Keisarinn vann toppsætið

Það er ekkert smámenni sem sest hefur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, enginn annar en sjálfur Napóleon Frakkakeisari í túlkun Joaquin Phoenix og í leikstjórn Sir Ridleys Scotts.

Þó að Asha í myndinni Ósk hafi óskað sér mjög heitt, þá dugði það aðeins í annað sæti listans, en báðar kvikmyndirnar voru frumsýndar um síðustu helgi.

Toppmynd síðustu viku, The Hunger Games The Ballad of Songbird and Snakes datt niður í þriðja sæti listans.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: