Náðu í appið
52
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Silence of the Lambs 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Dr. Hannibal Lecter. Brilliant. Cunning. Psychotic. In his mind lies the clue to a ruthless killer. - Clarice Starling, FBI. Brilliant. Vulnerable. Alone. She must trust him to stop the killer.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 86
/100
Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna en vann fimm. Besti leikari í aðalhlutverki, besta leikkona í aðalhlutverki, besta mynd, besta handrit og besta leikstjórn.

Ungur alríkislögreglumaður, Clarice Starling, fær það verkefni að finna týnda konu og bjarga henni frá geðsjúkum raðmorðingja, Buffalo Bill, sem flær fórnarlömb sín. Til að fá betri innsýn í hugarheim morðingjans, talar Clarice við annan klikkaðan morðingja, Hannibal Lecter, sem áður en hann gerðist morðingi var virtur geðlæknir. Hann situr nú í... Lesa meira

Ungur alríkislögreglumaður, Clarice Starling, fær það verkefni að finna týnda konu og bjarga henni frá geðsjúkum raðmorðingja, Buffalo Bill, sem flær fórnarlömb sín. Til að fá betri innsýn í hugarheim morðingjans, talar Clarice við annan klikkaðan morðingja, Hannibal Lecter, sem áður en hann gerðist morðingi var virtur geðlæknir. Hann situr nú í rammlæstu fangelsi. Alríkismaðurinn Jack Crawford trúir því að Lecter, sem er áhrifamikill og snjall í að ná stjórn á huga fólks, geti búið yfir svörunum sem þau leita að, sem gætu hjálpað þeim að finna raðmorðingjann Buffalo Bill. Fyrst þarf Clarice að ávinna sér traust Lecters, áður en hann segir henni eitthvað sem getur hjálpað henni. ... minna

Aðalleikarar

Hversu langt vilt þú fara til að bjarga fórnarlamb
Það kannast bókstaflega allir við karakterinn Dr. Hannibal Lecter sem Anthony Hopkins leikur í langflestum tilvikum. Þetta er önnur myndin um geðveiku mannætuna Dr. Hannibal Lecter en sú fyrsta er Manhunter þá fer Brian Cox með hlutverkið Hannibal.
Clarice Starling (Jodie Foster) er lögreglukona í þjálfun sem fer að fara að heimsækja Hannibal á geðveikraspítala og taka viðtöl við hann um sálfræðisístem og eitthvað meira, svo kemur í ljós að Hannibal veit allt um raðmorðingjann "Buffalo Bill" sem var nýbúinn að ræna sínu nýja fórnarlambi (Catherine Martin) , Clarice Starling hefur, aðeins þrjá daga að finna Catherine Martin áður en að Buffalo Bill er búinn að pynta það og svo drepa. Á þessum þremur dögum þarf Starling að ná uppúr Hannibal öllum upplýsingunum um Buffalo Bill því að hann veit bókstaflega allt sem þarf til að ná honum á innan við korteri en Starling þarf þá líka að gefa sínar upplýsingarnar úr sínu persónulífi sem Hannibal vill vita.

Dr. Hannibal Lecter er svo allra besta hlutverkið hans Anthony Hopkins frá upphafi og svo hvernig hann nær að leika þennan geðsjúkling miðað við karakterinn hans Frederick Treves í The Elephant Man var algjört andheiti við Hannibal það sannar það hversu góður leikari hann Hopkins er og mun alltaf verða.
Jodie Foster byrjaði ung að aldri að leika og í þessari mynd lyfti hún sér algjörlega upp úr að vera barnastjarna og að vera stimpluuð inn sem alvöru leikkona.

The Silence of the Lambs er margverðlaunuð mynd og ef maður sér hana þá á maður mjög erfitt með að gleyma myndinni því að hún er bara svona sterk og brjáluð í að vera awesome. Leikstjórinn Jonathan Demme (Philadelphia) er loksins orðinn að stórleikstjóra á þessum tíma en því miður hefur hann ekki gert fleiri svona stórar myndir.

Einkunn: 10/10 - Ógleymanlegt meistaraverk !!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jodie Foster þarf að berjast við suðurríkjahreiminn í þessari mynd en leikur samt ágætlega og allir hinir leikararnir leika það líka ótrúlega vel. Buffalo Bill (Ted Levine,monk) er geðveikur morðingi sem rænir konur og tekur af þeim skinnið. En Foster er send til að leysa þessa ráðgátu með hjálp Dr.Hannibals Lecter sem er fyrrum sálfræðingur og er mannæta. Myndin er frekar ofbeldisfull því að það er að taka andlit af mönnum og magann og svoleiðis og myndin endar á hinni frægu setningu (I'm having an old friend for dinner).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Anthony Hopkins sýnir sinn besta leik, hann er örugglega eini leikarinn í heiminum sem passar í hlutverk Hannibals. Geðveikur morðingi að nafni Buffalo Bill er að drepa konur og taka af þeim skinnið (úff!) og löggan Clarice Sterling(Jodie Foster,Panic Room) þarf að finna þennan morðingja. Hún getur ekki gert það ein en hún þarf að gera það með hjálp Dr.Hannibals Lecter (Anthony Hopkins,Hannibal,Red Dragon) en hann er geðveikur maður sem er alræmd mannæta en er í fangelsi. Besti spennutryllir síðasta áratugs tuttugustu aldarinnar að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndir eins og Silence of the Lambs eiga bara skilið fjórar stjörnur. Það munaði littlu hvort ég gæfi henni þrjár og hálfa í stað þess fjóra en það skiptir svo sem engu miklu máli. Myndinn er hinsvegar mjög vel leikinn og ég vona að þessi mynd vann eihvern óskarsverðlaun(don't know). Leikarar á borð við Anthony Hopkins(Zorro,Red Dragon) og Jodie Foster(Panic Room,Red Dragon) eru bara að sýna hvernig þau snillingarnir leika. Myndin er örugglega lang besta myndin árið 1991 sem eiginlega ekkert skrýtið. Myndinn er mál þar sem geðklofin Buffalo Bob, er að drepa konur og nú er hann búinn að ræna eina dóttur sem móður hennar er einhver alþingiskona. Clarice(Jodie Foster) fær að vinna í þessu hrokafullu máli og vill gjarnan heyra hvað hann Dr.Hannibal Lecter(Anthony Hopkins) hefur að segja um hann. Hann veit nú þegar mjög mikið um þennan Buffalo bob og segir að hann hefur verið með honum og hefur kennt honum eitthvað. Þeir munu gefa honum smá frelsi og hann mun ekki verða svona mikið refsaður. Clarice reynir smátt og smátt að reyna leita betur frá þessum Buffalo Bob sem er eiginlega kona(hann er ekki með typpi). Já, leikararnir eru mjög skemmtilegir og það er gaman að sjá Anthony Hopkins leika svona gott hlutverk því að þau eru frekar sjaldgefin og það er líka flott hvernig hann Hannibal er morðlegur að það er frekar mjög kúlt. Ég held að Hopkins vann óskarinn árið 1991. Leikstjórin Jonathan Demme er mjög góður að leikstýra þessari mynd og ég vona að hann hafi unnið óskarinn fyrir þetta. Ég verð að enda á því að þessi mynd fær þokkalega fjórar stjörnur sem er gott því þetta er snilld. Þetta voru lokaorð mín á Silence of the lambs. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík og önnur eins kvikmynd hef ég ekki séð í langan tíma. Ég horfði á hana í gær og ég er enn með gæsahúð.

Myndin fjallar um Clarice Starling ungan F.B.I nema sem fær það verkefni að taka viðtal við Dr. Hannibal Lecter geðsjúkling með smekk fyrir mannakjöti, út af raðmorðingjanum Buffalo-Bill sem flær húðina af fóralömbum sínu.

Myndatakan er góð, lýsingin geðveik og tónlistin frábær.

Stórkostleg mynd og stórleikur frá öllum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn