Bakvið tjöldin á Titanic

YFDflzS - ImgurKvikmyndin Titanic er ein vinsælasta kvikmynd sögunnar og á hún sér aðdáendur víða um heim. Myndin var frumsýnd árið 1997 og hlaut 11 Óskarsverðlaun um árið. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet fóru með aðalhlutverkin og James Cameron leikstýrði, framleiddi og skrifaði myndina.

Tökur á myndinni voru mjög erfiðar og þurfti Cameron að ráða til sín helling af sérfræðingum til þess að passa að leikararnir væru aldrei í lífshættu.

Kate Winslet sagði í viðtali að hún hefði oft verið óttaslegin og haldið að hún myndi drukkna í stóra vatnstankinum sem að skipið var látið sökkva ofan í. Vinur Camerons, Bill Paxton, sem að lék Lovett í nútímaatriðunum hafði unnið með honum í fyrri myndum hans og sagði að „Þetta var stór hópur að fólki sem að vann að myndinni. Jim er bara ekki einn af þeim mönnum sem að eyðir tíma í það að kynnast öllum og verða vinur þeirra.“ Starfsmenn myndarinnar sögðu að á meðan að tökum stóð væri til einn góður James Cameron og einn illur Cameron.

Myndin átti upprunalega að kosta yfir 100 milljónir bandaríkjadala en á meðan að tökum stóð fór ráðstöfunarfé myndarinnar að hækka og varð að lokum um það bil $200.000.000.

Starfsmenn 20th Century Fox, eitt af tveimur myndverum sem að reiddu fram fjármagn myndarinnar, fylltust af skelfingu og vildu að Cameron myndi fjarlægja klukkutíma af myndinni, sem á þeim tíma var yfir þrjár klukkustundir í lengd. Þeir sögðu að ef að myndin væri svona löng þá væri ekki hægt að sýna hana nógu oft til þess að myndin gæti grætt einhvern pening.

Myndin varð fljótt tekjuhæsta kvikmynd allra tíma enda tók hún inn rúma 1,8 milljarða Bandaríkjadala um allan heim.

Hér að neðan má sjá 25 ljósmyndir við gerð kvikmyndarinnar Titanic..

2DLYPu1 - Imgur

4ID3r3q - Imgur 8Z3KTBW - Imgur 9bUM7Qd - Imgur aG7cf5D - Imgur AZYA96m - Imgur bU4PE74 - Imgur CBf3EE1 - Imgur CY2bGkF - Imgur EFEfM0z - Imgur F71YIw6 - Imgur iwHKcHJ - Imgur L2ePu2N - Imgur prqXqAj - Imgur qWur0o9 - Imgur RfrTcLn - Imgur Ri0sJh5 - Imgur SBiOGAT - Imgur U2aurqD - Imgur VLz5Hrj - Imgur W8VlxA5 - Imgur wfvfqzI - Imgur XbC0s5T - Imgur YFDflzS - Imgur yZepwbe - Imgur