Depp myndar sögulegan japanskan harmleik

Tökur eru hafnar á nýjustu kvikmynd þrisvar sinnum Óskarstilnefnda bandaríska leikarans Johnny Depp, Minamata, eftir Andrew Levitas, en þar fer Depp með hlutverk hins rómaða stríðsljósmyndara W. Eugene Smith. Aðrir helstu leikarar eru Bill Nighy  (Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest),  Hiroyuki Sanada (Avengers: Endgame), Tadanobu Asano ( Thor), Ryo Kase (Letters from Iwo […]

Depp ekki lengur Jack Sparrow

Ferli kvikmyndaleikarans Johnny Depp í hlutverki Captain Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean myndunum, er nú að öllum líkindum lokið, en yfirmaður hjá kvikmyndafyrirtækinu Disney virðist hafa staðfest það opinberlega sem rætt hefur verið mikið um síðustu mánuði og misseri. Framleiðslustjórinn Sean Bailey svaraði á þessa lund, þar sem hann var að ræða um endurræsingu […]

Jack Sparrow endurræstur hjá Disney

Disney afþreyingarrisinn hyggst endurræsa risaseríuna Pirates of the Caribbean. Samkvæmt frétt kvikmyndasíðunnar Deadline, þá hefur fyrirtækið átt fundi með Deadpool höfundunum Rhett Reese og Paul Wernick, í þessum tilgangi. Auk þess að skrifa handrit beggja Deadpool myndanna, þá skrifuðu þeir Rheese og Wernick handritið að Zombieland og 6 Underground, spennumyndarinnar sem stórmyndaleikstjórinn Michael Bay er […]

Pirates of the Caribbean 6 komin í gang

Disney fyrirtækið er nú sagt vera með í undirbúningi sjöttu Pirates of the Caribbean myndina, en mynd númer 5, Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, var frumsýnd í fyrra. Þó að sú mynd hafi ekki notið jafn mikillar velgengni og myndin þar á undan, On Stranger Tides frá árinu 2011, þá var […]

Óupplýst morð á röppurum rannsökuð

Johnny Depp og Forest Whitaker hafa skrifað undir samning um að leika í rappmyndinni LAbyrinth. Eins og hástafirnir í upphafi titilsins gefa til kynna þá er hér ekki á ferðinni framhald af David Bowie myndinni Labyrinth, heldur er um að ræða kvikmyndagerð á bók Randall Sullivan sem fjallar um rannsóknina á morðum rapptónlistarmannanna Tupac Shakur […]

Salazar vill Sparrow – fyrsta kitla úr Dead Men Tell No Tales

Fyrsta sýnishornið úr Disney ævintýramyndinni sem margir bíða spenntir eftir, Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, er komin út. Sá sem er mest áberandi í drungalegri kitlunni er Javier Bardem í hlutverki erkióvinar Jack Sparrow, Captain Salazar, sem risið hefur úr sæ og leitar núna að Sparrow, sem Johnny Depp leikur. Depp er […]

Depp myrtur í Austurlandahraðlest

Her stjörnuleikara mun á næstunni stíga um borð í Austurlandahraðlestina, en þau Johnny Depp, Daisy Ridley, Judi Dench, Michelle Pfeiffer, Michael Pena, Derek Jacobi, Tom Bateman og Lucy Boynton verða meðal leikenda í nýrri endurgerð á myndinni sígildu, sem gerð er eftir sakamálasögu Agatha Cristie. Michael Green skrifar handritið, en sagan fjallar um það þegar athafnamaður […]

Depp berst við nasistapylsu

Fyrsta stikla úr nýju Johnny Depp og Kevin Smith myndinni Yoga Hosers er komin út, en Depp fer hér með hlutverk klaufalegs spæjara, sama hlutverk og hann lék í fyrstu mynd í True North trílógíu leikstjórans Kevin Smith, Tusk.  Yoga Hosers er önnur mynd í þessari trílógíu Smith. Í Tusk barðist spæjarinn við morðingja sem reyndi […]

Ósýnilegur Depp

Johnny Depp hefur verið ráðinn til að leika aðalhluterkið í endurgerð myndarinnar Invisible Man, eða Ósýnilegi maðurinn, sem gerð er eftir skáldsögu H.G. Wells. Depp mun leika vísindamann sem gerir sig ósýnilegan til langframa, en gerði sig sýnilegan með því að vefja um sig grisju, setja upp sólgleraugu og barðastóran hatt.  Þegar sögunni vindur fram breytist […]

Hollywood-stjörnur í hryllingsmyndum

Margar Hollywood-stjörnur hófu feril sinn í hryllingsmyndum þar sem þær þurftu að takast á við alls kyns morðingja og ófrýnilegar verur. Í tilefni af hrekkjavökunni er hér listi yfir fimm stjörnur sem áttu þátt í að fá hár kvikmyndaunnenda til að rísa í hinum ýmsu hryllingsmyndum: Johnny Depp – A Nightmare on Elm Street (1984) Fyrsta […]

