Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Oz: The Great and Powerful
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Magical world of Oz!!!
Hver man ekki eftir 1939 klassíkinni The Wizard of Oz, og ævintýrum Dorothy og hennar eftirminnilegu karakterum Fuglahræðunni, Stálmanninum og Ljóninu í leit þeirra að heila, hjarta og hugrekki? Og ferð þeirra til að losa Emerald City við Vondu Nornina í Vestrinu? Upprunalega myndin hefur veitt gleði meðal miljóna manna víða yfir allan heim, og er enn þann dag í dag ein af eftirminnilegustu ævintýra/söngmyndum sem hafa verið gerðar með sínu magnaða sjónarspili, ímyndarríkum heimi og ógleymanlegum og skemmtilegum lögum.

Og nú, 74 árum seinna, er kominn forsagan að þessari mögnuðu ævintýramynd, Oz: The Great & Powerful.

Nú er það Sam Raimi, sem er hvað þekktastur fyrir Evil Dead og Spider-Man, sem heldur um taumana á þessum magnaða heimi. Og verð ég að segja að valið á honum fyrir þessa mynd er nánast perfect, þar sem hann er svo mikill visual director og alveg tilvalinn til að leikstýra þessari mynd.

Nær hann að heilla mann jafn mikið og upprunalega meistaraverkið gerði? Að vissu leyti, já.

Heimurinn í þessari mynd er eins stór og magnaður og hann getur orðið. Og það hjálpar vel að brellurnar, 3D tæknin (sem er virkilega flott hér) og sviðsmyndirnar eru eins magnaðar og þær eru því þær eru það sem gerir gæfumuninn, og fær mann til að verða jafn dáleiddur yfir þessum magnaða heimi eins og í upprunalegu myndinni. Manni líður eins og að verða krakki aftur við að horfa á þessa mynd, og sú tilfinning er alltaf jafn æðisleg.

En eru karakterarnir jafn eftirminnilegir? Því miður er svarið við því nei. Þó eru sumir af þeim nokkuð góðir. China Girl, sem er lítil stelpa sem Oz hittir á leið sinni að stoppa Vondu Nornina, er algjört krútt sem er talsett af Joey King. Michelle Williams er ágæt í hlutverki Glindu en nær ekki þessu magical touch sem Billie Burke gerði í upprunalegu myndinni. Rachel Weisz og Mila Kunis í hlutverkum nornanna Evanora og Theodora voru versti parturinn í myndinni. Þetta eru karakterarnir sem eiga að hræða mann, en þær bara hafa ekki þennan scare factor sem á að einkenna karaktera þeirra. Og Zach Braff er so-so í talsetningu sinni á fylgisveini Oz. En fljúgandi aparnir voru nokkuð creepy.

En hvernig er sagan? Fyrir mynd sem er forsaga, þá virkar hún mjög vel. Hún útskýrir hvernig Oscar verður að galdrakarlinum, og hvernig Vonda Nornin í Vestrinu verður til og það sést mjög vel að Raimi lagði mikið upp úr því að ná að tengja þessa mynd við upprunalegu klassíkina og gerir það nokkuð vel og sannfærandi.

Og þá er það tónlistin: Hvernig er hún? Það er nú ekki mikið um söngatriði í þessari mynd, eiginlega bara eitt atriði. Og það nær aldrei þeim hæðum sem lögin í upprunalegu myndinni gerðu. En þó er alltaf jafn gaman að heyra tónlistina frá Danny Elfman. Það er alveg sama hvað maðurinn gerir: Maðurinn er snillingur í að búa til tónlist fyrir myndir og ekki breytist það hér.

Lokaniðurstaða: Þrátt fyrir að karakterarnir ná ekki að heilla mann jafn mikið hér og í upprunalegu myndinni, þá bætir Oz The Great & Powerful það upp með frábærri sjónrænni veislu fyrir augun og góðri sögu. Þessi mynd er verðug forsaga fyrir upprunalegu myndina.

7 af 10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hobbit: An Unexpected Journey
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stærstu vonbrigði allra tíma!!!!
Eftir hið magnaða verk sem The Lord of the Rings er, þá var maður ágætlega spenntur fyrir því að sjá The Hobbit. Enda er þetta ein uppáhalds ævintýra saga(með LOTR) sem ég hef lesið. Það sem ég varð vitni að: Ég ætlaði varla að trúa því. ÞETTA ER ÁN NOKKURS VAFA LÉLEGASTA MYND SEM PETER JACKSON HEFUR GERT!!!!

Stærsti gallinn við þessa mynd er að hún er ALLT OF LÖNG (Þetta er 310 bls bók. Hefði alveg verið hægt að hafa myndirnar mun styttri). Í LOTR, þá virkaði lengdin fullkomlega því það var alltaf eitthvað athyglisvert að gerast og aldrei dauður punktur. Hérna er þetta bara komið út úr böndunum, og það virðist sem Peter ætlaði sér of stórt með myndina og fór gjörsamlega út fyrir rammann þegar kemur að efniviðinum. Sum atriðin í þessari mynd eru hrikalega slow. Hefði léttilega getað sofnað yfir þessari þvælu. Svo eru það leikararnir. Flestir voru lélegir í sínum rullum. Sá eini sem mér fannst ágætur var Ian McKellen sem Gandalf. Martin Freeman sem Bilbo, hvað voru þeir að pæla? Þetta er gaurinn sem á að halda myndinni uppi, en klúðrar því algjörlega og er hræðilegt val fyrir Bilbo. Sama er hægt að segja um alla hina dvergana sem voru ekki Thorin Oakenshield(hann var ágætur líka). Svo er það húmorinn, sem er vægast sagt barnalegur(mér er sama þótt þetta hafi verið bók fyrir börn, algjörlega óþarfi að hafa hann í svona mynd) og engan veginn fyndinn. Handritið er vægast sagt í rugli þar sem það er búið að bæta svo miklu efni við sem kemur ekkert fram í The Hobbit bókinni, og eru flest þau atriði vægast sagt pointless. Og þá komum við að einu öðru atriði sem er líka stórt vandamál í þessari mynd: Hasar atriðin. Í alvörunni, hvernig gátu atriðin í LOTR verið eins töff og mögnuð og þau eru, en The Hobbit algjör sori og asnaleg? Þetta er alveg magnað að sami gæjinn geti brugðist svona svakalega með þessum atriðum. Bardaga atriðin eru vægast sagt hlægileg, og ná aldrei að gera mann spenntan yfir myndinni. Og þegar mynd er nálægt því 3 tímar á lengd, á maður von á góðum hasar atriðum(sem þessi mynd skilar EKKI til áhorfendanna!!!).

Einu góðu hlutirnir sem ég GET sagt um myndina er það að útlitið á henni er stórkostlegt(alveg eins og LOTR), og Gollum. Hann er alltaf jafn skemmtilegur karakter, og öll atriðin með honum eru snilld.

The Hobbit er mynd sem hefði léttilega getað orðið mögnuð(miðað við hvað bókin er mikil snilld). Manni leist vel á það að hafa myndina í 3 pörtum en eftir að horfa á þennan 1 part, þá er maður farinn að hafa áhyggjur.

LOTR myndirnar höfðu þann eiginleika að maður varð alltaf spenntur fyrir því að jólin væru að koma. Þessi mynd nær því engan veginn, og er ég bara kominn með kvíða núna fyrir næsta ár.

Ég mun allavega leggjast á hné og biðja vel og mikið til Peter Jackson & Co, í von um það að ég og aðdáendur fái almennilega og frábæra ævintýramynd árið 2013, sem vonandi fær mann til að gleyma þessari hörmung sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Chronicles of Narnia: The Voyage of the Dawn Treader
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta myndin hingað til.
Hér er komin 3 myndin í myndabálknum um Narniu heiminn, The Voyage of the Dawn Treader.

Undirritaður skellti sér á forsýningu á þessa mynd, með nánast engar væntingar enda var Prince Caspien ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það sem ég fékk var eitthvað sem ég átti aldrei von á: Hún var verri en mynd 2. Ég gat ekki ímyndað mér að þeir gætu gert verri mynd eftir hörmungina sem nr. 2 var, en svo sannarlega skjátlaðist mér með það.

Þetta eru þau atriði sem mér fannst að myndinni:

1) Spennan er engin.
2) Handritsvinnan er hræðileg.
3) Flestir karakterarnir í myndinni eru mjög leiðinlegir, þá sérstaklega auka karakterar eins og einfættu dvergarnir og frændi Lucy og Edmund.
4) 3D vinnan í þessari mynd er glötuð.

Kannski eina sem ég get smá gefið hrós fyrir er útlitið á myndinni, sem er alltaf jafn fallegt.

Það sem byrjaði sem svo gott fantasíu ævintýri er því miður að breytast í algjör leiðindi. Þó ég viti að þessar myndir eru mest ætlaðar börnum, er alveg hægt að koma með eitthvað fyrir þá fullorðnu líka. Meina, sjáið hvernig stefnan er á Harry Potter og hversu vel það er að virka.

Fyrir minn smekk, þá þarf eitthvað mikið að gerast ef ég ætla mér að sjá aðra Narniu mynd. Þetta er mynd sem krakkar geta skemmt sér yfir(enda fullt af þeim þegar ég fór), en þeir sem fýla almennilega kvikmyndagerð ættu að sleppa því að sjá þessa. Ef þið viljið sjá almennilega ævintýramynd í bíó, skellið ykkur á Deathly Hallows.

3/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Chronicles of Narnia: The Voyage of the Dawn Treader
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta myndin hingað til.
Hér er komin 3 myndin í myndabálknum um Narniu heiminn, The Voyage of the Dawn Treader.

Undirritaður skellti sér á forsýningu á þessa mynd, með nánast engar væntingar enda var Prince Caspien ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það sem ég fékk var eitthvað sem ég átti aldrei von á: Hún var verri en mynd 2. Ég gat ekki ímyndað mér að þeir gætu gert verri mynd eftir hörmungina sem nr. 2 var, en svo sannarlega skjátlaðist mér með það.

Þetta eru þau atriði sem mér fannst að myndinni:

1) Spennan er engin.
2) Handritsvinnan er hræðileg.
3) Flestir karakterarnir í myndinni eru mjög leiðinlegir, þá sérstaklega auka karakterar eins og einfættu dvergarnir og frændi Lucy og Edmund.
4) 3D vinnan í þessari mynd er glötuð.

Kannski eina sem ég get smá gefið hrós fyrir er útlitið á myndinni, sem er alltaf jafn fallegt.

Það sem byrjaði sem svo gott fantasíu ævintýri er því miður að breytast í algjör leiðindi. Þó ég viti að þessar myndir eru mest ætlaðar börnum, er alveg hægt að koma með eitthvað fyrir þá fullorðnu líka. Meina, sjáið hvernig stefnan er á Harry Potter og hversu vel það er að virka.

Fyrir minn smekk, þá þarf eitthvað mikið að gerast ef ég ætla mér að sjá aðra Narniu mynd. Þetta er mynd sem krakkar geta skemmt sér yfir(enda fullt af þeim þegar ég fór), en þeir sem fýla almennilega kvikmyndagerð ættu að sleppa því að sjá þessa. Ef þið viljið sjá almennilega ævintýramynd í bíó, skellið ykkur á Deathly Hallows.

3/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Toy Story 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistaraverk. Sú besta í seríunni.
Það verður að segjast að bíóárið í ár sé vonbrigði, þar sem myndir eins og Iron Man 2, Prince of Persia, Clash of the titans, Wolfman og Alice in Wonderland áttu að verða stærstu og skemmtilegustu myndirnar en enduðu á því að verða að þvílíkum hryllingi að horfa á. Þó eru sumar búnar að ná að heilla mig upp(Kick-Ass, Shutter Island, Imaginarium of Doctor Parnassus).

Þannig, eftir mörg bíóvonbrigði, er það eins og að anda að sér fersku lofti þegar maður fær að líta á mynd eins og Toy Story 3. Þessi mynd er búin að vera í bígerð í nokkuð langan tíma(11 ár). Þó svo að biðin var lengi, var það vel þess virði.

Sagan: Andy er á leið í háskóla og fer móðir hans með öll gömlu dótin hans, sem hann ólst upp með, í barnapössun þar sem Woody, Buzz og allt gengið kynnist alls konar nýjum karakterum, og kringumstæðum sem á eftir að breytast í þeirra verstu martröð. Vitandi það að Andy er að leita að þeim, ákveður hópurinn að flýja frá barnapössun og komast til síns eiganda áður en það verður of seint.

Það er alveg augljóst að framleiðendurnir og leikstjórinn ætluðu sér að hafa þessa 3 mynd stærri í skala heldur en fyrstu 2 og það sést vel, sérstaklega í snilldar byrjunaratriðinu.

Útlit myndarinnar er alltaf jafn dásamlegt og áður, og fannst mér 3D-ið skila sér vel í þessari mynd(annað en AIW gerði).

Húmorinn er líka til staðar, og held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið eins og yfir 3 myndinni.

Mikið er af nýjum karakterum sem fá mis mikið að njóta sín, en eru kostulegir allir saman. Þar ber helst að nefna bangsann Lots-O sem er eins sætur og hann getur orðið(eða hvað?), og svo hinn magnaða og mjög hýra(að mínu mati) Ken, sem er snilldarlega túlkaður af Michael Keaton. Svo verð ég að nefna þunglynda trúðinn, sem er kostulegur(hló hrikalega þegar maður sá hann).

Talsetningin er traust að vanda, þar sem Tom Hanks stendur sig alltaf jafn vel sem Woody, Wallace Shawn ávallt jafn fyndinn sem Rex og John Ratzenberger kostulegur sem Hamm.

En þeir 2 sem eru, að mínu mati, steluþjófar myndarinnar eru þeir Buzz og Mr. Potato Head. Þó svo þeir voru frábærir í fyrstu 2 myndunum, er það í þessari sem þeir verða alveg meiriháttar. Þeir eiga allavega uppáhalds atriðin mín úr þessari mynd, þar sem Buzz fær vægast sagt nýjan hæfileika sem ég átti aldrei von á að hann gæti(sem er sprenghlægilegt), og við fáum nýja útgáfu af Potato Head(sem er bara það fyndnasta sem ég hef séð).

En þessi mynd er ekki bara fyndin og magnað ævintýri, ó nei. Þessi mynd er einnig mjög átakanleg og þar á ég sérstaklega við endirinn sem er eiginlega of fullkominn. Ég allavega brotnaði niður yfir honum, og hann var virkilega sorglegur en mjög sterkur líka.

Lokaniðurstaða: Ef þessi mynd er endirinn á trilógíu, þá hafa þeir náð að enda þennan þríleik með stæl. Bravó, Pixar. Bravó. 10 af 10. Það besta sem maður hefur séð í bíói í ár, og ein besta 3 mynd sem hefur verið gerð.

P.s. Ef önnur mynd verður gerð, þá bíð ég spenntur eftir henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inglourious Basterds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tarantino's Basterds Delivers!!!
Munið þið eftir þeirri tilfinningu þegar þið voruð yngri hvað það var alltaf spennandi að fá 100 kallinn á laugardaginn, bara til þess eins að fara með hann í sjoppuna til þess að fá þennan littla nammipoka? Ég veit að þetta er frekar skríngileg lýsing til að byrja gagnrýni á, en þetta er einmitt sú tilfinning sem ég fæ í hvert skipti sem að ný mynd frá meistaranum Quentin Tarantino kemur út. Það er alltaf svo spennandi að sjá hvað hann Tarantino ætlar sér að gera næst, og maður fyllist alveg þvílíkum spenningi í hvert sinn(það er allavega þannig hjá mér).

