Tarantino líkir nýrri mynd við Pulp Fiction

Fyrr í vikunni hófst CinemaCon afþreyingarráðstefnan í Las Vegas, en hún er stærsta ráðstefna af þessu tagi fyrir eigendur kvikmyndahúsa, vítt og breitt. Framleiðslufyrirtækið Sony Pictures bauð upp á leynigest í pallborðsumræðum, engan annan en kvikmyndaleikstjórann Quentin Tarantino, sem nú vinnur að mynd sinni Once Upon a Time in Hollywood, auk þess sem Tarantino leikarinn Leonardo […]

Leonardo DiCaprio fer með hlutverk í níundu kvikmynd Tarantino

Óskarsverðlaunaleikarinn Leonardo DiCaprio mun fara með hlutverk í nýjustu kvikmynd Quentin Tarantino sem verður frumsýnd á næsta ári. Um er að ræða níundu kvikmynd Tarantino sem mun fjalla um bandaríska glæpamanninn Charles Manson og hina svokölluðu Manson-fjölskyldu. Staðfest er að DiCaprio muni ekki fara með hlutverk Manson í myndinni heldur muni hann leika gamlan leikara sem hefur […]

The Revenant kom, sá og sigraði

The Revenant kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni í nótt. Hún var valin besta dramatíska myndin, aðalleikarinn Leonardo DiCaprio var kjörinn besti leikarinn í dramamynd og Alejandro Inarritu vann fyrir bestu leikstjórn. The Martian var valin besta myndin í flokki gaman- eða söngvamynda, auk þess sem aðalleikarinn Matt Damon hlaut Golden Globe sem besti […]

Hollywood-stjörnur í hryllingsmyndum

Margar Hollywood-stjörnur hófu feril sinn í hryllingsmyndum þar sem þær þurftu að takast á við alls kyns morðingja og ófrýnilegar verur. Í tilefni af hrekkjavökunni er hér listi yfir fimm stjörnur sem áttu þátt í að fá hár kvikmyndaunnenda til að rísa í hinum ýmsu hryllingsmyndum: Johnny Depp – A Nightmare on Elm Street (1984) Fyrsta […]

Svaf í dýrahræi og borðaði hráa vísundalifur

Leonardo DiCaprio lagði mikið á sig fyrir hlutverk sitt í The Revenant og gekk lengra en eflaust margir aðrir myndu gera.  „Ég get nefnt 30-40 tilvik sem voru á meðal þess erfiðasta sem ég hef nokkru sinni þurft að gera,“ sagði DiCaprio við Yahoo Movies. „Hvort sem það var að vaða í og úr jökulköldum […]

The Revenant: Ný stikla og myndir!

Ný stikla og nýjar ljósmyndir úr The Revenant eru komnar á netið þar sem fúlskeggjaður Leonardo DiCaprio er í forgrunninum. Leikstjóri er Alejandro González Iñárritu sem vann Óskarsverðlaunin fyrir Birdman fyrr á árinu.  Mikil eftirvænting ríkir eftir The Revenant og spá henni margir góðs gengis á næstu Óskarsverðlaunum. Auk DiCaprio leikur Tom Hardy í myndinni en þeir […]

DiCaprio leikur raðmorðingja í mynd Scorsese

Leikstjórinn Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio ætla að taka höndum saman enn á ný í kvikmyndinni The Devil in the White City sem er byggð á bók Erik Larson frá árinu 2003 en hún fjallar um sanna atburði.  DiCaprio mun leika raðmorðingjann Dr. HH Holmes, sem lokkaði til sín fórnarlömb á heimssýningunni í Chicago árið 1893. […]

Fúlskeggjaður DiCaprio í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan úr The Revenant með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki er komin út.  Myndin er sú nýjasta frá mexíkóska leikstjóranum Alejandro Gonzalez Inarritu sem vann Óskarinn fyrr á árinu fyrir Birdman. Við myndatökurnar notaði hann eingöngu náttúrulega lýsingu. Hinn fúlskeggjaði DiCaprio hefur í mörg horn að líta í sýnishorninu, auk þess sem Tom Hardy kemur […]

Fyrstu myndirnar af DiCaprio í 'The Revenant'

Fyrstu myndirnar af Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni The Revenant voru opinberaðar í dag á vefsíðu Entartainment Weekly. Myndinni er leikstýrt af Alejandro Gonzales Inarritu, en hann hefur áður gert myndir á borð við Babel, Biutiful og nú síðast Birdman. The Revenant er byggð á skáldsögu Michael Punke. Sagan gerist snemma á 19. öld og fjallar um […]

Scorsese gerir stuttmynd með Pitt, DiCaprio og De Niro

Stórleikararnir Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Robert De Niro munu fara með aðalhlutverk í nýrri stuttmynd sem Martin Scorsese mun leikstýra. Um er að ræða mynd sem er styrkt af fyrirtækinu Melco-Crown Entertainment (MCE), en fyrirtækið rekur hótel og spilavíti í Hong Kong og Macau. Leikstjórinn og leikararnir eru hvergi óvanir þegar kemur að því að […]

Hardy og DiCaprio í The Revenant?

