Aðalleikarar
Leikstjórn
Ég sá fyrstu mynd Tim Burtons seinustu helgi,Beetlejuice frá 1988. Árið eftir gerði hann hina frábæru Batman og eins og Bjarni sagði,á þessum tíma hefur hann aldrei verið betri,Batman(1989), Edward Scissorhands(1990), Batman Returns(1992), Nightmare before Christmans (1993) (hef ekki séð Ed Wood,því miður) og hina vanmetnu Mars attacks(1996) sem er hans versta mynd á því tímabili á eftir Beetlejuice sem ég tel vera verstu mynd hans hingað til en samt er hún góð bara snillingurinn Burton hefur gert svo miklu betri myndir og þetta er auðvitað frumraun hans. Sagan segir frá gifta parinu Adam(Alec Baldwin) og Barböru(Geena Davis) sem búa út í sveit í stóru og friðsælu húsi. Dag einn,réttara sagt fyrsta daginn í fríi þeirra,keyra þauí slysni í á nálægt húsinu og deyja en hafa eftirlíf(lífið eftir dauðann).
Stuttu seinna flytur inn rík,snobbuð,skrítin og leiðinleg fjölskylda, misheppnaða listakonan Dalia(Catharine O´Hara), maðurinn hennar Charles (Jeffrey Jones) og Goth dóttir hans Lydia (Winona Ryder). Þessi fjölskylda fer mikið í taugarnar hjá Adam og Barböru sem fá lífssæringarmanninn Betelgause(Michael Keaton) til að hræða burtu fólkið. Michael Keaton leikur titilhlutverkið og er góður eftir það fékk hann hlutverk Batmans, en það er Catharine O´Hara sem stelur senunni og er frábær sem Dalia, Winona Ryder leikur Gothari og er mjög fín,það er Geena Davis líka í aðalhlutverkinu. Sylvia Sidney(Amman í Mars attacks)er líka frábær í þeim fáeinu atriðum sem hún er í sem ráðgjafi hinna dauðu,Juno. Ég fílaði ekki Alec Baldwin og Jeffrey Jones. Handrið er fínt og leikstjórn Tim Burton sem er góð. Myndin er ekki mjög vel gerð en er hræðilega steikt(sem er kostur í þessu tilfelli). Beetlejuice er versta mynd Tim Burtons en ég mæli með henni fyrir aðdáendur hans því hún er frábær afþreying.
Vá, ég held að ég hafi ekki hætt að hlæja á meðan ég horfði á þessa mynd, hún er SNILLD!!! Ég held að þetta sé líklega ein fyndnasta mynd sem Tim Burton hefur gert, allavega af þeim sem ég hef séð. Hún kom á þeim tíma þegar Burton var uppá sitt besta, og sendi frá sér hvert meistarastykkið á eftir öðru: Beetlejuice (1988), Batman (1989), Edward Scissorhands (1990), Batman Returns (1992) og The Nightmare Before Christmas (1993). Beetlejuice er tvímælalaust ein af þeim bestu. Beelejuice fjallar um hjónin Barböru (Geena Davis) og Adam (Alec Baldwin) sem eiga hálfgert draumahús í litlum bæ í Ameríku. Einn daginn lenda þau í slysi og deyja. Þau ganga síðan aftur í draumahúsinu þeirra og komast ekki út. Einn daginn flytur svo þangað virkilega pirrandi fólk, Charles (Jeffrey Jones) sem vill bara njóta kyrrðarinnar, Delia (Catharine O’Hara) sem er misheppnuð listakona, Lydia (Winona Ryder) sem er “Gothic” dóttir þeirra, og Otho (Glenn Shadix) sem er einhverskonar vinur þeirra. Barbara og Adam reyna svo að hræða þau út, en þegar það gengur ekki leita þau til lífssæringamannsins Beetlejuice (Michael Keaton) til að láta hann hjálpa þeim... Myndin er þess vegna einhverskonar hryllingsmynd, og getur verið mjög creepy á köflunum eins og flestar aðrar Burton myndir. Tæknibrellurnar