Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

A Nightmare on Elm Street 1984

She is the only one who can stop it... if she fails, no one survives. / Whatever you do, don't fall asleep...or you'll meet the terrifying Freddy.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Í Álmstræti, eða Elm Street, hrellir hinn klófingraði morðingi Freddy Krueger, Nancy Thompson og vini hennar, þau Tina Gray, Rod Lane og Glen Lantz, í draumum þeirra. Nancy þarf að hugsa hratt, því Freddy ræðst á hvert fórnarlambið á fætur öðru. Þegar hann er búinn að ná þér í draumum þínum, hver á þá að bjarga þér?

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ekki góð
Ég get ekki verið sammála flestum með að A Nightmare on Elm Street sé svona góð. Mér finnst hún alveg skelfilega slöpp og mun verri en Scream(sami leikstjóri) þó að gæðin í þeirri mynd hafi að stórum hluta farið fram hjá mér. Heather Langenkamp er hræðilega léleg í glötuðu hlutverki og Johnny Depp er ekki að meika það í þessu fyrsta hlutverki sínu. Ég var ekki einu sinni að fíla Robert Englund sem Freddy Krueger þó að sú frammistaða sé sú skásta í myndinni. A Nightmare on Elm Street er ekkert hrollvekjandi og ennþá síður sannfærandi. Eitt er þó jákvætt við hana, lokaspretturinn er alveg ágætur og fyrir það eitt fær myndin eina stjörnu eða 3/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

4 manna vinahópur sem samanstendur af Nancy(Heather Langenkamp), Tina (Amanda Wyss), Glen(Johnny Depp) og Rod(Jsu Garcia undir nafninu Nick Corri), komast af því að þau hafa öll fengið martraðir um hræðilega brenndan mann með hatt, græn og rauð röndótta peysu og með hnífa hanska. Og eitt kvöld er Tina myrt og Rod er kærður fyrir morðið. Nancy grunar þó að Tina hafi verið myrt í draumnum sínum af áðurnefndum dularfullum manni og að þau 3 hin séu næst og hún og Glen reyna að lifa af ásamt því að komast að hver maðurinn í draumnum er og afhverju hann vill drepa þau. Það er bara ein leið til þess að lifa af, ekki sofna!

A Nightmare on Elmstreet er leikstýrð og skrifuð af Wes Craven(Scream, upprunalega Hills have eyes) og er vinsæl og fræg hryllingsmynd sem oft hefur verið kölluð klassísk auk þess að fyrsta myndin af 6 mynda seríu(7 ef Freddy vs. Jason er talin með) hefur verið vinsæl útaf tveimur hlutum: 1) Brennda og ógeðslega morðingjanum með hnífshanska og one linera og 2) fórnarlömbin eru drepin í draumunum sína eða betur að orða það martröðum sem gefur leikstjórunum tækifæri að vera extra frumlegur og nasty.... á tímabili.

Mér finnst hinsvegar A Nightmare on Elm street(þessi ásamt þeim sem ég hef séð í seríunni) vera ofmetin/ofmetnar. Hugmyndin er auðvitað góð fyrir hryllingsmynd en hún nær ekki að vera nógu mikil martröð útlitslega séð og endirinn er hálf asnalegur. Myndatakan er ekki sérstök þótt að hún hafi samt eitthvað hálf draumakennt við sig.

Sumir hlutir í handritinu eru góðir, aðrir slæmir. Það sama á við leikstjórnina.

Eins og margar myndir frá 80´s tímabilinu hefur hún ekki elst sérstaklega vel.

Myndin er hinsvegar skemmtileg og svolítið spennandi en hvorki “scary” né “creepy” eða rosalega spennandi. Hún er líka svolítið ofbeldisfull á tímabili(eins og í hinum myndunum) og þú mátt sjálf/sjálfur ákveða hvort að það sé kostur eða galli.

Þó að myndin hafi ungan Johnny Depp í sínu fyrsta hlutverki þá er leikurinn slappur og sá skársti er Heather Lagenkamp þrátt fyrir ekkert sérstakan leik. Robert Englund er líka fínn sem morðinginn vinsælli sem er fyrstur kynntur til leiks óvænt hér svo að ég vil ekki eyðileggja það þótt að flestir vita hver hann er. SVOLÍTILL SPOILER um Freddy Kruger(úr öllum myndunum): Þrátt fyrir miklar vinsældir finnst mér morðinginn ekki passa við myndina. Eins og að ofan þá er hann rosalega brenndur og með hatt, græn og rauða röndótta peysu og hanska úr rakhnífum og svo kastar hann að sér onelinera sekúndu áður en fórnarlömbin hans deyja á mis ógeðslegan hátt. Hann er ekki bara óhugnanlegur(ógeðslegur já en ekki óhugnanlegur) og svo með hnífana, ef hann drepur mann í draumi þá þarf hann varla hnífa nema þau skipti sem hann notar þá, þá eru það lélegustu morðin. Mér finnst að andlitið hans ætti að vera í leyni, það sem maður veit ekki, hræðir mann. SPOILER ENDAR

Útkoma: Hálf ofmetin hryllingsmynd(þó aðeins minna núna en áður en samt sú skársta í seríunni)en samt má hún fá það að vera skemmtileg og vera góð hryllingsafþreying auk þess að hafa nokkur góð atriði og mjög góða hugmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eflaust besta mynd sem ég hef séð hún er snilld.Hún fjallar um hinn djöfullega og brennda FREDDY KRUEGER sem er sannkallaður martraðavaldur sem ræðst á fórnarlömb sín á álmstræti.En hann er dáin og getur ekki dáið aftur.Áður en hann dó var hann viðbjóðslegur barnanmorðingji sem drap yfir 20 börn á álmstræti.En ástæðan fyrir þessum morðum er að nokkrir foreldrar úr hverfinu fengu nóg af þessum morðum og kveiktu í honum en hann sneri aftur.Eins og kemur fram í freddy vs jason þá sagði hann ÁÐUR EN ÉG DÓ VAR ÉG KANNSKI SVOLÍTILL ÓDÆLL EN EFTIR AÐ ÉG DÓ VAR ÉG MIKLU MIKLU VERRI SANNKALLAÐUR MARTRAÐARVALDUR.Orð freddys voru svona góð mynd fyrir hrollvekjuaðdáendur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferð langbesta NIGHTMARE myndin!Wes craven,leikstjóri

hills have eyes og scream kynnir hér með fyrstu myndina um

hinn illræmda Fred krueger sem Robert englund leikur snilldarlega.NIGHTMARE ON ELM STREET er án efa langbesta

mynd sem Wes hefur gert fyrr og síðar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð mynd með Wes Kraven sem leikur Freddy. En Hann ásækir unglingana sem eiga heima á Elm street í draumum sínum. skrýtin en jafnframt góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn