Sá brothætti snýr aftur

Samuel L. Jackson snýr aftur í einni af þekktustu rullum sínum árið 2019, hlutverki hins brothætta Elijah Price, eða Hr. Glass eins og hann er kallaður. Kvikmyndin heitir Glass og er framhald kvikmyndanna Split og Unbreakable ( 2000 ), en allar þrjár kvikmyndirnar eru að sjálfsögðu í leikstjórn ráðgátuleikstjórans M. Night Shyamalan.

Myndir af Jackson í hlutverkinu hafa nú birst á samfélagsmiðlum, aðdáendum persónunnar til mikillar gleði.

Tökur myndarinnar standa nú yfir í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum, en þar náðust einmitt fyrrnefndar myndir af Glass, íklæddum fjólubláum kjólfötum.

Á vef breska dagblaðsins Daly Mail , þar sem sjá má fleiri en eina mynd af Jackson, segir að ljósmyndirnar af Glass hafi verið teknar fyrir utan Allentown ríkisspítalann á þriðjudaginn síðasta.

Ennfremur er sagt að tökur muni taka nokkrar vikur á geðspítalanum, sem var byggður árið 1912 og lokað árið 2010.

Glass fjallar um fangann Elijah Price, sem býr yfir mikilvægum leyndarmálum sem skipta bæði David Dunn, sem Bruce Willis leikur, og Kevin Crumb, sem James McAvoy leikur, miklu máli.

Shyamalan sagði í nýlegu viðtali: „Ég vona [ að þriðja Unbreakable kvikmyndin verði að veruleika]. Svar mitt er já. Ég er bara svo mikill ræfill stundum. Ég veit ekki hvað gerist þegar ég byrja að skrifa. En ég mun hefja skrif fyrir myndina. [ég er með ] mjög kraftmikla meginhugmynd sem er mjög flókin. En núna set ég markið hátt. Ég verð að vita að ég sé kominn alla leið. Ég er nánast kominn þangað, en ekki alveg.“

McAvoy deildi mynd af tökustað á dögunum einnig og segir þar: „Ég er með hárígræðslu!“

Glass er væntanleg í kvikmyndahús árið 2019.

Kíktu á myndirnar hér fyrir neðan:

I got a hair transplant #plugs

A post shared by James Mcavoy (@jamesmcavoyrealdeal) on