Segir frammistöðu Depp hlægilega

Lögfræðingur glæpamannsins Whitey Bulger, sem Johnny Depp túlkar í Black Mass, segir að frammistaða leikarans í myndinni sé „hlægileg“.  Eina hrósið sem lögfræðingurinn Hank Brennan getur gefið myndinni er að greint sé rétt frá nokkrum nöfnum. Einnig segir hann bókina sem Black Mass er byggð á vera „hreina og klára fantasíu“. Hvorki Depp né leikstjórinn Scott Cooper fengu að hitta Bulger […]

Dómur Variety – Depp í fantaformi

„Nístingsköld blá augu hins alræmda glæpaforingja frá Boston, James „Whitey“ Bulger, stara á mann á hvíta tjaldinu í mynd Scott Cooper, Black Mass, eins og augnaráð rándýrs úr frumskóginum sem liggur í leyni og bíður eftir réttu augnabliki til að fanga bráð sína.“  Svona hljómar upphafið á dómi Variety um nýjustu mynd Johnny Depp, Black […]

Föðurleg ráð frá mafíósa – Ný stikla úr Black Mass

Ný stikla úr glæpamyndinni Black Mass, með Johnny Depp í aðalhlutverki, er komin út.  Þar gefur leggur hinn bláeygi og óhugnanlegi Depp sex ára syni sínum lífsreglurnar, sem verða að teljast heldur vafasamar. Í þessari sannsögulegu mynd leikur Depp mafíósann alræmda Whitey Bulger frá Boston en íslensk kona átti þátt í að koma honum á bak við lás […]

Bláeygur Depp – Fyrsta stikla úr Black Mass!

Nokkuð er síðan bandaríski leikarinn Johnny Depp lék síðast bitastætt hlutverk í bíómynd, og síðustu myndir hans hafa mælst misjafnlega fyrir. Breyting gæti orðið þar á innan skamms, ef eitthvað er að marka ískalda stikluna úr hinni sannsögulegu Black Mass, sem er nýkomin út, en þar leikur Depp írska Boston – mafíósann stórhættulega Whitey Bulger, en […]

Fyrsta myndin úr 'Black Mass' afhjúpuð

Það er nóg um að vera hjá Johnny Depp þessa dagana því í gær var birt fyrsta myndin af Depp í hlutverki Jack Sparrow í fimmtu Pirates-myndinni. Í dag var svo fyrsta opinbera myndin af Depp í hlutverki glæpamannsins og síðar flóttamannsins Whitey Bulger úr myndinni Black Mass afhjúpuð. Myndina má sjá hér til vinstri. Eins […]

Sparrow í klandri

Fimmta myndin um sjóræningjann Jack Sparrow, The Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, er væntanleg árið 2017. Fyrsta myndin af leikaranum Johnny Depp í hlutverki Sparrow í myndinni var birt í dag og má sjá hana hér til vinstri, en á myndinni má sjá að Sparrow er búinn að koma sér í klandur, eina […]

Depp blindfullur á Hollywood Film Awards

Leikarinn Johnny Depp líktist persónunni Jack Sparrow úr kvikmyndinni Pirates of The Caribbean í fasi fremur en virtum leikara þegar hann heiðraði umboðsmanninn Shep Gordon á kvikmyndaverðlaununum Hollywood Film Awards um helgina. Depp var bæði þvoglumæltur og vaggandi þegar hann flutti litla ræðu um Gordon, en hann er umfjöllunarefni heimildarmyndarinnar Supermensch: The Legend of Shep Gordon í leikstjórn […]

Depp skoplegur í Mortdecai

Leikarinn Johnny Depp fer með titilhlutverkið í myndinni Mortdecai, en myndin fjallar um hinn skoplega listasafnara Charlie Mortdecai sem reynir að finna stolið listaverk. Sjálft listaverkið sem leitað er að kemst þó ekki í hálfvirði við nasistagullið sem listaverkið gefur vísbendingar um hvar sé að finna. Með önnur hlutverk í myndinni fara m.a. Gwyneth Paltrow, […]

Stikla án söngs – Fyrsta stikla úr Into the Woods

Disney kvikmyndafyrirtækið birti í gær fyrstu stikluna úr ævintýramyndinni Into the Woods sem er smekkfull af gæðaleikurum, eins og Johnny Depp sem leikur úlfinn í Rauðhettu og Meryl Streep sem leikur vonda norn, en í myndinni er ýmsum þekktum Grimms ævintýrum blandað saman í eina nýja sögu. Í stiklunni er lítið um söng, eiginlega ekki […]

George Jung frjáls ferða sinna

Margir muna eftir kvikmyndinni Blow, frá árinu 2001, með þeim Johnny Depp og Penelope Cruz í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og leikur Depp eiturlyfjasmyglarann George Jung, en persónan er byggð á einum þekktasta eiturlyfjasmyglara áttunda og níunda áratugarins. Í myndinni segir frá skrautlegu lífi Jung, sem smyglaði kókaíni til Bandaríkjanna frá Kólómbíu. Þegar á […]

