Disney+ til Íslands í haust

Streymisveitan Disney+ mun hefja göngu sína á íslenskan markað þann 15. september næstkomandi. Að auki verður opnað fyrir Disney+ í Portúgal, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg á sama tíma en streymið hófst upphaflega vestanhafs í nóvember í fyrra.

Þykir líklegt að verðið fyrir áskriftina en það verður 7,88 Bandaríkjadalir á mánuði á Íslandi, eða 78,88 dalir á ári. Það samsvarar um 1.100 krónum á mánuði eða um 11 þúsund krónum á ári á núverandi gengi.

Disney+ opnaði í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Austurríki, Írlandi og Sviss í mars síðastliðnum og í Frakklandi í apríl, en auk Star Wars myndanna verður efni frá Pix­ar, Mar­vel og National Geographic aðgengi­legt á streym­isveit­unni, að ógleymd­um klass­ísk­um Disney-mynd­um.