Quentin Tarantino hefur ávallt verið þekktur fyrir það að koma með frekar ferskar myndir til almúgans. Myndir eins og Resevoir Dogs, Pulp Fiction, Jackie Brown og Kill Bill Vol. 1 eru, í mínum huga, klassísk kvikmyndaverk sem er hægt að horfa á aftur og aftur. Einnig hefur hann gert hina mögnuðu Kill Bill Vol. 2 og hina nokkuð misheppnuðu mynd Death Proof. Þannig að maður fór að velta því fyrir sér: Hvað ætlar hann sér að gera sem næsta verkefni? Og að hann skuli detta í hug að gera mynd frá stríðstímunum er eitthvað sem ég átti aldrei von á. En virkar hún góð sem slík? Já, eitt stórt JÁ.

Sagan: Inglorious Basterds byrjar árið 1941 þar sem við fáum að fylgjast með þegar fjölskylda Shosönnu er slátruð af hermönnum leiddir af Hans Landa. Eftir að hún nær að flýja, ætlar hún sér að ná fram hefndum á þeim sem að drápu fjölskyldu hennar.

Annars staðar í heiminum er hópur sem kallar sig The Basterds, undir stjórn, Ltd Aldo Raine, sem hefur sér aðeins eitt markmið: Að drepa Nasista. Og þegar þeir heyra af frumsýningu myndar einnar þar sem allir helstu aðilar Þýskalands koma saman, Hitler meðtalinn, sjá þeir hið fullkomna tækifæri til að ljúka verkefninu og koma með endir á stríðið.

Inglorious Basterds er ein ferskasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ef þú ætlar þér að sjá þessa mynd með það í huga að þetta eigi að vera nákvæm stríðsmynd, þá geturðu allt eins setið heima og horft á heimildarmynd um stríðið. En ef þú ætlar þér á þessa mynd með það í huga að þetta sé Tarantino mynd, þá get ég alveg lofað þér því að þú átt eftir að labba sáttur út úr bíóhúsinu með bros á vör.

Við skulum fara smá út í technical details.

Kvikmyndatakan frá Robert Richardson er eins nákvæm og góð og hún getur orðið. Hann nær einstaklega vel á filmuna allri þeirri spennu sem er að gerast í myndinni, og virkar frábærlega í myndinni.

Hvernig myndin er klippt af Sam Menke er frábært. Kannski ekkert Óskarsdót, en hann veit alveg nákvæmlega hvenær á að klippa myndina. Og skilar hann frábærri vinnu.

Tónlistin virkar líka frábærlega í myndinni, og alveg í tón við myndina.

Brellur, ekki þekktasta merki Tarantinos, virka ágætlega vel í sumum atriðum.

Make-up vinnan er mögnuð, og lætur mann alveg fá gæsahúð yfir sumum atriðum(sérstaklega í endinum).

Handritið frá Tarantino sjálfum er frábærlega vel skrifað. Stríðsaga sem gefur skítt í staðreyndir. Hversu cool er það?

Myndin er einnig virkilega gróf í sumum atriðum, og er vel að láta vita að þeir sem eru veikir, mæli ekki með að þeir sjái þau.

Samræðurnar sem Tarantino skapar fyrir myndina eru örugglega með þeim betri sem hann hefur skrifað. Oftast með samræður í myndum hans hafa þær oftast verið notaðar til að vera fyndnar og bara skemmtilegar. Hér kemur hann með aðeins öðruvísi stíl í samræðurnar. Hér notar hann samræðurnar til þess að magna upp spennuna í myndinni, og nær Tarantino alveg meistaralega að nota samræðurnar sem spennuna í myndinni, og sannar það að það þarf ekki alltaf byssur og sprengjur til að gera myndina spennandi. Samtölin eru svo magnþrungin og athyglisverð, og gera mann alltaf meir spenntan yfir myndinni, sem er sjaldgæft að sjá í kvikmynd.

Leikarahópurinn, þó hann samanstandist ekki af frægum leikurum(sem er ekki alltaf aðal málið), er magnaður.

Brad Pitt sem Ltd Aldo Raine: Tarantino gat ekki fundið betri gaur í hlutverkið. Pitt kemur einmitt með illskuna sem þarf í karakterinn, og líka comical touchið sem hann þarf(þá sérstaklega þegar þeir hitta Landa í byrjun frumsýningarinnar). Ótrúlegt hvað hann Pitt getur komið manni á óvart. Er búinn að sannfæra mann að hann sé alvöru leikari með Curious Case of Benjamin Button, og kemur svo með allt öðruvísi ferskleika sem er svo æðislegt að horfa á með þessu hlutverki í IB.

Melanie Laurent er frábær í hlutverki Shosönnu Dreyfus. Maður fær virkilega samúð yfir henni í byrjun myndarinnar með slátruninni, en svo hvernig hún umbreytist frá fórnarlambi í konu í hefndarhug er hreint magnað. Og skilar hún þeirri umbreytingu frábærlega frá sér.

Eli Roth kemur virkilega á óvart í hlutverki Sgt. Donny Donovitz. Hans hlutverk er ekki það krefjandi, en við það efni sem hann hefur notfærir hann sér frábærlega, og býr til virkilega sick karakter sem er ekki vert að messa yfir.

Svo eru aðrir leikarar sem standa sig frábærlega einnig. Eins og Diana Kruger sem Bridget von Hammersmark, Michael Fassbender sem Lt. Archie Hicox, Til Schweiger sem Sgt. Hugo Stiglitz bara svo ég nefni nokkur dæmi. Einnig fær Mike Myers frábært mini-hlutverk, og Quentin nær m.a.s. að láta hann líta cool út í myndinni.

En sá sem er hvað mest sannfærandi, og það er engin furða að hann skuli vera nefndur steluþjófur þessarar ræmu: Christoph Waltz sem Colonel Hans Landa. Túlkun hans á þessum brjálaða karakter er hreint út sagt stórkostleg. Mér finnst það hálf vandræðalegt að vera líkja honum við Joker í Nasista búning, en þannig upplifði ég hann fyrir mér. Brjáluðum en samt brilliantly minded hershöfðingi sem er ekki allur þar sem hann er séður, og frammistaða Waltz á honum er hrein unun að horfa á. Möguleg Óskarstilnefning?

Lokaniðurstaða: Inglorious Basterds er enn eitt meistarverkið hjá Tarantino, og ein besta mynd sem hann hefur sent frá sér síðan Pulp Fiction.

10 af 10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inglourious Basterds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tarantino's Basterds Delivers!!!
Munið þið eftir þeirri tilfinningu þegar þið voruð yngri hvað það var alltaf spennandi að fá 100 kallinn á laugardaginn, bara til þess eins að fara með hann í sjoppuna til þess að fá þennan littla nammipoka? Ég veit að þetta er frekar skríngileg lýsing til að byrja gagnrýni á, en þetta er einmitt sú tilfinning sem ég fæ í hvert skipti sem að ný mynd frá meistaranum Quentin Tarantino kemur út. Það er alltaf svo spennandi að sjá hvað hann Tarantino ætlar sér að gera næst, og maður fyllist alveg þvílíkum spenningi í hvert sinn(það er allavega þannig hjá mér).

Quentin Tarantino hefur ávallt verið þekktur fyrir það að koma með frekar ferskar myndir til almúgans. Myndir eins og Resevoir Dogs, Pulp Fiction, Jackie Brown og Kill Bill Vol. 1 eru, í mínum huga, klassísk kvikmyndaverk sem er hægt að horfa á aftur og aftur. Einnig hefur hann gert hina mögnuðu Kill Bill Vol. 2 og hina nokkuð misheppnuðu mynd Death Proof. Þannig að maður fór að velta því fyrir sér: Hvað ætlar hann sér að gera sem næsta verkefni? Og að hann skuli detta í hug að gera mynd frá stríðstímunum er eitthvað sem ég átti aldrei von á. En virkar hún góð sem slík? Já, eitt stórt JÁ.

Sagan: Inglorious Basterds byrjar árið 1941 þar sem við fáum að fylgjast með þegar fjölskylda Shosönnu er slátruð af hermönnum leiddir af Hans Landa. Eftir að hún nær að flýja, ætlar hún sér að ná fram hefndum á þeim sem að drápu fjölskyldu hennar.

Annars staðar í heiminum er hópur sem kallar sig The Basterds, undir stjórn, Ltd Aldo Raine, sem hefur sér aðeins eitt markmið: Að drepa Nasista. Og þegar þeir heyra af frumsýningu myndar einnar þar sem allir helstu aðilar Þýskalands koma saman, Hitler meðtalinn, sjá þeir hið fullkomna tækifæri til að ljúka verkefninu og koma með endir á stríðið.

Inglorious Basterds er ein ferskasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ef þú ætlar þér að sjá þessa mynd með það í huga að þetta eigi að vera nákvæm stríðsmynd, þá geturðu allt eins setið heima og horft á heimildarmynd um stríðið. En ef þú ætlar þér á þessa mynd með það í huga að þetta sé Tarantino mynd, þá get ég alveg lofað þér því að þú átt eftir að labba sáttur út úr bíóhúsinu með bros á vör.

Við skulum fara smá út í technical details.

Kvikmyndatakan frá Robert Richardson er eins nákvæm og góð og hún getur orðið. Hann nær einstaklega vel á filmuna allri þeirri spennu sem er að gerast í myndinni, og virkar frábærlega í myndinni.

Hvernig myndin er klippt af Sam Menke er frábært. Kannski ekkert Óskarsdót, en hann veit alveg nákvæmlega hvenær á að klippa myndina. Og skilar hann frábærri vinnu.

Tónlistin virkar líka frábærlega í myndinni, og alveg í tón við myndina.

Brellur, ekki þekktasta merki Tarantinos, virka ágætlega vel í sumum atriðum.

Make-up vinnan er mögnuð, og lætur mann alveg fá gæsahúð yfir sumum atriðum(sérstaklega í endinum).

Handritið frá Tarantino sjálfum er frábærlega vel skrifað. Stríðsaga sem gefur skítt í staðreyndir. Hversu cool er það?

Myndin er einnig virkilega gróf í sumum atriðum, og er vel að láta vita að þeir sem eru veikir, mæli ekki með að þeir sjái þau.

Samræðurnar sem Tarantino skapar fyrir myndina eru örugglega með þeim betri sem hann hefur skrifað. Oftast með samræður í myndum hans hafa þær oftast verið notaðar til að vera fyndnar og bara skemmtilegar. Hér kemur hann með aðeins öðruvísi stíl í samræðurnar. Hér notar hann samræðurnar til þess að magna upp spennuna í myndinni, og nær Tarantino alveg meistaralega að nota samræðurnar sem spennuna í myndinni, og sannar það að það þarf ekki alltaf byssur og sprengjur til að gera myndina spennandi. Samtölin eru svo magnþrungin og athyglisverð, og gera mann alltaf meir spenntan yfir myndinni, sem er sjaldgæft að sjá í kvikmynd.

Leikarahópurinn, þó hann samanstandist ekki af frægum leikurum(sem er ekki alltaf aðal málið), er magnaður.

Brad Pitt sem Ltd Aldo Raine: Tarantino gat ekki fundið betri gaur í hlutverkið. Pitt kemur einmitt með illskuna sem þarf í karakterinn, og líka comical touchið sem hann þarf(þá sérstaklega þegar þeir hitta Landa í byrjun frumsýningarinnar). Ótrúlegt hvað hann Pitt getur komið manni á óvart. Er búinn að sannfæra mann að hann sé alvöru leikari með Curious Case of Benjamin Button, og kemur svo með allt öðruvísi ferskleika sem er svo æðislegt að horfa á með þessu hlutverki í IB.

Melanie Laurent er frábær í hlutverki Shosönnu Dreyfus. Maður fær virkilega samúð yfir henni í byrjun myndarinnar með slátruninni, en svo hvernig hún umbreytist frá fórnarlambi í konu í hefndarhug er hreint magnað. Og skilar hún þeirri umbreytingu frábærlega frá sér.

Eli Roth kemur virkilega á óvart í hlutverki Sgt. Donny Donovitz. Hans hlutverk er ekki það krefjandi, en við það efni sem hann hefur notfærir hann sér frábærlega, og býr til virkilega sick karakter sem er ekki vert að messa yfir.

Svo eru aðrir leikarar sem standa sig frábærlega einnig. Eins og Diana Kruger sem Bridget von Hammersmark, Michael Fassbender sem Lt. Archie Hicox, Til Schweiger sem Sgt. Hugo Stiglitz bara svo ég nefni nokkur dæmi. Einnig fær Mike Myers frábært mini-hlutverk, og Quentin nær m.a.s. að láta hann líta cool út í myndinni.

En sá sem er hvað mest sannfærandi, og það er engin furða að hann skuli vera nefndur steluþjófur þessarar ræmu: Christoph Waltz sem Colonel Hans Landa. Túlkun hans á þessum brjálaða karakter er hreint út sagt stórkostleg. Mér finnst það hálf vandræðalegt að vera líkja honum við Joker í Nasista búning, en þannig upplifði ég hann fyrir mér. Brjáluðum en samt brilliantly minded hershöfðingi sem er ekki allur þar sem hann er séður, og frammistaða Waltz á honum er hrein unun að horfa á. Möguleg Óskarstilnefning?

Lokaniðurstaða: Inglorious Basterds er enn eitt meistarverkið hjá Tarantino, og ein besta mynd sem hann hefur sent frá sér síðan Pulp Fiction.

10 af 10.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frost/Nixon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistaraverk!!! Besta frá Ron Howard.
Frost/Nixon er örugglega ein mest athyglisverðasta og fróðlegasta mynd sem ég hef horft á í langan tíma. Og Ron Howard sýnir hér hversu öflugur leikstjóri hann getur orðið.

Það vita flest allir um hvað þessi mynd fjallar um enda er atburðurinn sem myndin fjallar um einn sá mest sjokkerandi í sögu forsetatímabilsins.

Það sem mér fannst best við þessa einstöku mynd er að hún gerir mann spenntari og spenntari eftir næstu viðtali. Þessi mynd hefði léttilega getað orðið flöt og yfir höfuð hundleiðinleg, en hvernig Howard meðhöndlar efniviðinn er hreint út sagt magnað og heldur manni við efnið út alla myndina.

Leikframmistöður er það sem einkennir þessa mynd hvað mest, og vá hvað þær eru magnaðar. Fyrst ber að nefna Michael Sheen sem David Frost. Hann leggur einstaklega mikið út á það að gera Frost eins berskjaldaðan en samt um leið eins hugrakkan og hann á að vera og hann nær sínum karakter frábærlega(get ekki ímyndað mér annað en að alvöru Frost hafi verið ein taugahrúga við að gera þessi viðtöl).

En Frank Langella sem Richard Nixon? Oh, brother. Þvílík frammistaða hef ég ekki orðið vitni að í langan tíma. Langella leikur Nixon einstaklega vel og kemur einnig með frábæran húmor í karakterinn, sem undirritaður fílaði í botn. Einnig er raddvinnan sem hann þurfti að fara í til að ná hreimnum hans bara afbragð.

Samleikur þeirra Sheen og Langella er svo bara snilldin eina. Chemistry er orð sem á vel við. Þeir ná einstaklega vel saman við að sýna hvernig þetta var.

Frost/Nixon er kvikmynd sem ég hvet alla unnendur sem fíla almennilega vel gerðar kvikmyndir að tékka á. Skylduáhorf!!!

