Náðu í appið
52
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Hannibal Rising 2007

(Hannibal 4)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. febrúar 2007

It Started With Revenge

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
Rotten tomatoes einkunn 55% Audience
The Movies database einkunn 35
/100

Systkinin Mischa og Hannibal eru óaðskiljanleg, og þau elska hvort annað mjög mikið. Þegar þau eru í felum fyrir Nasistum í Seinni heimsstyjöldinni verða þau fyrir hrottalegri árás, og foreldrar hans og ástkær systir láta lífið. Mörgum árum síðar er Hannibal sem unglingur, í París þar sem hann býr hjá frænku sinni, Murasaki Shikibu, og stundar nám... Lesa meira

Systkinin Mischa og Hannibal eru óaðskiljanleg, og þau elska hvort annað mjög mikið. Þegar þau eru í felum fyrir Nasistum í Seinni heimsstyjöldinni verða þau fyrir hrottalegri árás, og foreldrar hans og ástkær systir láta lífið. Mörgum árum síðar er Hannibal sem unglingur, í París þar sem hann býr hjá frænku sinni, Murasaki Shikibu, og stundar nám við læknaskóla. Hann vill hefna sín á þeim sem drápu systur hans, hann er enn mjög bitur og reiður, og loks kemur rétta tækifærið.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Thomas Harris er snillingur og flest verk hans gull og þetta er eitt þeirra.Myndin hélt manni fast við sætið og maður var gg spentur allan tíman.Gaspard Ulliel er ungur snillingur og hann tók vel við hlutverki hannibal og lék það bara mjög vel og gerði flott verk hann náði honum alveg ég var nefnilega hræddur um að hann næði því ekki vegna þess að Anthony Hopkins lék hannibal svo vel í hinum og maður bjóst við annað hvort klúðri eða alveg 100% ekkert á milli og það tókst.Myndin var spennandi,gróf,findin og umfram allt góðTakk fyrir mig
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja kæru hálsar,

Þá er fimmta kvikmyndin komin á hvíta tjaldið um Hannibal Lecter, og hér fáum við að sjá bernskubrek og áðstæður geðveilu, hins ofur-gáfaða lækni (slash) sálfræðings, okkar uppáhalds vondakall hvíta-tjaldsins.


Það vekur ávalt depurð mína að skrifa gagnrýni um kvikmynd eftir að hafa lesið viðkomandi bók. Þess vegna mun þessi grein verða aðeins lituð af þeirri staðreynd.


Ég mun samt sem áður halda mig við áður unnin vinnubrögð, varðandi gagrýni mínar á kvikmyndir, og mun þess vegna ekki fara of djúpt ofan í söguþráð myndarinnar. Ástæða þess er að í þessu tilfelli mun rithöfundurinn og barnsfaðir Hannibal Lecters, Thomas Harris, sem er um leið handritshöfundurinn, MUN koma ykkur svo skemmtilega á óvart.


Enskt ljóðskáld orti eitt sinn....

Tíminn er bergmál axarinnar, djúpt inni í viðjum viðarinns... Philip Larkin...


Rómverjar skildu aldrei eftir börn eftirlifendur fórnarlamba sinna á lífi. Af hverju? Jú því niðjar viðarinns man bergmál axarinnar!....


Svo örfá ykkar vita í raun að Hannibal Lecter, var ættaður af auðugu aðalsfólki frá Toscana héraði á Ítalíu, og hafði meðal annars komið sér vel fyrir í ættar-kastala í Litháen ríki mið evrópu.


Myndin byrjar einmitt þar sem Leifturstríð Adolf Hitlers, Blitzkrieg, er að hefjast, og Lecter fjölskyldan er tilneydd til að flýja upp í mjög afskektan fjallakofa sinn.


Það sem vakti strax áhuga minn varðandi faglega vinnu Hannibal Rising, var hve vel hún væri unnin, varðandi alla hluti sem tengdust seinni heimsstyrjöldinni, og var svo ofboðslega vel unnið fram í fremstu fingurgóma. Skriðdrekar Adolf Hitlers í Blitzkrieg SS-Tiger-Panzerinn var 100% unninn varðandi útlit, og að sama skapi alliur hinir rússnensku ofurskriðdrekar líka, það er T-34.


