Tennisinn tyllti sér á toppinn

Tennismyndin Challengers gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en rúmlega sexhundruð manns sáu myndina . Í öðru sæti, upp um eitt sæti frá síðustu viku, er svo Kung Fu Panda 4 en teiknimyndin hefur verið í átta vikur á listanum!

Borgarastríðið í Bandaríkjunum í Civil War er svo í þriðja sæti og fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Dune langtekjuhæst

Tekjuhæsta kvikmyndin á listanum samtals er Dune: Part Two. Myndin er í áttunda sæti með 75 milljónir í heildartekjur og 38.500 áhorfendur.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: