Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Thin Red Line 1998

Frumsýnd: 26. febrúar 1999

Every man fights his own war.

170 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 78
/100
Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna. Hefur fengið fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.

Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Baráttan um eyjuna Guadalcanal mun hafa mikil áhrif á sókn Japana inn á Kyrrahafið. Hópur ungra bandarískra hermanna er sendur sem liðsauki á svæðið, til að hjálpa hermönnum sem orðnir eru úrvinda af þreytu eftir að hafa varið hernaðarlega mikilvægan flugvöll sem tryggir yfirráð yfir svæði sem er 1.000 mílur... Lesa meira

Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Baráttan um eyjuna Guadalcanal mun hafa mikil áhrif á sókn Japana inn á Kyrrahafið. Hópur ungra bandarískra hermanna er sendur sem liðsauki á svæðið, til að hjálpa hermönnum sem orðnir eru úrvinda af þreytu eftir að hafa varið hernaðarlega mikilvægan flugvöll sem tryggir yfirráð yfir svæði sem er 1.000 mílur að radíus. Ungu hermennirnir koma þarna inn í hreint helvíti, og hryllingur stríðsins þjappar hópnum saman, og tilfinningar þeirra þróast í sterk ástar- og jafnvel fjölskyldubönd. Tilgangur stríðsins verður sífellt fjarlægari samhliða því sem heimur mannanna verður sífellt minni og minni, eða allt þar til bardagar þeirra fara aðallega að verða barátta um að halda lífi. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd var hræðilega leiðinleg, hvernig ég á að rökstyðja það hef ég ekki hugmynd um. Hún var langdregin. Persónurnar í myndinni voru óspennandi, maður fann ekkert til með þeim, þetta hefðu alveg eins getað verið pappaspjöld. Það var of mikið af því að teknar væru myndir af trjám og öðrum gróðri án þess að það hefði eitthvað með söguna að gera, of mikið af flassbökkum. Eftir því sem ég hef lesið um Guadacanal og bardagana þar, þá voru þeir töluvert tvísýnni en bardagarnir í myndinni, Bandaríkjamönnum var næstum sparkað af eynni. Ekki sást að eitthvað í þá áttina væri að gerast. Ég geri mér grein fyrir að algjör nákvæmni í þessu sambandi er illmöguleg, en það hefði mátt gera miklu betur. Myndin fær því hálfa stjörnu hjá mér, ástæðan? Hún endaði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thin Red line er hin eina sanna stórmynd. Hún er stórkostleg upplifun frá byrjun til enda. Það sem er svo frábært við myndina er að hún leggur áherslu á stríðið í stríðinu (Þ.a.s sálarstríð hermanna). Stríðið er séð frá misjöfnum persónuleikum og við það myndast misjöfn sýn á stríðið. Í hinu fjandsamlega umhverfi berjast hermenn bæði fyrir lífi sínu og geðheilsu. Terence Malick nálgast efni að mjög mikilli næmi og tilfinningu og það er ótrúlegt það skuli vera 20 ár síðan hann gerði sína seinustu mynd. Myndinn er mjög átakaleg. Þó er ekki til væmni eða melódramatík í henni (vill oft verða með svona Hollywood stríðsmynd) Thin Red Line er líka einstaklega ljóðræn það sem pælingar aðalpersónu svífa í gegnum þig og þú færð gæsahúð við að upplifa pælingar hans um hugtök eins og ástinna, íllskuna og góðleikann. Myndmálið er mjög sterkt og gerir kröfur til þín. Helstu gallar eða galli myndinar er George Cloney; Það er eins og Malick hafi sagt (eftir mikið þras) "okey þá ! þú mátt vera með,, og hafi síðan skotið þeim inn eins og lélegri auglýsingu. Einnig er myndinn dálítið löng og ég ráðleggi fólki að horfa á hana í tveimur hlutum. Það virkaði vel á mig. Þessi mynd gerir kröfur til áhorfendans og ekki er víst að allir fíli það að þurfa hugsa og upplifa staðinn fyrir að láta mata sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð mjög vonsvikinn eftir að hafa séð þessa hrikalegu stríðsmynd. Það var búið að líkja þessari við Saving Private Ryan. En hún er engan vegin eins góð og hún. Ég gef henni eina stjörnu út af Sean Penn, ég fíla hann mjög mikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Til hvers fara menn í stríð. Mennirnir sem eru sendir í fremstu víglínu til þess að drepa einhverja aðra náunga sem þeir vita ekkert um fyrir utan að þeir eru óvinir þeirra, þeir gera sér grein fyrir að þetta er ekkert nema einhver valdagræðgi stjórnvalda sem hafa líf milljóna manna á samviskunni. Myndin segir frá því hvernig Bandaríkjamenn tóku eyjuna Guadalcanal af Japönum undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og skipti það miklu máli fyrir sigur Bandaríkjanna yfir Japan. Myndin sýnir betur en nokkur önnur stríðsmynd sem hefur verið gerð hvað stríð er tilgangslaust og ömurlegt yfir höfuð. Hinn sérstaki Terrence Malick nálgast viðfangsefnið af þvílíkri næmni, virðingu fyrir umfjöllunarefninu og krafti að ótrúlegt er á að líta. Og að hugsa sér að maðurinn hefur ekki leikstýrt neinu í 20 ár. Hann kemur með nánast ljóðræna nálgun á viðfangsefninu og er þessi mynd mun persónulegri en Saving Private Ryan þótt að hún sé meiri stórmynd. Þetta er ein af allra átakanlegustu og sorglegustu myndum sem þú getur séð en aldrei væmin og melódramatísk. Leikaraliðið er frábært. Sean Penn og Nick Nolte standa sig báðir mjög vel en það er John Caviezel sem stelur senunni og er þetta óskarsverðlaunaleikur. Woody Harrelson er líka frábær og er skemmtilegt að sjá John Travolta og George Clooney í gestahlutverkum. En samt er það Terrence Malick sem er allt í öllu og svona mynd gera engir nema snillingar. Ein besta mynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð og eftirminnileg stríðsmynd með frábærum leikurum í aðalhlutverkum. Myndatakan og leikurinn eru frábær í myndinni. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 1998 en fékk hann ekki. Mjög góð mynd sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn