Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Fly 1986

(Flugan)

Frumsýnd: 25. september 2015

Something went wrong in the lab today. Very wrong.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 79
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun.

Seth Brundle, frábær en sérvitur vísindamaður, reynir að heilla rannsóknarblaðamanninn Veronica Quaife, með því að bjóða henni að segja fyrst frá nýjustu uppgötvun sinni á sviði efnaflutnings, sem andstætt við allt sem menn höfðu búist við, virkar. Upp að vissu marki þá heldur Brundle að hann sé búinn að koma í veg fyrir öll möguleg mistök þegar... Lesa meira

Seth Brundle, frábær en sérvitur vísindamaður, reynir að heilla rannsóknarblaðamanninn Veronica Quaife, með því að bjóða henni að segja fyrst frá nýjustu uppgötvun sinni á sviði efnaflutnings, sem andstætt við allt sem menn höfðu búist við, virkar. Upp að vissu marki þá heldur Brundle að hann sé búinn að koma í veg fyrir öll möguleg mistök þegar honum tekst að flytja lifandi veru, að koma henni fyrir í sérstöku tæki og láta hana birtast annars staðar, en þegar hann prófar að gera tilraunina á sjálfum sér þá villist óvart fluga inn í eitt flutningsboxið, og Brundle finnur á sér að hann er ekki samur maður á eftir. Eitthvað hefur breyst.... minna

Aðalleikarar

David Cronenberg's nr.1!
Þetta er held ég það besta sem Cronenberg getur gert, er að búa til hryllingsmyndir. Enda, á mínu mati, er þessi númer 1 hjá mér. Númer 2 : A History of Violence, 3 : Dead Ringers og 4 : Naked Lunch. En nóg af því. Sko, þessi mynd er svo öðruvísi heldur aðrar hryllings myndiri. Hún er mjög vel leikin, spennan er öðruvísi og þessi er með gore (sem er uploadað) frá fimmta áratugnum, slím og þannig, nema að þessi er bara gerð miklu ógeðslegri.

Spennan í myndinni er töluð voðalega mikið og svo kemur þessi "regular"-spenna að vaxa hægt og hægt og BANG! Fokking viðbjóður dreifist útum allt. Í alvöru, mér finnst það fokk-svalt. Annars, finnst mér stíllinn á myndinni frekar gervilegur og frekar bjartur, eða litríkur. Sem ég veit ekki hvort að það sé kostur eða galli, mér finnst það bara vera fylgja Cronenberg, hann hefur vanalega verið þannig.

Myndatökurnar eru voðalega standard og frekar auðveldar, hún er ekki útum allt þegar eitthvað svakalegt gerist eins og með aðrar hryllingsmyndir. Allt fer á flug, það er það sem mér finnst vera svo sérstakt með þessa mynd, hún er öðru vísi en aðrar hryllingsmyndir.

Leikararnir standa sig mjög vel og gera andrúmsloftið í myndinni frekar raunverulegt. Geena Davis er líka að sýna það með þessum glæsilegum leik að hún er ekki þessi týpíska "stelpa" eins og í öðrum hryllingsmyndum. Sem eru hlaupandi, öskrandi án þess að vita hvað er að gerast í kringum þau og gera svo ekkert í málunum. Svo er það stjarnan í þessu Stykki : Jeff Goldblum

Seriously, Goldblum er svo geðveikur í þessari mynd að það er erfitt að fylgjast Ekki með honum, og hvernig þróuninn á persónuninni í þessari mynd er ótrúleg. Sífellt ógeðslegri og brenglaðari eftir hverja mínútu. Þetta er svona gleymdur "villain", það er eiginlega bara að tala um Jókerinn eða Anton Chigur í dag (sem eru alls ekki slæmir, Alls ekki!) en ekki talað um "The Fly".

The Fly er eitt af þessum endurgerðum sem varð eitthvað úr en, The Fly er líka eitt af þessum gleymdum snilldum á mínum mati. Ég náttúrulega elska þessa mynd, þið kannski gerið það ekki, en þá er það eitt sem ég skil ekki, afhverju?

