Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Payback 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. mars 1999

No More Mr. Nice Guy

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Porter er illskeyttur, en nágrannar hans eru sínu verri. Hann er harður í horn að taka, fyrrum hermaður. Vinur hans svíkur hann og eiginkona hans, sem er eiturlyfjafíkill, skýtur hann í bakið. Hann lifir skotárásina af og snýr aftur, til að fá sinn hlut í ráni á asísku glæpagengi. Peningarnir rötuðu í hendur glæpasamtakanna The Outfit sem ráða lögum... Lesa meira

Porter er illskeyttur, en nágrannar hans eru sínu verri. Hann er harður í horn að taka, fyrrum hermaður. Vinur hans svíkur hann og eiginkona hans, sem er eiturlyfjafíkill, skýtur hann í bakið. Hann lifir skotárásina af og snýr aftur, til að fá sinn hlut í ráni á asísku glæpagengi. Peningarnir rötuðu í hendur glæpasamtakanna The Outfit sem ráða lögum og lofum í borginni. Porter þarf nú að feta sig í gegnum heim uppfullan af heróínsölum, vændiskonum, byssumönnum og spilltum löggum, heim þar sem pyntingar eru daglegt brauð. Eini vinur hans er fyrrum vinnuveitandi hans, vændiskona, og tryggð hennar er ekki lengur jafn trygg og áður þar sem hún vinnur nú fyrir The Outfit. Áætlanir Porter ganga vel til að byrja með, en hann lendir svo í klónum á foringja glæpasamtakanna. ... minna

Aðalleikarar


Ég hafði bara heyrt góða hluti um þessa mynd svo ég bjóst við snilldarmynd og það er það sem ég fékk.

Myndin er mjög vel leikstýrt handrit gott og leikur frábær.

Þetta er mynd fyrir þá sem vilja flotta byssubardaga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi snilldarlega mynd með Mel Gibson í hörkuformi segir frá smákrimmanum Porter sem er svikinn af vini sínum og eiginkonu út af 70.000 dollurum og er skilinn eftir nær dauða en lífi. Hann ákveður að hefna sín og fá sinn skerf. Frábær mynd með Mel Gibson í óvanalegu hlutverki. David Paymer er góður sem lúser. Gregg Henry sem "vinurinn", Maria Bello sem ástkonan og James Coburn og Kris Kristofferson ásamt William Devane góðir í sínum hlutverkum. ONE TO WATCH-definatly.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Payback er engurgerð af myndinni Point Blank frá 1967 og segir frá manni (Mel Gibson) sem er svikinn um 70000 dollara af vini sínum og kærustu og hvernig hann ætlar að endurheimta þá peninga, snilldarmynd og Mel Gibson er geðveikt góður í þessari mynd og svo sést ofurgellan Luci Liu í þessari mynd. 3 1/2 stjörnu á hún alveg skilið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Payback reyndist stórgóð endurgerð af snilldarverkinu Point Blank frá árinu 1967, sem þó verður að teljast betri enda fjögurra stjörnu mynd. Mel Gibson er jafn sannfærandi og Lee Marvin í hlutverki glæpamannsins, er snýr aftur til að leita hefnda og innheimta hlut sinn af ránsfengnum, sem eiginkona hans og samstarfsmaður höfðu af honum, þegar þau reyndu að drepa hann eftir vel heppnað rán. Ég mæli eindregið með báðum myndunum en þó aðeins á breiðtjaldi. Point Blank er sýnd reglulega í réttum hlutföllum á sjónvarpsstöðinni TNT.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er góð, ég bjóst við meiru af henni en hún er hin besta skemmtun. Handritið gott, góður leikur og góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn