Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Red Eye 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. september 2005

Fear Takes Flight

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
Rachel McAdams tilnefnd til MTV verðlaunanna.

Þetta er saga um unga og úrræðagóða konu sem heitir Lisa Reisert og leiðist að fljúga. En ógnin sem bíður hennar í næturfluginu til Miami kemur flughræðslu ekkert við. Í flugvélinni er myndarlegur maður sem reynist vera milligöngumaður í samsæri um að ráða embættismann af dögum. Hann hótar Lisu því að pabbi hennar verði drepinn noti hún ekki sambönd... Lesa meira

Þetta er saga um unga og úrræðagóða konu sem heitir Lisa Reisert og leiðist að fljúga. En ógnin sem bíður hennar í næturfluginu til Miami kemur flughræðslu ekkert við. Í flugvélinni er myndarlegur maður sem reynist vera milligöngumaður í samsæri um að ráða embættismann af dögum. Hann hótar Lisu því að pabbi hennar verði drepinn noti hún ekki sambönd sín og aðstoði hann og vitorðsmenn hans við tilræðið.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Red eye byrjar hálf leiðinlega en síðan fer hún að batna eftir fyrsta korterið eða svo. Rachel McAdams leikur konu sem starfar á hóteli en einn örlagaríkan dag(ég leyfi mér að orða þetta svona)kynnist hún manni að nafni Jack(Cillian Murphy)um borð í flugvél. Kauði er skuggalegur og þvingar vinkonu okkar til að hjálpa til í leigumorði með því að hringja eitt símtal. Faðir hennar er nefninlega í gíslingu án þess einu sinni að vita af því sjálfur. Eins og ég segi þá leist mér ekkert á þessa mynd þegar hún var rétt að byrja og leit satt að segja út fyrir að vera einnar stjörnu mynd en svo þegar sagan flutti sig yfir í flugvélina þá komst myndin á almennilegt flug(nokkuð skondið...)og náði góðri stemmningu. Rachel og Cillian eru fín bæði tvö og fíla sig vel í hlutverkum sínum og hálfpartinn skyggja á alla hina leikaranna í myndinni. Aftur á móti er Red eye pappírsþunn og skilur nánast ekkert eftir sig og í heild er hún bara ekkert sérstök en ofangreindir kostir hífa hana upp í tvær stjörnur sléttar. Rennur ljúflega í gegn og er horfanleg en þetta er mynd sem maður vill sjá bara einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Wes Graven, maðurinn á bak við Screem myndirnar og Nihgt on the Elm street færir okkur hér red eye. Aðalhlutverk eru þau cillian murphy og rachel mcadams. Ég er nú mikill aðdáandi Cillian Murphy, hann er mjög góður leikari, eins og t.d í 28 days later er hann alveg frábær, og svo í Batman Begins, þar sem hann einn af vondu köllunum. Og held ég að hann sé að koma sterkur inn núna. Red eye fannst mér hins vegar ekki nógu góð mynd. Tvær flugvélar myndir þetta árið, um mjög svipað efni, (þessi og svo flight plan) og eru þessar tvær því miður ekki nógu góðar.




Myndin er um unga stúlku sem sest um borð í flugvél á leið til L.A og er þar tekin í gíslingu af ungum manni sem vill að hún situr forsetan í sérstakt hótelherbergi sem hún vinnur á, svo það væri hægt að drepa hann. Ef hún gerir þetta ekki þá drepur hann föður hennar.




Í heildina litið þá fannst mér myndin bara frekar leiðinleg, eitthvað sem maður hefur séð svo ótrúlega oft í bíómyndum, og plottið svo fyrirsjáanleg. Og spennan var ekki svo mikil, því að ég, t.d. hélt ekki með neinum sérstökum, því maður fær enga samúð með t.d. stúlkunni því maður fær ekkert að þekkja hana, og hennar bakrunn áður en hún stígur upp í þessa flugvél. Ég persónulega held að það væri hægt að gera mun betur, t.d. var sýnt í trailernum að Cillian Murphy sé vondur, ég persónulega vildi frekar að Wes Graven myndi halda manni aðeins í óvissunni um það. Því hún fær að kynnast honum aðeins áður en hann síðan ræðst á hana.Cillian Myrphy var reyndar mjög góður sem vondi maðurinn og Rachel Mcadams var líka mjög góð, tveir mjög færir leikarar, en oft er það bara alls ekki nóg, og í þessu tilfelli var raunin sú. Þetta hafði getað orðið ágætis afþreiging ef maður leiddist bara ekki svona mikið, því að hún er ekki fyndin, ekki spennandi eða rómantísk, ekkert sem er frekar nauðsinlegt í svona mynd. Heildina litið, mjög vel leikin mynd, ekki væmin sem er plús, en mínusinn er sá að hún er í heildina bara leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stutt og laggóð
Mér finnst alltaf gaman að geta sest niður og horft á einfaldar spennumyndir, sem flæða á svo miklum hraða að áhorfandinn hefur ekki neinn tíma til að spá í hversu tilgerðarlegur söguþráðurinn er. Gott dæmi um slíka titla væri líklegast Phone Booth og Cellular, síðan auðvitað klassíkin Speed ef lengra er aftur í tímann farið. Red Eye vill vera svoleiðis mynd, gallinn er bara sá að hún er ALLTOF einföld.

