Sjáðu DUNE á sérstakri forsýningu!

Annað kvöld, kl. 20:30 í Sambíóunum Egilshöll, stendur Kvikmyndir.is að sérstakri (alheims)forsýningu á stórmyndinni DUNE. Enn eru til miðar á umrædda boðssýningu og fylgja nánari leiðbeiningar neðar í frétt.

Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu máli um Paul Atreides, fjölskyldu hans og baráttu þeirra við Harkonnen-ættina um plánetuna Arrakis, sem einnig kallast Dune. Meðal leikara í myndinni eru þau Timothée Chalamet, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Jason Momoa, Josh Brolin, Dave Bautista, Stellan Skarsgård, Zendaya og Javier Bardem. Leikstjóri verksins er hinn virti Denis Villeneuve, sem hefur áður gert kvikmyndir á borð við Incendies, Prisoners, Enemy, Sicario, Arrival og Blade Runner 2049.

Dune verður frumsýnd á Íslandi 17. september, heilum fimm vikum á undan Bandaríkjunum. Umræddir forsýningargestir verða þá allra fyrstu áhorfendur landsins til að upplifa þessa tímamótamynd í bíósal.

Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á miðum er að senda tölvupóst á netfangið tommi@kvikmyndir.is og segja hver er þín uppáhalds kvikmynd frá leikstjóranum Denis Villeneuve. Vinningshafar fá tölvupóst til baka fyrir kl. 13:00 á sýningardegi.

GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR UM FORSÝNINGUNA

  • Vinningshafar mæta við miðasölu og segja til nafns við mætingu
  • Athugið að hlé verður á sýningunni
  • Allir eldri en 16 ára þurfa að mæta með grímu
  • Athugið einnig að öryggisverðir verða staðsettir við og í sal og verður grannt fylgst með símanotkun.