Lísa í Undralandi 2 kemur 2016

hattarinn deppAlice In Wonderland 2 verður frumsýnd 27. maí 2016, samkvæmt tilkynningu Disney kvikmyndaversins fyrr í dag.

Fyrri myndin, Alice in Wonderland, eða Lísa í Undralandi, sló rækilega í gegn og þénaði 1,025 milljarða Bandaríkjadala í miðasölu á alheimsvísu.

Leikstjóri The Muppets, James Bobin, mun halda um leikstjórnartaumana, en Tim Burton leikstýrði fyrri myndinni. Mia Wasikowska mætir aftur í hlutverki Lísu og Johnny Depp kemur sömuleiðis aftur sem Hattarinn.