Gagnrýni eftir:
American Psycho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég mæli eindregið með þessari frábæru mynd og einnig að fólk lesi bókina( helst áður en farið er á myndina). Myndin nær bókinni fullkomlega og Bale er fullkominn í hlutverki Patrick Bateman. Ástæðan fyrir því að myndin fékk R stimpil í BNA en ekki NC-17 eins og hún átti að fá upphaflega var vegna þess að trekant atriðið var tekið út þar sem Bandaríkjamenn vilja frekar banna nekt en ofbeldi. En sem betur fer fá Evrópubúar að sjá hana óklippta. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð í langan tíma. Frábærir leikarar, svartur húmor, kaldhæðni, ofbeldi og ádeila á uppasamfélagið gerir þessa mynd frábæra. Ég mæli sterklega með því að fólk lesi bókina eftir Brett Easton Ellis áður en farið er á myndina til að finnast hún ennþá betri.