Pandan sigraði Dune

Teiknimyndin Kung Fu Panda 4 gerði sér lítið fyrir og ýtti stórmyndinni Dune: Part Two af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Níu þúsund manns sáu myndina hér á landi en 5.200 sáu Dune.

Í þriðja sætinu, niður um eitt sæti milli vikna er svo reggíkóngurinn Bob Marley í Bob Marley: One Love.

Imaginary og All of us Strangers fóru nýjar á lista beint í fjórða og sjöunda sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: