Suicide Squad sló mörg Íslandsmet

Ofurhetjumyndin Suicide Squad var heimsfrumsýnd í gær hér á Íslandi með pompi og prakt og er óhætt að segja að myndin fari vel af stað, þrátt fyrir misjafnar viðtökur erlendra gagnrýnenda. Kvikmyndir.is ætlaði að sjá myndina kl. 20 í Sambíó Egilshöll í gær en varð frá að hverfa þar sem uppselt var á sýninguna. Miðar fengust hinsvegar í þéttsetnum sal í Sambíó Álfabakka.

Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að aðsókn gærdagsins hafi verið „hreint út sagt frábær“ og hafi myndin slegið nokkur met á einu bretti á Íslandsmarkaði: stærsti frumsýningardagur ofurhetjukvikmynda, stærsti frumsýningardagur sumarmynda og stærsti opnunardagur kvikmyndar frá kvikmyndarisanum Warner Brothers.

sam

Starfsfólk Sambíó í Kringlunni klætt sem Harley Quinn, ein af aðalpersónum myndarinnar sem leikin er af Margot Robbie.

Myndin var frumsýnd aðfararnótt 3. ágúst sl. um land allt og hópaðist fólk á myndina og mynduðust biðraðir fyrir framan salina, allt að 90 mínútum áður en sýningar hófust.

Alls mættu 6.455 gestir í bíó á Suicide Squad í gær.