10 af 10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taken
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Neeson sem Badass? Virkar!!!
Taken er mynd sem ég vissi ekkert um nema það að Luc Besson var handritshöfundur, og það var sem leiddi mann á þessa mynd.

Myndin segir frá fyrrverandi lögreglumanni sem hefur sínar skoðanir hvað varðar öryggi. Þegar dóttir hans ætlar sér að fara út í heim með vinkonu sinni, verður hann fyrst skeptical um hvort það sé ráðlagt. En hann leyfir það eftir nokkrar umræður og nokkur skilyrði. En það versta gerist: Henni er rænt og nú ætlar hann sér að ná fram hefndum á þeim sem rændu henni.

Liam Neeson er hvað þekktastur fyrir að taka að sér frekar alvarleg hlutverk. En að sjá hann sem mann sem hefur ekkert að tapa og á killing spree er snilld, og bara gaman að horfa á.

Myndin er hröð með frábærum skotbardögum og virkilega góðum bílaeltingaleikjum og, af og til, nokkur verulega óþægileg atriði sem henta ekki öllum.

Alveg fínasta mynd sem er hægt að hafa gaman að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator Salvation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tilganglaust Sequel, Prequel eða whatever!!!
Þegar ég heyrði að það ætti að fara gera 4 Terminator myndina, varð ég ágætlega spenntur yfir því. Ástæðan var út af því að fyrstu 2 myndirnar voru snilld og 3 var alveg fínasta skemmtun. Og það hjálpaði allt til að Christian Bale myndi vera aðalhlutverkið.

En því miður, allt fyrir ekkert!!!

Þessi mynd er eins leiðinleg og ómerkilegt framtak til Terminator seríunnar, og er það hálf skammarlegt að kalla þessa Terminator mynd.

Myndin virkar hálf asnaleg mest allan tímann og maður er aldrei heillaður yfir sögunni eins og hinar myndirnar gerðu.

Svo er (stjarna) myndarinnar virkilega leiðinlegur í myndinni(spurning hvort hann hafi verið með einhvern metnað þegar hann var að gera myndina, en miðað við lætin sem hann skapaði býst ég ekki við því).

Sá sem er hvað mest athyglisverðastur að fylgjast með er Sam Worthington sem Marcus Wright. Sagan í kringum hann er athyglisverð og góð og Worthington fer vel með hlutverk sitt og stendur sig mjög vel.

Og ríkisstjórinn sjálfur, a.k.a Terminator sjálfur fær frábært cameo í myndinni, sem McG því miður eyðilagði algjörlega.

En actionið er alveg ágætt svosem, en það er það eina sem hún gerir gott.

Ætla mér ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd. Þessi mynd er bókað versta myndin í seríunni, og vonandi gera þeir betur næst, ef þeir ætla sér að gera aðra mynd. Og fá einhvern almennilegan leikstjóra næst, í guðanna bænum!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Star Trek is Reborn!!!
Hver man ekki eftir þeim mögnuðu þáttum sem Star Trek voru þar sem William Shatner og Lenord Nimoy voru að berjast við hina og þessa óvini út í geimnum? Þessir þættir voru eitt vinsælasta fyrirbæri sem var til á sínum tíma með Star Wars. Og fylgdu þáttunum margar eftirminnilegar myndir(sem undirritaður á reyndar eftir að tékka á). En með tímanum, þá dó Star Trek smátt og smátt með tímanum hvað vinsældir varðar.

En nú, mörgum áður seinna og nokkrum downtime síðar, ákveður hinn magnaði skapari Lost og leikstjóri MI3 að taka að sér að endurræsa Star Trek og ná sömu vinsældum og þættirnir höfðu.

Ég verð að viðurkenna að ég varð virkilega spenntur fyrir þessari mynd eftir að hann ákvað að leikstýra henni. En spurningin er, nær hann að halda þeim ferskleika sem einkenndu þættina og að vera trúr við þann stóra heim sem Star Trek er? Já, og gott betur.

Abrams hefur hér skapað nýtt útlit fyrir þennan heim, og lítur stórkostlega út. Allt frá hreint út sagt mögnuðum brellum sem myndin sýnir til mögnuðu kvikmyndatökunnar, öll sú vinna er gerð hér mjög fagmannlega og gefur myndinni það stórkostlega útlit sem myndin hefur sem er bara unun fyrir augun að sjá.

Hvað varðar leikarana, þeir standa sig allir prýðisvel þar sem Anton Yelchin er fínn sem Checkov og Eric Bana er flottur í hlutverki skúrksins Nero. En aðalstjörnur þessarar myndir er án nokkurs vafa þeir Chris Pine sem James T. Kirk og Zachary Quinto sem Spock. Hlutverk þeirra eru mjög krefjandi, og ná þeir að skapa hér mjög trúverðuga karaktera, og samleikur þeirra er hreint út sagt magnaður.

Star Trek er stórmynd eins og þær geta orðið stærstar, og vonandi verður þessi mynd sú endurvakning sem Star Trek geirinn var að vonast eftir.

9 af 10. Mögnuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hangover
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta gamanmynd ársins!!!
The Hangover er nýjasta mynd leikstjórans Todd Phillips sem hefur fært okkur frábærar gamanmyndir á borð við Road Trip og hina æðislega fyndnu mynd Old School.

Doug er að fara giftast ástinni sinni. En áður en að því kemur ákveða félagar hans Phil, Stu og Alan ásamt honum að halda síðasta steggjapartýið fyrir hann áður en hann fer í hjónabandið. Og hvar er betra að halda það en á þeim magnaða stað sem Las Vegas er!!! En það sem þeir félagar eiga eftir að komast að er það sem gerist í Vegas, stays in Vegas.

Todd Philips safnar hér saman hreint út sagt frábærum hópi saman af leikurum sem enginn örugglega þekkir ekki, og útkoman er hreint út sagt frábær.

Bradley Cooper er leikari sem fólk ætti að þekkja eftir þessa mynd. Hann hefur samt oftast bara fengið aukahlutverk, en ætti að vera þekktur þeim sem horfa á Alias. En hér fær stjarna hans að skína bjart, og er hann bara mjög fínn sem Phil og vonandi fáum við að sjá hann skína enn betur með The A-Team.

Ed Helms er leikari sem ég þekki ekki mikið til, en fólk sem horfir á The Office mikið ættu að þekkja hann sem Andy. Það sést út í gegn að hann var að fíla að leika Stu, gaurinn sem er hvað óöruggastur og varkárastur af öllum í hópnum. Það er alveg magnað að sjá hvað hann nær alltaf að breyta karakter sínum alveg út alla myndina, og er það hrikalega fyndið að horfa á.

Zach Galigianakis er samt alveg bókað steluþjófur þessarar myndar. Túlkun hans á hinum verulega steikta karakter sem Alan er er vægast sagt sprenghlægileg. Það var alveg sama hvað hann var að gera í myndinni, ég hló alltaf yfir honum.

Heather Graham fær lítið að gera hér annað en að sýna að hún er falleg sem mellan Jade, og gerir það á ágætan hátt í einu atriðinu.

Og loks fær Jeffrey Tambor lítið sem ekkert að sjást, en þær línur sem hann fær skilar hann frá sér frábærlega.

Einnig voru sum lögin sem voru notuð í myndinni mjög góð og hentuðu vel fyrir hverju atriði sem það lag var notað í.

Þannig að lokaniðurstaða mín er: The Hangover er mynd sem allir ættu að fíla sem eru fyrir ágætlega grófan húmor og frábærar gamanmyndir yfir höfuð.

Fær 8 af 10 hjá mér.

P.s. Ekki fara eftir lok myndarinnar því lokaatriðið eftir myndina er eitt það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma. Og vel þess virði að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Watchmen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistaraverk!!!
Watchmen er byggð á einni frægustu og bestu comic-book sögu allra tíma. Þegar ég heyrði að það yrði aðlöguð mynd að þessari sögu, fylltist ég þvílíkum spenningi. Og þegar ég heyrði að Zack Snyder myndi gera myndina, enn betra.


Það sem mér fannst best við Watchmen er:

Útlitið á myndinni er stórkostlegt. Hvernig Snyder nær að koma heim Alan Moore á hvíta tjaldið er hrein unun að sjá, og sást alveg að hann var rétti maðurinn fyrir þetta verkefni.

Tæknibrellurnar eru sjúkar. Þvílíkt og annað eins. Ég held þær nái ekki að gerast jafn flottar og hér, og þjóna mjög góðu hlutverki í myndinni.

Sagan er hreint út sagt mögnuð og mjög umdeild(rétt eins og bókin), og nær Snyder vel að halda sig true við efnið í sögunni. Þó svo að hann breyti einhverju, þá fannst mér það aldrei draga myndina niður.

Leikararnir standa sig frábærlega, en þó fannst mér þrír standa upp úr. Fyrst ber að nefna Jeffrey Dean Morgan sem The Comedian. Virkilega magnaður karakter og Morgan stendur sig frábærlega í hlutverkinu. Næst ber að nefna Matthew Goode sem Ozymandias. Frábær villain og pottþétt næst svalasti karakter sögunnar, og Goode er frábær sem villain. En sá sem er bestur, að mínu mati, er Rorschach. Magnaður karakter á allan hátt, og Jackie Earle Haley(næsti Freddy Krueger) er magnaður í hlutverki sínu. Hann gjörsamlega eignar sér myndina um leið og hann birtist á skjánum og nær algjörlega karakternum í gegn.


Þrátt fyrir að vera 2 tímar og 40 mín, þá nær hún að halda manni við efnið út alla myndina og maður fær aldrei leið á henni. Það er mjög sjaldgæft að svona langar myndir nái að halda athygli manns(Heat er besta dæmið), en þessi er gott dæmi. Svo er víst 3 og hálfs tíma útgáfa sem verður vonandi á Blu-Ray útgáfunni. Það yrði bara geggjað ef það yrði.


Þessi mynd er samt svona mynd sem þú munt annað hvort elska eða algjörlega hata. Og er ég pottþétt í þeim fyrri því þessi mynd er einstök. Mæli með að allir þeir sem hafa gaman að myndum sem eru soldið öðruvísi og bara comic-book myndum yfir höfuð, að sjá þessa mynd. Þetta er örugglega ein sú besta sem ég hef séð.


10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vicky Cristina Barcelona
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær nútíma ástarsaga!!!
Vicky Cristina Barcelona er nýjasta mynd leikstjórans Woody Allen. Allen hefur átt mjög misjafnt gengi með myndir sínar. Sumar hafa verið fínar, aðrar hafa bara verið annaðhvort miðlungs eða bara hreint og beint hræðilegar. En með þessari ræmu nær hann sér á flug aftur, og sýnir hversu góður leikstjóri hann er.

Sagan: Vicky og Cristina eru á leið í sumarfrí til Spánar til að skemmta sér rétt áður en Vicky giftist. Þau skoða listasýningar og njóta verunnar á Spáni. Á veitingastað einum kynnast þær Juan Antonio. Hann sýnir þeim um borgina og nær að kynnast þeim báðum verulega vel. En þegar fyrrum eiginkona Antonios, Maria Elena kemur aftur, fara hlutirnir verulega að ruglast.

VCB er ástarsaga sem er færð yfir í nútímann, og maður getur alveg totally trúað á söguna. Allen sýnir hér að ástin er virkilega blind, og virkar á svo marga vegu að hálfa væri nóg.

Leikararnir allir standa sig frábærlega. Rebecca Hall og Scarlett Johansson eru mjög góðar í hlutverkum sínum sem Vicky og Cristina. Javier Bardem er einnig frábær sem sjarmerinn Juan Antonio. Svo er Penelope Cruz góð sem brjálaða kærastan Maria Elena.

Svo er útlitið alveg frábært. Virkar perfectly fyrir þessa mynd.

Þannig að þetta er pottþétt mynd sem ég mæli með ykkur að fara á, hvort sem það sé einn eða pör.

Ég var allavega mjög heillaður af þessari mynd.

9/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Valkyrie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Singer klúðrar góðum efnivið!!!
Bryan Singer hefur ávallt verið í háum álitum hjá mér, með frábærum myndum eins og Usual Suspects, X-Men og Apt Pupil. En upp á síðkastið er eins og hann sé farinn að missa sig í því að gera kvikmyndir. Þ.e. lélegar kvikmyndir. Superman Returns var mynd sem ég hrópaði húrra fyrir fyrst, en eftir annað áhorf sá ég loks upp á hvernig mynd hún er. Innihaldslaus mynd sem stólar mest á útlitið, og sorglegt þá gerir þessi mynd nákvæmlega sama hlutinn.

Mér fannst eins og þeir hafi verið of lítið að einblína á söguna og reyna mun meira á útlitslegu hliðina á myndinni því í sannleika sagt þá fannst mér þessi mynd eins leiðinleg og þær geta orðið.

Leikararnir reyna sitt besta til að halda manni áhugasömum, en bara ná því engan veginn. Tom Cruise var svo ekki rétti maðurinn í hlutverk Stauffenberg. Jújú, hann er alveg ágætur af og til. En hann nær aldrei að halda myndinni út lengdina. Svo eru hinir leikararnir, sem ég nenni ekki að nefna, bara svona allt í lagi. Ekkert meir.

Og hvað er málið með að hafa þessa mynd á ensku? Lærðu þeir ekki neitt frá 10.000 B.C? Það var líka eitt sem eyðilagði þessa mynd entirely. Getið þið ímyndað ykkur ef að Downfall hefði verið gerð með ensku tali að hún hefði verið góð? Nei, þið vitið að hún myndi verða léleg.

Þannig að maður verður bara að vona að Singer geri betur næst. En þessi er stór vonbrigði fyrir mig.

4/10. Eingöngu út af útlitinu og búningavinnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Curious Case of Benjamin Button
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Magnað ævintýri frá meistara Fincher!!!
Curious Case of Benjamin Button er örugglega ein óvenjulegasta mynd sem leikstjórinn David Fincher hefur tekið að sér. En þrátt fyrir það, nær hann að skapa hér alveg einstaklega hjartnæma sögu sem ætti að geta höfðað til allra.

Sagan um Benjamin Button er örugglega ein sú einkennilegasta sem ég hef orðið vitni að. Hann fæðist ekki á sama vegu og allir aðrir. Við fylgjumst með sögu hans þegar hann fæðist eftir að stríðinu er lokið(man ekki hvaða), fáum að fylgjast með því þegar hann er að þroskast og vera með (jafnöldrum) sínum og alveg fram að dauðastund hans þegar hann verður lítið barn, og hvernig Fincher segir frá þessari sögu er hreint út sagt magnað. Umgjörðin á myndinni er stórkostleg, leikstjórn Fincher góð og handritið eftir bók F. Scott Fitzgerald(held það) er frábært.

Leikararnir eiga líka sinn þátt í að halda þessari mynd uppi. Leikkonur eins og Tilda Swinton og Cate Blanchett sýna fínar frammistöður. En steluþjófurinn er sjálfur Brad Pitt. Túlkun hans á Benjamin Button er vægast sagt einstök, og ég held ég hafi aldrei orðið jafn hissa þegar ég varð vitni að frammistöðu Brads í þessari mynd. Hann hefur aldrei sýnt jafn flotta takta, ekki allavega síðan hann var upp á sitt besta í 12 Monkeys.

Curious Case of Benjamin Button er mjög hugljúf kvikmynd sem allir ættu að geta notið vel, og hvet ég alla að sjá þessa mynd.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Curious Case of Benjamin Button
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Magnað ævintýri frá meistara Fincher!!!
Curious Case of Benjamin Button er örugglega ein óvenjulegasta mynd sem leikstjórinn David Fincher hefur tekið að sér. En þrátt fyrir það, nær hann að skapa hér alveg einstaklega hjartnæma sögu sem ætti að geta höfðað til allra.

Sagan um Benjamin Button er örugglega ein sú einkennilegasta sem ég hef orðið vitni að. Hann fæðist ekki á sama vegu og allir aðrir. Við fylgjumst með sögu hans þegar hann fæðist eftir að stríðinu er lokið(man ekki hvaða), fáum að fylgjast með því þegar hann er að þroskast og vera með (jafnöldrum) sínum og alveg fram að dauðastund hans þegar hann verður lítið barn, og hvernig Fincher segir frá þessari sögu er hreint út sagt magnað. Umgjörðin á myndinni er stórkostleg, leikstjórn Fincher góð og handritið eftir bók F. Scott Fitzgerald(held það) er frábært.

Leikararnir eiga líka sinn þátt í að halda þessari mynd uppi. Leikkonur eins og Tilda Swinton og Cate Blanchett sýna fínar frammistöður. En steluþjófurinn er sjálfur Brad Pitt. Túlkun hans á Benjamin Button er vægast sagt einstök, og ég held ég hafi aldrei orðið jafn hissa þegar ég varð vitni að frammistöðu Brads í þessari mynd. Hann hefur aldrei sýnt jafn flotta takta, ekki allavega síðan hann var upp á sitt besta í 12 Monkeys.

Curious Case of Benjamin Button er mjög hugljúf kvikmynd sem allir ættu að geta notið vel, og hvet ég alla að sjá þessa mynd.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
[Rec]
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Creepy bíómynd. Schindler's list hrollvekjanna!!!

Sagan: Fréttakonan Ángela Vidal og myndatökumaðurinn Pablo eru að undirbúa nýtt verkefni. Verkefnið: Að taka upp slökkviliðsmenn á næturvöktum og sjá hvernig þeir starfa á kvöldin. Eitt kvöld er slökkviliðið kallað út í neyðarkall til að bjarga gamalli konu. En með tímanum komast fréttateymið okkar og slökkviliðið að íbúarnir eru sýktir, og eru einangruð. Hver gæti ástæðan verið, og hvað er stóra mysterían í þessu húsnæði? Og svo stóra spurningin, hvernig eiga þau að sleppa frá þessu brjálæði?

[Rec] er, án nokkurs vafa, ein besta hrollvekja sem hefur komið í langan tíma. Það er orðið nokkuð langt síðan undirritaður var svona rosalega ánægður með hrollvekju(síðasta var The Descent).

Myndin er frábærlega byggð upp. Hún byrjar mjög hægt. Við fáum að kynnast fréttateyminu mjög vel, og fylgjast vel með þeim í störfum að vera taka upp þáttinn sinn. En svo, með tímanum, byrjar myndin að vera rosalega hröð og taugatrekkjandi og hún sleppur aldrei á manni takinu. Hef ekki séð svona góða uppbyggingu á hrollvekju síðan Shining var upp á sitt besta.

Myndatakan er geðveik, og nær algjörlega andrúmsloftinu og allri geðveikinni sem gerist í húsnæðinu á eins raunsæislegan hátt og er hægt að ímynda sér. Og maður fær alveg ágætlega sjúka claustrophobiu stundum yfir þessari mynd. Munið eftir raunveruleikagæðunum í Blair Witch Project? Well, þessi perfectar þau. Og gott betur.
Make-up vinnan á sýkta fólkinu í húsnæðinu er brilliant. Bara svona basic elements sem eru notuð hér, en virka samt svo hrikalega vel. Láta zombiea líta út eins og brandara í samanburði.

Leikararnir standa sig vel. Allt frá aðalleikurunum og smá aukahlutverk. Hver leikari/kona skilar sínu vel frá sér, og láta mann fá virkilega samúð yfir fólkinu sem þarf að þola þær hremmingar sem gerast í húsinu.

Handritið er, ótrúlegt en satt, frábærlega skrifað. Mjög frumlegt og vandað. Með sögu sem maður á aldrei von á.

Bregðuatriðin í myndinni eru vægast sagt mögnuð. Þó sum þeirra eiga það til að vera doldið obvious, þá gerir það lítið til. Hvert bregðuatriðið á fætur öðru er betra, og mér brá við hvert einasta bregðuatriði í myndinni.

Endirinn á myndinni er líka sérstakur. Kom mér virkilega á óvart, og átti ég ekki von á þessum endi.

Lokaniðurstaða: REC er mynd sem hefur allt sem hrollvekja þarf að hafa: Góð bregðuatriði, blóð, drungalegt andrúmsloft, frábær myndataka og bætir það svo líka með góðum leikframmistöðum, gott handrit og frábæran endi. Hvað meira þurfið þið?

Lokaniðurstaða 2: REC er meistaraverk, og strax kominn í hóp hjá mér yfir bestu hrollvekjur allra tíma. Og verður athyglisvert að sjá hvort það muni koma jafn fersk mynd og þessi í framtíðinni.

10/10 er verðskulduð einkunn fyrir þessa mynd.

P.s. Mæli með að þú horfið á þessa mynd ein/n um kvöld, allsstaðar myrkt, látið DTS hljóð á myndina og hafið eins hátt og þið megið. Þið munuð ekki sjá eftir því. Bara eykur ánægjuna við að horfa á myndina.

Og já, þeir sem eru veikir í hjarta, ekki horfa á þessa. Mæli ekki með fyrir þá.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Body of Lies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta mynd Ridley Scott!!!
Sem stór aðdáandi af Ridley Scott og flestum þeim myndum sem hann hefur sent frá sér(nefni Alien, Blade Runner, Kingdom of heart: Director's Cut, American Gangster, Black Hawk Down, Gladiator og Thelma & Louise sem dæmi), þá var ég nokkuð spenntur yfir því að ný mynd frá þessum snillingi væri að koma út. Er hún þess virði að sjá? Nei, því miður. Þá er það stórt nei.

Myndin þjáist af einu stóru vandamáli út alla myndina: Maður er ekki með áhuga á sögunni eða karakterunum út alla myndina.

Jújú, Dicaprio kemur með ágæta frammistöðu. En maður hefur séð hann gera mun betri hluti en hér(Departed, Aviator og jafnvel Gangs of New York er hann betri í). Russell Crowe er svo þarna í algjörlega tilgangslausu hlutverki, og mér bara fannst aldrei gaman að honum í myndinni.

Ef þið ætlið að sjá einhverja almennilega spennumynd, er þessi ræma ekki sú rétta. Og ætla ég að vona að Ridley nái að koma með betri mynd næst. Þessi var engan veginn að virka á mig.

3/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Quantum of Solace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stór vonbrigði!!!
Sem huge Bond aðdáandi, beið ég virkilega spenntur eftir þessari. Casino Royale var reyndar búinn að breyta Bond forever, og búinn að koma Bond í nútímann. CR virkaði reyndar alveg mjög vel. Daniel Craig fór virkilega vel með hlutverk Bonds(þó hann nái aldrei hæðum Connerys) og hún var alveg fínasta skemmtun. En þó vantaði allt sem einkenndi Bond(þ.e. allar tæknigræjurnar og bara flest sem einkennir Bond). Og þessi nýjasta ræma er ekki að bæta aðstæðurnar. Í rauninni er hún bara að gera Bond verri. In fact, ég get bara því miður ekki kallað þetta Bond mynd. Hún einblínir allt of mikið á action atriðin, sem eru reyndar alveg ágætlega góð. En það er líka það eina sem er gott við þessa blessuðu mynd. Sem Bond mynd, er hún hræðileg. Sem heilalaus action mynd, fínasta skemmtun. Þannig að mín lokaniðurstaða: 3/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw V
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bull og vitleysa!!!
Ja, hérna. Hverjum hefði dottið það í hug að Saw myndi spanna af sér 4 framhaldsmyndir? Well, ekki ég. Og það á víst að vera 5 á leiðinni(Oh my, the horror).

Eftir “sjokkerandi“ endalokin í Saw 4, komumst við að nýjum niðurstöðum. Amanda er dáin(synd, hún var falleg), Jigsaw er dáinn, en samt heldur leikurinn áfram. Hvernig? Hann er kominn með nýjan lærling.

Peter Strahm er lögreglumaður sem er á kafi í Jigsaw málinu, og ætlar hann sér að ná að stöðva Jigsaw fyrir fullt og allt. En spurningin er, nær hann að stöðva hann eða mun Jigsaw halda verki sínu áfam haldandi?

Saw var eins og ferskur blær fyrir hrollvekjuaðdáandann. Hún einblíndi á virkilega drungalegt andrúmsloft, karakterum sem maður fann samúð með og endir sem kom manni alveg í opna skjöldu. Og atriðum sem gáfu manni gæsahúð þegar maður sá þau fyrst.

En þessi undanförnu framhöld af Saw hafa mest einblínt á bara sem mestan viðbjóð sem hægt er að bjóða upp á, og reyna alltaf að toppa sig með hverri mynd. Og Saw 5 er örugglega hvað mest gory af þeim öllum. Þær gildur sem þessir leikstjórar geta komið upp með, þvílíkt og annað eins.


En ég segi bara þetta: Ef þið viljið fara á alvöru bíó, ekki fara á þessa. Hún er engan veginn þess virði. En ef þið eruð fyrir pyntingar og að sjá fólk missandi líkamsparta og drepast á eins viðbjóslegastan hátt og hægt er, þá ætti Saw 5 að henta þér.

Mín niðurstaða: Framleiðendurnir ættu að hætta framleiðslu á þessum myndum áður en þetta fer út í meira rugl en það er nú þegar komið í.

1/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw V
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bull og vitleysa!!!
Ja, hérna. Hverjum hefði dottið það í hug að Saw myndi spanna af sér 4 framhaldsmyndir? Well, ekki ég. Og það á víst að vera 5 á leiðinni(Oh my, the horror).

Eftir “sjokkerandi“ endalokin í Saw 4, komumst við að nýjum niðurstöðum. Amanda er dáin(synd, hún var falleg), Jigsaw er dáinn, en samt heldur leikurinn áfram. Hvernig? Hann er kominn með nýjan lærling.

Peter Strahm er lögreglumaður sem er á kafi í Jigsaw málinu, og ætlar hann sér að ná að stöðva Jigsaw fyrir fullt og allt. En spurningin er, nær hann að stöðva hann eða mun Jigsaw halda verki sínu áfam haldandi?

Saw var eins og ferskur blær fyrir hrollvekjuaðdáandann. Hún einblíndi á virkilega drungalegt andrúmsloft, karakterum sem maður fann samúð með og endir sem kom manni alveg í opna skjöldu. Og atriðum sem gáfu manni gæsahúð þegar maður sá þau fyrst.

En þessi undanförnu framhöld af Saw hafa mest einblínt á bara sem mestan viðbjóð sem hægt er að bjóða upp á, og reyna alltaf að toppa sig með hverri mynd. Og Saw 5 er örugglega hvað mest gory af þeim öllum. Þær gildur sem þessir leikstjórar geta komið upp með, þvílíkt og annað eins.


En ég segi bara þetta: Ef þið viljið fara á alvöru bíó, ekki fara á þessa. Hún er engan veginn þess virði. En ef þið eruð fyrir pyntingar og að sjá fólk missandi líkamsparta og drepast á eins viðbjóslegastan hátt og hægt er, þá ætti Saw 5 að henta þér.

Mín niðurstaða: Framleiðendurnir ættu að hætta framleiðslu á þessum myndum áður en þetta fer út í meira rugl en það er nú þegar komið í.

1/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The X Files: I Want to Believe
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hörmung!!!
Ég ætla reyna að hafa þessa gagnrýni sem styðsta því ég tel þessa mynd ekki eiga skilið langa gagnrýni. Mér fannst þessi mynd alveg ömurleg. Illa leikin, engan veginn í takt við þættina, hélt manni aldrei spenntum, og bara virkaði engan veginn. Ég ætla vona svo innilega að þetta fyrirbæri sem X-files er hætti núna, því þeir eru fyrir lifandis löngu búnir að eyðileggja þáttaraðirnar, og núna ná þeir ætlunarverkinu um að rústa öllu með bíómyndinni X-files: I want to believe. Ef þið viljið horfa á alvöru X-files, horfið á fyrstu seríurnar eða jafnvel Fight for the future myndina. Sleppið því að fara á þessa. Hún er engan veginn þess virði að eiða 1000 kalli á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tropic Thunder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stríðsmynd með grín húmor!!!
Ben Stiller hefur ávallt náð að skemmta áhorfendum með sínum wacky myndum, þar sem hægt er að nefna myndir eins og Zoolander og Cable Guy. Nýjasta mynd hans, Tropic Thunder, er engin undantekning.

Fjallar um hóp kvikmyndagerðamanna sem ákveða að gera flottustu stríðsmynd ever. In fact, þeir ætla sér að gera hana svo real, að þeir senda aðalleikarana út á alvöru stríðssvæði til að taka upp myndina án þess að þeir hafa enga hugmynd um.

Tropic Thunder er, að mínu mati, frábær skemmtun. Með virkilega fínum húmor, miklum sprengingum og látum, og frábæra frammistöðu frá einum aðila. Ben Stiller skilar ávallt sínu, þó hann sé farinn að vera fastur í hálfgerðu rútínu hlutverki. Jack Black er einnig ágætur í hlutverki sem einn af aukaleikurunum. En sá sem er hvað skemmtilegastur í myndinni er Robert Downey Jr. Túlkun hans á svertingja er vægast sagt sprenghlægileg, og hef ég aldrei hlegið jafn mikið yfir grínframmistöðu.

Það sem að ég var einnig að fíla er að þeir sýna svona fake trailera í byrjun þar sem aðalsöguhetjur myndarinnar Tropic Thunder koma við sögu. Og eru þessir trailerar algjörir snilld, og hló ég alveg virkilega fyndið af þeim.

En yfir heildina, er þetta fínasta skemmtun sem allir ættu að geta notið í botn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tropic Thunder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stríðsmynd með grín húmor!!!
Ben Stiller hefur ávallt náð að skemmta áhorfendum með sínum wacky myndum, þar sem hægt er að nefna myndir eins og Zoolander og Cable Guy. Nýjasta mynd hans, Tropic Thunder, er engin undantekning.

Fjallar um hóp kvikmyndagerðamanna sem ákveða að gera flottustu stríðsmynd ever. In fact, þeir ætla sér að gera hana svo real, að þeir senda aðalleikarana út á alvöru stríðssvæði til að taka upp myndina án þess að þeir hafa enga hugmynd um.

Tropic Thunder er, að mínu mati, frábær skemmtun. Með virkilega fínum húmor, miklum sprengingum og látum, og frábæra frammistöðu frá einum aðila. Ben Stiller skilar ávallt sínu, þó hann sé farinn að vera fastur í hálfgerðu rútínu hlutverki. Jack Black er einnig ágætur í hlutverki sem einn af aukaleikurunum. En sá sem er hvað skemmtilegastur í myndinni er Robert Downey Jr. Túlkun hans á svertingja er vægast sagt sprenghlægileg, og hef ég aldrei hlegið jafn mikið yfir grínframmistöðu.

Það sem að ég var einnig að fíla er að þeir sýna svona fake trailera í byrjun þar sem aðalsöguhetjur myndarinnar Tropic Thunder koma við sögu. Og eru þessir trailerar algjörir snilld, og hló ég alveg virkilega fyndið af þeim.