Fyrsta myndin af Depp sem Bulger

Tökur á glæpamyndinni Black Mass eru hafnar. Fyrsta myndin af Johnny Depp í hlutverki glæpamannsins og síðar flóttamannsins Whitey Bulger var opinberuð í dag og hefur Depp greinilega bætt á sig og gengið undir allmikla förðun fyrir hlutverkið. Eins og frægt er orðið þá var það íslensk kona, sem gaf lögreglu upplýsingar sem leiddu til handtöku glæpamannsins árið […]

Hleður huga sínum niður í öflugt tölvukerfi

Vísindatryllirinn Transcendence, sem margir spá að verði ein vinsælasta mynd ársins, verður frumsýnd miðvikudaginn 30. apríl á Íslandi. Í aðalhlutverkum er heill her úrvalsleikara og fara þar fremst í flokki þau Johnny Depp, Rebecca Hall, Morgan Freeman, Kate Mara, Cillian Murphy og Paul Bettany. Will Caster, sem Johnny Depp leikur, er vísindamaður og tölvusnillingur sem hefur unnið að því […]

Depp verður Bulger í Black Mass

Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur skrifað undir samning um að leika glæpakónginn og síðar flóttamanninn Whitey Bulger í myndinni Black Mass, en eins og frægt er orðið þá var það íslensk kona, sem gaf lögreglu upplýsingar sem leiddu til handtöku glæpamannsins árið 2011 í Kaliforníu, en hann fékk í kjölfarið lífstíðarfangelsisdóm. Framleiðendur myndarinnar eiga nú […]

Lísa í Undralandi 2 kemur 2016

Alice In Wonderland 2 verður frumsýnd 27. maí 2016, samkvæmt tilkynningu Disney kvikmyndaversins fyrr í dag. Fyrri myndin, Alice in Wonderland, eða Lísa í Undralandi, sló rækilega í gegn og þénaði 1,025 milljarða Bandaríkjadala í miðasölu á alheimsvísu. Leikstjóri The Muppets, James Bobin, mun halda um leikstjórnartaumana, en Tim Burton leikstýrði fyrri myndinni. Mia Wasikowska mætir […]

Líkir gagnrýni á The Lone Ranger við Fight Club

Rétt eins og leikstjórinn Quentin Tarantino þá hefur leikkonan Helena Bonham Carter komið The Lone Ranger til varnar Carter lék Red Harrington í ævintýramyndinni, sem olli miklum vonbrigðum í miðasölunni og fékk slaka dóma víðast hvar. „Ég hef lent í þessu áður,“ sagði Carter. „Allir hötuðu Fight Club þegar hún kom út.“ Hún bætti við: […]

Nornin Meryl Streep klifrar í tré

Fyrsta myndin hefur nú verið birt af Meryl Streep í hlutverki nornarinnar í söngvamynd Stephen Sondheim Into The Woods. Eins og sést á myndinni sem er hér fyrir neðan, hefur hún greinilega orðið vör við mannaferðir og klifrar upp í tré til að sjá betur hverjir eru á ferðinni. Myndin á sér rætur í Grimms […]

Pirates of the Caribbean 5 seinkað

Frumsýningu Pirates of the Caribbean 5 hefur verið frestað.  Myndin átti að koma út sumarið 2015 en frestast líklega um eitt ár, samkvæmt Hollywood Reporter. Framleiðsla á myndinni á að hefjast  í haust, sem er seinkun á upphaflegri áætlun. Vonast er til að hún verði tilbúin til sýninga sumarið 2016. Ástæðan fyrir seinkunni er sögð […]

Stuttfréttir – Rey, Depp, Drakúla

Söngkonan Lana Del Rey, 27 ára, þekkt fyrir lögin Video Games og Young & Beautiful úr kvikmyndinni The Great Gatsby, ætlar að reyna fyrir sér sem leikkona í nýrri stuttmynd. Myndin heitir Tropico og leikstjóri er Anthony Mandler. Stórstjarnan Johnny Depp segir í nýju samtali við BBC sjónvarpsstöðina að hugsanlega sé ekki mjög langt í […]

Frumsýning: The Lone Ranger

Sambíóin frumsýna nýjustu mynd Johnny Depp, The Lone Ranger miðvikudaginn 3. júlí í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi Myndin fjallar um það þegar indíáninn Tonto rifjar upp söguna af því þegar lögreglumaðurinn John Reid breyttist í réttlætishetjuna The Lone Ranger sem ekkert fær grandað. Sjáðu stiklu úr myndinni hér […]

Depp hlakkar til að verða úlfur

Leikarinn Johnny Depp hlakkar til að leika úlf í kvikmyndagerðinni af Tony-verðlauna söngleiknum Into the Woods eftir Stephen Sondheim.  „Ég er mjög spenntur yfir því að leika stóra vonda úlfinn,“ sagði Depp við e-online fréttaveituna þegar hann var að kynna nýjustu mynd sína The Lone Ranger.  „Þetta er svo sannarlega draumur sem er að verða […]