Ég varð mjög spenntur að horfa á hinn mikla rússnenska skriðdreka T-34, brjóatst í gegnum skóginn og snúa fallbyssuturni sínum í fyrsta skiptið má segja í kvikmynda-sögunni, og takast á við hina alræmdu- Junkers-Stuka eða Flugvél Deutche Luftwaffe, því hún var greinilega þeim vopnum búin, sem komu ekki á þær fyrr en í lok WWII...


Ég varð á kafla mjög hrifin eða þar til myndin fór að taka á sig mannlegu-myndgerð hennar. Það var unnið mjög brösulega að því verki, og að mínu skapi stiklaði myndin á allt of stórum skrefum. Það var hoppað í einu í annað, en að mínu skapi er það enn og aftur minn dómur, frá Snilldarskrifuðu-bókinni, þannig ekki taka alveg marka á því.En hérna fáum við fyrst að sjá hinu virkilega vondu-kalla myndarinnar, og í raun ástæðu áframhalds morð-æðis Hannibal Lecters, til okkar dags. Sá sem er aðal vondikallinn er engin annar en Rhys Ifans, en hann lék einmitt hinn yndislega og marg-elskaða- Waleska-og-Sífellt-Rúnkandi-besta-vin hans Hugh Grant í Notting Hill, hann fer með hlutverk sitt sem hinn hrottalegi stríðsglæpamaður Vladis Grutas að maður fellur í þá gryfju að halda með Lecter!


Við fáum að sjá góða spretti í Hannibal Rising, eins og hið góðkunna listaverk Goldberg Variations sem fyrirkom í The Silense of The Lambs, en því miður klikkar leikstjóri Hannibal Rising á því smá atriði, að velja ekki réttan flytjanda fyrir þetta klassíska verk....


En ekki hika við að fara í bíó elsku vinir til að sjá þetta snlldar-plott Thomas-Harris varðandi Hannibal Lecter!


Aðal leikarinn og sá sem lék Hannibal Lecter, Gaspard Ulliel, fékk mig til að fá hroll og þá sérstaklega í loka-atriðinu í bíómyndinni!


Ég sá í augum þessa franska leikara sem ég er mjög sáttur með, geðveiki Hannibal Lecters, það er varðandi, loka-atriðið, sem ENGIN okkar má fá að vita um eða lesa um!!!!!


Það er lykill myndarinnar gott fólk!!!!


Tata,

Lecter

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, góðan daginn. Þegar maður hélt að Saw 3 myndi verða versta myndin í ár, þar hafði ég rangt fyrir mér. Því þessi hræðilega ræma rasskellur Saw hvað varðar ömurlegheit og fer létt með það. Hver kannast ekki við Hannibal Lecter, mannætuna sem Anthony Hopkins gerði ódauðlegan í Silence of the Lambs? Þeirri mynd var fylgt eftir með Hannibal, þar sem Ridley Scott kom með ágætis afþreyingu. Svo kom forsagan, Red Dragon, sem telst vera sú besta í seríunni með Silence og kom all svakalega á óvart. Og nú er komið The Prequel Prequel. Hér segir frá uppeldisárum Hannibals og hvernig hann varð Hannibal The Cannibal. Hannibal Rising er mynd sem í rauninni er engin þörf á að gera, enda er hún ekkert að bjóða manni upp á neitt nýtt. Sagan er mjög leiðinleg, og óþarfa löngum tíma eytt í að kynna karakterinn á hans uppeldisárum og þá hörmulegu atburði sem hann lendir í. Svo eru leikararnir verulega slappir, og þar fer helstur á kreik Gaspard Ulliel. Túlkun hans á Hannibal er arfaslöpp, og sést greinilega að hann er að reyna vera eins og Anthony Hopkins. In fact, kannski of mikið(heyrist best á ömurlega hreimnum sem hann notar). Ég gæti nefnt endalaust af göllum á þessari mynd, en ég ætla að láta þetta duga. En ein aðvörun hér í lokin: Ef þið ætlið að eyða 900 kr. í bíó, ekki sóa því á Hannibal Rising. Það er ekki þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn