The Hateful Eight – Sjáðu nýju stikluna!

Ný stikla úr The Hateful Eight, áttundu mynd Quentin Tarantino, er komin út. Stiklan lofar góðu og stefnir allt í enn eina gæðamyndina frá Tarantino. the_hateful_eight_8

Samuel L. Jackson, sem leikur fyrrverandi hermann, er áberandi í stiklunni en þar eru aðalpersónurnar átta kynntar til sögunnar, a la Tarantino.

The Hateful Eight gerist á tímum bandarísku borgarastyrjaldarinnar og fjallar um persónu Kurt Russell, John Ruth,  sem er á ferð með fanga sinn (Jennifer Jason Leigh) þegar þau lenda í snjóstormi og þurfa að komast í skjól. Þar hitta þau fyrir vafasama náunga og flækjast í alls kyns svik og pretti.