„Vanþroska maður hleypur langt“ – Glataðar lýsingar á gæðamyndum

Það má alltaf finna ýmsar leiðir til að lýsa góðum kvikmyndum með afleitum hætti. Netverjar á samfélagsmiðlum hafa lengi vel tekið þátt undir myllumerkinu #MoviePlotsExplainedBadly og leikið sér að því að súmma athyglisverða sögu upp í einni setningu þannig að vel gerð kvikmynd virkar eins og abstrakt frat eða eitthvað mun áhugaminna.

Til að halda aðeins í sambærilegt sprell var efnt til svipaðrar umræðu/áskorunar í Facebook-hópnum Bíófíklar, en þar streymdi ýmist grín og má sjá hér brot af þeim lýsingum sem upp úr stóðu hér fyrir neðan.


Tveir menn borða kvöldmat og tala saman.


Maður rændur gólfmottu.


Brautryðjandi skemmtigarður bilar vegna þess að einn tæknimaðurinn fékk ekki nægilega vel borgað.


Konur síga niður í helli og hitta óvænt íbúa hans.


Tveir litlir stubbar losa sig við hring og fara heim aftur.


Hópur af fólki sofnar í flugvél.


Bifvélavirki leitar að fjarstýringu.


Vanþroska maður hleypur langt.


Þunglynd kona reynir að ákveða hvort hun vilji sofa hja dánum gaur eða hundi.


Hópur manna þarf að taka saman ákvörðun og einn þeirra, sem neitar að skipta um skoðun, sannfærir alla hina um að sín skoðun sé rétt.


Lögga vill fá að vita hvað er í kassanum.


Maður með ritstíflu á hóteli með eiginkonu og syni sem honum finnst ekkert skemmtileg.


Debbie heimsækir borgina Dallas og hittir mann og annan.