Fimm Marvel dagsetningar opinberaðar

Fjöldi ofurhetjukvikmynda er nú í þróun hjá Marvel Studios, sem er í eigu Disney afþreyingarrisans. Félögin tilkynntu í gær um frumsýningardaga fyrir fimm nýjar Marvel ofurhetjukvikmyndir. Frá þessu segir á Starburtmagazine.com Frumsýningardagarnir fimm sem um ræðir eru 7. október 2022, og svo nokkrar dagsetningar árið 2023; 17. febrúar, 5. maí, 28. júlí og 3. nóvember. […]

Maleficent 2 fær plakat, heiti og frumsýningardag

Disney kvikmyndin Maleficent með Angelina Jolie í aðalhlutverkinu, hlutverki hinnar illu nornar Maleficent, var góð skemmtun á sínum tíma, en myndin var frumsýnd fyrir fimm árum, sumarið 2014. Það er því fagnaðarefni að línur eru nú farnar að skýrast fyrir framhaldið, Maleficent 2, auk þess sem nú er komið í ljós að við fáum myndina […]

Harley Quinn kvikmynd í bíó 7. Febrúar 2020

Hliðarmynd úr and-ofurhetjukvikmyndinni Suicide Squad, byggð á persónunni Harley Quinn, Birds of Prey, hefur fengið opinberan frumsýningardag, 7. febrúar 2020. Í myndinni munum við aftur fá að berja Quinn augum í túlkun Margot Robbie, 28 ára. The Wolf of Wall Street leikkonan mun einnig koma að framleiðslu kvikmyndarinnar. Í myndinni verður kynntur til sögunnar splunkunýr […]

Aquaman verður jólamynd 2018

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur frestað frumsýningu DC Comics ofurhetjumyndarinnar Aquaman, sem James Wan leikstýrir, um tvo mánuði. Upprunalega stóð til að frumsýna myndina 5. október 2018, en nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn 21. desember sama ár. Þennan sama dag átti að frumsýna aðra mynd sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu, Avatar 2 , en James Cameron […]

Suicide Squad sló mörg Íslandsmet

Ofurhetjumyndin Suicide Squad var heimsfrumsýnd í gær hér á Íslandi með pompi og prakt og er óhætt að segja að myndin fari vel af stað, þrátt fyrir misjafnar viðtökur erlendra gagnrýnenda. Kvikmyndir.is ætlaði að sjá myndina kl. 20 í Sambíó Egilshöll í gær en varð frá að hverfa þar sem uppselt var á sýninguna. Miðar […]

Frumsýningu McDonalds myndar seinkað

Hollywood framleiðandinn The Weinstein Company hefur ákveðið að færa frumsýningardag myndarinnar The Founder, sem við höfum sagt frá hér á síðunni, og fjallar um manninn sem gerði McDonalds að risafyrirtæki, Ray Krock, leikinn af Michael Keaton, inn í hið svokallaða verðlaunatímabil ( awards season ) í Bandaríkjunum. Nokkuð flakk hefur verið á frumsýningardeginum. Upphaflega átti […]

Indiana Jones snýr aftur 19. júlí 2019!

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur nú tilkynnt opinberlega að ný Indiana Jones mynd, sú fimmta í röðinni, með Harrison Ford enn á ný í titilhlutverkinu, verði frumsýnd 19. júlí árið 2019. Ford verður orðinn 77 ára gamall þegar myndin verður frumsýnd. Steven Spielberg leikstýrir myndinni, en hann hefur leikstýrt öllum Indiana Jones myndunum. Ekki er minnst á George […]

Janúar góður hrollvekjumánuður

Framleiðslufyrirtækin The Weinstein Company og Dimension Films tilkynntu í dag að þau hefðu breytt frumsýningardegi hrollvekjunnar Amityville Horror: The Awakening.  Nýr frumsýningardagur er 6. janúar 2017, en upphaflega átti að frumsýna myndina 1. apríl nk.   Leikstjóri myndarinnar er Franck Khalfoun og aðalleikarar eru Bella Thorne, Jennifer Jason Leigh og Cameron Monaghan. Heimildarmenn The Lationo Review […]

Xander snýr aftur 20. janúar

Aðdáendur Xander Cage, og myndarinnar xXx, þar sem Vin Diesel fór með hlutverk Cage, geta byrjað að láta sig hlakka til því Paramount kvikmyndaverið hefur ákveðið frumsýningardag fyrir framhald myndarinnar, xXx3: The Return of Xander Cage. Myndin verður frumsýnd 20. janúar nk. Þetta verður í fyrsta sinn sem Diesel fer með hlutverk Xander frá því […]

