Suicide Squad sigraði helgina

And-ofurhetjumyndin Suicide Squad eftir David Ayer, var langaðsóknarmesta bíómynd helgarinnar hér á Íslandi. Myndin er ný á lista og sló mörg Íslandsmet á miðvikudaginn síðasta þegar hún var frumsýnd.  Í Bandaríkjunum sló myndin sömuleiðis aðsóknarmet yfir aðsóknarmestu bíómynd í ágúst allra tíma.

suicide

Í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans er önnur ný mynd, teiknimyndin Leynilíf Gæludýra, eða Secret Life of Pets. Sú mynd hefur jafnframt gengið vel erlendis, og strax er byrjað á framhaldsmynd. Þriðja sæti listans fellur svo í skaut toppmyndar síðustu viku, Jason Bourne. 

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum; gamanmyndin Bad Moms fer beint í fjórða sætið og Arabian Nights: Volume 3 The Enchanted One fer beint í 18. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice