Fullt hús fór beint á toppinn

Fullt hús, ný gamanmynd Sigurjóns Kjartanssonar með Hilmi Snæ Guðnasyni í hlutverki sellóleikara sem flytur heim til Íslands og gengur til liðs við íslenskan kammerhóp, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi. Hátt í 2.200 manns sáu myndina og tekjurnar voru tæpar fimm milljónir króna.

Toppmynd síðustu þriggja vikna, rómantíska gamanmyndin Anyone But You, fór niður í annað sætið og áfram í þriðja sæti er hin ævintýralega Poor Things sem tilnefnd hefur verið til fjölda Óskarsverðlauna .

Hin nýja myndin, teiknimyndin Bestu vinir, fór beint í fimmta sæti listans.

Wonka tekjuhæst samtals

Tekjuhæsta kvikmyndin samtals sem er í bíó í dag er Wonka með 36 milljónir í tekjur.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: