Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frekar slöpp mynd með Mark Wahlberg í aðalhlutverki.
Þetta er endurgerð af mynd frá 1963 sem heitir Charade.
Ég hef ekki séð þá mynd en er samt viss um að hún sé þónokkuð betri en þessi, því annars hefði hún ekki verið endurgerð.
Það sem mér finnst vera hvað verst við þessa mynd er handritið.
Mörg samtöl og þess háttar eru svo hallærisleg að myndin verður alltof gerfileg.
Vidoetökurnar eru ömurlegar, ég bara þoli ekki þegar videovélin er látinn snúast í hringi um fólkið sem er að tala, og þegar myndavélin er á fullri ferð á meðan að eitthvað er að gerast og maður veit ekki hvað snýr upp né niður.
Þetta á að vera spennumynd en ég átti í erfiðleikum með að halda mér vakandi á meðan ég horfði á myndina, hún var það óspennandi.
Það er samt ekki þar með sagt að hún sé alslæm.
Mark Wahlberg var góður í sýnu hlutverki, og einnig sem mér fannst mér Thandie Newton leika vel.
Þetta er mynd sem ég mun sennilegast ekki horfa á aftur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
7. mars 2003
VHS:
16. október 2003