Janúar góður hrollvekjumánuður

Framleiðslufyrirtækin The Weinstein Company og Dimension Films tilkynntu í dag að þau hefðu breytt frumsýningardegi hrollvekjunnar Amityville Horror: The Awakening.  Nýr frumsýningardagur er 6. janúar 2017, en upphaflega átti að frumsýna myndina 1. apríl nk.

 

amity

Leikstjóri myndarinnar er Franck Khalfoun og aðalleikarar eru Bella Thorne, Jennifer Jason Leigh og Cameron Monaghan.

Heimildarmenn The Lationo Review segja að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi tekið ákvörðunina eftir að þeir sáu hvað hrollvekjur ganga að jafnaði vel í byrjun árs.

Á meðal hryllingsmynda sem hafa fengið góða aðsókn í janúar eru One Missed Call, The Unborn, Daybreakers, The Devil Inside, Texas Chainsaw Massacre 3D, Paranormal Activity: The Marked Ones, Woman in Black 2, Angel of Death og nú síðast The Forest.

Ljóst er að Amityville Horror: The Awakening mun fá þónokkra samkeppni í janúar nk. en Friday the 13th, The Split, ný mynd M. Night Shymalan, og Resident Evil: The Last Chapter, eftir Paul W.S. Anderson, verða einnig frumsýndar í þessum mánuði.