Ómissandi hrollvekjur af öllum gerðum

Október er byrjaður sem þýðir að nú er frábær tími til þess að byrja að horfa á skuggalegar (e. „spooky“) myndir. Listinn fyrir neðan inniheldur 31 fjölbreytta mynd sem allar hafa það sameiginlegt að vera skuggalegar og/eða ógnvekjandi. Sumar eru fremur saklausar og eru því tilvaldar fyrir börn, sumar fullkomnar í unglings-gistiparty en svo eru líka aðrar sem eru alls ekki fyrir viðkvæma.

Hver og ein manneskja getur fundið sína fullkomnu kvikmynd til þess að horfa á í október.

Hocus Pocus (1993)

Klassísk hrekkjavökumynd fyrir alla fjölskylduna, þessi klikkar aldrei.


Evil Dead II (1987)

Sú fyrsta Evil Dead er góð en framhaldsmyndin er ennþá betri. Evil Dead II er fullkomin blanda af gaman og hryllingi með ógleymanlegum frösum.


Get Out (2017)

Vandað meistaraverk frá hugarheimi Jordan Peele sem fær hárin til að rísa.Hellraiser (1987)


Hryllingur + BDSM = dúndurskemmtun fyrir alla fjölskylduna.Midsommar (2019)


Þessi mynd getur sýnt þér gullfalleg myndmál en einnig ógeðsleg myndmál sem munu ásækja þig.Re-Animator (1985)

Ef þú fílar innyflamyndir með dass af gaman og kamp þá er þessi tilvalin fyrir þig.The Ring (2002)


Frábær bandarísk endurgerð af japanska hryllingnum Ringu. The Ring tekur aðra stefnu í frásögninni um hina ógnvekjandi Samara en ber einnig virðingu fyrir grunnefninu.


Martyrs (2008)


Þessi er örugglega mest ógnvekjandi mynd á þessum lista og er alls ekki fyrir viðkvæma. Jafnvel þótt þú haldir því fram að þú hafir séð allt þegar það kemur að hryllingsmyndum þá nær Martyrs að sýna ennþá verri hluti sem þú vilt helst vilja að gleyma.


One Cut of the Dead (2017)

Afar óvenjuleg mynd sem heldur manni á tánum. Það er best að segja sem minnst um söguþráðinn, best er að skella sér í djúpu laugina og sjá hvað verður.


 Hausu (1977)

Hryllingsgamanmynd með undirfögurt og litríkt myndmál. Hausu er afar frumleg hrollvekja og algjört augnakonfekt.


What We do in the Shadows (2014)


Heimildarháðmynd um hundruði ára gamlar vampírur sem búa saman og reyna að takast á við nútímann í veröld þar sem vampírur, varúlfar og uppvakningar verða að lifa í felum frá mannfólkinu. Þessi gæti ekki hljómað betur.


The Exorcist (1973)


Þessi mynd er ennþá jafn ógnvekjandi eins og hún var árið 1973. Andlit Pazuzu er alltaf jafn skelfilegt.


The Cabinet of Dr. Caligari (1920)


Sögð vera sú allra fyrsta alvöru hrollvekjan og er ein af þekktustu þýsk-expressjónískum myndum frá Weimar tímabilinu. The Cabinet of Dr. Caligari er skuggaleg en á sama tíma afar fögur mynd.


Creepshow (1982)


Safnmynd sem segir frá fimm hrollvekjandi sögum sem eru innblásnar af E.C. hryllingsmyndasögum sjötta áratugarins. Úrvalslið leikara koma að þessari mynd og enginn annar en Stephen King leikur aðalhlutverkið í einni af sögunum.


Draugasaga (1985)

Íslensk sjónvarpsmynd frá 9. áratugnum sem hefur hið fullkomna magn af kamp, dragi og fáranleika.


The Fly (1986)

Mögulega einn þekktasti líkamshryllingur allra tíma. Cronenberg er meistari þegar það kemur að því að sýna mannslíkamann í afskræmdri og ógeðslegri mynd


Silence of the Lambs (1991)

Eina hryllingsmyndin sem hefur unnið til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Silence of the Lambs sýndi að hryllingsmyndir ættu líka skilið viðurkenningu frá kvikmyndaheiminum þrátt fyrir að vera ekki smekkur allra.


Beetlejuice (1988)

Frábær skemmtun sem segir frá eftirlífinu á litríkan og skemmtilegan hátt og svo er Michael Keaton æðislegur sem hinn ýkti Beetlejuice.


Cat People (1982)

Hvað myndir þú gera ef maki þinn gæti í breyst í kattardýr ef þið verðið náin?


The Slumberparty Massacre (1982)

Kviðristumynd með feminísku ívafi. The Slumber Party Massacre er ekki einungis frábær skemmtun heldur einnig afar sniðug gagnrýni á hvernig konur hafa verið kyngerðar í kviðristumyndum.


The Shining (1980)

Tónlistin ein og sér er nóg til að fá hárin til að rísa.


The Babadook (2014)

Hafðu ljósin kveikt!


The Rocky Horror Picture Show (1975)

Ef þú fílar hrylling, drag og söngleiki þá er The Rocky Horror Picture Show tilvalin fyrir þig. Taktu skrefinu lengra með því að klæða þig sem persóna úr myndinni og fara á samsöngsýningu.


Jennifer’s Body (2009)

Þessi hefur fengið á sig költstatus seinustu árin og ekki af ástæðulausu. Bráðskemmtileg mynd með kolsvörtum húmor.


The Love Witch (2016)

Gullfalleg mynd sem er tekin upp eins og kvikmynd frá sjöunda áratugnum. The Love Witch segir frá norn sem notar galdra til að næla sér í elskhuga.


A Nightmare on Elm Street (1984)

Taktu með þér kaffibollann því þú vilt sleppa svefni eftir að hafa horft á þessa.


The Texas Chainsaw Massacre (1974)

Ekki borða kjöt þegar þú horfir á þessa.


Raw (2016)

Alls ekki borða kjöt þegar þú horfir á þessa.


Elvira: Mistress of the Dark (1988)

Allra uppáhalds gotneska gella fer á kostum í sinni fyrstu kvikmynd.


Coraline (2009)

Krakkamynd sem hræðir alla aldurshópa. Höfundur þessa lista fór á Coraline í bíó þegar hún kom út árið 2009 og fær ennþá martraðir um hina mömmuna.


Halloween (1978)

Klassískt meistaraverk sem inniheldur mögulega eitt mest ógnvekjandi illmenni í sögu hryllingsmynda.