Klassískar hrollvekjur í bíó á hrekkjavöku

Eins og flestum er kunnugt hefur bíóárið 2020 verið vægast sagt óvenjulegt vegna faraldursins. Eftir að kvikmyndahús opnuðu á ný í kjölfar Covid-19 hefur verið reynt að bæta upp skort á nýjum titlum með því sýna eldri myndir. Í kvikmyndahúsum, og þá ekki síst hérlendis, hefur verið boðið upp á sýningar á eldri kvikmyndum, margar hverjar klassískar, og munu uppfyllingar af þessu tagi halda áfram á næstunni.

Næstkomandi föstudag, í aðdraganda hrekkjavöku, gefst áhorfendum tækifæri til að upplifa fáeinar sígildar hrollvekjur í Sambíóunum. Í boði verða kvikmyndirnar The Exorcist (1973), The Shining (1980), The Thing (1982), A Nightmare on Elm Street (1984) og Scream (1996).

Samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum hefjast sýningar á þessum myndum þann 30. október og verða í sýningu til 5. nóvember. Nánari upplýsingar um sýningarnar verða tilkynntar á næstu dögum á sambio.is.