Söguþráðurinn er á þykkt við klósettpappír og atburðarásin flæðir aldrei nógu vel til þess að maður gleymi þeirri staðreynd. Myndin á líka nokkuð erfitt með að komast almennilega á flug (no pun intended). Fyrsti hálftíminn er öll uppbyggingin, síðan þegar myndin er hálfnuð, þá líður manni samt eins og eitthvað sé verið að byggja upp en það er í raun og veru meginkjarninn (enda myndin rétt einhverjar 80 mínútur á lengd).

Hápunkturinn á skjánum er samleikur beggja leikaranna í forgrunninum. Rachel McAdams verður meira áberandi með hverri mynd og stendur sig vel í þessari. Cillian Murphy er annars vegar orðinn einhver svalasti (og skuggalegasti?) leikari sem ég get ímyndað mér núna. Líkt og þegar hann var í Batman Begins þá er alveg magnað hversu óhugnanlegur og sérstakur hann getur verið og því gerir það svo skemmilegt að horfa á hann. Svo er auðvitað ávallt fínt að hafa Brian Cox viðstaddan (og svona grannan!), en hann því miður gerir lítið sem ekkert hérna og reynist þar með vera býsna gleymdur.

Yfir heildina er hér annars um að ræða ágætis afþreyingu. Hún er þunn en nær einhvern veginn að halda áhuga manns, og lokaþriðjungurinn einn og sér ætti að tryggja spennufíklum það sem þeir sækjast eftir. Góð fyrir vídeókvöldið.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú hefur hugsað þér að sjá þessa mynd, spurðu þig þá eftirfarandi spurninga: Vil ég sjá dæmigerða hrollvekju sem byggist á hraða og blóði? Vil ég hafa sem minnst af samræðum og sálfræðilegum pælingum? Vil ég hafa rómantík innan um spennuna? Ef þú svarar þessum spurningum játandi er þetta einfaldlega ekki mynd fyrir þig. Spennan byggist ekki á miklum hraða, blóði, rómantík eða neinu slíku. Hún fjallar um viðbrögð venjulegrar manneskju við að þurfa að forða sjálfri sér og öðrum nákomnum úr lífshættu, í hörkuspennandi kapphlaupi við tímann. Aðstæðurnar í flugvélinni eru þrúgandi, þögnin og hið sálfræðilega taumhald 'vonda' mannsins á 'góðu' konunni. Athyglisvert -og góð tilbreyting- að lítil áhersla skyldi hafa verið lögð á eitthvað kynferðislegt í 'sambandi' þeirra. Og svo má deila um hvort gaurinn hafi nokkuð verið mjög vondur? -tók hann kannski starfið bara svona alvarlega... Svona myndir sér maður sjaldan og er ég mjög ánægð með að hafa skellt mér á hana í bíó. Ég held einnig mikið upp á aðalleikarana, Cillian Murphy og Rachel McAdams sem bæði stóðu sig prýðilega, auk annarra leikara. Cillian Murphy á áreiðanlega eftir að láta frekar að sér kveða í framtíðinni, hann getur í það minnsta verið jafn hrikalega indæll og hann getur verið svakalega scary. Endirinn var að nokkru leyti fyrirsjáanlegur, en samt mjög kröftugur. Frábær leikur, skruggugóður húmor (takið t.d. eftir 'pennanum' og 'motel'-umræðunni eftir wc-atriðið), góð samtöl, klipping og síðast en alls ekki síst; tónlist, gera Red Eye að topp-spennumynd að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

VARÚÐ.....þessi mynd er ekki hryllingsmynd.

Ef þú ætlar á hana með þeim tilgangi að bregða og verða hræddur og allt það sem fylgir þeirri ágætu skemmtun að fara á hryllingsmynd verðuru fyrir vonbrigðum.

Þessi mynd er auglýst sem einhverskonar scream hryllingsmynd eða eitthvað álika en er ekki neitt annað en spennumynd sem gerist að mestu um borð í flugvél. Vil ekki segja meira um söguþráðinn hann kemur nefnilega pínu á óvart.

Þessi mynd er einnig langt frá því að vera góð þetta er svonna 85 mínutna mynd sem hefði passað betur sem plott í einhverjum sjónvarpsþætti frekar en mynd sem kemst í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn