Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Coraline 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. maí 2009

Be careful what you wish for

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 80
/100

Ævintýragjörn stúlka finnur nýjan heim sem reynist vera undarleg og breytt útgáfa af hennar eigin óþolandi heimili. Heimurinn býr þó yfir óþægilegum leyndarmálum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mynd eftir sögu Neil Gaiman í digital 3D stop motion animation eftir leikstjóra The Nightmare Before Christmas. Þarf að segja eitthvað meira? Hér kemur meira. Coraline er æðisleg mynd. Sagan er áhugaverð og heillandi, persónur eru lifandi og skemmtilegar og Tim Burton fýlingurinn sogar mann inn. Var ég búinn að minnast á Neil Gaiman? Ég elska Sandman. Ég elti Gaiman uppi í Danmörku fyrir mörgum árum og fékk eiginhandaráritun á Sandman trade, pínu nördalegt en mér er alveg sama. Hann hélt að ég væri Dani, skrifaði "dröm söt" og teiknaði Morpheus! Geðveikt kúl!

Þessi mynd er bæði lík og ólík Nightmare. Þetta er ekki söngleikur en myndin er fantasía í stop motion með geggjuðum persónuleikum. Coraline Jones er alveg jafn góð og Jack The Pumpkin King (stór orð) og ég held að ég neyðist til að kaupa þessa mynd á dvd við tækifæri. Þetta er ekki barnamynd þó hún sé sýnd með íslensku tali kl. 3 og 5. Hún er drungaleg á köflum og getur hrætt þau yngstu. Það voru krakkar í bíó í gær sem mig langaði að setja á bakvið töfraspegil með þykkan lopasokk í kjaftinum og tölur í augunum. Í guðanna skiljið krakkana eftir heima og sjáið þessa mynd með ensku tali. Coraline er instant classic!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Á mörkunum...
Undirritaður fór á þessa nýju þrívíddarmynd Henry Selicks. Þessi ræma er mjög flott gerð...með helling að æðislega skrautlegum grafískum senum sem maður getur ekki annað en heillast af. Hún hefur einnig yfirbragð dulúðar og hrollvekju, sem getur vakið ótta hjá ungum börnum a.m.k. Dóttir mín sem 7 ára var ekkert ægilega kokhraust í sumum nornasenunum, og kastaði sér í fangið á mér.
Held að það hafi verið misráðið að auglýsa þessa mynd sem hreinræktaða barnamynd, því
Coraline er líklega ein af mjög fáum barnamyndum sem henta ekki börnum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nægir ekki bara að vera flott
Það má vera að Tim Burton sé stórfurðulegur einstaklingur en a.m.k. er hann góður í að veita öðrum innblástur. Til dæmis átti Danny Elfman sína bestu daga við hans hlið, og sama verð ég að segja um Henry Selick. Hann ásamt yfirdrifnu sköpunargleði Burtons gerði hina sígildu The Nightmare Before Christmas, en um leið og Selick fór að standa á eigin fótum missti hann tök á því að geta sagt sögu sem hafði einhverja sál, þannig að í staðinn fékk hann æði fyrir að leika sér endalaust með súrrealisma og stop-motion-tækni, með voða lítið tillit til innihalds. James and the Giant Peach var að vísu ágæt (enda var ég mikill Roald Dahl-aðdáandi sem krakki) en síðan komu mistök eins og Monkeybone og núna höfum við miðjumoðið Coraline.

Nú, ef þið hafið séð sýnishornin fyrir þessa mynd þá ætti það að koma nokkuð skýrt fram hversu aðdáunarverð hún er að útliti. Ég hef nákvæmlega ekkert út á það að setja. Myndin er óaðfinnanlega flott og vel unnin að öllu leyti. Andrúmsloftið er drungalegt en í senn pínu heillandi. Tónlist og raddsetning kemur afar vel út en því miður nær hrósið ekki lengra í minni bók.

Helsta vandamál Coraline er óvenjulega hæg keyrsla og áberandi skortur á hlýju og jafnvel húmor. Auk þess er bara ekkert skemmtanagildi hér að finna og það er eitt af mörgu sem gallalaust útlit getur ekki bjargað. Söguþráðurinn minnir líka á gamlan þrautatölvuleik; Aðalpersónan, auðvitað hún Coraline, röltir bara um sömu staðina fram og aftur í leit að hinu og þessu og áhorfandinn bíður ólmur eftir að "endakallinn" komi og hristi aðeins upp í öllu, og það gerist einmitt... bókstaflega. Það er samt skrítið hvernig manni tekst að eyða allri myndinni með þessari Coraline stelpu, sem er til staðar í nánast öllum senum, en samt er manni ekkert voðalega annt um hana, og útaf svipuðum ástæðum sem bitna mikið á handritinu hafði ég engan áhuga á því að halda með henni.