eru samt svo gamlar að þetta er ekkert hræðilegt, svo þessi mynd getur varla verið hryllingsmynd. Tónlistin eftir Danny Elfman er SNILLD, sérstaklega main titles lagið, það er eitt besta lag sem hann hefur samið. Tónlistin er myrk og skemmtileg, og meira að segja dálítið scary stundum. Ég dýrka þennan mann gjörsamlega, og hann hefur aldrei, ALDREI sent frá sér slaka tónlist. Leikararnir eru jafnframt mjög góðir. Michael Keaton stelur senunni sem hinn snarklikkaði Betelgeuse, mér finnst mjög skrýtið að sjá hann í þessari mynd eftir að ég sá hann í Batman, af því að hann er svo allt öðruvísi í þessari mynd (og leikur líka mun betur). Winona Ryder er frábær sem Lydia, og ég verð að segja að mér finnst líka skrýtið að sjá hana í þessari eftir að ég sá hana í Edda Klippikrumlu. Glenn Shadix er óþolandi sem Otho, ég skildi ekki alveg tilganginn með hans persónu, en allavega þá lék hann illa. Handritið er frábært, fullt af svona.... “catchy” lines eins og í Batman, og alveg rosalega fyndið!!! Að ekki sé minnst á leikstjórn Burtons, sem er auðvitað SNILLD eins og vanalega. Ég mæli mjög mikið með þessari mynd, en alls ekki með DVD disknum, það er ekkert aukaefni á honum og maður þarf að fara í Scene Selection til að byrja myndina. “The Name In Laughter From The Hereafter”.
Beetlejuice er löngu orðin classísk cult mynd, og sem eitt af bestu myndum Tim Burton. Myndin er lauslega um nýgift hjón sem kaupa sér þetta gullfallega hús, í smábæ í bandaríkjunum. En svo einn daginn lenda þau í bílslysi og deyja bæði. Þau verða draugar í húsinu, og svo einn daginn þá er flutt aftur í húsið. Og þau gera hvað sem í þeirra valdi stendur, að koma fólkinu aftur úr húsinu. Myndin er náturlega mjög sérkennileg, en enga síður alveg bráð skemmtileg. Og mæli ég eindregið með því að allir sem hafa ekki séð þessa, endilega kynnið ykkur hana betur, held þið verðið ekki fyrir vondbrigðum.
Beetlejuice er án efa ein skrítnasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð, en það þýðir ekki að hún sé slæm. Tim Burton skapar hér meistaraverk sem mun lifa í minningum fólks að eilífu. Leikararnir standa sig allir með prýði, en þó sker Michael Keaton sig úr í hlutverki sýnu sem Beetlejuice, hann sýnir hér snilldartakta og maður hlær aftur og aftur að honum sama hvað maður horfir á myndina oft. Og þrátt fyrir frekar slappar tæknibrellur nær maður alveg að lifa sig inní myndina.
Beetlejuice er reyndar sú mynd sem maður á ekki að taka alvarlega(að mínu mati).
Myndin fjallar um það að hamingjusamleg hjón í einhverjum sveitabæ lenda í bílslysi.
Þau deyja og verða að draugum.
Það kemur hundleiðinleg fólk sem flytur inn í húsið.
Þau ætla að reyna láta fólkið að fara út.
Þau fengu hjálp frá Beetlejuice með að segja nafnið þrisvar og það gékk nú ekki alveg vel.
Niðurstaða:Þessi er avelg ágætt enn ekki sú mynd sem maður verður fríkað fan af.
hún er tveggja stjarna virði en fær eina í plús fyrir leik Michaels Keaton(Beetlejuice).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Warren Skaaren, Michael McDowell, Richard Price
Vefsíða:
www.facebook.com/pages/Beetlejuice/349530678432432
Aldur USA:
PG