En yfir heildina, er þetta fínasta skemmtun sem allir ættu að geta notið í botn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
WALL·E
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta teiknimynd síðan Beauty and the beast
Já, hvað getur maður sagt um þessa mögnuðu mynd sem Wall-E er?

1. Handritið og sagan er mjög vel skrifuð. Vel uppbyggð og bara skemmtileg.

2. Húmorinn er frábær. Hló mjög mikið á myndinni, og það er það sem Pixar eru þekktir fyrir.

3. Virkilega flott teiknuð. Allt frá rústunum á Jörðinni, sprengingarnar og alveg til geimskipsins og umhverfinu þar í kring. Segi bara húrra fyrir teiknurunum því þeir skila mögnuðu starfi frá sér.

4. Persónurnar. Mjög mikið af verulega skemmtilegum karakterum sem hægt er að hafa gaman að.

5. Ástarsagan. Persónutengslin milli Wall-E og EVA eru svakalega sterk, og hefur undirritaður ekki verið jafn mikið hrærður yfir teiknimynd síðan Lion King og Beauty and the beast voru upp á sitt besta.

Held að maður þurfi ekki að útskýra mál mitt meira. Þessi fær 10 af 10 hjá mér, og alveg finnst mér hún eiga það skilið. Eins og Tommi minnist á: Þessi verður algjör klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kung Fu Panda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær skemmtun!!
Kung Fu Panda fjallar um, eins og titillinn gefur til kynna, um pöndu eina. Heitir hún Po. Po er feit panda sem vinnur við að búa til núðlusúpur hjá föður sínum. En hann hefur ávallt haft áhuga á Kung Fu og hinum frægu Fimm fræknu. Þegar stærsti viðburður ársins er, þ.e. valið á Drekastríðsmanninum er haldið, brýst Po inn á hátíðina og er valinn fyrir algjörri tilviljun. Og nú þurfa hin Fimm fræknu að þjálfa hann ásamt Master Shifu til að hann geti barist við hinn illa Tai Lung.

Þetta nýjasta afrek Dreamworks er alveg mögnuð skemmtun. Hún hefur basically sama boðskapinn og flestar myndir þeirra, en bætir það upp með virkilega fyndnum húmor og frábærri talsetningu þar sem Jack Black er í fremsta flokki sem Po. Einnig er Dustin Hoffman flottur í talsetningu sinni sem Master Shifu. Þetta er mynd sem allir geta skemmt sér konunglega yfir, og mæli með öllum að sjá þessa sem fyrst. Fær 8 af 10 hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dark Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta Comic-Book mynd allra tíma!!!
Ég hef beðið eftir þessari mynd í langan tíma. Þessi mynd uppfyllti allar mínar væntingar, og það meira. Ég ætla mér ekki að hafa þetta langt(læt aðra um það), en get sagt þetta: Leikstjórn Nolans er frábær, actionið er magnað og heldur myndin manni alveg við efnið frá byrjun til enda, útlitið er stórkostlegt og verulega drungalegt, handritið er verulega vel skrifa og sagan er virkilega góð. Einnig eru leikararnir allir fantagóðir í sínum hlutverkum, en steluþjófurinn er auðvitað Heath Ledger. Frammistaða hans sem Jokerinn er alveg hreint út sagt mögnuð, og ætti hann allavega eiga skilið Óskarstilnefningu. Hefur Ledger hefur skapað einn flottasta Villain kvikmyndasögunnar, og lætur aðra villaina líta illa út. Þetta er mynd sem allir verða að sjá, og er algjört meistaraverk. Allavega ein af 10 bestu myndum sem undirritaður hefur séð. Fær 10 af 10 hjá mér í einkunn, og einkunn sem hún á vel skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Now Pronounce You Chuck and Larry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg skelfileg til áhorfs. Ekkert fyndin, alltaf sömu hommabrandararnir og bara í rauninni glatað stuff. Dennis Dugan hefur ekki sent frá sér góða mynd síðan Big Daddy, og ekkert er hann að bæta hér. Fær botneinkunn hjá mér, og verðskuldað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Simpsons Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, þá hlaut að koma að því. Eftir margra ára bið, er myndin um Simpson fjölskylduna loksins kominn. Þessi vinsælasta teiknimyndafjölskylda allra tíma er búinn að gleðja margann manninn í heil 16 ár, og því tímabært að fá þessa stórkostlega fjölskyldu upp á skjáinn. Þessi mynd stenst allar þær kröfur um alveg frábæra skemmtun. Frábærlega teiknuð, talsetningin hjá aðalleikurum þáttanna alveg mögnuð og hún er viðbjóðslega fyndin allan tímann. Allir helstu writers Simpson þáttanna eru við gerð þessarar myndar, og skila þeir mjög góðu handriti. Svo er fullt af frægum einstaklingum sem koma við sögu sem guest voices. Þ.á.m. Albert Brooks, Joe Mantegna, Marcia Wallace, Green Day(í óborganlega fyndnu atriði), Philip Rosenthal og svo síðast en ekki síst Tom Hanks, sem á geggjaða lokalínu. Þannig að ef þið eruð í leit að hinni fullkomnu skemmtun, þá er Simpsons myndin málið. Ég ábyrgist að þið hlæjið mikið, annars er eitthvað að. 4 stjörnur hér á bæ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Halloween
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hver man ekki eftir hinum alræmda morðingja Michael Myers, sem að kom heim á Hrekkjavökunni til að hræða fólkið á Haddonfield, þar með talið Laurie Strode, og murka svo úr þeim lífið? Þessi karakter er meðal þekktustu Boogey Man af sögum kvikmynda og á það vel skilið. John Carpenter gerði alveg óaðfinnanlega góða mynd sem Halloween er og er talin enn þann dag í dag vera ein af bestu Boogey Man myndum sem gerð hefur verið. Þannig að það hlaut að koma að því að það myndi vera endurgerð á þessari klassík(sem er svo í tísku hjá Ameríkönum). EN að hafa ráðið Rob Zombie til að gera þessa endurgerð: STÓR MISTÖK. Það sem hrjáir þessa mynd all svakalega er léleg persónusköpun og innihaldslaus saga. Zombie eyðir alveg svakalegum tíma til að reyna útskýra af hverju Michael varð að þeim morðingja sem hann er, og drepur það niður alveg myndina. Svo eru leikararnir ekkert að bæta þetta. Allir leikararnir eru alveg þvílíkt lélegir(að mínu mati), nema sá sem leikur Michael á yngri árum. Hann var alveg ágætur. Svo eru bregðuatriði myndarinnar svo fyrirsjáanleg að það er ekkert eðlilegt, og er sá þáttur mjög illa framkvæmdur hjá Zombie. En blóðbaðið, það kemur ágætur skammtur af því. Og er örugglega eina góða við þessa mynd. Þessi mynd stóðst engan veginn væntingar mínar, og mæli ég engann veginn með henni. Fær 1 fyrir nokkur gory atriði. Annars mæli ég með að þið haldið ykkur frá þessari. Hún er ekki þess virði að eyða 900 kr á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, þetta er mynd sem að flestir eru búnir að bíða hvað mest eftir. Hið langþráða framhald af Spider-Man. Eftir dramatísk endalok myndar nr. 2, er Peter Parker kominn á beinu brautina. Honum vegnar vel í sambandi sínu með Mary Jane, Spider-Man er orðinn vinsælli en ever og honum vegnar vel í skólanum. En allt það á eftir að breytast þegar efni frá geimnum(sem ég kalla lakkrísslímið) tekur sér bólfestu í honum. Hann skilur ekki í fyrstu hvað þetta er, en fer að líka við nýja búninginn og verður háður honum. Inn í þessar kringumstæður kemur Flint Marko, glæpamaður sem hefur sloppið úr fangelsi og sá sem í rauninni myrti Ben, frænda Peters. Þegar á flótta, lendir Marko í því að verða í miðjunni í tilraun hjá vísindastofu nokkurri sem leiðir til þess að þeir sameina hann og sand saman. Og úr því verður hann að hinum illa Sandman, sem ætlar sér að gera hvað sem er til þess að bjarga dóttur sinni. Og nú er spurningin, nær Peter Parker að bjarga sér úr þessum vanda, eða verða þetta endalokin á Spider-Man? Þessi þriðja mynd í seríunni um Spider-Man er vægast sagt misjöfn. Það er hægt að finna margt sem er mjög gott og margt sem er vægast sagt hræðilegt. Það sem ég tel vera gott: 1. Tæknibrellurnar eru vægast sagt flottar. 2. Frammistaða helstu leikara eins og Toby Maguire og Kirsten Dunst er fín. 3. Thomas Hayden Church er alveg magnaður í þann stutta tíma sem hann fær í túlkun sinni á Flint Marko/Sandman. 4. Hasaratriðin eru vægast sagt rosaleg og eiginlega það besta við myndina. Gallarnir að mínu mati eru: 1. Sagan í myndinni er vægast sagt ruglingsleg. 2. Persónusköpun er alveg arfaslöpp og ekki í takt við hinar myndirnar. Alveg glatað að maður geti ekki fengið betri background story á óvinunum. 3. Topher Grace er ekki nógu sannfærandi sem Eddie Brock/Venom. Þetta á að vera einn besti óvinur Spider-Mans, og finnst mér það skömm að hann fái svona lítinn tíma í myndinni. 4. Þó ég sagði að brellurnar væru góðar, eru þær í sumum tilfellum mjög auðsjáanlegar. 5. Væmnu atriðin eru alveg þvílíkt ofgerð, og gerir myndina mun verri fyrir vikið. 6. Green Goblin 2. Hvað voru þeir að pæla?(Þegar þið sjáið myndina, þá fattið þið hvað ég tala um). En þrátt fyrir það, verð ég að gefa henni 2 og hálfa stjörnu. Þetta er alveg hin tilvalda sumarmynd sem hægt er að skemmta sér nokkuð vel yfir, en sem hefur sína galla og kosti. En ég er alveg á því að hún er sú versta hingað til. Vonum bara að Sam kallinn geri betur með Spider-Man 4.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blades of Glory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chazz Michael Michaels og Jimmy MacElroy eru skautaíþróttamenn, og algerir óvinir. Í einni keppni þegar þeir deila fyrsta sætinu, fer allt í háaloft sem endar með því að þeir eru dæmdir í ævilangt bann í skautum. En einn daginn kemst Jimmy(með hjálp frá brjáluðum aðdáanda) að hann hafi ekki verið dæmdur úr öllum fögunum, bara einu. Því ákveður þjálfari hans að sameina þá saman til að þeir geti dansað í parakeppninni, en þar fá þeir nóga samkeppni frá Van Waldenberg systkinunum. Hér eru komnir tveir vinsælustu gamanleikarar samtímans í dag saman í eina mynd, þeir Will Ferrel og Jon Heder. Og mynda þeir alveg ágætis teymi. En þrátt fyrir það, þjáist þessi mynd af alveg afskaplega leiðinlegum söguþræði, sem maður hefur orðið vitni að svo mörgum sinnum. Og svo er þessi typical Hollywood fílingur til staðar, og sést það best á endinum. Mér finnst það orðið soldið lélegt að leikarar eins og þessir tveir geti ekki náð að gera þetta að betri mynd en hún er. Ég get því miður ekki gefið henni meira en 2 stjörnur, því hún er ekkret að bjóða upp á neitt nýtt hér nema nokkur fyndin atriði á skautagólfinu. So, there you have it.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Messengers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þið sem teljið ykkur vera fara á spennandi mynd, þá hef ég soldið að segja frá: Ekki fara á hana. Ég fór á þessa mynd með engar væntingar en oh my God. Þvílík fyrirsjáanlegheit sem þessi mynd er. Sagan í myndinni er basically sú sama og maður hefur þúsund sinnum séð áður: Fjölskylda flytur í hús langt út í buskanum. Yfirgefið og algerlega einangrað. En húsið á sér dimmri sögu en fólk grunar. Hversu oft höfum við séð þessa formúlu? Í rauninni, er ég orðinn soldið þreyttur á þessu. Bregðuatriðin voru léleg, spennan engan veginn til staðar og svo eru leikararnir arfaslappir. Þessi mynd er svo slæm, að hún fékk fólkið í salnum til að fara að hlæja. Man ekki eftir því í langan tíma að hafa hlegið yfir hrollvekju. Sem sýnir að hún er engan veginn að virka. Og fær þessi sori fýlukall í einkunn hjá mér, og verðskulduð einkunn fyrir þessa hörmung.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hot Fuzz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skellti mér á spes forsýningu hjá topp5.is á myndina Hot Fuzz, og verð ég að segja að þetta er með betri myndum sem ég hef séð í ár. Sagan: Nicholas Angel er einn sá besti í sínu starfi. Hann er svo góð lögga, að hann lætur alla aðra í lögreglusveitinni líta út eins og aumingja. Þannig að yfirlögreglustjórinn ákveður, ásamt starfsfélögum hans, að senda hann í burtu í lítinn smábæ sem kallast Sandford. Sandford er eins rólegur og lítill smábær getur orðið. Allir þekkja hvorn annan, og allt sem kallast morð og brot á lögum er ekki að sjá á þessum stað. Eða hvað? Fyrir þá sem ekki vita, þá er þessi mynd eftir þá félaga Simon Pegg og Edgar Wright, sem gerðu hina óborganlega góðu Shaun of the Dead. Hot Fuzz er alveg mögnuð mynd. Það sem gerir myndina svo magnaða er fjölbreytnin í sögunni. Myndin byrjar sem hálfgerð gamanmynd en með tímanum fer hún frá því að vera gamanmynd að hálfgerðri mysteríu, og frá mysteríu í algjöra action bombu. Simon Pegg er alveg magnaður í hlutverki Angels, og er svo svalur að hálfa væri nóg. Svo er Nick Frost ofboðslega fyndinn sem hinn lati lögreglumaður Danny Butterman, sem dreymir um að lenda í skotbardögum og bílaeltingjaleikjum í smábænum Sandford. Svo eru frábærir leikarar í hverju aukahlutverki. Allt frá Jim Broadbendt sem faðir Dannys, Bill Nighy sem yfirlögreglustjórinn og Timothy Dalton sem kemur verulega á óvart. Klippingin í myndinni er líka vert að minnast á, og þjónar hún sínum tilgangi mjög vel. Verulega flottar svona Quick Cuts, eins og ég kalla það. Húmorinn í myndinni er alveg óborganlegar, og alveg ótrúlegt hvað maður gat hlegið mikið yfir sumum atriðum. Og handrit þeirra Wright og Pegg er alveg sjúklega flott. Svo eru sum atriðin verulega gróf hvað varðar ofbeldið. Svo fannst mér plottið í sögunni einnig koma verulega á óvart. Þetta er kannski ekki einhvert meistaraverk eins og Pan's Labyrinth. En ástæðan af hverju ég gef henni fullt hús er að hún náði að uppfylla allt sem ég bað um: verulegan hraða, mikið ofbeldi, kick-ass skotbardaga, fyndinn húmor og alveg frábæra sögu. Ef þetta er það sem þú fílar að sjá í bíómynd, þá ætti Hot Fuzz að höfða mjög vel til þín. Þannig ég segi bara í lokin: Kick back, relax and enjoy the ride!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Smokin' Aces
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Smokin' Aces er nýjasta mynd leikstjórans Joe Carnahan, sem færði okkur síðast einn óvæntasta spennutrylli ársins 2003: Narc. Ég ætla ekkert að vera fara í söguna, þar sem þegar er búið að fjalla um hana(sjá gagnrýni Sindra). Myndin er keyrð á miklum hraða, og er það helsti kostur hennar. Alltaf nóg að gerast og þetta er dúndur skemmtun upp á sitt besta. Leikararnir standa sig prýðislega og gefa myndinni verulega cool look. En það sem dregur myndina frá því að fá 3 og hálfa eða jafnvel 4 stjörnur er (óvænta) plottið. Ég skildi ekki alveg til hvers það þurfti endilega að láta þessa mynd enda svona, því þetta er ekki mynd sem þarf á svona endi að halda. Og fannst mér hann draga úr sögunni verulega. Ef þið fílið myndir með mikinn hasar og sem þarf ekki að pæla mikið í, er Smokin' Aces bókað mál. Ég allavega var að fíla þessa ræmu í tætlur, og verður gaman að sjá hvað Joe mun koma með næst. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
300
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bið mín(og örugglega flestra Íslendinga) á þessari mögnuðu mynd leikstjórans Zack Snyder hefur verið rosaleg. Og nú er biðin loksins komin á enda. Þegar ég frétti fyrst um að Zack Snyder átti að gera hana(hafði nefnilega séð ömurlegu endurgerð hans á Dawn of the dead), þá fór ég að hafa smá efasemdir. En eftir að hafa horft á myndina í kvöld, hurfu allar efasemdir mínar í gröfina. Myndin er byggð á graphic novel sögu meistarans Frank Miller, sem færði okkur hinar eftirminnilegu sögur um Sin City. Leonídas, konungur Sparta, horfir fram á erfiða tíma. Sparta er að hruni komin og Persar, leiddir af Xerxes konungi, ætla sér að ná öllum völdum í heiminum. Þetta sættir Leonídas sér ekki við, og ákveður að afla sér her. 300 af fínustu stríðsmönnum Spartverja fara í bardaga upp á björgun Spörtu. 300 er ein svakalegasta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Öll umgjörð myndarinnar lítur stórkostlega út, og varð maður alveg dolfallinn yfir henni um leið og hún byrjaði. Allt frá stórkostlegum tæknibrellum, verulega flottri kvikmyndatöku, góður húmor, frábær leikur frá Gerard Butler sem Leonídas og David Wenham sem hægri hönd Leonídas og alveg til blóðbaðs veislunnar sem lætur hörðustu ofbeldismyndir líta illa út: Öll þessi atriði þjóna sögunni vel og gera hana einstaklega svala. Bardagaatriðin í myndinni eru einnig svakalega flott, og hef ég varla séð jafn flott atriði síðan Lord of the Rings var upp á sitt flottasta. Svo í lokin má ekki gleyma tónlistinni sem er verulega kröftug og gefur myndinni einstaklega flottan epískan stíl sem hentar akkúrat fyrir þessa mynd. Lokaniðurstaða: 300 er ein besta aðlögun frá bók yfir í kvikmynd sem ég hef séð, og mæli ég með henni sterklega fyrir þá sem fíla almenna skemmtun upp á sitt besta. 4 stjörnur fara í bókina hjá mér, og Two thumbs way up.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal Rising
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, góðan daginn. Þegar maður hélt að Saw 3 myndi verða versta myndin í ár, þar hafði ég rangt fyrir mér. Því þessi hræðilega ræma rasskellur Saw hvað varðar ömurlegheit og fer létt með það. Hver kannast ekki við Hannibal Lecter, mannætuna sem Anthony Hopkins gerði ódauðlegan í Silence of the Lambs? Þeirri mynd var fylgt eftir með Hannibal, þar sem Ridley Scott kom með ágætis afþreyingu. Svo kom forsagan, Red Dragon, sem telst vera sú besta í seríunni með Silence og kom all svakalega á óvart. Og nú er komið The Prequel Prequel. Hér segir frá uppeldisárum Hannibals og hvernig hann varð Hannibal The Cannibal. Hannibal Rising er mynd sem í rauninni er engin þörf á að gera, enda er hún ekkert að bjóða manni upp á neitt nýtt. Sagan er mjög leiðinleg, og óþarfa löngum tíma eytt í að kynna karakterinn á hans uppeldisárum og þá hörmulegu atburði sem hann lendir í. Svo eru leikararnir verulega slappir, og þar fer helstur á kreik Gaspard Ulliel. Túlkun hans á Hannibal er arfaslöpp, og sést greinilega að hann er að reyna vera eins og Anthony Hopkins. In fact, kannski of mikið(heyrist best á ömurlega hreimnum sem hann notar). Ég gæti nefnt endalaust af göllum á þessari mynd, en ég ætla að láta þetta duga. En ein aðvörun hér í lokin: Ef þið ætlið að eyða 900 kr. í bíó, ekki sóa því á Hannibal Rising. Það er ekki þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crank
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Crank kom mér þvílíkt á óvart. Er búinn að vera forðast þessa mynd í nokkurn tíma, en ákvað að taka hana fyrir nokkru síðan. Svo er þetta bara þrusu góð mynd. Jason Statham leikur mann sem hefur eina klukkustund eftir til að lifa því honum hefur verið byrlað eitur. Eina sem hann getur gert til að hindra dauðann, er að auka adrenalínflæðið í líkamanum. Og nú á hann eitt óklárað verkefni: Drepa alla sem bera ábyrgð á að eitra fyrir honum. Skemmtilegasti hluti myndarinnar er húmorinn og ferðin sem maður fer í með honum í gegnum myndina, sem er vægast sagt rosaleg. Jason Statham er hvað þekktastur fyrir Lock Stock og Snatch, en hér er hann kominn í aðalhlutverkið og heldur myndinni uppi allan tímann með glæsibrag. Eins og áður sagði, er húmorinn í myndinni alveg meiriháttar og sum atriðin sem koma upp í myndinni eru kostulega fyndinn(þar ber helst að nefna kynlífsatriðið, sem ég gjörsamlega var í hláturskasti yfir allan tímann). Ef þið eruð fyrir hraðar myndir, þá ætti Crank að höfða vel til þín. 3 og hálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Talladega Nights fjallar um Ricky Bobby, kappakstursmann sem hefur það eina markmið í lífinu að verða sá albesti í kappakstri. Og með hjálp frá félaga sínum(John C. Reilly) nær hann þessum árangri. Og sigrar hverja keppnina á fætur annarri. En þegar nýr keppinautur(Sacha Baron Cohen) kemur til leiks og segist ætla valta yfir Ricky, fellur það ekki alveg í kramið hjá honum. Og hefst þá kappakstur upp á stoltið og The Ultimate Champion. Ég veit ekki hvað það er, en upp á síðkastið finnst mér hann vera stíga of mikið af feilsporum hvað varðar val á kvikmyndum(þó ég hafi ekki séð Stranger Than Fiction). Þessi mynd er samt alveg classic Will Ferrel mynd. Eina vandamálið: Hún hefur ekki sama góða húmorinn og einkennir Anchor Man, Old School og Zoolander. Það var nú nógu hræðilegt að horfa á Kicking & Screaming, en sem betur fer er þessi aðeins betri. En samt verð ég að segja það að hann verður að fara gera betur, því ef þetta er það sem við eigum von frá honum í framtíðinni, þá er ekki von á góðu. Get ekki gefið henni meira en 1 stjörnu. Var bara engan veginn sáttur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pan's Labyrinth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pan's Labyrinth er magnað meistaraverk frá leikstjóranum Guillermo Del Toro, og sú langbesta sem hann hefur sent frá sér hingað til. Myndin fjallar um Ófelíu, sem flytur með móður sinni til Spánar um 1944 í lítinn sveitabæ með nýja manninum sem hún er með, sem er yfirmaður í hernum og af alverstu gerðinni. Á dvöl sinni, heyrir hún einkennileg hljóð. Þegar álfur segir henni að fylgja sér í skóginn, fyllist hún spenningi. Þar kynnist hún fornri töfraveru, sem upplýsir hana um að hún sé meir en hún heldur. Allt virðist þetta hljóma undarlega fyrir henni, þar til hann sýnir henni merkin um tilveru hennar í undirheimunum. Í því augnabliki, ákveður hún að taka að sér þrjár þrautir sem hann setur fyrir hana og þarf hún að kljást við þær til að komast aftur í hennar heima áður en fullt tungl kemur upp. Pan's Labyrinth er ein óvenjulegasta og skemmtilegasta ævintýramynd sem ég hef séð. Del Toro skapar hér einn fallegasta og drungalegasta heim sem maður hefur séð í langan tíma. Hver einasti rammi í myndinni er vel úthugsaður og myndaður af stakri snilld, eins og um flott listaverk væri að ræða. Hún er einstaklega vel leikinn, þar sem Sergio Lopez stelur senunni sem hinn brjálaði höfuðsmaður. Ofbeldi er sjaldgæft í ævintýramynd, en hér er það í nokkru magni og eru sum atriðin virkilega nasty. Sagan í myndinni er alveg mögnuð, og rígheldur manni við efnið alveg frá byrjun. Búningahönnun er virkilega góð og sömuleiðis förðunin, sérstaklega á fornaldarverunni sem Doug Jones(Abe Sapien í Hellboy) leikur. Einnig er hún virkilega spennandi, frumleg, frábærlega skrifuð og soldið sorgleg. Með tilkomu Græna Ljóssins, hefur bíóárið bara batnað. Og með myndir eins og Pan's Labyrinth og Little Miss Sunshine o.fl. á leiðinni, þá er von á mjög góðu bíóári. En þessi mynd er mögnuð frá byrjun til enda, og hvet ég alla að sjá þetta meistaraverk sem fyrst. Ógleymanleg kvikmyndaupplifun af bestu gerð. Algjör nauðsyn að sjá þessa mynd. 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Children of Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Besta mynd síðasta árs, ekki spurning. Myndin sameinar góða sögu, pólitískan boðskap, hrottalega framtíðarsýn, mikla spennu og frábærar frammistöður frá gæðaleikurunum Clive Owen og Michael Caine og útkoman: Meistaraverk. Örugglega með metnaðarfyllstu verkum sem Alfonso Cuaron hefur gert, og vonandi fáum við að sjá meir af almennilegum bíómyndum á þessu ári. Fær 4 hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clerks II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Clerks 2 er mögnuð gamanmynd sem fylgir forvera sínum fast eftir hvað varðar gæði. Hér eru þeir félagar Dante og Randal mættir aftur ásamt þeim félögum Jay & Silent Bob. Í þetta sinn eru þeir á littlum hamborgarastað sem kallast Mooby's, og með hverri mínútu sem líður, verður myndin bara fyndnari og fyndnari. Öll helstu einkenni mynda Kevins Smith eru enn til staðar: skemmtilegir karakterar, verulega grófur húmor og frábær samtöl, óvenjulegar kringumstæður og frábær skemmtun. Ef þið fíluðuð fyrri myndina, verðið þið að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hard Candy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Magnaður sálfræðitryllir sem maður fær gæsahúð af. Það sem gerir þessa mynd svo ógnvekjandi er mjög realistic terror og svo persónurnar. Samleikur Ellen Paige og Patrick Wilson er óviðjafnanlegur, handrit myndarinnar óvenjuvel skrifað, spennulevelið er í hámarki og lokaniðurstaðan er vægast sagt mögnuð. Ég ætla nú ekki að tala mikið um myndina. En segi bara þetta: Ef þið fílið myndir í anda Seven og svona almenna sálfræðitrylla, þá er Hard Candy mynd sem ég mæli með að þið takið í forgang. Mögnuð mynd sem á seint eftir að gleymast, allavega fyrir mig. 4 stjörnur í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er Jigsaw mættur enn eina ferðina með ný fórnarlömd. Saw fyrirbærið byrjaði sem flottur sálfræðitryllir, en er kominn út í hálfgert gore bloodbath. Hver persónan fær hrikalegar pyntingar Jigsaw style og eru nógu ógeðslegar, en það leiðir líka til skorts á persónusköpun. Það besta við þessar Saw myndir eru lokaniðurstöðurnar. Þær eru alltaf óvæntar. Og er það sterkasti partur þessa þríleiks. En Saw 3 er mynd sem ég mæli ekki með. Fær 1 og 1/2 aðallega út af ágætum pyntingaratriðum og endinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mýrin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mýrin er byggð á fyrstu sögu Arnalds Indriðason, sem er búinn að setja sig í flokk bestu rithöfunda spennusagna sem okkar þjóð hefur eignast. En hvað varðar túlkun Baltasars á bókinni, verð ég að segja að hún sé smá vonbrigði. En hún er samt ekki léleg mynd. Hún hefur flotta kvikmyndatöku, er vel leikin, persónusköpun er fín og fær maður verulega samúð með þeim manni sem missti littlu telpuna. En mér fannst vanta mun meiri spennu í myndina. Hún náði aldrei að gera mig spenntan yfir atburðinum, og nær ekki að skapa sömu stemningu og bækurnar gera. Þannig ég get ekki gefið henni meir en 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jonah: A VeggieTales Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá Jonah: The Veggietales Movie fyrir stuttu á DVD, og skemmti mér vel að horfa á hana. Það sem heillaði mig mest við myndina er sagan og útlitið á myndinni, sem er alveg magnað. Myndin byggir á sögu(ætla ekki segja hvaða, þið verðið að finna það sjálf) í Biblíunni, og nær myndin að lýsa henni vel. Sem kristinn maður, fannst mér gaman að sjá hvernig þeir ná að túlka söguna úr Biblíunni yfir í teiknimyndaform. Ég hef nú ekki séð neitt af Veggietales Series, en þessi sannfærði mig að þeir séu að gera góð verk. Hvert einasta detail er vel útfært, hvort sem það sé sagan, hvernig hún er gerð, talsetningin, umgjörð myndarinnar: Allt gert mjög vel. Svo eru skilaboð myndarinnar frábær. Þó stærsti markaðshópur þessarar myndar eru krakkar, ætti þessi mynd að henta fyrir unga jafnt sem eldri. Þetta er mynd sem ég hvet fólk að taka börnin sín með á og segi ég bara í lokin: Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Departed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Departed er stórkostleg kvikmyndaupplifun. Þetta er mynd sem ég hef beðið með þvílíkum eftirvæntingum eftir, og var hún vel biðarinnar virði. Allt gengur hér fullkomlega: Leikstjórn Scorsese er traust, spennan er mögnuð og heldur manni vel við efnið, ofbeldið og blóðsúthellingar í góðum skömmtum eins og einkennir myndir Scorsese best, sagan mögnuð, samtölin vel skrifuð og skemmtileg, leikarar standa sig allir stórkostlega, handrit William Monahan snilld og plottið er magnað. Besta mynd ársins, og verður erfitt að toppa þessa snilld. Og vona ég að þetta verði myndin sem mun skila Scorsese Óskar næsta ár.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Texas Chainsaw Massacre: The Beginning
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mín hugsun áður en ég sá þessa var: Glötuð mynd. En hún kom á óvart. Það er eitthvað við tóninn og ofbeldissenurnar sem ég var að fíla meira í þessari heldur en Texas frá 2004. Þó svo ég sé ekki sammála um að hún eigi skilið bönnuð innan 18 stimpilinn, þá voru sumar senurnar verulega grófar og gætu farið í suma. Svo er bakgrunnssagan um sögu Leatherface og hans rugluðu fjölskyldu gerð fín skil. Ef þið fílið slátranir, blóð og verulega óþægilegar myndir, þá er TCM: TB málið. Engin snilldarmynd hér á ferð, en samt ágætis bíóferð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Royal Tenenbaums
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Royal Tenenbaums er snilld. Er mikill aðdáandi Wes Anderson, og er á því að þessi er með bestu myndum sem hann hefur sent frá sér. Hef ekki kynnt mér Rushmore, og ætti kannski að gera það. En hef séð þessa og Steve Zissou myndina, og er á því að Wes er einn frumlegasti leikstjóri síðustu ára. En í myndina. Myndin virkar á flestum stigum: Hún er sjúklega fyndin, handritið einstaklega vel skrifað, heill her af frábærum leikurum lífga myndina verulega upp og skemmtanagildið er í toppmálum. Þetta er mynd sem ég get ekki gefið aðra einkunn en 4 stjörnur, því hún á það svo fyllilega skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lost in Translation er mynd sem er auðveldlega hægt að gleyma. Ef þið pælið í því, þá er varla neitt að gerast í myndinni. En það sem bjargar henni frá algjöru falli er frábært handrit Sophiu Coppola. Hún sýnir að hún kann að skrifa góð handrit, og vann Óskarinn verðskuldað. Svo eru samræðurnar í myndinni frábærar, auk þess sem Bill Murray sýnir alveg nýja hlið á sér og fer með hlutverk sitt vel í myndinni og sýnir snilldartakta. Hefði alveg viljað sjá hann vinna Óskarinn fyrir LIT, því það hefði verið verðskuldað líka. Þessi mynd hentar ekki öllum, en er samt hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Evolution
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór á þessa mynd á 400 kr. sýningu sem voru alltaf á þriðjudögum fyrir löngu síðan. Það er spurning hvort einhver sé sammála, en er Ivan Reitman að verða verri með hverri mynd? Það er eins og hann hafi varla áhuga til að gera eitthvað athyglisvert eftir að Ghostbusters var upp á sitt besta. Mér finnst myndir hans vera verri hver á fætur annarri. Og Evolution fannst mér engin undantekning þar. Hún fellur í sömu gryfju eins og nánast öll hin verk hans, kannski fyrir utan Ghostbusters og Stripes. Vonandi að í framtíðinni fari hann að koma með eitthvað sniðugt. Mæli ekki með Evolution fyrir neinn að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Father's Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fjallar um tvo menn(Williams, Crystal) sem komast að því að þeir eiga son sem þeir vita ekki um. En það sem þeir vita ekki er að konan segir þá báða vera föðurinn. Spurningin er, hver er raunverulegi faðir drengsins? Þessi mynd hefði átt að láta Ivan Reitman á toppinn. Come on, hvernig er hægt að láta gamanmynd klikka þegar þú ert með klassaleikara eins og Billy Crystal og Robin Williams sameinaða í kvikmynd? Ég veit það ekki, en Ivan Reitman einhvern veginn tókst að gera það. Það er sumt sem er ágætlega fyndið í myndinni, en samt er Father's Day ekki mynd sem hægt er að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Six Days Seven Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki hvað gerðist hérna. Ivan Reitman, sem er þekktastur fyrir Ghostbusters, reynir að koma með spennumynd. Nei, góðir áhorfendur, það virkar ekki. Tvær persónur lenda í því að brotlenda á eyju og verða strandaglópar, og þurfa að spjara sig til að lifað af. Hljómar spennandi, right? Well, it's not. Sagan er svo óathyglisverð og nær myndin engan veginn að gera mann nógu spenntan. Svo bætir það ekki upp að aðalhlutverkin eru verulega lélega leikin. Svo er David Schwimmer í algjörlega tilgangslausu hlutverki, og er bara þarna sem skraut. Mikil vonbrigði, vægast sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Summer of Sam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Summer of Sam er, að mínu mati, besta mynd sem Spike Lee hefur sent frá sér eftir Malcolm X. Sagan er góð, leikarar standa sig frábærlega. Þar er helst Mira Sorvino alveg frábær sem kærasta Leguizamo. Svo eru þeir félagar John Leguizamo og Adrien Brody góðir líka. Myndin byggir á sönnum atburðum og segir söguna af hitabylgjunni sem reið yfir 1977 og morðingjanum David Berkowitz, a.k.a The 44 kaliber killer. Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa, þá eruð þið að missa af miklu. Stórkostleg mynd frá meistara Spike Lee sem fær há meðmæli frá mér. 3 og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Original Kings of Comedy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Original Kings of Comedy er stand-up mynd þar sem menn eins og Bernie Mac, Cedric The Entertainer og tveir aðrir fara með gamanmál á sviði. Mér fannst hún frábær skemmtun og ætti þessi að henta öllum þeim sem finnst gaman að horfa á stand-up. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Attack on Titan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

25th Hour er ein besta mynd leikstjórans Spike Lee. Mjög raunveruleg mynd um mann sem langar að eyða síðustu stundum sínum sem frír maður með vinum sínum, sjá um vandamál sín og fá hreinan skjöld innan við 24 tíma áður en hann fer í fangelsi. Eins og einhver sagði hér, er myndin verulega hæg og gæti þessi mynd ekki hentað fyrir alla. En það sem mér finnst best eru einstaklega vel skrifaðar samræður og persónur myndarinnar. Lee fær stórgóða leikara í hver hlutverk, og skila þeir sínum hlutverkum snilldarlega frá sér. Ég skora á ykkur að tékka á þessari snilldarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inside Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins mikill aðdáandi að Spike Lee og undirritaður er, þá verð ég að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum með Inside man. Það sem gerir útslagið er sagan sjálf. Hún er svo hæg og er lítið að gerast út alla myndina. Og svo voru leikararnir ekki að sýna sitt besta, þó Clive Owen hafi verið ágætur í hlutverki ræningjans. Og plottið í endanum, verulega augljóst. Hún er ágæt skemmtun, en ef þið viljið sjá almenna mynd frá meistara Spike Lee, mæli ég með 25th Hour, Summer of Sam og Malcolm X. Get því miður ekki gefið þessari mynd betri meðmæli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þetta er ekkert mál
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekkert mál er frábær skemmtun. Hér er vel farið í gegnum feril eftirminnilegasta íþróttamanns sem Ísland hefur átt, Jón Páll Sigmarsson. Allt frá bernskuárunum, sigrum Jóns sem Sterkasti maður heims, föðurhlutverki og sorglegs dauðdaga Jóns 16. janúar 1993 þegar hann var rétt 32 ára. Svo eru tekin viðtöl við vini, helstu keppinauta Jóns og fjölskyldu hans. Þetta er mynd sem allir Íslendingar verða sjá og votta virðingu sína fyrir einum besta og sterkasta manni Íslands, Jón Páll Sigmarsson. Blessuð sé minning hans. 4 stjörnur. Besta íslenska heimildarmynd sem hefur verið gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 6th Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The 6th Day kom mér á óvart. Eftir þvílíkt maraþon af leiðinlegum myndum frá Schwarzenegger, leikur hann loksins í almennilegri mynd. Leikur hann Adam Gibson, mann sem lendir í því leiðinda atviki að verða klónaður. Og er hann á flótta undan fólkinu sem klónaði hann, því þau þurfa losna við sönnununargagnið. 6th Day er hröð, spennandi, frábær skemmtun, Arnold í banastuði auk fullt af frábærum aukahlutverkum s.s Michael Rapaport, Michael Rooker og Robert Duvall og einnig hefur hún góða sögu, athyglisvert og viðkvæmt viðfangsefni, klónun. Ein athyglisverðasta mynd sem Schwarzenegger hefur leikið í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
End of Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

End of Days. Hefði getað orðið svo mun betri mynd en hún er. Af hverju hún er ekki eins góð og hún er? 2 ástæður. 1: Sagan í myndinni er fáránleg. Og 2: Arnold Schwarzenegger er í henni. Flestar ræmur Schwarzenegger hafa verið frekar leiðinlegar myndir, f. utan Terminator myndirnar og Conan The Barbarian. Þessi er engin undantekning. Schwarzenegger leikur augljósu hetjuna sem bjargar deginum. En Gabriel Byrne er verulega svalur í hlutverki Djöfulsins, og verð ég að hrósa honum fyrir sitt framlag. Mín einkunn: 1 stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eraser
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get því miður ekki verið sammála öllum hér um gæði þessarar myndar. Jú, hún hefur rosalegan hasar og ágætis brellur. Það er kannski helstu kostir hennar. En hvað varðar sögu, frammistöður, handrit og frumlegheit: Allt í neðanlagi. En kannski eru þetta þættir sem skipta engu máli í svona mynd. Þrátt fyrir það, fannst mér Eraser frekar þunn, augljós og frekar langdregin mynd. Get því miður ekki gefið henni meir en 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Junior
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað var málið með allar þær myndir sem Ivan Reitman og Arnold Schwarzenegger voru að gera saman? Og því að gera aftur saman mynd, fyrst hinar voru ekkert spes? Twins var mjög miðlungs mynd, Kindergarden Cop verri, en þessi er sú versta. Maður ófrískur, hversu fáránleg hugmynd er það? Sorp sem ég vara öllum við að sjá ekki, í guðanna bænum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
True Lies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

True Lies er frábær hasarmynd af bestu gerð. Arnold Schwarzenegger er í banastuði og sýnir frábæra frammistöðu(ef hægt er að kalla það það). Svo er Jamie Lee Curtis fín í hlutverki konu hans. Nóg af sprengingum, mikill hasar og dúndurskemmtun eru helstu kostir True Lies, og skilar James Cameron þessum þáttum frábærlega frá sér. Mér finnst leiðinlegt að þurfa bera þessa mynd við hin verk Camerons, en ef ég þyrfti þess þá er þessi sú versta. Leiðinlegt að segja það, en það er staðreynd. En þrátt fyrir það, hvet ég alla unnendur spennumynda sem hafa ekki séð True Lies að sjá hana sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kindergarten Cop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekkert spes mynd. Arnold Schwarzenegger leikur lögreglumann sem þarf að fara í dulgervi sem kennari fyrir 1. bekk. Og á hann eftir að komast að því að lögreglustörfin koma honum að engu gagni gegn krökkunum. Þetta var fyrsta tilraun Arnolds í gamanmynd, og fannst mér hann engan veginn passa inn í þann pakkan(hann átti eftir að sanna það með Jingle All the Way). Spennumyndir er það sem Arnold á að leika í, ekki gamanmyndir. Það virkar engan veginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög miðlungsræma, og ekkert meir. Arnold Schwarzenegger og Danny Devito leika tvíbura(eins fáránlegt og það hljómar) sem leita að þeirra raunverulegu móður, en lenda í alls konar vitleysum á leiðinni. Samleikur Schwarzeneggers og Devitos er fínn en hefði getað orðið betri. Hún fær engin sterk meðmæli hér, en samt ágætis ræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Commando
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Commando er örugglega ein leiðinlegasta Schwarzenegger mynd, eða bíómynd öllu heldur, sem ég hef séð á minni littlu ævi. Hún er svo fáránlega augljós frá byrjun til enda. En eitt atriði er minnisstætt í myndinni. Það er þegar Arnold keyrir bílnum á ljósastaurinn og kemur svo að stelpunni og segir: Are you alright?, og svo í næsta skoti sést að bíllinn er í toppástandi. Þetta eru ein fyndnusta kvikmyndamistök sem hefur verið fest á filmu og get ég alltaf hlegið yfir þessu atriði. Og fyrir það hækkar hún í hálfa stjörnu í einkunn. Annars er hún algjört sorp sem er ekki þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Terminator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Terminator er svalasti villain sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Og er túlkun Arnold Schwarzenegger á honum fullkomin, og er Tortímandinn einn eftirminnilegasti karakter sem hann hefur nokkurn tímann túlkað á leikferlinum. Auk þess er leikstjórn James Cameron frábær, tæknibrellur snilld, spennan mögnuð og sagan verulega góð. Hvernig Cameron blandar persónusköpun og spennu saman er snilld. Ef það er ekki action, þá er góð ástarsaga í gangi. Og er hún álíka áhugaverð til áhorfs. Semsagt, Terminator er besta spennu/hasarmynd síðasta áratugs og ein besta spennumynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Thank You for Smoking
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Thank you for smoking er athyglisverðasta og besta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Frumraun Jason Reitman er verulega fyndin, frumleg, ádeilanleg, vel skrifuð af Reitman sjálfum, með frábærum leikurum í hverju hlutverki og svo er hún stórkostleg í þokkabót. Viðfangsefnið sem Reitman fjallar um, þ.e tóbaksfyrirtæki, fer hann vel í og hika ég ekki við að segja að þetta er ein af betri pælingarmyndum sem ég hef séð. Þannig að lokaniðurstaða mín er: Thank you for smoking er mynd sem þið megið ekki láta fram hjá ykkur fara. Pure snilld, og ekkert annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Army of Darkness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Evil Dead 3, eða Army of Darkness, er steikt grínhrollvekja sem er hægt að skemmta sér drulluvel yfir. Hér er Sam Raimi búinn að taka þríleik sinn í allt aðra átt og breytir henni í ævintýramynd með grínívafi. Bruce Campbell er ávallt svalur í hlutverki Ash. Svo er endirinn á sögu Raimis alveg frábær og kemur verulega á óvart. Þannig ef þið leitið að góðum þríleik, þá er Evil Dead Serían alveg pottþétt myndir sem þið ættuð að sjá. Mér persónulega finnst þetta besta trilógía af hrollvekjum sem hefur verið gerð. Og er þessi 3 partur ekkert verri en forverarnir. Toppskemmtun í hæsta gæðaflokki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
8MM
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Besta mynd Joel Schumacher. Myndin hefur einstaklega creepy atburðarrás með rosalega taugatrekkjandi spennu, sem er óvenjulegt að sjá í Joel Schumacher mynd. Auk þess eru Nicolas Cage og Joaquin Phoenix alveg meiriháttar í myndinni. Mynd sem getur vel troðið sér í hóp með myndum eins og Seven, Silence of the Lambs o.fl. mynda sem einn mest spennandi sálfræðitryllir sem þú munt sjá. Takið þessa sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Carlito's Way
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér eru þeir Al Pacino og Brian De Palma sameinaðir aftur eftir að hafa gert snilldina Scarface. Carlito's Way er hröð, spennandi, með frábærri frammistöðu frá Al Pacino og Sean Penn, frábærlega skrifað handrit, athyglisverð saga og leikstjórn De Palma í öruggum höndum. Læt ykkur bara kíkja á hinar gagnrýnirnar ef þið hafið áhuga á sögunni, en mun segja: Carlito's Way er ein af bestu myndum De Palma frá upphafi og fetar vel í fótspor mynda eins og Scarface og Godfather sem ein besta mafíósa mynd sem hægt er að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Psycho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hundleiðinleg endurgerð á þegar klassískri mynd. Nánast nota sama söguþráðinn úr gömlu myndinni, nema með mun verri niðurstöðu. Segi ekki meir um þessa mynd, því það þarf ekki að segja meir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystery Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Var verulega ósáttur við Mystery Men. Mynd sem höfðaði engan veginn til mín. Eina atriðið sem ég hló alveg verulega er þegar Geoffrey Rush segir: Everybody into the disco room, og notar hreyfingar John Travolta frá Saturday Night Fever. Það var óborganlega fyndið. Annars fannst mér hún bara frekar slöpp ofurhetjumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Striptease
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok, hvað finnst fólki svona slæmt við þessa mynd? Ok, ég skil að sögulega séð og hvað varðar leikframmistöður er hún ekki spes. Í raun er hún rusl. En hvaða maður myndi ekki vilja sjá Demi Moore strippa þegar hún var uppá sitt fallegasta? Og sjá Burt Reynolds í hlutverki Pimps? Þannig ég verð því miður að vera ósammála þeim sem rakka þessa mynd niður og vernda þessa mynd með því að hefja hana upp í 2 stjörnur. Hún er betri en Showgirls var. Þvílík hörmung sem hún var.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Private Parts
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilld. Private Parts er fyndnasta mynd sem byggð er á sönnum atburðum. Húmorinn er frábær og liggur maður í hláturskasti út alla myndina. Howard Stern, Robin Quivers og Fred Norris og eru öll frábær í myndinni sem þau sjálf. Paul Giamatti kemur einnig skemmtilega á óvart. Ógeðslega góð og fyndin mynd, sem ég mæli eindregið með. 4 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dead Presidents
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein svalasta mynd sem ég hef séð. Hefur mikið af blóði, rosalegan hasar og er Chris Tucker og Larenz Tate góðir saman. Sagan minnir mann óneitanlega á sögu Resevoir Dogs, þ.e rán sem fer úr þúfur. Þó hún virki ekki jafn vel og í Resevoir, þá er hún samt fantagóð og virkar mjög vel í myndinni. Hörkuræma sem allir spennufíklar ættu að fíla í tætlur. Fær alveg pottþétt 4 stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frankenstein
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórkostleg endursögn Kenneths Branagh á sögu Mary Shelley um Frankenstein. Kenneth Branagh og Helena Bonham Carter sýna góðar frammistöður sem Frankenstein og hún sem ástkona hans. En Robert De Niro er stjarnan hér. Hann kemur alveg með stórkostlega frammistöðu sem hin ófrýnilega sköpun Frankensteins. Hún er verulega spennandi, sorgleg og mjög ógeðsleg í þokkabót. Hin fínasta hrollvekja sem ég skell 3 og hálfa stjörnu á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Tuxedo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, ég er varla að trúa mínum eigin augum. Er ég sá eini sem tel þessa vera algjört rusl? Ég er bara hissa meira að segja að sjá fólk gefa þessari mynd hálfa stjörnu, því hún á ekki einu sinni þá einkunn skilið. Þessi mynd er svo mikil leiðindi og af hverju Jackie Chan skuli hafa leikið í henni er mér ráðgáta. Pottþétt versta mynd Jackies og örugglega ein versta mynd sem ég hef séð á minni ævi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jackie Brown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jackie Brown er pure snilld. Einstaklega vel skrifuð, með flottar samræður, Samuel L. Jackson einstaklega svalur í hlutverki sínu. Svo er fullur her frábærra leikara sem skila sínu einnig, s.s Robert De Niro, Bridget Fonda, Michael Keaton, Robert Foster í frábæru Óskarstilnefningahlutverki og Pam Grier sem er alveg brjálæðislega flott sem Jackie Brown. Ef þið eruð Tarantino Fans og hafið ekki séð Jackie Brown, þá út á leigu með ykkur núna. Hún er vel þess virði að sjá. 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Conan the Barbarian
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Schwarzenegger er frábær í túlkun sinni sem Conan og er þetta besti karakter hans með Terminator. James Earl Jones góður sem Thulsa Doom. Max Von Sydow er flottur sem King Osric. Útlitið á myndinni er magnað, bardagaatriðin vel stílfærð(sérstaklega bardaginn þar sem notuð voru alvöru sverð), ofbeldið brutal(þá helst í krossfestingaatriðinu), tónlistin frábær og aftökuatriðið í endanum einstaklega svalt. Þetta er epísk stórmynd sem allir verða að sjá. Ein af bestu myndum sem Schwarzenegger hefur leikið í. Mæli með Special Edition DVD pakkanum sem inniheldur fullt af skemmtilegum fróðleik um myndina. 4 stjörnur, takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cellular
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cellular kemur verulega á óvart. Þetta er mynd sem þarf ekki að hafa gott handrit, persónusköpun og einhver frumlegheit. Það eina sem hún þarf að hafa er nógu stóran skammt af spennu og hafa hraðann í lagi, og eru einmitt þessi þættir sýndir mjög vel í Cellular. Skil ekki hvernig Kvikmyndir.com gat rakkað þessa mynd niður, því mér og öðrum hér erum á því að hún er fínasta skemmtun og tilvalin spennumynd sem allir geta skemmt sér konunglega yfir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Splendor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einstaklega góð mynd um myndasöguhöfundinn Harvey Pekar, sem skrifaði óvenjulegustu comic-book sögur ever, American Splendor sem fjalla um líf hans, og urðu frægar sögur. Myndin er manneskjuleg og fer vel í persónur og atburðin sem myndin fjallar um. Einnig eru samræðurnar frábærlega skrifaðar. Að Harvey sjálfur skrifi handritið er bara snilld. Paul Giamatti er magnaður í hlutverki Harvey og skilar frábærri frammistöðu. Svo er gaman að sjá Harvey sjálfan bregða fyrir nokkrum sinnum, og einnig er comic-book stíllinn verulega svalur. Ef þið fílið leikarann Paul Giamatti, mæli ég að þið sjáið þessa og Sideways.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Adaptation.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Adaptation er besta mynd Spike Jonze. Þó Being John Malkovich sé frábær mynd, þá er þessi bara svo langt um betri. Allt er gert fagmannlega: Leikstjórn Spike Jonze góð, sagan frumleg og skemmtileg, handrit Charlie Kaufman í toppklassa og er hann einn besti storyteller í bransanum, persónusköpun frábær og klassa leikarar í hverju hlutverki. Nicolas Cage og Meryl Streep eru góð, en Chris Cooper er magnaður og vann leiksigur í þessari mynd og fékk öll þau verðlaunum sem hægt var að fá fyrir magnaða frammistöðu sína, og verðskuldað. Meisaraverk sem er algjört skylduáhorf. Besta mynd ársins 2002.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lady in the Water
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þið leitið að óvenjulegri mynd, leitið ekki lengra því LITW er tilvalin. Fjallar um viðgerðarmann sem er bjargað af konu sem segist vera frá Bláa heiminum, og flækist hann ásamt íbúum svæðisins í atburðarás sem tengist ævintýrasögu. Hugmyndin að myndinni er bráðsniðug, sagan ágætlega framkvæmd og útlitið nokkuð drungalegt, en leikararnir voru ekki alveg að sýna sig og svo vantaði að hafa skrímslin og aðstæðurnar sem persónurnar lenda í meira scary. Lady in the Water hefði getað orðið betri en hún var, og vonandi fáum við betri mynd frá M. Night Shyamalan næst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Vanishing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Einstaklega vel skrifaðar og flottar samræður, mikil spenna og góðar leikframmistöður skara fram úr. Ætla ekkert í söguna(skoðið bara gagnrýni Ívars ef þið hafið áhuga á henni). Það sem mér fannst best er samleikur Kiefers og Jeffs, þó ég fílaði Jeff Bridges mun betur í hlutverki Barney, sem er örugglega með sjúkustu persónum sem ég hef séð hann túlka. Svo endar hún öðruvísi en ég átti von á, og alltaf gaman að fá ferskan endi. Lokaniðurstaða: Góð mynd með góðum leikurum sem þið ættuð að tékka á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Cowboy Way
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágæt mynd. Það er nú langt síðan maður sá þessa síðast þegar hún kom út á spólu. Man eiginlega ekkert um hvað sagan fjallaði um, en þeir Woody og Kiefer leika allavega hetjur myndarinnar. Og eru þeir ágætlega góðir saman. Eins og ég sagði, það er svo langt síðan ég sá þessa mynd að maður þarf að fara tékka á þessari ræmu aftur. En man bara að hún var fín skemmtun. Þannig ég skelli á hana 2 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dark City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dark City er einstaklega góð og mjög frumleg mynd sem fetar í fótspor Matrix myndanna og er örugglega ein besta mynd sinnar tegundar. Hún hefur allt sem einkennir góða vísindaskáldsögu: Stórkostlegt útlit, einkennilega sögu sem heldur manni við efnið, trúverðugan karakter, flottar tæknibrellur og góðar leikframmistöður frá Rufus Sewell og Kiefer Sutherland. Ef þú ætlar að sjá mynd frá Alex Proyas, þá segi ég bara: Gleymdu því að taka I, Robot. Þessi mynd er málið og mæli ég sterklega með því að þið takið þessa fram yfir I, Robot.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hard Boiled
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld. Chow Yun Fat er virkilega flottur í hlutverki sínu. Actionið í myndinni er alveg svakalegt. Um leið og myndin byrjar, stoppar actionið á myndinni ekki. Örugglega ein hraðasta og skemmtilegasta action mynd sem ég hef séð. Alveg pottþétt besta mynd sem John Woo hefur gert á sínum ferli. Fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pí er mögnuð mynd. Darren Aronofsky er mjög athyglisverður leikstjóri og alltaf spennandi að sjá hvað hann mun taka fyrir sér. Það sem er best við myndir hans er efnið sem hann fjallar um og hve djúpt hann fer í það. Pí er einkennileg mynd og sérstök í leiðinni. Ætla ekkert í söguna, því hún er nógu skrýtin til útskýringar. Bara segi þetta: Ef þið fílið Requiem for a Dream, þá mæli ég með að þið tékkið á Pí. Hún hentar ekki öllum, en samt athyglisverð mynd sem fær toppdóma frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Contact
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok, ég er sá eini sem fær þann leiðinlega heiður að rakka myndina niður. Ég var ekki sáttur við Contact. Fannst sagan frekar súr og meikaði engan sens. En ég ætla þó að hrósa henni fyrir flottar tæknibrellur, listræna stílinn og frammistöðu Jodie Foster, sú eina sem eitthvað er varið í hér. Þrátt fyrir að hafa athyglisvert umræðuefni, þá náði hún ekki að heilla mig jafn mikið og Forrest Gump, Back To the Future og What Lies Beneath gerðu. En hey, við höfum öll mismunandi stíl á kvikmyndum. En ef þið hafið gaman af stjörnufræði og vísindum, þá gæti þessi vel hentað ykkur. En hún virkaði ekki fyrir minn smekk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chicago
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Meistaraverk á vel við kvikmyndina Chicago. Allt virkar hér: Mjög flott búningahönnun, flottar og vel stílfærðar danssenur, sviðin sem notuð eru í myndinni glæsileg, saga og handrit frábært, listræn leikstjórn í toppklassa, hljóðvinna frábær og lífgar tónlistina alveg í myndinni, kvikmyndataka frábær, leikstjórn Rob Marshall brilliant og svo eru þær stöllur Catherine Zeta-Jones(Óskarinn 2003, verðskuldað) og Renée Zellweger stórkostlegar í hlutverkum sínum, auk frábær her af aukaleikurum gera Chicago eina af bestu söngmyndum ever og fetar vel með myndum eins og Moulin Rouge og The Sound of Music. Ein besta mynd 2003, alveg hiklaust.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
High Fidelity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega góð mynd. Mjög mannleg mynd, sem hefur einstaklega góðan húmor og frábær samtöl. John Cusack er frábær sem gaurinn sem á plötubúðina, Jack Black er verulega léttgeggjaður og er skemmtilegasti karakter High Fidelity, ekki spurning. Getur verið að sumir eiga ekki eftir að fíla myndina, en ég er alveg pottþétt einn sem fílaði hana í tætlur og vona að fólk sem hefur ekki séð þessa snilldar kvikmynd, fari út á leigur sem fljótast og taki þessa, því það er vel þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Original Sin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki alveg nógu góð mynd. En er samt engin hörmung, það er á hreinu. Ég hef séð verr en þetta. Antonio Banderas er ágætur og Angelina Jolie er fín, og gaman að sjá hana loksins í sinni fyllstu dýrð, ef þið fattið. En þrátt fyrir það, þjáist hún með lélegum söguþræði, og hefði alveg mátt gera hana betur en gert er hér. En gef henni 1 og hálfa. Finnst það sanngjörn einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Road to Perdition
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Verulega svöl glæpadrama frá Sam Mendes, manninum sem færði okkur snilldina American Beauty. Mjög mikil spenna, flott handrit, leikstjórn Sam Mendes og frábærar frammistöður frá Tom Hanks, Jude Law og Paul Newman gera þessa mynd að þeirri snilld sem hún varð. Svo finnst mér stíllinn á henni alveg magnaður, mjög í anda þeirra tíma þegar mafíur voru sem svalastar. Þó hún toppi ekki AB, þá er hún stórkostleg bíómynd sem er skylda að sjá. Og finnst mér hún fyllilega eiga skilið að fá fullt hús í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Universal Soldier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Allt í lagi mynd, ekkert meir en það. Hér er Roland Emmerich nánast óþekktur leikstjóri. Óvenjulegt að sjá hann gera spennumynd sem fjallar ekki um stórslys, og finnst mér flott að sjá að hann gerði góða tilraun til þess. Myndin er nokkuð hröð á tímum, en þjáist á lélegri sögu og leikframmistöðum. Þó Van Damme og Lundgren séu í flokki hjá mér sem verstu leikarar samtímans, þá er ágætlega gaman að sjá þá berja hvorn annan í buff. Versta mynd Emmerichs, en sú besta sem ég hef séð Van Damme í og gef ég Emmerich hrós fyrir að hafa gert eina ágæta mynd með Van Damme í aðalhlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Street Fighter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör þvæla byggð á vinsælum leikjum sem var uppáhaldsleikur minn fyrir Super Nintendo. Hvernig gat þeim dottið í hug að fá Van Damme sem John H. Gulie(held að hann hafi heitað það, þó það skipti engu)? Og er sammála Ívari með Raul Julia. Gæðaleikari að hafa svona lélega mynd sem lokamynd var sorglegt(kíkið frekar á fyrstu Adams Family myndina, þar er hann verulega góður). En eins og vanalega, með Van Damme mynd, leiðindi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sudden Death
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get því miður ekki sagst hafa verið jafn ánægður með þessa ræmu eins og hinir sem skrifuðu hér voru. Í sannleika sagt, þessi mynd(eins og flestar myndir Van Damme) er svo fyrirsjáanleg og hin týpíska hetjumynd(with the obvious hero). Þannig að ég get því miður ekki gefið þessari mynd meðmæli. En get trúað því að gallharðir Van Damme aðdáendur geta notið hennar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Elf er frábær jólamynd. Hér er John Favreau kominn í leikstjórastólinn og skilar sinni vinnu glæsilega. Hún er mjög falleg mynd, sérstaklega hvað varðar boðskap og útlit. Svo bætir hann miklum fíflaskap við í formi Will Ferrell. Þessi leikari er búinn að skrá sitt nafn sem einn af fyndnustu leikurum Bandaríkjanna(með Steve Carell), og sýnir hér hversu fyndinn hann er. Svo er James Caan góður í hlutverki föður Wills. Elf er mynd sem þú getur verulega hlegið yfir, og auk þess að vera hin tilvalda jólamynd sem ætti að kæta alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zathura: A Space Adventure
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Zathura er gjörsamlega alveg eins og Jumanji, nema hún gerist í geimnum. Og er ég að fíla það í tætlur. Hún er rosalega flott og vel gerð kvikmynd, tæknibrellur frábærar, hún er spennandi og leikarar standa sig ágætlega. John Favreau er sá sem færði okkur hina kostulegu jólagrínmynd Elf. Þó þessi toppi hana ekki, þá er hún samt afbragðsskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Takið þessi, og gerið ykkur tilbúin fyrir heim beyond your imagination.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei