Náðu í appið
The Truth About Charlie
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Truth About Charlie 2002

Frumsýnd: 7. mars 2003

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 5
/10
The Movies database einkunn 55
/100

Ung kona í París er í þann veginn að biðja um skilnað frá eiginmanni sínum þegar hún kemst að því að .... hann er látinn; og allir peningar þeirra eru horfnir. Hún hittir dularfullan mann, sem segir henni að peningarnir hafi í raun verið hans, og hann vilji fá þá til baka, en hann er nokkuð viss um að hún sé að fela peningana. Á sama tíma lætur fleira... Lesa meira

Ung kona í París er í þann veginn að biðja um skilnað frá eiginmanni sínum þegar hún kemst að því að .... hann er látinn; og allir peningar þeirra eru horfnir. Hún hittir dularfullan mann, sem segir henni að peningarnir hafi í raun verið hans, og hann vilji fá þá til baka, en hann er nokkuð viss um að hún sé að fela peningana. Á sama tíma lætur fleira fólk lífið ...... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Frekar slöpp mynd með Mark Wahlberg í aðalhlutverki.

Þetta er endurgerð af mynd frá 1963 sem heitir Charade.

Ég hef ekki séð þá mynd en er samt viss um að hún sé þónokkuð betri en þessi, því annars hefði hún ekki verið endurgerð.

Það sem mér finnst vera hvað verst við þessa mynd er handritið.

Mörg samtöl og þess háttar eru svo hallærisleg að myndin verður alltof gerfileg.

Vidoetökurnar eru ömurlegar, ég bara þoli ekki þegar videovélin er látinn snúast í hringi um fólkið sem er að tala, og þegar myndavélin er á fullri ferð á meðan að eitthvað er að gerast og maður veit ekki hvað snýr upp né niður.

Þetta á að vera spennumynd en ég átti í erfiðleikum með að halda mér vakandi á meðan ég horfði á myndina, hún var það óspennandi.

Það er samt ekki þar með sagt að hún sé alslæm.

Mark Wahlberg var góður í sýnu hlutverki, og einnig sem mér fannst mér Thandie Newton leika vel.

Þetta er mynd sem ég mun sennilegast ekki horfa á aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn