Captain Marvel áfram langvinsælust

Nýjasta ofurhetjumyndin frá Marvel, Captain Marvel, um öflugustu ofurhetjuna í Marvel heimum, samnefnda Captain Marvel, er langvinsælust þessa vikuna á íslenska bíóaðsóknarlistanum. Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum en þar var myndin einnig með mikið forskot á næstu mynd, Wonder Park. Annað sætið, aðra vikuna í röð, fellur í skaut þriðju myndarinnar í How […]

Marvel ofurkraftar á toppnum

Kraftmesta ofurhetjan í Marvel heiminum, Captain Marvel, í túlkun Óskarsverðlaunaleikkonunnar Brie Larson, flaug rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en myndin er að slá aðsóknarmet hvert sem litið er þessa dagana. Tekjur myndarinnar yfir helgina hér á Íslandi námu um 14,5 milljónum króna, sem er frábær árangur. Önnur vinsælasta kvikmynd helgarinnar var Að […]

Risafrumsýningarhelgi hjá Captain Marvel

Marvel ofurhetjumyndin Captain Marvel með Brie Larson í titilhlutverkinu stefnir í risafrumsýningarhelgi í tekjum talið. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum og um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi, nú um helgina. Útlit er fyrir að tekjur myndarinnar í Bandaríkjunum muni nema um 153 milljónum bandaríkjadala, en hún var sýnd á 4.310 stöðum í […]

Drekaflug á toppi aðsóknarlistans

Það er komin ný toppmynd á íslenska bíóaðsóknarlistann, teiknimyndin Að temja drekann sinn 3, eða How to Train Your Dragon: The Hidden World. Myndin hafði nokkra yfirburði í aðsókn helgarinnar, en í öðru sæti listans er Alita: Battle Angel, sem stendur í stað á milli vikna. Toppmynd síðustu þriggja vikna, The Lego Movie 2: The […]

Kubbafjörið heldur áfram

Þriðju vikuna í röð trónir nýja Lego kvikmyndin á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, og rétt eins og í síðustu viku er Alita: Battle Angel, næst vinsælasta kvikmynd landsins. Glænýjar kvikmyndir eru síðan í þriðja og fjórða sæti aðsóknarlistans, eða What Men Want og Fighting With My Family. Þrjár myndir til viðbótar eru nýjar á lista þessa […]

Mjótt á munum milli Lego og Alitu

The Lego Movie 2: The Second Part heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna , en mjótt er á munum, því hin stórskemmtilega framtíðar-vísindaskáldsaga Alita: Battle Angel er komin þétt upp að hlið Lego, á sinni fyrstu viku á lista. Liam Neeson í Cold Pursuit kemur í humátt á eftir þessum tveimur, í […]

Litríkur legóheimur á toppinum

Það er litríkt um að litast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna en þangað eru mætt, á sinni fyrstu viku á lista, þau Hemmi og Lísa og vinir þeirra í The Lego Movie 2: The Second Part. Í öðru sæti er einnig ný mynd, Cold Pursuit, þar sem Liam Neeson bregður sér á snjóplóg og […]

Instant Family fremst 33 mynda

Hvorki fleiri né færri en þrjátíu og þrjár kvikmyndir eru á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna, en á toppnum aðra vikuna í röð, eru barnlausu hjónin í Instant Family, sem eignast skyndilega þrjú börn. Gamla brýnið Clint Eastwood er seigur og potast upp í annað sæti listans úr því fjórða með mynd sína The Mule, en […]

Hjónin barnlausu fengu flesta áhorfendur

Barnlausu hjónin, sem ættleiða þrjú börn á einu bretti, í Instant Family,  heilluðu landsmenn mest af öllu, í bíó nú um helgina, en með hlutverk foreldranna fara þau Mark Wahlberg og Rose Byrne. Toppmynd síðustu viku, Glass, sem reyndar heldur toppsætinu á bandaríska listanum milli vikna, þarf að sætta sig við annað sætið á Íslandi, […]

Glass braut sér leið á toppinn

Glass, nýjasta mynd ráðgátumeistarans M. Night Shyamalan, og þriðja og síðasta myndin í þríleik á eftir myndunum Unbreakable og Split, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina. Það sama var uppi á teningnum í Bandaríkjunum þar sem myndin skaut öllum öðrum myndum ref fyrir rass. Önnur vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um helgina var teiknimyndin […]

Spider-Man spyrst vel út

Það er greinilegt að hin stórgóða Golden Globe verðlaunaða teiknimynd Spider-Man: Into the Spider Verse er að spyrjast vel út, en myndin er nú komin á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fimmtu viku á listanum, en myndin var í öðru sæti í síðustu viku.  Í myndinni koma við sögu nokkrir mismunandi köngulóarmenn úr ólíkum víddum, […]

Konungurinn ríkir enn

Konungur sjávar og sveita, Aquaman, ríkir enn á íslenska bíóaðsóknarlistanum, þriðju vikuna í röð. Ætti það ekki að koma neinum á óvart enda myndheimurinn einstaklega glæsilegur. Annars eru kvikmyndirnar í öðru og þriðja sæti ekki langt á eftir toppsætinu þegar kemur að tekjum af aðsókn, en teiknimyndin Spider-Man: Into the Spider-verse, sem hefur verið að […]

Aquaman fékk samkeppni á toppnum

Þrjár kvikmyndir urðu hlutskarpastar um nýliðna bíóhelgi þegar kemur að bíóaðsókn í landinu, en allar myndirnar hlutu mikla aðsókn. Um er að ræða Aquaman, sem heldur toppsætinu aðra vikuna í röð, á hæla hennar kemur svo Disney kvikmyndin Mary Poppins Returns, og þriðja vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag er svo teiknimyndin Spider-Man: Into the […]

Metfjöldi Netflixaðganga horfði á Bird Box

Streymisveitan Netflix, sem er þekkt fyrir að birta litlar sem engar upplýsingar um kerfið sitt eða áhorfstölur fyrir myndirnar og þættina sem fyrirtækið býður upp á,  hefur nú gert undantekningu á því vegna spennutryllisins Bird Box, með Söndru Bullock í aðalhlutverkinu. Netflix sagði í tísti að rúmlega 45 milljónir, eða nánar tiltekið 45.037.125 Netflix aðgangar, […]

Glass spáð velgengni í janúar

Fyrstu aðsóknarspár fyrir ráðgátuna Glass, framhaldsmynd leikstjórans M. Night Shyamalan af myndunum Unbreakable frá árinu 2000 og Split frá árinu 2016, gefa til kynna að Glass geti átt afbragðs frumsýningarhelgi, en kvikmyndin verður frumsýnd bæði hér á landi og í Bandaríkjunum þann 18. janúar nk. Miðað við fyrstu spár í Bandaríkjunum þá má ætla að […]

Aquaman ríkir yfir sjó og landi

Kvikmyndin Aquaman, um samnefnda neðansjávar-ofurhetju, var lang vinsælasta kvikmyndin í íslenskum bíóhúsum nú dagana fyrir jól, en tekjur myndarinnar námu tæplega 5,3 milljónum króna fyrir alla helgina síðustu. Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum en þar synti Aquaman beint í fyrsta sætið einnig, með 67,4 milljónir bandaríkjadala í tekjur. Mary Poppins Returns, sem frumsýnd […]

Vítisvélarnar beint á toppinn

Ævintýramyndin Mortal Engines, eða Vítisvélar eins og heitið myndi útleggjast á íslensku, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, á sinni fyrstu sýningarhelgi. Myndinni, sem er með íslensku leikkonunni Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki, gekk þó ekki eins vel í Bandaríkjunum, en þar náði hún einungis 5. sætinu, og vonbrigðin þónokkur, enda náðu tekjur […]

Ralph og Vannellópa sigra allsstaðar

Ralph og vinkona hans Vannellópa sykursæta eru búin að koma sér vel fyrir á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í teiknimyndinni Ralph Breaks the Internet, og sitja þar nú aðra vikuna í röð. Og ekki nóg með það heldur eru þau líka á toppi bandaríska aðsóknarlistans, þriðju vikuna í röð þar í landi. Í öðru sæti íslenska […]

Ralf rústar miðasölunni

Ralf, í teiknimyndinni Ralf rústar internetinu, gerði sér lítið fyrir um helgina og rústaði líka miðasölunni, og  rauk beint á topp íslenska aðsóknarlistans, á sinni fyrstu viku á lista. Það er nokkuð vel gert hjá honum þar sem helsti keppinauturinn var enginn annar en hnefaleikamaðurinn Adonis Creed í Creed 2, sem þurfti að láta sér […]

Topp 3 óbreytt á milli vikna

Töfraheimurinn í Fantastic Beasts er greinilega vinsæll hjá ungum sem öldnum hér á Íslandi, því Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, eftir sýningar helgarinnar. Engar breytingar eru heldur í sætum tvö og þrjú, en þar sitja sem fastast annarsvegar sjálfur Trölli í The Grinch, og svo […]

