Náðu í appið

Evil Dead II 1987

(Evil Dead 2: Dead by Dawn)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Kiss Your Nerves Good-Bye!

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 72
/100

Ungur maður að nafni Ash fer með kærustu sinni Linda, í afvikinn kofa úti í skógi þar sem hann spilar fyrir hana upptöku af upplestri prófessors af köflum úr Bók hinna dauðu. Þessi töfraþula vekur upp illan anda úr skóginum sem breytir Linda í Deadite skrímsli, og hótar að gera það sama við Ash. Þegar dóttir prófessorsins og hópur sem er með henni,... Lesa meira

Ungur maður að nafni Ash fer með kærustu sinni Linda, í afvikinn kofa úti í skógi þar sem hann spilar fyrir hana upptöku af upplestri prófessors af köflum úr Bók hinna dauðu. Þessi töfraþula vekur upp illan anda úr skóginum sem breytir Linda í Deadite skrímsli, og hótar að gera það sama við Ash. Þegar dóttir prófessorsins og hópur sem er með henni, koma í kofann, þá breytist nóttin í óstöðvandi, hrollvekjandi en fyndna baráttu með keðjusög og haglabyssu á móti djöflahjörð og fljúgandi augum.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (5)
Ég var nú búinn að lesa gagrýnni um þessa mynd hér á kvikmyndir.is og ákvað að skella mér á næstu videoleigu og taka mér Evil Dead 2. Ég gerði mér nú ekki miklar vonir um frábæra mynd en annað kom nú í ljós. Myndinn var nú bara mjög scary og spennandi en sammt algjört rugl. Það er hasar, grátur, spenna og skrímsli sem gera þessa mynd að góðri skemmtun. Ég er ekki búin að sjá mynd 1 eða 3 en mig hlakkar til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sá þessa mynd fyrir nokkru síðan hjá frænda mínum. Hafði ekkert að gera og skellti henni bara í tækið. Ég er mikill fan af 1. Evil Dead myndarinnar og þessi er ekkert síðri mynd. Hún er mun fyndnari og mun steiktari en fyrsta myndin en hún er ekki eins scary og fyrsta myndin var. Það þarf ekki að segja frá söguþráðinum að þessum myndum enda er þessi þríleikur orðinn að cult-klassík. Skemmtanagildi myndarinnar er meiriháttar, handritið er gott, húmorinn er til staðar og spennan og Bruce Campbell er ávallt svalur sem Ash. Lokaniðurstaða: Geðveikur miðjukafli að trílógíu sem gleymist seint í minnum fólks sem man eftir þessum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Evil Dead 2 er ekki framhaldsmynd í venjulegum skilningi. Hún er frekar lausleg endursögn á fyrri myndinni til að byrja með, sem segir ekki nákvæmlega sömu sögu, en hefur sömu aðalpersónu og fylgir henni áfram eftir óræðan endi fyrri myndarinnar. Ástæðan er einföld, leikstjórinn Sam Raimi hafði ekki rétt til að nota búta úr fyrri myndinni til að sýna hvað hafði komið fyrir áður, en upprifjunnar var þörf. Sjálfsagt hefur verið erfitt að kalla allt sama leikaraliðið aftur saman, og því var sagan einfölduð. Bruce Campbell snýr aftur sem Ashley, eða 'Ash' eins og hann er kallaður af bíógárungum. Eins og í fyrri myndinni þarf hann að takast á við afturgöngur og drauga, en með svolítið skemmtilegri stíl en áður. Á meðan 'The Evil Dead' var hrein hrollvekja, er 'Evil Dead 2' hrollvekja með miklum húmor og ævintýramennsku. Á meðan fyrri myndin var svona venjuleg hrollvekja, er seinni myndin orðin að hrollvekjandi goðsögu. Málið er að sagan er miklu ævintýralegri í seinni myndinni, kvikmyndatakan mun betri og þroski Ash merkilegri. Í þessari mynd finnur Ash 'Bók hinna dauðu' eða 'Necronomicon XMortis' sem Howard P. Lovecraft skrifaði um á sínum tíma, því má segja að ákveðin Cthulutilfinning sé í þessum myndum. En þessi bók er svolítið merkileg. Hún getur ekki aðeins kallað fram ill öfl úr myrkheimum, heldur getur hún einnig opnað leið gegnum tíma og rúm. Það skemmtilegasta við þessa mynd er hvernig skrýmslabaninni Ash úr fyrri myndinni þróast enn frekar og verður að mikilli bardagahetju, sem hefur vélsög á annarri hendi og framanafsagaða haglabyssu í hinni. Þekkt er að Ash er fyrirmynd einnar tölvuleikjahetju: Duke Nukem, og segir marga góða frasa í 'Evil Dead 2' og 'Evil Dead 3 - Army of Darkness'. Tvímælalaust hægt að mæla með þessari mynd. Hún missir hálfa stjörnu einfaldlega vegna þess að tæknibrellurnar eru í raun úreltar, en hefði vafalaust náð fjórum stjörnum þegar hún var fyrst gefin út. Stórfín mynd fyrir aðdáendur splattermynda og hrollvekja, og merkileg sérstaklega þegar skoðaður er ferill Sam Raimi, sem er reyndar furðulíkur Peter Jackson. Báðir byrjuðu þeir á ódýrum hrolli og splatter sem varð að 'költ' myndum, en eru án vafa meðal valdamestu kvikmyndaleikstjóra heimsins í dag. Kannski hrollvekjurnar innihaldi efnistök sem yfirfærast vel yfir í aðrar gerðir kvikmynda?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi er mjög lík fyrri myndinni og aftur er það hann Ash sem fer í þennann bústað. þessi er enn asnalegri en sú fyrri en samt jafngóð og sú fyrri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ash (Bruce Campbell) fer ásamt kærustu sinni upp í skóg til að gista í kofa þar. Ash finnur bók sem er kölluð Bók hinna dauða og þegar hann opnar hana er hann allt í einu umkringdur afturgöngum og draugum og þarf að sleppa þar út með hjálp vélsagar. Evil Dead er klassísk blanda af svörtum húmor og hryllingi og kostaði ansi lítið í framleiðslu en er löngu búin að koma sér inn í hóp cult-hryllingsmynda. Myndin er leikstýrð af Sam Raimi (Spider Man 1 og 2,Darkman) og ég mæli eindregið með henni sem hafa gaman af því að fyllast ógeði og hlæja á sama tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn