Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

Monkeybone 2001

(Monkey Bone)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. apríl 2001

If It Yells, If It Swings, It's Got To Be Monkeybone!

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
Rotten tomatoes einkunn 27% Audience
The Movies database einkunn 40
/100

Stu Mile er teiknimyndasagnahöfundur sem liggur í dauðadái. Hann skapaði teiknimyndasögu sem kallast Monkeybone, sem er með apa í aðalhlutverki. Í dáinu festist hann í eigin sköpunarverki og þarf að finna leiðina til baka, og á í kapphlaupi við apann í sögunni hans, og fljótlega fara þeir að rífast eins og hundur og köttur. Þegar Stu áttar sig á því... Lesa meira

Stu Mile er teiknimyndasagnahöfundur sem liggur í dauðadái. Hann skapaði teiknimyndasögu sem kallast Monkeybone, sem er með apa í aðalhlutverki. Í dáinu festist hann í eigin sköpunarverki og þarf að finna leiðina til baka, og á í kapphlaupi við apann í sögunni hans, og fljótlega fara þeir að rífast eins og hundur og köttur. Þegar Stu áttar sig á því að systir hans er að fara að taka öndunarvélina úr sambandi, sem er eitthvað sem þau höfðu rætt um áður ef eitthvað svona gerðist, þá gerir Stu samning við Hypnos, guð svefnsins, til að hjálpa sér að stela gullmiða frá dauðanum sjálfum. En þegar Monkeybone yfirtekur líkama Stu og flýr, til að hrista upp í raunheimum, þá þarf Stu að finna leið til að stöðva hann, áður en systir hans tekur hann úr sambandi!... minna

Aðalleikarar


Monkeybone er að mínu mati ekki neitt annað en 90 mínútna fíflalæti. Brendan Fraser og Bridget Fonda standa sig nú samt þokkalega, og ýmsir aukaleikarar (Chris Kattan, Rose McGowan (ekki beint ein frægasta leikkona samtímans, en kom allavega fram í Scream), Megan Mullally (sem er bráðfyndin í Will & Grace) og Whoopi Goldberg) ná að einhvera hluta vegna að sýna traustan leik. Leikstjórinn og handritshöfundurinn, Henry Selick notar svipaðar brellur hér og úr sínum fyrri myndum (James and the Giant Peach og The Nightmare before Christmas), og það sem Monkeybone á sameiginlegt við þær er hvernig hann notar frekar skuggalegt ímyndunarafl. Hugmyndin sem myndin er byggð á er óneitanlega góð og söguþráðurinn er ekki sem verstur. Þetta hefði allt saman getað gengið mjög vel upp, en eitthvað klikkaði, og ég hef ekki hugmynd um hvort sem það var Selick eða Fox sem klúðraði handritinu. Monkeybone reynir of mikið á sig til að vera fyndin í dónalegum bröndurum, en næstum hver tilraun þess mistekst, og m.a.s. Monkeybone-karakterinn sjálfur (sem John Turturro talar fyrir) er leiðinlegri en allt helvíti, og aldrei fékk hann mig til að hlæja. Það er líka ekki bara hann sem er leiðinlegur, heldur heill her barnalegra og illa gerðra persóna, og þær voru mun verri en þessar úr Star Wars: Episode 1 (það muna margir eftir bjánalegu geimverunum (aðallega í pod-race atriðinu) úr þeirri mynd). Ég hef líka svolítið pælt í hvaða aldurshóp hún sé aðallega ætluð. Hún er t.d. of ruddaleg og pervertísk (??) til að höfða til yngri áhorfendur, en það má samt finna marga barnalega brandara inn á milli sena, og manni finnst stundum eins og maður sé að horfa á teiknimynd. Það eina sem gekk nokkuð vel upp var persónan hjá Chris Kattan (þar sem hann lék alvarlega slasaðan fimleikamann), og ég sem átti ekki von á því að geta hlegið af honum eftir að hafa séð Corky Romano. En fyrst að þessi mynd var gerð á undan þá er hún undantekning. Það er voðalega sorglegt hvernig myndinni mistókst svona hrikalega. Þetta hefði getað orðið ágætis mynd. Ég gef henni eina stjörnu, en skelli á hana auka hálfa fyrir upprunalegu hugmyndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Litla systir mín fékk í fyrsta skipti um daginn að ráða hvaða spólu við tókum og hún tók þessa mynd,Monkeybone. Semsagt var þvinguð að foreldrunum því ég mátti ekki vera með móral á móti litlu systir! En allavega þá er þetta leiðinlegasta mynd sem ég hef á ævi minni séð og ég er mjög jákvæð á myndir! Það eina sem var gott í myndinni var gaurinn sem er venjulega í Saturday night live(búin að gleyma nafninu), það var eina skiptið í myndinni sem ég brosti!!!!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Monkeybone var mynd sem ég beið spenntur eftir að sjá. Hún var lengi á leiðinni, var sífellt frestað, svo floppaði hún í bíó og stoppaði þar í hálfan mánuð. Loksins lét hún sjá sig á myndbandi, og ég greip hana fegins hendi eitt kvöldið. Því miður varð ég fyrir talsverðum vonbrigðum. Henry Selick er einn af mínum uppáhalds leikstjórum/handritshöfundum. Hann hefur lengi unnið með Tim Burton, og saman stóðu þeir að snilldinni The Nightmare Before Christmas. Hér fer hins vegar ýmislegt forgörðum. Upphaflega hugmyndin er góð: Hálfbældur teiknari (Brendan Fraser) fær útrás fyrir sitt raunverulega sjálf með því að teikna apann Monkeybone, sem gerir allt sem hann sjálfur myndi aldrei gera. Dag einn lendir teiknarinn í dái, og hann er fluttur í undarlegan heim sem nefnist Downtown, þar sem Monkeybone og hans líkar ráða ríkjum. Þetta er eins konar biðstofa þar sem fólk er annaðhvort tekið til Heljar eða sent aftur í heim hinna lifandi. Teiknarinn vill að sjálfsögðu lifna aftur við þar sem hann vill biðja kærustuna (Bridget Fonda) um að giftast sér. Svo fer þetta allt út í plott undirheimanna um að skapa fleiri martraðir, sem halda lífinu í íbúunum. Þetta hefði getað orðið stórgóð mynd, en mér skilst að yfirmennirnir hjá Fox hafi verið með puttana í öllu sem var gert og hafi í lokin heimtað að lokaútgáfan væri eitthvað allt annað en Selick sjálfur vildi. Það er miður, því myndin átti betra skilið. Eins og er er hæfileikum Fraser, Fonda, Whoopi Goldberg, Rose McGowan, Giancarlo Esposito, John Turturro og sérstaklega Megan Mullally (úr Will & Grace) kastað á glæ. Eini maðurinn sem fær enn að sýna sig er Chris Kattan, sem er ótrúlegur í hlutverki nýdauðs, hálsbrotins fimleikamanns. Hlutskipti Monkeybone er mikil synd; myndin hefði getað verið svo miklu meira en hún er. Vonandi fáum við að sjá Director's Cut einhvern daginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn