Hrútar er vinsælasta myndin

Cannes verðlaunamyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans nú um helgina, en hún var frumsýnd í síðustu viku hér á landi.

sigurður sigurjónsson

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi, en talast ekki við, þar til óvæntir hlutir gerast.

Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, Mad Max: Fury Road og í því þriðja kemur ný mynd á lista, Disneymyndin Tomorrowland. Söngstjörnurnar í Pitch Perfect 2 eru í fjórða sætinu og Loksins heim teiknimyndin er síðan í fimmta sæti, sína sjöundu viku á lista.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box office