Svo hefur þessi mynd held ég skemmtilegustu og viðbjóðslegustu gore-atriði sem hægt er að finna. Hún hefur líka þessi, disturbing atriði sem Cronenberg náði virkilega að "pull-off".

*Spoiler*

Ég átti erfitt með því að sofa þegar Davis dreymdi að hún var að fæða lifru. Fokk disturbing. Hvernig það hreyfðist og var bara í augnablik.
Samt svo ógeðslegt.

*Spoiler búin*

Mér finnst þetta Cronenberg's best! Bara algjör snilld og algjör klassík. Mér finnst að fólk ættuð að slökkva á Friday the 13th '09 og The Final Destination og stinga þessu inn í staðinn.

- 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Be very afraid
Þetta er svo sannarlega ógeðsleg kvikmynd en mjög góð engu að síður. Fjallar um vísindamanninn Seth Brundle(Jeff Goldblum) sem finnur upp fjarhylki. Eitt kvöldið reynir hann það á sjálfum sér en tekur ekki eftir að húsfluga er í hylkinu með honum. Smám saman breytist vinur okkar í einhverskonar mannflugu og ekki nóg með það heldur er kærasta hans(Geena Davis) ófrísk eftir hann, þ.e.a.s. eftir að Seth sameinaðist flugunni(náttúrlega áður en breytingin hófst fyrir alvöru, jakk!). The Fly er mjög einföld mynd sem ekki þarf að pæla neitt í en samt tekst henni að vera svona svakalega góð. Handritið er ekki mjög djúphugsað en það sem er best við myndina er flott myndataka, creepy stemning, stórkostlegar tæknibrellur og magnaðri leikstjórn frá David Cronenberg. Jeff Goldblum stendur sig alveg frábærlega í hlutverki sínu, þegar hann er að breytast í Fluguna er alveg virkilega ógeðslegt en um leið mjög vel gert og athyglisvert. Geena Davis er ágæt en hlutverkið er kannski ekkert outstanding. Endirinn er frábær og margar skemmtilegar hugmyndir. Ég gef The Fly þrjár stjörnur eða 8/10 í einkunn. Ekki fyrir þá með viðkvæman maga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er snilld, bara láta ykkur vita það. Og einnig David Chronenberg. Allt sem að tengist góðri spennumynd getur þú fundið hér. Sum atriðin í myndinni eru mjög viðbjóðsleg(mér allavega leið mjög illa þegar ég sá hana fyrst). En allavega tölum um það sem er gott í myndinni. Handritið er mjög gott og frumlegt, spennan í myndinni er rosaleg, leikar standa sig mjög vel í sínum hlutverkum og þá helst Jeff Goldblum sem Seth Brundle. Make-upið í myndinni er algjör snilld(Enda vann hún Óskarin fyrir það). Þið sem eruð ekki búin að sjá þessa mynd, takið hana með sem gamla ef að þið getið. Hún á eftir að hræða ykkur mikið. Ég var alveg skíthræddur yfir henni. Fær hiklaust fjórar stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rosalega athyglisverð og vel gerð kvikmynd eftir hann Cronenberg. The Fly er pottþétt betri en gamla Fly myndin frá 1958 og flugnagervið er alveg rosalegt sérstaklega fyrir árið 1986 og það kemur ekki á óvart að hún fékk óskarinn fyrir ´make up´. The Fly einkennist af þessum gamla vísindaskáldsögu/hrollvekju myndastíli að myndin endi á óvenulegan hátt. Ég verð að segja að The Fly er bara mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.03.2023

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2023

Óskarsverðlaunahátíðin fóru fram í nótt (á íslenskum tíma) í 95. sinn, í Dolby Theatre í Los Angeles í Bandaríkjunum og eru sigurvegarar kvöldsins í brennidepli víða.  Kryddblöndumyndin Everything Everywhere All At Onc...

02.10.2021

Ómissandi hrollvekjur af öllum gerðum

Október er byrjaður sem þýðir að nú er frábær tími til þess að byrja að horfa á skuggalegar (e. „spooky“) myndir. Listinn fyrir neðan inniheldur 31 fjölbreytta mynd sem allar hafa það sameiginlegt að vera...

10.09.2020

Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera

Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel ha...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn