Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express?

Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduðum heimum ýmissa kvikmynda.

Slíkar myndir hafa yfirleitt verið kallaðar „Film within a film“ (kvikmynd-inni-í-kvikmynd), en við kjósum að kalla þær gervimyndir hér. Nánast frá upphafi kvikmyndasögunnar hafa menn sett gervimyndir inn í kvikmyndir, sem fjalla þá oftast sjálfar um kvikmyndagerð eða eitthvað álíka.

Einstaka sinnum hefur það síðan gerst að þessar gervimyndir hafa seinna meir orðið að veruleika, á vissan hátt (margar Adam Sandler myndir eru svolítið í þeim dúr) eins og t.d. gerðist með Machete. En í flestum tilvikum eru þessar hugmyndir ekkert meira en góður brandari.

Til að komast inn á þennan lista höfum við ákveðið að það sé ekki nóg að sýna plakat eða heyra titil eða sýna upptökur gervimyndarinnar heldur verða að vera til senur úr henni, og því komast ekki inn á blað hérna t.d. meistaraverkið “Rochelle Rochelle” úr Seinfeld, myndirnar hans Lee Lucas úr Scott Pilgrim Vs. The World, “The Rural Juror” frá 30 Rock, einhver af myndunum hans Tracy Jordan úr sama þætti (eins og t.d. “Sherlock Homie” eða “Who Dat Ninja”) eða Víetnamstríðsmyndin “Comin’ Home in a Body Bag” úr True Romance .

En það eru engu að síður til ansi mörg góð dæmi um þetta og við höfum tekið okkur til og týnt saman nokkur af þeim bestu, og þá líka nokkur úr sjónvarpsþáttum.

Hérna eru þau:

Mant! (Matinee)

Joe Dante er frægastur fyrir að hafa leikstýrt Gremlins-myndunum en hefur þó gert fleiri myndir sem færri þekkja, sem er miður þar sem þær eru flestar mjög skemmtilegar. Matinee er ein af þeim en hún segir frá því þegar b-hryllingsmynd er frumsýnd í smábæ í Flórída í hámarki Kúbudeilunnar árið 1962 þegar allir óttuðust að kjarnorkustyrjöld væri á næsta leiti. Mant! heiti myndin sem verið er að frumsýna og sést allstór hluti úr henni í myndinni. Þar virðist vera á ferðinni hin fínasta b-hryllingsmynd sem gaman væri að sjá í heild sinni. 


Werewolf Women of the SS, Don’t, Thanksgiving og Machete (Grindhouse)

Grindhouse myndin var því miður aldrei sýnd á Íslandi heldur fengum við bara myndirnar tvær, Death Proof og Planet Terror, í sitthvoru lagi og misstum því af því að sjá í bíó alla feik trailerana sem voru gerðir fyrir hana. En örvæntið eigi því alla þessa trailera má finna á YouTube!

(Machete)
(Werewolf Women)
(Don’t)
(Thanksgiving)


Hamlet m. Arnold Schwarzenegger/Jack Slater (Last Action Hero)

Hamlet m. Arnold var ekkert nema stuttur dagdraumur aðalpersónu Last Action Hero, hins unga Danny, en þvílíkur draumur! Not to be!


The Dog Walker (Trainwreck)

Hver vill ekki horfa á Daniel Radcliffe passa hunda?


Angels With Filthy Souls/Filthier Souls (Home Alone I & II)

Einn af hápunktum Home Alone myndanna var gamla gangster myndin sem Kevin McAllisterhorfði alltaf á og notaði til að hrella óvini sína. Sem barn hélt ég að þetta væri alvöru mynd en svo kom í ljós að hún var það ekki, þó titillinn Angels With Filthy Souls sé vísun í klassíska James Cagney mynd sem nefnist Angels With Dirty Faces.


Angels Live in My Town (Boogie Nights)

Brock Landers að sparka rassa og negla í gellur. Hvað meira þarf?


Logjammin’ (The Big Lebowski)

“He fixes the cable?” Meira klám, núna með þýskum hreim!


The Night the Reindeer Died (Scrooged)

Síðan ég sá þessa klippu sem barn í myndinni Scrooged hefur mig dauðlangað að sjá hasarmynd um jólasveinninn. Hún hefur enn ekki verið gerð þannig að maður verður að sætta sig við að horfa bara aftur á þessa klippu í bili.


Gandhi II (UHF)

UHF með Weird Al Yankovic er gífurlega vanmetin gamanmynd sem allir þurfa að sjá, ein fyndnasta mynd sem gerð hefur verið. Feik trailerinn fyrir Gandhi II (“No more mr. passive resistance!”) er einn af mörgum hápunktum hennar.


Pineapple Express 2 (This is the End)

This is the End var stórskemmtileg ræma en besta atriðið í henni var líklega þessi gervi trailer fyrir Pineapple Express 2.


McBain the movie (The Simpsons)

Þegar talað er um gervimyndir er ekki hægt að sleppa McBain myndunum úr The Simpsons. En það sem kannski ekki allir fatta er að allar klippurnar sem sáust úr McBain myndunum voru í raun allar úr einni og sömu myndinni og einhver meistari hefur tekið sig til og klippt þær allar saman í eina heild. “Mendoooooozaaaaaaa!”


The Shrinking Lover – (Hable Con Ella)

Í mynd Pedro Almodovars segir einn karakterinn frá þögullri mynd sem hann sá sem ber nafnið Minnkandi Elskhuginn (The Shrinking Lover) og er það miður að sú mynd sé ekki til í heild sinni, hápunktur annars frábærrar myndar.  Því miður virðist þessi sena ekki vera til á Youtube í heilu lagi (hún er líka nokkuð löng og brotin aðeins upp í myndinni) en við fundum það næstbesta þar sem einhver aðdáandi hefur tekið sig til og endurgert þennan part úr mynd Almodovar.

https://www.youtube.com/watch?v=zWDberIa–g

Fleiri góðar:

Fake Purse Ninjas (Bowfinger)


Men In Black Who Like to Have Sex… (Dirty Work)


Nation’s Pride/Stolz der Nation (Inglourious Basterds)


Conan the Librarian (UHF)


Ass: The Movie (Idiocracy)


2 Brothers (Rick and Morty)


Lethal Weapon 5 (It’s Always Sunny in Philadelphia)