Tom Hardy er sterklega orðaður við hlutverk í myndinni The Revenant. Leonardo DiCaprio, sem lék á móti Hardy í Inception, hefur þegar verið ráðinn til starfa. Leikstjóri er Alejandro Gonzalez Inarritu, þekktur fyrir Babel og 21 Grams.  Myndin gerist á nítjándu öld og fjallar um Hugh Glass sem leitar hefnda eftir að skógarbjörn ræðst á […]

DiCaprio í hefndarhug

Leikarinn Leonardo DiCaprio tók sér langþráð frí eftir að hann lauk tökum á kvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wallstreet. DiCaprio virðist þó ekki ætla að taka sér alltof langt frí því hann mun mæta til leiks á tökustað kvikmyndarinnar The Revenant í september næstkomandi. Myndinni verður leikstýrt af Alejandro Gonzales Inarritu, en hann hefur áður […]

DiCaprio og forsetarnir

Leikarinn Leonardo DiCaprio og leikstjórinn Martin Scorsese eru sagðir vera að undirbúa kvikmynd um fyrrum Bandaríkjaforsetann, Theodore Roosevelt. Eftir að kvikmynd þeirra, The Wolf of Wall Street sló í gegn þá hafa þeir verið að stinga saman nefjum á ný. Þykir það engin furða í ljósi þeirra kvikmynda sem þeir hafa unnið saman við í […]

Fórnarlamb Úlfsins fær bókasamning

Christina McDowell skrifaði opið bréf á dögunum þar sem hún gagnrýndi Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio fyrir að fegra ímynd Jordan Belford í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street. McDowell horfði m.a. upp á föður sinn lenda í fangelsi því Belford svindlaði á honum og situr hún nú uppi með skuldirnar hans á bakinu. Bréfið fól […]

DiCaprio og Hill leika saman á ný

Nýjustu vinirnir í Hollywood, þeir Jonah Hill og Leonardo DiCaprio virðast ekki fá nóg af hvor öðrum og eru nú staðfestir í nýja kvikmynd saman. Um er að ræða kvikmynd með Jonah Hill í aðalhlutverki, og fjallar myndin um öryggisvörðinn Richard Jewell, sem fann grunsamlegan bakpoka nálægt íþróttaleikvangi á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Jewell […]

Bakvið tjöldin á Titanic

Kvikmyndin Titanic er ein vinsælasta kvikmynd sögunnar og á hún sér aðdáendur víða um heim. Myndin var frumsýnd árið 1997 og hlaut 11 Óskarsverðlaun um árið. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet fóru með aðalhlutverkin og James Cameron leikstýrði, framleiddi og skrifaði myndina. Tökur á myndinni voru mjög erfiðar og þurfti Cameron að ráða til sín helling af sérfræðingum til þess […]

Endurléku atriði úr Titanic

Leikarinn Jonah Hill var gestgjafi  í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live á NBC á laugardaginn og lék á als oddi. Hill þykir ansi líklegur til þess að næla sér í Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Wolf of Wall Street. Hill var því frekar hátt uppi í opnunarræðu sinni og talaði um afrek sín á hvíta tjaldinu. […]

Sögulega lág laun Jonah Hill

Þó kvikmyndin The Wolf of Wall Street sé um græðgi og spillingu þá fékk leikarinn Jonah Hill sögulega lág laun fyrir hlutverk sitt í myndinni. Hill fékk tæpar sjö milljónir króna í sinn hlut og ættu það að þykja góð laun fyrir 7 mánaða vinnu. Í Hollywood þykir það þó vera skítur á priki. Til […]

DiCaprio næstum því étinn af hákarli

Bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio var staddur í viðtali hjá Ellen DeGeneres á dögunum og sagði frá því þegar hann lenti í sínum mesta lífsháska á lífsleiðinni. DiCaprio hefur lengi barist fyrir réttindum dýra og var að kanna aðstæður hákarla í fríi sínu frá tökum á kvikmyndinni Blood Diamond, sem var gerð árið 2006. DiCaprio var […]

Úlfurinn sjálfur græðir ekkert

Síðan kvikmyndin The Wolf of Wall Street, sem gerð er eftir tveimur sjálfsævisögulegum bókum verðbréfasalans Jordan Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar með glæsibrag í myndinni, var frumsýnd, þá hafa ótal aðilar komið fram og gagnrýnt að Hollywood sé enn á ný að gera hetju úr svikahrappi sem olli fjölda manns tjóni. Belfort sjálfur, sem ( […]

