Hollywood-stjörnur í hryllingsmyndum

Margar Hollywood-stjörnur hófu feril sinn í hryllingsmyndum þar sem þær þurftu að takast á við alls kyns morðingja og ófrýnilegar verur.

Í tilefni af hrekkjavökunni er hér listi yfir fimm stjörnur sem áttu þátt í að fá hár kvikmyndaunnenda til að rísa í hinum ýmsu hryllingsmyndum:

Johnny Depp – A Nightmare on Elm Street (1984)

johnny depp

Fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Johnny Depp var sem Glen Lantz í A Nightmare on Elm Street.

George Clooney – Return to Horror High (1987)

george clooney

George Clooney lék Oliver í Return to Horror High. Myndin fjallaði um kvikmyndatökulið sem reyndi að komast að því hver eða hvað væri á bak við dularfull morð í Crippen-menntaskólanum.

Jennifer Aniston – Leprechaun (1993)

jennifer aniston

Vinurinn fyrrverandi lék í grínhrollinum Leprechaun þegar hún var að hefja sinn feril. Eftir það tóku við tíu ár sem Rachel Green í Friends.

Leonardo DiCaprio – Critters 3 (1993)

di caprio

Fyrsta hlutverk Leonardo DiCaprio á hvíta tjaldinu var í Critters 3. Þar lék hann Josh, stjúpson spillts landeiganda, sem læsist fyrir slysni inni í herbergi fullu af Critters-verunum ófrýnilegu. Aðeins fjórum árum síðar lék DiCaprio í Romeo and Juliet og svo var röðin komin að Titanic.

Katherine Heigl – Bride of Chucky (1998)

katherine heigl

Löngu áður en Katherine Heigl lék í Grey´s Anatomy fór hún með hlutverk Jade í Bride of Chucky. Jade og kærastinn hennar Jesse voru sérstaklega valin af Chucky og Tiffany sem ætluðu að taka yfir líkama þeirra.

Matthew McConaughey – The Return of the Texas Chainsaw Massacre (1994)

matthew

Matthew McConaughey lék Vilmer í The Return of the Texas Chainsaw Massacre. Renee Zellweger lék einnig í myndinni. Tveimur árum síðar hreppti McConaughey stórt hlutverk í A Time to Kill.

Sjá má lengri lista yfir Hollywood-stjörnur í hryllingsmyndum á vefsíðu Mirror.