Sully tekur flugið í september

Sully, nýjasta mynd leikstjórans Clint Eastwood, með Tom Hanks í titilhlutverkinu, hefur fengið frumsýningardag. Myndin, sem er ævisöguleg og fjallar um flugstjórann Chesley „Sully“ Sullenberger, verður frumsýnd 9. september 2016. Í myndinni verður fjallað um hið einstaka afrek þegar flugvélin með Sullenberger við stýrið, missti afl, eftir að hafa fengið fugla í hreyflana, árið 2009 nokkrum […]

Jack Reacher 2 fær nafn

Tökur eru hafnar á Jack Reacher mynd númer 2, en hún hefur fengið nafnið Jack Reacher: Never Go Back. Í aðalhlutverki er sem fyrr Tom Cruise ( Mission: Impossible myndirnar, Edge of Tomorrow) og leikstjóri er Edward Zwick (The Last Samurai, Blood Diamond). Tökur fara fram í New Orleans. Frumsýning er áætluð 21. október á næsta ári, eða […]

Bridget Jones 3 frumsýningardagur ákveðinn

Frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir þriðju Bridget Jones myndina, en þessi viðkunnalega persóna úr bókum Helen Fielding kemur nú í bíó á ný eftir 12 ára hlé. Frumsýning er áætluð 16. september 2016. Renée Zellweger og Colin Firth snúa bæði aftur í hlutverkum sínum, Zellweger sem Bridget Jones og Firth sem Mark Darcy. Sharon Maguire, sem leikstýrði […]

Jack Reacher 2 frumsýnd á næsta ári

Paramount fyrirtækið hefur tilkynnt að framhald Tom Cruise myndarinnar Jack Reacher, komi í bíó 21. október 2016. Fyrri myndin var góð skemmtun og ástæða til að byrja að hlakka til framhaldsins! Leikstjóri fyrri myndarinnar, og Mission Impossible — Rogue Nation, Christopher McQuarrie, yfirgefur leikstjórastólinn, en í hans stað er kominn  The Last Samurai leikstjórinn Edward Zwick.  Fyrri […]

Jurassic World 2 kemur 2018

Framhald risaeðlutryllisins Jurassic World kemur 22. júní, 2018. Variety segir frá þessu nú í morgun. Aðalleikararnir Chris Pratt og Bryce Dallas Howard munu snúa aftur, og Steven Spielberg verður aðalframleiðandi.   Colin Trevorrow, leikstjóri Jurassic World, mun skrifa handritið ásamt Derek Connolly. Í gær, miðvikudag, varð Jurassic World, þriðja tekjuhæsta bíómynd allra tíma, og fór […]

Bretar sjá Spectre fyrstir

Bretar munu verða fyrstir í heiminum til að sjá nýjustu James Bond myndina, Spectre, samkvæmt frétt breska blaðsins The Telegraph. Þar segir að aðalfrumsýningin verði í Lundúnum, en myndin verði svo frumsýnd í kvikmyndahúsum um gervallt Stóra Bretland og á Írlandi samtímis, en bíóhús utan Bretlandseyja verði að bíða lengur eftir myndinni. Frumsýningardagsetningin er 26. […]

Fast 8 frumsýningardagur tilkynntur!

Það er ekki eftir neinu að bíða. Þó að Fast and Furious 7 sé enn í bíó, þá er nú þegar búið að gefa út frumsýningardag fyrir næstu mynd, þá áttundu í röðinni. Frumsýna á myndina þann 14. apríl 2017, eða eftir rétt tæp tvö ár. Þetta var samkvæmt The Hollywood Reporter, tilkynnt formlega á […]

Hauskúpueyja breytist

Bíómyndin sem áður hét Hauskúpueyja, eða Skull Island, hefur fengið nýjan titil til að tengja hana betur við aðalsöguhetjuna, risaapann King Kong. Nú heitir myndin Kong: Skull Island. Auk þess hefur frumsýningardagur myndarinnar verið færður um heila fimm mánuði. Kong: Skull Island verður nú frumsýnd þann 10. mars árið 2017, en upprunalega dagsetningin var 6. […]

Lísa 2 fær titil og tökur að hefjast

Tökur eru að hefjast á Alice in Wonderland 2, eða Lísa í Undralandi 2, auk þess sem myndin hefur fengið fullan titil: Alice in Wonderland: Through the Looking Glass. Fyrri myndin, sem Tim Burton leikstýrði, sló í gegn og þénaði meira en 1 milljarð Bandaríkjadala í kvikmyndahúsum á heimsvísu árið 2010. Í fyrri myndinni var […]

Pirates 5 frestað til 2017

Nýr frumsýningardagur hefur verið settur á sjóræningjann síkáta Jack Sparrow, en hann er nú væntanlegur í bíó árið 2017 í fimmtu Pirates of the Caribbean myndinni, Dead Men Tell No Tales. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Joachim Ronning og Espan Sandberg, en þeir leikstýrðu hinni rómuðu Kon-Tiki frá árinu 2012. Jeff Nathanson, handritshöfundur Indiana Jones and […]

Flýta Fast 7 um viku

Eins og CinemaBlend vefsíðan bendir á þá hefur það reynst Fast & Furious myndunum vel að vera frumsýndar í apríl. Flestar myndirnar hafa reyndar verið frumsýndar í júní, en þær tvær sem frumsýndar hafa verið í apríl eru tvær af þeim best sóttu í seríunni, en alls hafa sex myndir verið sýndar. Það kemur því […]

Bourne kemur 14. ágúst

Universal Pictures kvikmyndaverið tilkynnti í dag að það hefði valið 14. ágúst árið 2015 sem frumsýningardag fyrir fimmtu myndina í Bourne Identity njónsnaseríunni, auk þess sem verið staðfesti orðróm frá því fyrir mánuði síðan að Fast and the Furious leikstjórinn Justin Lin myndi leikstýra myndinni. Jeremy Renner mun í myndinni snúa aftur sem Aaron Cross, og […]

Mummy endurræst 2016

Hollywood ákveður frumsýningardaga mynda gjarnan þónokkuð langt fram í tímann, en þó eiga þeir til að breytast þegar dregur nær frumsýningu. Tvær myndir hafa nú fengið frumsýningardag fram í tímann, önnur var ekki með frumsýningardag fyrir, The Mummy,  en hin, Warcraft, hefur verið flutt á milli ára. Endurræsing Mummy verður þannig frumsýnd 22. apríl 2016 […]

Anchorman 2 flýtt

Margir bíða spenntir eftir gamanmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues, með Will Ferrell í hlutverki fréttaþularins Ron Burgundy. Paramount kvikmyndaverið hefur nú brugðist við þessu með því að stytta biðina og ætlar að frumsýna myndina í Bandaríkjunum miðvikudaginn 18. desember nk., en áður var áætlað að frumsýna myndina þann 20. desember. Í helstu hlutverkum auk […]

Lísa í Undralandi 2 kemur 2016

Alice In Wonderland 2 verður frumsýnd 27. maí 2016, samkvæmt tilkynningu Disney kvikmyndaversins fyrr í dag. Fyrri myndin, Alice in Wonderland, eða Lísa í Undralandi, sló rækilega í gegn og þénaði 1,025 milljarða Bandaríkjadala í miðasölu á alheimsvísu. Leikstjóri The Muppets, James Bobin, mun halda um leikstjórnartaumana, en Tim Burton leikstýrði fyrri myndinni. Mia Wasikowska mætir […]

Glæpir löglegir á ný

Universal kvikmyndafyrirtækið hefur ákveðið að frumsýna framhald hrollvekjunnar The Purge þann 20. júní á næsta ári, en fyrri myndin var einmitt frumsýnd í júní sl. sumar. Myndin, sem þénaði 90 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim, kostaði aðeins 3 milljónir dala í framleiðslu. Gróðinn er því ævintýralegur og ekki að furða að kvikmyndaverið hafi […]

Tæpt ár í Dumb And Dumber To

Það styttist óðum í frumsýningu framhaldsmyndarinnar Dumb And Dumber To, með þeim Jim Carrey og Jeff Daniels í aðalhlutverkum, en í gær var tilkynnt að frumsýning myndarinnar yrði eftir tæpt ár í Bandaríkjunum, eða 14. nóvember 2014. Á frumsýningardaginn þá munu aðeins verða þrjár vikur í að tuttugu ár verði liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar, […]

Enn nálgast Herkúles

Lionsgate framleiðslufyrirtækið, sem nýlega tilkynnti að það ætlaði að frumsýna Hercules: The Legend Begins, með Kellan Lutz í aðalhlutverkinu, í febrúar nk., hefur ákveðið að flýta enn frumsýningunni í Bandaríkjunum og sýna myndina 10. janúar nk. en þá helgina yrði myndin eina myndin sem frumsýnd verður í mikill dreifingu um allt land Upphaflega dagsetningin var […]

Misnotaðir starfsmenn aftur á ferð

Horrible Bosses 2, framhald gamanmyndarinnar vinsælu Horrible Bosses, verður frumsýnd í kringum þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum á næsta ári, 2014.   Í myndinni leiða þeir saman hesta sína á ný þeir Jason Bateman, Charlie Day og Jason Sudeikis í hlutverkum sínum sem misnotaðir starfsmenn í fyrirtækjum. Myndin verður nánar tiltekið frumsýnd þann 26. nóvember 2014. Fyrri […]

Erótíkin kemur 1. ágúst 2014

Búið er að ákveða frumsýningardag fyrir myndina sem verið er að gera eftir erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni síðustu misseri. Myndin verður samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum, frumsýnd í Bandaríkjunum 1. ágúst 2014. Leikstjóri er Sam Taylor-Johnson. Handrit skrifar Kelly Marcel og Michael De Luca og Dana Brunetti framleiða myndina ásamt James. […]