Lokastiklan úr Django Unchained

Lokastiklan úr nýjustu mynd Quentins Tarantino, Django Unchained, er komin út.  Þar sést meira frá Broomhilde, eiginkonu Django, sem illmennið Calvin Candie heldur fanginni. Einnig eru þar ný atriði með Django og læriföður hans, Schultz.

 

Hin 165 mínútna langa Django Unchained er frumsýnd í dag í Bandaríkjunum og Kanada en 18. janúar hér heima. Helstu hlutverk eru í höndum Jamie Foxx, Kerry Washington, Christoph Waltz og Leonardo DiCaprio. Meðleikarar eru Don Johnson, Samuel L. Jackson og Walton Goggins.

Myndin hefur fengið mjög góða dóma, eða 5 stjörnur í The Guardian og 4 stjörnur hjá Total Film. Hin virtu blöð Variety og Hollwyood Reporter hafa einnig hlaðið hana lofi.

Hérna má sjá þessa lokastiklu.