Ævintýraheimur á toppi aðsóknarlistans

Nýja J.K. Rowling ævintýramyndin, Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald, er vinsælasta kvikmynd landsins eftir sýningar helgarinnar. Sömu sögu er að segja af bandaríska vinsældarlistanum, þar sem myndin tyllti sér einnig á toppinn. Tekjur myndarinnar hér heima námu tæpum 14 milljónum króna, sem var töluvert meira en tekjur næst vinsælustu kvikmyndarinnar námu. Myndin í öðru […]

Trölli stal toppsætinu

The Grinsh, eða Trölli sem stal Jólunum eins og persónan og sagan heitir á íslensku, heillaði íslenska bíógesti svo um munaði nú um helgina og stal toppsætinu af hljómsveitinni Queen í Bohemian Rhapsody, sem fór niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin sem var í öðru sæti í síðustu viku, A Star is Born, fór […]

Bohemian Rhapsody heillaði landann

Rami Malek, Mike Myers og félagar í tónlistarkvikmyndinni Bohemian Rhapsody heilluðu íslenska bíógesti svo um munaði nú um helgina, en myndin fór ný á lista rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Toppmynd síðustu viku, A Star is Born, laut í gras, og fellur niður í annað sæti listans. Ný mynd er einnig í þriðja sætinu, en […]

Stjarna fæðist á toppnum

Svo virðist sem hin stórgóða drama- og tónlistarkvikmynd A Star is Born sé að spyrjast firnavel út meðal landsmanna, því myndin gerir sér nú lítið fyrir og fer á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, eftir fjórar vikur í sýningum. Toppmyndin í Bandaríkjunum, Halloween, sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, nær því aðeins öðru sæti listans. […]

Andhetja enn vinsælust

Enn er Marvel ofurhetjukvikmyndin Venom, með Tom Hardy í titilhlutverkinu, hlutverki andhetjunnar Venom, vinsælasta kvikmynd landsins. Mjótt var þó á munum því söngvamyndin og Óskarskandidatinn A Star Is Born velgdi henni verulega undir uggum í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Þriðja sæti listans fellur svo hinum bráðskemmtilega Johnny English í skaut í þriðju English myndinni, Johnny […]

Geim-ofurskrímslið Venom ýtti English af toppnum

Geimskrímslið og ofurhetjan Venom í samnefndri mynd, í túlkun Tom Hardy, vann hug og hjörtu bíógesta nú um helgina og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, ný á lista. Toppmynd síðustu viku varð því að gera sér annað sætið að góðu, Johnny English Strikes Again.  Þriðja vinsælasta mynd landsins þessa vikuna er svo söngvamyndin A […]

Allir vilja English

Það er nýr snillingur á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, en þar er á ferðinni enginn annar en njósnarinn heimskunni Johnny English, í túlkun gamanleikarans Rowan Atkinson.  English hafði þónokkra yfirburði hvað aðsóknr varðar, en tekjur myndarinnar námu hátt í ellefu milljónum króna, á meðan næsta mynd á eftir, Smallfoot, var með nálægt fjórar milljónir […]

Smáfótur tekjuhæstur um helgina

Teiknimyndin Smáfótur gerði sér lítið fyrir og hratt íslensku kvikmyndinni Lof mér að falla af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en þar hafði Lof mér að falla setið í þrjár helgar í röð.  Mjótt var þó á munum því tekjur Smáfótar námu rúmum 5,5 milljónum króna, en tekjur Lof mér að falla námu tæpum […]

Crazy Rich Asians orðin sú vinsælasta í 10 ár

Kvikmyndin vinsæla Crazy Rich Asians, sem nú er í sýningum í bíóhúsum hér á landi, hefur slegið risastórt met í miðasölu í Bandaríkjunum, en myndin er nú orðin tekjuhæsta rómantíska gamanmyndin þar í landi síðastliðin 10 ár, en nú um helgina sigldi myndin fram úr tekjum myndarinnar The Proposal frá árinu 2009, samkvæmt áætluðum aðsóknartölum […]

Sigurganga Lof mér að falla heldur áfram

Sigurganga íslensku kvikmyndarinnar Lof mér að falla eftir Baldvin Z heldur áfram á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en eftir sýningar helgarinnar nema tekjur myndarinnar samtals rúmum 55 milljónum króna. Myndin er átakanleg saga um ungan fíkil sem sekkur sífellt dýpra í fen fíknefnanna. Önnur vinsælasta kvikmynd nýliðinnar helgar í íslenskum bíóhúsum er glæný mynd, The House With […]