Myndin er byggð á stuttri bók eftir Neil Gaiman, og venjulega finnur maður fyrir uppfyllingunum þegar slíkar sögur eru gerðar að kvikmyndum í fullri lengd. Hérna sést það mjög vel. Í dágóðan tíma er atburðarásin afar einhæf og stefnulaus. Aukapersónurnar, eins einkennilegar og þær voru, eru heldur ekkert eftirminnilegar né áhugaverðar. Það sem kom mér þó mest á óvart var hversu fjandi myrk þessi mynd reyndist vera. Ég sá myndina ásamt fjórum öðrum og vorum við eftirá öll sammála um að hún væri alltof áköf, ljót og jafnvel full súrrealísk fyrir krakka undir cirka 10 ára til að meðhöndla. Þetta gerir það þeim mun óskiljanlegra fyrir mig persónulega að myndin skuli hafa verið talsett á íslensku. Ekki gáfað.

Coraline er undarleg og aðdáunarverð teiknimynd í heild sinni sem lítur líka æðislega vel út í þrívídd, sem er þó pínu kaldhæðnislegt þar sem að hún er innihaldslega aðeins of tvívíð. Hugmyndaflugið er gríðarlegt, en spennan er voða takmörkuð. Útlitið eitt og sér gerir það þess virði að gefa myndinni séns, en fyrst að kostirnir byggjast einungis á útlitinu og sköpunargleðinni, þá væri ekkert verri upplifun að horfa bara á trailerinn.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rosaleg teiknimynd !
Coraline er teiknimynd, leikstýrð af Henry Selick (Tim Burton's The Nightmare Before Christmas, James and the Giant Peach og Monkeybone), bók eftir Neil Gaiman (Stardust og Beowulf screenplay-ið). Myndin var gerð eins og aðrar teiknimyndir eftir Selick, stop motion. Hvar get ég byrjað ? Þessi mynd er frábær ! Þessi mynd er fyrir alla ! Ég meina, meira segja hrollvekju-aðdáendur geta horft á hana. Hún er þennan flotta hrollvekjulega stíl, fallegan söguþráð og skemmtilegan húmor.

Söguþráðurinn er samt mjög fallegur, en þegar sagan sjálf heldur áfram, þá verður myndin betri og betri. Sagan leynir mikið á sér. Eins og hrollvekju, skemmtilegan húmor og boðskap. Útlitið á myndinni er drungalegt en ekki þannig drungalegt að litlu börnin skíta á sig. Það er meira segja hægt að verða spenntur yfir henni. Svona : 'NEINEI, JÚJÚ, DRÍFÐU ÞIG' spenntur.

Persónulýsinginn er frekar góð. Margar fjölbreytar persónur en ekki leiðinlegar, heldur fjörugar. Feit kona, dularfull, en samt fjörug. Stór maður, frekar furðulegur, en fjörugur. Aðalpersónan er auðvitað titillinn á myndinni, 'Coraline'. Hún er frekar leiðinleg, en myndin er líka svona 'þroskasaga'. Hún breytist alltaf og lærir meira og meira.

Þessi mynd var asskoti góð mynd, allar myndir hafa galla en þessi hafði auðvitað eitthvað, en ég sá fáa. Myndin var drungaleg en ég meina, allan tímann. Söguþráðurinn gat verið dáldið flókin fyrir yngstu kynslóðina, en samt, ekkert til þess að tuða yfir. Skilduáhorf fyrir allan aldurshópa !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.10.2021

Ómissandi hrollvekjur af öllum gerðum

Október er byrjaður sem þýðir að nú er frábær tími til þess að byrja að horfa á skuggalegar (e. „spooky“) myndir. Listinn fyrir neðan inniheldur 31 fjölbreytta mynd sem allar hafa það sameiginlegt að vera...

16.10.2020

10 ómissandi bíómyndir í hrekkjavökustíl

Það styttist óðum í hrekkjavöku, sem er enn tiltölulega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en allir landsmenn hafa upplifað sinn skerf með aðstoð dægurmenningar. En hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökug...

14.10.2014

Kassatröll vernda heimkynni sín

Teiknimyndin Kassatröllin (The Boxtrolls) verður frumsýnd með íslensku tali, föstudaginn 17. október. Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri. Hinn sérvitri Eggs er munað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn