Frankenweenie
2012
Frumsýnd: 19. október 2012
Það er líf eftir dauðann.
87 MÍNEnska
Hinn ungi Victor hefur
nýverið misst sinn besta vin, hundinn Sparky, sem var ekkert nema
tryggðin og vinarþelið uppmálað. Þegar Sparky, sem leikur aðalhlutverkið í heimagerðum skrýmslamyndum Victors, lendir fyrir bíl verður Victor afar sorgmæddur og á erfitt með að sætta sig
við orðinn hlut. Dag einn í náttúrufræðitíma í skólanum útskýrir kennarinn
fyrir... Lesa meira
Hinn ungi Victor hefur
nýverið misst sinn besta vin, hundinn Sparky, sem var ekkert nema
tryggðin og vinarþelið uppmálað. Þegar Sparky, sem leikur aðalhlutverkið í heimagerðum skrýmslamyndum Victors, lendir fyrir bíl verður Victor afar sorgmæddur og á erfitt með að sætta sig
við orðinn hlut. Dag einn í náttúrufræðitíma í skólanum útskýrir kennarinn
fyrir bekknum að í raun séu vöðvaviðbrögð knúin áfram af rafboðum
sem virkja taugarnar. Þessu til sönnunar sýnir hann nemendum sínum
hvernig dauður froskur hreyfist á ný þegar rafmagn er leitt í gegnum
hann.
Þetta gefur Victor hugmynd. Hann ákveður að láta reyna á tæknina,
fer og grefur Sparky upp, klastrar honum saman (Sparky hafði dáið í
bílslysi og er frekar óhrjálegur) og hífir hann síðan upp á þak í þrumuog
eldingaveðri. Tilraunin heppnast og Sparky vaknar á ný til lífsins,
jafn ljúfur og hann hafði alltaf verið.
En upprisunni fylgja ýmis vandamál ...
Þegar "skrýmslið" vaknar og veldur skelfingu meðal nágranna, þá þarf Victor að sannfæra þá um að þó að Sparky líti skelfilega út, sé hann enn sami góði og vinalegi hundurinn og áður.
... minna