynd Netflix til þessa, eins og segir á film-news.co.uk. Ryan Gosling steytir hnefana. Kostnaðaráætlun vegna myndarinnar er rétt um 200 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar… Lesa meira

10 vinsælustu myndirnar frá Netflix


Stórleikarar prýða vinsældarlista veitunnar.

Árið 2013 fór streymisveitan Netflix að framleiða efni undir sínu eign nafni og hefur aukningin hefur verið stöðug síðustu misseri. Gífurlegur fjöldi sjónvarpsþátta, heimildaþátta, uppistanda og kvikmynda lenda reglulega á streyminu og er reynt eftir fremsta magni að sjá til þess að eitthvað sé í boði fyrir alla. Þetta segir… Lesa meira

Framhaldssaga Bird Box í vinnslu hjá Netflix


Fyrri myndin sló verulega í gegn á streyminu fyrir nokkrum árum.

Streymisveitan Netflix hefur gefið grænt ljós á framhald spennumyndarinnar Bird Box, sem margir ættu að kannast við og skartaði Söndru Bullock í aðalhlutverkinu. Myndin sló rækilega í gegn árið 2018 og horfðu yfir 45 milljón notendur á hana gegnum streymið á fyrstu sjö dögunum eftir útgáfu. Bird Box, sem leikstýrt… Lesa meira

Sjáðu sýnishorn úr nýrri þáttaröð The Umbrella Academy


Yfirnáttúrulega furðufjörið heldur áfram.

Spennu-, gaman- og ævintýraþættirnir The Umbrella Academy voru á meðal vinsælasta efnis streymisveitunnar Netflix árið 2019, nánar til tekið í þriðja sæti á eftir The Witcher og Stranger Things 3. Aðdáendur hafa margir hverjir beðið óþreyjufullir eftir framhaldinu, sem lendir á streyminu þann 31. júlí næstkomandi, og nú er búið… Lesa meira

Hvað segja Íslendingar um Eurovision-myndina?


„Gæsahúðarexcellance“

Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymi Netflix síðastliðinn föstudag við miklar vinsældir og háværar undirtektir. Í augum almennings er hér á ferðinni ósköp formúlubundin Will Ferrell-grínmynd en þó er myndin í vissri sérstöðu hjá bæði aðdáendum söngvakeppninnar og ekki síður Íslendingum. Myndin rauk… Lesa meira

Íslendingar stela senunni af vanaföstum Will Ferrell


„Ja Ja Ding Dong, 21st Century Viking og Lion of Love eru ómissandi“

Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er miklu fjörugri bíómynd heldur en halda mætti út frá bæði dómum myndarinnar, almennum ferli Wills Ferrells svo ekki sé minnst á þennan glataða titil. Það að risarnir hjá Netflix hafi ákveðið að vaða í gamansögu með Ferrell í hlutverki Íslendings sem… Lesa meira