Wall Street úlfurinn vinsælastur

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street, mun að öllum líkindum verða vinsælasta myndin í Bandaríkjunum nú um hátíðarnar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í dag.   Samkvæmt fyrstu spám þá voru tekjur myndarinnar í gær um 10 milljónir Bandaríkjadala, en næsta mynd á eftir, The Hobbit: Desolation of Smaug, kom rétt á […]

Frumsýning: The Wolf of Wall Street

Sambíóin frumsýna myndina The Wolf of Wall Street á fimmtudaginn næsta, Jóladag, þann 26. desember. Myndin er nýjasta mynd Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio og hlaut á dögunum tvær tilnefningar Golden Globe verðlaunanna, sem besta myndin og fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki, Leonardo DiCaprio. Myndin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda, en hún segir […]

Scorsese á fáar myndir eftir

Martin Scorsese hefur gefið í skyn að hann eigi bara eftir að leikstýra nokkrum myndum til viðbótar áður en hann leggst í helgan stein. Scorsese tjáði sig um þetta á Marrakech-kvikmyndahátíðinni þar sem nýjasta myndin hans The Wolf Of Wall Street er sýnd. „Mig langar að gera helling af myndum en núna er ég orðinn […]

Leonardo DiCaprio sem Haraldur harðráði?

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur keypt réttinn að handriti Mark L. Smith um Harald harðráða, sem var konungur Noregs snemma á 11 öld. Það sem vekur athygli er að hlutverkið er skrifað fyrir stórstjörnuna Leonardo DiCaprio. Hvort hann taki við hlutverkinu eða ekki, þá er hann nú þegar með puttanna í framleiðslu á kvikmyndinni í gegnum […]

Leonardo DiCaprio leikur Rasputin

Eftir að hafa klætt sig í betri fötin fyrir kvikmyndina The Great Gatsby þá þarf Leonardo DiCaprio að endurnýja fataskápinn fyrir nýjasta hlutverk sitt, en hann hefur verið ráðinn til að leika dularfulla munkinn Grigori Rasputin. DiCaprio heillaðist af handritinu sem einblínir á sálarástand Rasputin og hvernig hann tókst á við dauða bróður síns. Kvikmyndin verður […]

Nektarsenurnar voru frelsandi

Carey Mulligan segir að nektarsenur hafi hjálpað sér að yfirstíga eigið óöryggi varðandi  líkamann sinn. The Great Gatsby-leikkonan segir það hafa verið frelsandi að vera nakin í atriðum með Michael Fassbender í myndinni Shame. „Í einkalífi mínu er ég mjög feiminn varðandi líkamann minn, eða að minnsta kosti hér áður fyrr,“ sagði Mulligan við The […]

Stórstjörnur í asískum auglýsingum

Það er sagt að hvergi sé auðveldara fyrir stórstjörnurnar að vinna sér inn pening heldur en að taka næsta flug til Asíu og leika í stuttum auglýsingum fyrir stórfyrirtæki. Margar stjörnur skrifa undir samninga um að tiltekin auglýsing sé ekki leyfð í Bandaríkjunum svo það skaði ekki feril þeirra, þó svo að samningar séu gerðir […]

Lokastiklan úr Django Unchained

Lokastiklan úr nýjustu mynd Quentins Tarantino, Django Unchained, er komin út.  Þar sést meira frá Broomhilde, eiginkonu Django, sem illmennið Calvin Candie heldur fanginni. Einnig eru þar ný atriði með Django og læriföður hans, Schultz.   Hin 165 mínútna langa Django Unchained er frumsýnd í dag í Bandaríkjunum og Kanada en 18. janúar hér heima. […]

Litríkt sjónarspil Gatsby – Ný stikla

Stikla númer 2 er komin fyrir The Great Gatsby, nýjustu mynd leikstjórans Baz Luhrmann, sem gerði meðal annars söngvamyndina ævintýralegu Moulin Rouge. Myndin er byggð á frægri skáldsögu F. Scott Fitzgerald með sama nafni. Miðað við það sem sjá má í stiklunni þá má fólk eiga von á litríku sjónarspili, með fullt á rokktónlist úr samtímanum, […]

Úlfur Wall Street lætur sjá sig

Það hringja ætíð fagnaðar bjöllur þegar að ný Scorsese-mynd fer í framleiðslu, en nú hljóma þær enn á ný í ljósi þess að í upphafi mánaðarins hófust tökur á fimmta samstarfsverkefni hans og Leonardo DiCaprio; The Wolf of Wall Street. Félagarnir eru staddir í Manhattan og nú hafa nokkrar ljósmyndir frá tökustað sloppið á netið, […]