Disney hataði Jack Sparrow

Í nýlegu viðtalið við Vanity Fair segir leikarinn Johnny Depp frá því að yfirmönnum hjá Disney var meinilla við túlkun hans á Jack Sparrow. Depp hefur leikið sjóræningjann sjarmerandi í þremur myndum, og er sú fjórða á leiðinni, en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl.

Í viðtalinu segir Depp, „Þau hötuðu mig í myndunum. Eitt þeirra spurði mig hvort Jack Sparrow ætti að vera samkyhneigður. Ég sagði henni að allar persónurnar mínar væru samkynhneigðar, það hræddi hana.“

– Bjarki Dagur