Ofurhetjurnar eiga sviðið

Marvel ofurhetjumyndin Captain America: Civil War var langvinsælasta bíómynd helgarinnar hér á landi, en tekjur myndarinnar námu 14,6 milljónum króna. Myndin, sem er ný á lista, fór þannig fram úr toppmynd síðustu helgar, The Jungle Book, sem situr nú í öðru sæti listans. Í þriðja sæti er svo önnur ný mynd, teiknimyndin Ratchet og Clank, en landslið íslenskra leikara talsetur myndina.

downey iron man captain

Fjórar nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni; Bastille Day, spennumynd um bandarískan vasaþjóf í París, A Hologram for the King, um mann sem fer í söluferð til Saudi Arabíu, The Ardennes, um bræður sem brjótast inn í hús, og loks Louder than Bombs, mynd um son sem kemur aftur heim til föður síns.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff